Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 43
meistari Reykjavíkur árið 1944. Eftir hann liggja nokkrar kennslu- bækur í frönsku, svo og þýddar bækur um skák. Góða Jóna Kristín. Þú mátt nú sjá á bak umhyggjusömum og ástríkum lífsförunauti. Það er sár reynsla, en það er þó huggun harmi gegn að eftir lifir minning mæt, og þú átt góða að. Eg votta þér, sonum, tengda- dætrum, barnabörnum, öðru venslafólki og vinum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Magnúsar G. .Jónssonar. Ármann Kr. Einarsson Kveðja írá Menntaskólanum í Reykjavík Magnús G. Jónsson, dósent í frönsku við Háskóla íslands, lézt laugardaginn 18. október, 81 árs að aldri, fæddur á Þorláksmessu 1908 og stúdent frá Menntaskólan- um 1927. Hann nam rómönsk mál við Sorbonne og á Spáni og kenndi frönsku við skólann fyrst 1940- 1941, og síðan frá 1942 til 1971. Hann varð dósent við Háskóla ís- lands 1971, en hafði áður kennt þar frönsku sem stundakennari frá því kennsla hófst í HÍ í þeirri grein, auk námskeiða í öðrum rómönskum málum. Magnús var farsæll og áhuga- samur kennari, hvers. manns hug- ljúfi og vel látinn bæði af nemend- um og samkennurum. Hann var glaðvær og skemmtinn á kennara- stofu og lagði ævinlega gott til mála. Hann gaf á sínum tíma út kennslubók í frönsku, sem undirrit- aður kenndi árum saman og líkaði afar vel og þótti gott að kenna, og þó að kennsluhættir hafi síðan breytzt verulega er það þó svo, að málfræðihluti bókar Magnúsar blívur fyrir skýrleika sakar og er enn víða notaður. Er Magnús hvarf frá Mennta- skólanum eftir 30 ára kennslu stijáluðust mjög fundir og ber að harma það, en minningin um góðan mann og gegnan lifir, og við minn- umst hans með gleði. Eiginkonu hans og sonum sendi ég samúðar- kveðjur frá skólanum og gömlum samkennurum. Guðni Guðmundsson Vinur minn, Magnús G. Jónsson, er látinn. Hann lézt laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn og kvaddi þennan heim á sama hátt og hann lifði lífinu, í kýrrlátri virðingu. Magnús fæddist 23. desember 1908. Hann stundaði nám við Sor- bonne háskólann í París, í Madrid og Rómaborg frá 1927-1933. Hann var löggiltur' skjalaþýðandi í frönsku, spænsku og ítölsku, kenndi við Menntaskólann í Reykjavík frá 1940-1973 og Háskóla íslands frá 1942-1979. Yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík var hann frá 1958 og dósent við Há- skóla íslands frá 1963. Hann var ritari Alliance Francise frá 1934-65, forseti þess félags frá 1965-1975 og loks heiðursfélagi. Hann var fyrsti forseti og heið- ursfélagi félags frönskukennara á íslandi. Fyrir kennslustörf sín og félagsstörf hlaut Magnús G. Jóns- son margar háar orður franska ríkisins og fálkaorðu hins íslenzka. Iiann varð skákmeistari Reykjavík- ur árið 1944. Eftir hann liggja kennslubækur, meðal annars kennslubók í frönsku, sem notuð var við menntaskóla til margra ára, og auk þess þýdd rit, aðallega um skák. Þannig var starfsferill Magnúsar G. Jónssonar í stuttu máli, en mig langar fyrst og fremst að minnast mannsins eins og ég kynntist hon- um. Leiðir okkar lágu fyrst saman, þegar Magnús G. Jónsson gerðist kennari minn við Menntaskólann í Reykjavík á unglingsárum mínum. Lítt grunaði mig þá, hvað hann ætti eftir að kenna mér margt ann- að en franska tungu síðar á lífsleið- inni með því einu að vera sá, sem hann var. Það er sagt, að kærleikurinn þekki ekki sjálfan sig, og víst er, að Magnús G. Jónsson var sér lítt meðvitandi um mannkosti sína, en aðrir skynjuðu þá þeim mun sterkar í návist hans. MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTÚDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 43í Oft sagði hann með þeirri sér- stöku kímni, sem honum var eigin- leg: „Ef þú finnur lausnina á lífsgát- unni, þá láttu mig vita,“ því að í hjarta sínu fannst honum fráleitt, að mannlegleikinn gæti nokkurn tíma skilið hinztu rök tilverunnar, en sennilega var hann þó nær því í fölskvaleysi sínu að skynja kjarna lífsins en flestir aðrir. Magnús G. Jónsson hafði til að bera einstaka mannlega hlýju, ekki einungis gagnvart sínum nánustu, heldur gagnvart öllu og öllum, og hún tengdist göfugmennsku hjart- ans, sem verður ekki lærð en birt- ist í fágun hið ytra og innra. Eng- inn, sem hitti hann, þótt ekki væri nema stutta stund, gat komizt hjá því að verða var við þessa siðfágun hjartans í fari Magnúsar G. Jóns- sonar. Magnús G. Jónsson unni fögrum bókmenntum og skáldskap og var feiknarlega vel að sér í rómönskum tungumálum og bókmenntum. Hann naut þess í ríkum mæli, þegar mannsandinn fann sér fagran og hnitmiðaðan búning í orðum og orðinu tókst nánast að yfirvinna sínar eigin takmarkanir. Hann hafði og óbilandi áhuga á skák og var listamaður í því að leysa flóknar taflstöður. Ef grannt var skoðað átti það þó ekki einungis við um taflborðið, heldur einnig og mun meir um lífið sjálft. Og þá hafði hann ávallt einfaldleikann, heiðarleikann og kærleikann að leiðarljósi að ógleymdri þeirri tign- arlegu hæversku, sem var aðals- merki Magnúsar G. Jónssonar. Hann opnaði hjarta sitt og heim- ili bæði fyrir mér og fjölmörgum öðrum. Það var í raun einn og sami hlutur, því að hjarta Magnúsar G. Jónssonar sló fyrir heimilið, eigin- konu, synina tvo, Magnús og Jón, tengdadætur og barnabörn. Það var mannbætandi að verða vitni að þeirri ást, virðingu, kær- leika og jafnvel lotningu, sem Magnús G. Jónsson bar til og fyrir konu sinni, Jónu Kristínu Magnús- dóttur, enda bar hún mann sinn og fjölskyldu á höndum sér af þeirri takmarkalausu ósérhlífni, sem ein- kennir Jónu Kristínu í samskiptum við ástvini sína og öll þau verkefni, sem hún tekur undir sinn verndar- væng af lífi, sál og öllu hjarta. Ég kveð vin minn, Magnús G. Jónsson, með tregablöndnum söknuði en þó fyrst og fremst með djúpu þakk- læti, enda munu áhrif hans lifa áfram í mér og öllum öðrum, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast svo göfugri sál í mannleg- um líkama. Fjölskyldu hans vil ég votta dýpstu samúð. Halldór Hansen Fleiri minningargreinar um Magnús G. Jónsson verða birtar næstu daga. t Hjartkær móðir okkar og stjúpmóðir, ANNA S. STEINSDÓTTIR, Kothúsum, Garði, andaðist í Borgarspítalanum þann 29. nóvember. Edda Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Gunnar Sveinbjörnsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR Þ. ÞÓRÐARSON, Kirkjubraut 16, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 1. desember kl. 14.00. Sigríður Guðmundsdóttir, Ástríður Þ. Þórðardóttir, Þórður Þórðarson, Ævar H. Þórðarson, Sigurður Þórðarson, Þórður Valdimarsson, Jóna Valdimarsdóttir, Ársæll Valdimarsson, Guðmundur Magnússon, EsterTeitsdóttir, Þórey Þórólfsdóttir, Sigrfður Guðmundsdóttir, Ólafía Sigurdórsdóttir, Þórður Egilsson, Aðalheiður Oddsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar og systur okkar, ÞÓRLEIFAR SIGURÐARDÓTTUR, Grýtubakka 18. Ágúst Árnason, Rósbjörg Sigurðardóttir, Steinunn Sigurðardóttir. t Litli sonur okkar, GABRIEL, lést i barnaspítalanum í Boston, Bandaríkjunum, þann 5. nóvem- ber. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Öllum þeim sem veittu okkjr fjárhagsaðstoð og annan stuðning viljum við færa þakkir okkar. Sérstakar þakkir sendum við til Hróðmars Helgasonar, læknis, og starfsfólks barnadeildar 13e á Landspítalanum. Það fé sem umfram er af því sem safnaðist til styrktar Gabriel munum við láta renna til barnadeildarinnar.- Fyrir höhd nánustu vandamanna, Dagný María Sigurðardóttir, Jón Þ. Þórðarson, Selfossi. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför sonar míns, föður okkar og bróður, MAGNÚSAR HRAFNS MAGNÚSSONAR. Bertha Karlsdóttir, Magnús Atli Magnússon, Guðrún Ása Magnúsdóttir og systkini. t Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, ÁRMANNS FRIÐRIKSSONAR útgerðarmanns. Guð blessi ykkur öll. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir og börn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS SIGURÐSSONAR málara, Aðallandi 1. Sigurður Ingi Sveinsson, Halldóra Salóme Guðnadóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Vignir Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður pg afa, KRISTJÁNS ÞORGILSSONAR frá Bolungavfk, Hjarðarholti 11, Akranesi. Sæunn Guðjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og jarðarfarar móður okkar og tengdamóður, ÁSGERÐAR JENSDÓTTUR frá Hnífsdal, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sæunn Guðjónsdóttir, Ólafur K. Guðjónsson, Filippía Jónsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir flytjum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÝRLEIFAR HERMANNSDÓTTUR, Boðahlein 1, Garðabæ. Jóhannes Bergsteinsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Örlygur Geirsson, Ragnhildur Jóhannesdóttir, Sveinn Sigurkarlsson, Guðbjörg Jóhannesdóttir, Sjöfn Jóhannesdóttir, Gunnlaugur Stefánsson og barnabörn. t Þökkum af alhug sýnda samúð og hlýhug við fráfall og útför föð- ur rhíns og tengdaföður, ÁRMANNS FRIÐRIKSSONAR útgerðarmanns. Sérstakar þakkir til starfsfólks DAS í Hafnarfirði. Ármann Ármannsson, Sjöfrt Haraldsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.