Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1989
15
HaftiarQörður -
framtíðarsýn
eftirMjöll
Flosadóttur
Húsnæðismál
Unga fólkið sem er að hefja bú-
skap í Hafnarfirði á ekki margra
kosta völ í leit sinni að hentugu
íbúðarhúsnæði. Hingað til hefur
megin áherslan verið lögð á skipu-
lagningu einbýlis- og ráðhúsa í
bænum, sem eru í flestum tilfellum
ekki það húsnæði sem unga fólkið
fjárfestir í þegar það er að hefja
búskap.
í nánustu framtíð vil ég gjarnan
sjá íbúðarsvæði sérsniðin með þarf-
ir ungs fólks í huga, þar sem skólar
og dagheimili væru í næsta ná-
grenni. Einnig þarf að huga að eldri
hverfum bæjarins, gefa þarf ungu
fólki tækifæri á að flytja í þau og
þar með að skapa líf í þeim, auk
þess sem þeir skólar sem fyrir eru
verða ekki vannýttir.
Lista- og menningarlíf
Mjög mikilvægt er hveiju bæjarfé-
lagi að hafa gott lista- og menning-
arlíf. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur
til dæmis verið í stöðugri sókn á
undanförnum árum og er það vel.
Það er því verðugt verkefni að hlúa
að leiklistinni í bænum svo og ann-
arri lista- og menningarstarfsemi.
Góð hugmynd væri að setja á stofn
bama- og unglingaleikhús, sem
myndi án efa draga til sín alla ald-
urshópa, hvaðanæva af landinu.
Slíkt leikhús myndi ekki einungis
efla leiklistarstarfsemi bæjarins,
heldur einnig ýta undir ýmiss konar
þjónustu. Einnig mætti hugsa sér
að efla aðrar listgreinar, svo sem
mjmdlist, tónlist og margvíslega
nytjalist, með því að fullnýta þá
aðstöðu sem fyrir er og skapa ný
tækifæri. Án efa myndi bæjarlífið
í miðbænum taka verulegan fjör-
kipp ef stefnt yrði markvisst að því
að gera Hafnarfjörð að menningar-
og listamiðstöð.
Atviíinutækifæri
í æ ríkari mæli hafa Hafnfirðing-
ar sótt atvinnu til Reykjavíkur, eru
ástæður þess margvíslegar. Þeirri
þróun þarf að hægja á. Það mætti
til dæmis efla starfsemi þjónustu-
fyrirtækja í Hafnarfírði og þá ekki
hvað síst í sjávarútvegi, þar sem
stór hluti afkomu okkar byggir á
þeim vettvangi. Einnig mætti hugsa
sér að auka ferðamannaþjónustu
við innlenda og erlenda ferðamenn.
Ferðamannabær
Höfnin, Hamarinn, Hellisgerði
og gamli bærinn, allt eru þetta stað-
ir sem Hafnfirðingar eru stoltir af
óg gaman væri að leyfa öðrum,
jafnt innlendum sem erlendum
ferðamönnum, að njóta með okkur.
Eg sé fyrir mér mikla möguleika í
Hafnarfirði sem ferðamannabæ.
Erlendir ferðamenn kæmu með
gjaldeyri og mætti jafnvel hugsa
sér Hafnarfjörð sem fríverslunar-
svæði. Það myndi ekki einungis
hafa í för með sér auknar gjaldeyr-
istekjur, heldur einnig aðstöðugjöld
af versluninni auk annarra skatta.
Tengja mætti aðra þjónustu fyrir
ferðamenn í Hafnarfirði við þessa
verslun.
Lokaorð
Hafnarfjörður er fallegur ög
vinalegur bær. Mjög mikilvægt er
að viðhalda þeim bæjarbrag sem
fyrir er, auk þess að stuðla að því
að gera bæinn enn fegurri og
líflegri. Slíkt gerist fyrst og fremst
með fólkinu sem bæinn byggir,
þörfum þess og löngun til að gera
bæjarlífið áhugavert og uppbyggi-
Mjöll Flosadóttir
Hvernig er húsnæðis-
málum háttað í Hafnar-
firði? Hvernig stendur
lista- og menningarlíf
og hvað með atvinnu-
tækifæri í bænum? Er
Hafnarflörður þekktur
ferðamannabær?
Svari hver fyrir sig,
en með framboði mínu
í prófkjöri sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði
ætla ég að berjast fyrir
eflingu þessara mála-
flokka.
legt. Því er nauðsynlegt á tímum
framfara að fylgjast vel með óskum
og þörfum nýrra kynslóða, því þetta
er fólkið sem á að taka við þjóðar-
skútunni.
Kjósendur, nú er ykkar tími kom-
inn til að velja talsmenn ykkar í
bæjarmálum næstu fjögur árin.
Nýtið ykkur því rétt ykkar til að
kjósa.
Höfimdur er forstööumaður
verðbréfaviðskipta Sparisjóðs
Hafnarfjarðar.
Mun ekki liggja
á liði mínu
eftir Trausta Hólm
Jónasson
Hafnfirðingar geta í dag verið
stoltir af búsetu í góðum bæ. Stolt-
ið skýrist aðallega af tvennu. Sjálf-
stæðismenn í fyrri bæjarstjórnum
fylgdu hugsjónum sínum um með-
ferð ijármuna og plægðu þann
■ DREGIÐ var í happdrætti Fé-
lagsheimilis tónlistarmanna þann
10. nóvember síðastliðinn. Vinning-
at' komu á eftirtalin númer: 1. vinn-
ingur, Skoda Favorit 1990 kom á
númer 1504, 2. vinningur, ferð fyr-
ir tvo til Mallorca á vegum ferða-
skrifstofunnar Atlantik að verð-
mæti kr. 70 þúsund kom á númer
4770, 3.-6, vinningur, fjörutíu
tímar í hljóðveri (án upptökumanns)
kom á númer 404, 272, 2356 og
442, 7.-8. vinningur, innborgun á
vöruúttekt hjá Molto kr. 50 þúsund
kom á númer 4162 og3141, 9. vinn-
ingur, Yamaha laser geislaspilari
frá Hljóðfæraverslun Poul Bern-
burg hf. kom á númer 1573, 10—11
vinningur, Sony tvöfalt segulband
frá Japis hf. kom á miða númer
4577 og 4501, 12.—13 vinningur,
myndverk að eigin vali að upphæð
kr. 10 þúsund kom á númer 3711
og 4501, 14.—18. vinningur, matur
og drykkur að eigin ósk samkvæmt
matseðli á Veitingastaðnum Mong-
olian Barbeque kom á númer 4182,
3777, 2005 og 2750, 19,—20 vinn-
ingur, íslensk tónlist (átta plötur
og geislad.) heildarútgáfa kom á
númer 3701 og 637.
ókræsilega akur óarðbærra rekstr-
arforma sem sóunarsinnar höfðu
slegið skjaldborg um. Þá fyrst skap-
aðist grundvöllut' fyrir aukinni vel-
ferð þeirri er nú blasir við okkur,
ágætu Hafnfirðingar.
í öðru lagi-getum við verið stolt
af þeim glæsilegu mannvirkjum
sem hinn þaulæfði borðaklippari
okkar, bæjarstjórinn, hefur lokið
við. Sumir segja að verði okkur sá
þingmaður'ef gæfa hans og ógæfa
okkar leyfir, sem næstdýrastur
verður á eftir Góldfinger. En hann
héfur fært okkur með dugnaði
sínum endahnykk þess sem margt
hvað hafði nú verið í burðarlið fyrri
meirihluta og sumt hvað jafnvel yel
á veg komið. Allir vita hvað við er
átt og nægir að nefna Hafnarborg,
sundlaugina í Suðurbænum og
flakkarann úr Setbergshverfinu, en
ég nefni ekki æskulýðsmiðstöðina.
Eg viðurkenni að þar held ég að
við höfum ekki verið nægilega stór-
huga en það breytir ekki því að sú
sem undir kom hjá borðaklipparan-
um er hreinn „skandal“ þó fram-
kvæmdin hafi verið bráðnauðsyn-
leg.
I þeirri óráðsíu óttast ég að sú
framtíð sem þar gengur um sali
muni bera þann kostnað sjálf og
hvar er þá velferðin á vegi stödd.
Mun framtíð þeirra ungmenna
tengjast dráttarvaxtatekjum pen-
ingafursta? Við megum ekki glata
unga fólkinu burt til þeirrar
Svíþjóðar þar sem hreinustu ftjáls-
hyggjumenn búa miðað við þá tíma-
skekkju sem það rauðbleika rugl
færir okkur hér.
Ég endurtek það sem ég hef
Trausti Hólm Jónasson
„Skattheimta er, að
mínu mati, ofbeldisað-
gerð,og um hana er
engin þjóðarsátt.“
áður sagt. Skattheimta er, að mínu
mati, ofbeldisaðgerð, og um hana
er engin þjóðarsátt. Ég er samt
ekki á móti velferð en að fara iila
með fé skattpíndra samborgara er
að strá salti í sár nútíðar og fram-
tíðar. Það að geta valið, það er lýð-
ræðið. Ef víðsýnir bæjarbúar vilja
auka valkosti í þjónustu hér eftir
sem hingað til í bænum mun ég
ekki liggja á liði mínu við að gæta
sem best hagsmuna skattgreiðenda
ekki síður en annarra.
Höfundur er rafvirki og í framboði
í prófkjöri sjálfstaeðismanna i
Hafnarfirði.
ÁmorfórtÆst
fimmtudags-til
laugardagskvöld
frá kl. 22 til 1.