Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 40 Minning: Jónína M. Guðjónsdóttir fv. formaður Framsóknar Fædd 2. ágúst 1899 Dáin 24. nóvember 1989 Þrátt fyrir hækkandi meðaialdur fólks almennt, fer þeim nú óðum fækkandi, sem fæddust um og eftir aldamótin síðustu. Um aldamótakynslóðina verður vart sagt „að mulið hafi verið und- ir hana“. Sú kynslóð varð sjálf að ryðja hina grýttu braut, „götuna fram eftir veg“. Vegurinn til bættra lífskjara var hvorki sléttur né auð- farinn. í orðsins fyllstu merkingu var sú braut vart sjáanleg. í þeim efnum varð að byrja á byijuninni og mikið lá við að grunnurinn væri réttilega fundinn. Allt framhald og öll framtíðarsýn var undir því kom- in að fyrstu skrefín væru rétt stigin. I þessum hópi aldamótakynslóð- arinnar var sú forystukona félags- legra umbóta í landinu, sem hér er kvödd. Jónína Margrét Guðjónsdóttir var fædd á Maríubakka, Hörgslandi á Síðu í Skaftafellssýslu, 2. ágúst 1899, dóttir hjónanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Guðjóns Bene- diktssonar. Faðir Jónu lést þegar hún var 2ja ára gömul, en 9 ára futtist hún með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur. Það kann að virðast umhugsunarefni fyrir fólk sem er örlagatrúar, að fyrsta heimilið, sem Jóna gistir hér í Reykjavík, var heimili Jóhönnu Egilsdóttur, en heimatún þeirra lágu saman austur í Skaftafells- sýslu. Hvoruga þeirra mun hafa grunað að í hönd færi áratuga langt sam- starf á vettvangi verkaiýðs og þjóð- málabaráttu. Sú varð þó raunin. Á unglingsárum gekk Jóna til almennra starfa íslenskra verka- kvenna við fiskverkun á hinum ýmsu fískverkunarstöðum í Reykjavík, en lengst starfaði hún í Defensorsstöðinni. Jóna var því ekki gömul, þegar hún skipaði sér í sveit verkakvenna, sem þá höfðu myndað Verka- kvennafélagið Framsókn, undir for- ystu Jónínu Jónatansdóttur, eins af merkustu frumkvöðlum íslenskr- ar verkalýðshreyfingar. Undirritaður heyrði Jónu m.a. eitt sinn skýra frá þátttöku sinni í fyrstu 1. maí kröfugöngunni 1923 og þeim móttökum, sem göngufólk- ið þá fékk, og takmörkuðum skiln- ingi var að mæta. Verkakvennafélagið Framsókn hafði að sjálfsögðu kjaramálin efst á sinni málefnaskrá, en jafnframt og ekki síður, voru jafnréttislögmál- in í öndvegi, því að ójafnréttið í kjaramálunum brann hvergi eins umbúðalaust meðal vinnandi fólks, eins og hjá verkakonum. Jóna þreyttist ekki á því að segja frá dæmum um að konur hefðu á fiskreitnum haldið á sömu fisk- börunum á móti karlmönnum, — borið sömu byrðamar, en við launa- greiðslur að loknu verki ekki verið hálfdrættingar. Þetta hróplega ranglæti og misrétti birtist ekki aðeins í launagreiðslunum einum, heldur einnig í almennt niðurlægj- andi framkomu við konur. Hér er e.t.v. að leita höfuðástæð- unnar fyrir því, að konur sáu sig knúnar til að stofna sérstök verka- lýðsfélög. Sérstaða kvenna í launa- og kjaramálum var á þessum árum öllum svo augljós, sem verða má, og ef vilji var, að kynna sér stað- reyndir. Þrautseigjan og eljan í verkakvennafélaginu í þessari mannréttindabaráttu íslenskra al- þýðukvenna mun hæst gnæfa í sögu þessa tímabils í árdögum aldarinn- ar. í þessari oft vonlitlu baráttu stóð Jóna Guðjónsdóttir í fylkingar- bijósti um hálfrar aldar skeið. Þegar, er Jónína Jónatansdóttir lét af formennsku verkakvennafé- lagsins, tók hin kunna valkytja al- þýðusamtakanna, Jóhanna Egils- dóttir, við forystu, en við hlið sér sem varaformann valdi hún Jónu Guðjónsdóttur. Þetta samstarf þeirra Jóhönnu og Jónu varði samfleytt í 28 ár, þar til Jóhanna kaus að hætta, og var Jóna þá valin formaður félagsins í hennar stað, og gegndi því starfi í 12 ár. Þessum trúnaðarstörfum gegndi Jóna af trúmennsku og festu og skörungsskap, eins og öðrum verk- um. Þegar líða tók á starfsdag Jónu Guðjónsdóttur, en félagsstörfin kröfðust enn krafta hennar, tók hún til starfa hjá Vinnumiðlunarskrif- stofu borgarinnar og síðar hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þar vann hún svo lengi sem starfsaldur opinberra starfsmanna leyfði. Jóna Guðjónsdóttir var glæsileg kona ásýndum, fasmikil og röskleg í framgöngu allri. Ekki dró það úr glæsimennsku Jónu, að hún gekk til allra daglegra starfa sinna á íslenskum búningi. í fjölmenni velktist enginn í vafa um hver var á ferð, þar sem Jóna fór. Á gleðistundum var hún glöðust allra, en sveigðust umræður að baráttu lítilmagnans varð hún al- vörugefin og hleypti þá brúnum til áherslu orða sinna. Að hennar mati var sú barátta ekki til umræðu á gleði- og skemmtistund. Auk forystuhlutverks í verka- lýðshreyfingunni og Alþýðuflokkn- um, átti Jóna sæti í ýmsum ráðum og nefndum á vegum heildarsam- takanna. Hun varð m.a. fyrsta kon- an, sem tók sæti í bankaráði Al- þýðubankans, við stofnun hans. Þeim, sem þessar línur ritar, var vel kunnugt um ófáar ferðir Jónu á heimili þeirra, er áttu við tíma- bundna eða langvarandi erfiðleika að etja, þeim sem í hlut áttu, til styrktar og hjálpar. Þessar hjálpar- ferðir Jónu voru farnar í kyrrþey og voru ekki til umræðu við aðra en þá, sem málin varðaði. Á þennan hátt kaus Jóna m.a. að þjóna sínum hugsjónum í einka- lífi. Allir, sem við erfiðleika áttu að stríða, voru henni viðkomandi. Jóna Guðjónsdóttir giftist aldrei og eignaðist heldur ekki afkomend- ur, í venjulegri merkingu. Væri hinsvegar hægt að hjálpa eða greiða götu einhvers, sem í erfiðleikum átti, þá voru hinir sömu óðara orðn- ir hennar nánustu. Jóna Guðjóns, eins og hún var kölluð í vinahópi, safnaði ekki á langri ævi neinum veraldarauði, og sem þversögn þeirrar hugsunar, sagði hún oft í gamantón: „Mig vantar allt, nema peninga." Henni var tamara að gefa en þiggja. Um áratuga skeið var Jóna heim- ilisföst hjá Guðrúnu Halldórsdóttur frá Sæmundarhlíð og eiginmanni hennar, Guðmundi Halldórssyni, togarastýrimanni. Eftir lát þeirra hjóna hélt Jóna heimili í 22 ár með Þórunni Valde- marsdóttur í Sigtúni 27 í Reykjavík. 'Þegar Jóna hafði setið í stjórn Verkakvennafélagsins Framsóknar í 40 ár, og óskaði eftir að verða leyst frá störfum, tók Þórunn við formennskunni. Árið 1983 óskaði Jóna eftir vist á Hrafnistu í Hafnarfirði, og dvald- istþartil æviloka, 24. nóvembersl. Löngum og merkum ferli ís- lenskrar alþýðukonu er lokið, — konu, sem aldrei brast þor eða kjark í baráttunni fyrir betra og bjartara mannlífi, — konu, sem aldrei hlífði sjálfri sér í baráttu fyrir aðra. Útför Jónu verður gerð frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag fimmtudag kl. 13.30. Eggert G. Þorsteinsson Bergmann S. Þormóðs- son, Isafírði-Minning Ágætur vinur, Bergmann Sigurð- ur Þormóðsson, lést í Landspítal- anum að kvöldi mánudags 20. nóv. sl. Með honum er genginn minnis- stæður persónuleiki, sem margir minnast með söknuði. Bergmann fæddist í Neskaupstað 28. júní árið 1916, foreldrar hans voru Soffía Guðmundsdóttir og Þormóður Sveinsson. Strax á fyrsta ári bar hann að landi í örmum móður sinnar á Tyrð- ilmýri á Snæfjallaströnd, Norður- ísafjarðarsýslu. Þar hafði móðir hans vistað sig til skamms tíma. Einstæðar mæður voru þá sem oft fyrr og síðar upp á náð annarra komnar og áttu ekki margra kosta völ til þess að sjá sér farborða. Dvöl Bergmanns varð þó lengri á Tyrðilmýri en móðurinnar, því þar var hvítvoðungnum tekið opnum örmum og átti hann eftir að dvelja þar öll árin þar til unglingurinn hafði náð fullum þroska. Fósturforeldrar Bergmanns voru hjónin Elísabet Hreggviðsdóttir og Elías Borgarsson er lengi bjuggu á Tyrðilmýri, þau reyndust honum sem bestu foreldrar og mat Berg- mann það að verðleikum og reyndi að launa uppeldið á þann hátt sem hann best gat. Á uppvaxtarárum Bergmanns var Snæfjallaströnd öll í byggð og lifði hver þar sáttur við sitt hlut- skipti. Lífsbaráttan var að vísu hörð og lífsviðurværið sótt eftir því sem hægt var til sjávar og landbúnaðar. Þó mun sjávaraflinn víða hafa verið burðarásinn undir lífsafkomunni, því landnytjar voru takmarkaðar og þá oft einungis til heimilisnotk- unar. Bergmann ólst því upp við þær aðstæður að snemma þurfti að taka til hendinni og létta undir við heimiiisstörfin til lands og sjáv- ar. Á þeim árum var oft góður afli í ísafjarðardjúpi og stutt að sækja, höfðu bændur og búalið því oft drjúgar tekjur af sjávarafla. Blómlegasta verstöðin í inndjúp- inu var í Ogurnesi og voru oft gebð- ir þar út margir bátar frá vori til hausts. Árið 1925 eru íbúar í Ögur- nesi taldir vera 44 en byggð lagðist þar af um eða uppúr 1945 samfara breyttum þjóðlífsháttum ög þverr- andi sjávarafla í inndjúpinu. Bergmann fór til sjóróðra í Ögur- nesi þrettán ára gamall og var þar í skiprúmi hjá Páli Borgarssyni bróður fósturföður síns. Þetta voru fyrstu kynni Bergmanns af ver- búðalífinu við Djúp eins og það tíðkaðist á fyrri hluta þessarar ald- ar. Fleytan var smá og afköstin háð getu hvers einstaklings og sam- vinnu áhafnarinnar. Það er ekki ólíklegt að hjá ungl- ingnum hafi þá vaknað áhugi á því að verða virkari þátttakandi í þess- ari baráttu, enda kom það í ljós síðar. Strax og Bergmann hafði aldur til aflaði hann sér menntunar til þess að mega gegna starfi vél- stjóra á fískibátum. Undirritaður var samtíma honum á vélstjóranám- skeiði sem haldið var á ísafirði. Það kom fljótt í Ijós að Berg- mann var gæddur hæfileikum til þess að verða góður vélstjóri. Hann hafði til að bera athygli og næma tilfinningu fyrir því hvernig þessu starfi yrði best gegnt. Þegar hann hafði tekið að sér vélstjórastarf komu þessir eiginleikar í ljós. Snyrtimennska og útsjónarsemi á öllum sviðum sat ávallt í fyrirrúmi hjá honum. Bergmann aflaði sér einnig réttinda til skipstjórnar á smærri skipum. Hann hafði snemma hug á því að gerast virkur þátttakandi í atvinnulífinu með því að stofna til eigin útgerðar, því réðst hann í það að kaupa lítinn vélbát og hóf róðra í ísafjarðar- djúpi. Þessi útgerð reyndist honum farsæl og hélt hann sig að því í nokkur ár meðan aðstæður leyfðu, þó kom að því að hann leitaði á önnur mið. Árið 1943 réðst hann sem vél- stjóri á mb. Jódísi frá ísafirði til Pálma Sveinssonar, skipstjóra. Þeirra samvinna átti eftir að vara nokkur ár, fyrst á Isafirði og síðar á Akranesi þegar Pálmi gerðist skipstjóri há útgerð Haraldar Böðv- arssonar & Co. Það var vélbáturinn Ver, happa- fleyta í eigu Haraldar, sem þeir Pálmi og Bergmann voru fyrst á. Síðar voru þeir á bát sem bar nafn- ið Fram og var í eigu sama fyrir- tækis. Það fór alla tíð vel á með þeim félögum Pálma og Bergmanni og kunni hvor um sig að meta hæfileika hins og fór þar saman farsæl skipstjórn Pálma og rík ábyrgðartilfinning fyrir þeim skyld- um sem .fylgdu starfi vélstjórans. Bergmann hugsaði nú til þess er frá var horfið er hann hætti smábátaútgerðinni og hugðist taka þráðinn upp að nýju og þá í stærra mæli. Vélbáturinn Ver var enn í eigu Haraldar Böðvarssonar en hafði verið lagður til hliðar, þar sem hann þótti of lítill til útgerðar á Akra- nesi. Það lá í-!oftinu að Haraldur vildi ógjarnan ráðstafa bátnum til hvers sem var. Hann mun hafa átt kærar minningar tengdar skipinu og síður viljað vita til þess að það færi í hendnr einhvers, sem ekki sýndi því viðeigandi sóma. Ég hef það fyrir satt að þegar Bergmann vakti máls í því við Har- ald Böðvarsson að hann hefði hug á því að fá Ver keyptan þá hafi Haraldur tekið því líklega og má það vera ljós vottur þess að hann hafi haft þau kynni af Bergmanni eftir veru hans hjá útgerðinni að að hann treysti honum fyrir því að fara vel með bátinn og láta hann ekki fá það útlit sem væri honum ósamboðið. Kaupin voru gerð og mun seljandinn ekki hafa verið ósanngjarn á . kaupverð eða greiðsluskilmála. Þegar hér var komið gerðist Jón Egilsson sameignarmaður" Berg- manns og hafði með hendi vélgæsl- una. Þetta var árið 1949 og átti samvinna þeirra félaganna eftir að standa um langan tíma. Ver var gerður út af þeim félögum og síðar Bergmanni einum til ársins 1975 Við andlát Jónu Guðjóns þyrlast upp ótal minningar, sumar djúpt úr bamsminninu, aðrar nýrri en allar litaðar af þeim ferskleika og hlýju, sem Jóna bar með sér. Við systkinin í heimsókn hjá Jónu á „Vinnumel", sem mun hafa verið vinnumiðlunarskrifstofan gamla; í kröfugöngu 1. maí með Jónu undir fána Verkakvennafélagsins Fram- sóknar, Jóna í peysufötum eins og alltaf á þeim árum; heimsóknirnar, gjafir og rausn þó að efnin væru oft naum; frásagnir Jónu af vinnu verkakvennanna á fiskreitum fyrstu áratugi aldarinnar; sögur úr verka- lýðsbaráttunni; lýsing á lífi hinna fátæku bændafjölskyldna, sem reyttu sér lífsbjörg í heiðakotunum; ferðalög um óbyggðir landsins í hópi nokkurra vinkvenna löngu áð- ur en þannig flakk komst í tísku; samræður á rúmstokki hennar síðustu árin, þegar maður kom til þess að stappa í hana stálinu, að því að maður hélt, en fór svo ríkari til baka. Og svona má lengi telja. Jónína Margrét Guðjónsdóttir lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. nóvember sl. Með Jónu er genginn náinn vinur okkar, sem sameinaði það allt í senn að vera skemmtileg- ur félagi og fræðari; lifandi dæmi um hinar öru breytingar á þjóð- háttum hér á landi á þessari öld, fulltrúi gamla bændasamfélagsins, sem var hér við lýði að mestu óbreytt frá landnámsöld, um leið og hún var einn af brautryðjendum hins nýja tíma. Með fordæmi sínu sýndi hún okkur hversu mikilvægur baráttuvilji og samtakamáttur voru alþýðu þessa lands, og eins á hvem hátt einstaklingurinn gat, þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður í uppvexti, brot- ist áfram til áhrifa, landi og þjóð til gagns. Jóna fæddist í Seli í Skaftafelli 2. ágúst 1899 og ólst þar upp fyrstu æviárin hjá foreldrum og bróður. Veikindi komu upp á heimilinu og urðu foreldrar Jónu að bregða búi. Fór Jóna með móður sinni til Reykjavíkur 9 ára gömul. Eins og flestir unglingar á þeim tíma fór Jóna fljótt að vinna fyrir sér, á físk- reitum og við ýmis önnur verka- kvennastörf. Það féll ekki að skap- lyndi hennar að láta grýlu fátæktar og stéttaskiptingar kúga sig, og er aldurinn sagði til sín og draga varð fleyið í naust. Ég hygg að þeir félagar hafi ekki stofnað til útgerðarinnar með digra sjóði og því mátt hafa það að Ieiðarljósi að gæta ýtmstu hag- kvæmni í rekstriniTm, samvinna þeirra var mjög góð og þeir vora sérstaklega samhentir um að rekst- urinn gengi áfallalaust. Þegar gamla Ver var lagt festi Bergmann kaup á öðram bát sem ber sama nafn og gerði hann út enn er kallið kom. Bergmann var einstaklega nat- inn við útgerðina þar var hugur hans alla daga hvort sem var á sjó eða landi. Hann gerði ávallt mestar kröfur til eigin persónu og hlífði sér hvergi við störfin, var og mjög vel látinn af öllum sem hann átti sam- leið með. Hann var einstaklega at- hugull varðandi allt er laut að sjó- sókn, var hann ávallt aflasæll og var þá sama hvert veiðarfærið var, sem i sjó var látið. Það var háttur hans að fara að öllu með gætni og gefast ekki upp fyrr en fullreynt var um árangur. Skipstjórnarferill Bergmanns var orðinn æðilangur eða um 40 ár. Heilsufarið var ekki nógu gott hin síðari árin en áfram var samt hald- ið meðan nokkur var kostur. Eftirlifandi eiginkona Berg- manns er Kristjana Ólafsdóttir, þau hafa allan sinn búskap átt heimili á ísafrrði, en brúðkaup þeirra stóð 4. júní 1950. Þau hafa stutt hvort annað alla tíð og átt góða sambúð. Börnin urðu þrjú, tvær dætur og einn sonur. Soffía Emelía, gift Ein- ari Jónssyni, Ólöf Sigrún, gift Guð- jóni K. Harðarsyni, og sonurinn Elías. Barnabörnin eru nú orðin sjö og voru þau afanum mikill ánægju- auki. Einlægar samúðarkveðjur eru sendar aðstandendum um leið og tryggur vinur er kært kvaddur. Guðmundur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.