Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 Bæjarráð vill dag1- lega gæslu á Bolafjalli Bolungarvík. I KJOLFARIÐ á olíuleka þelm sem varð frá ratsjárstöðinni á BolaQalli í síðustu viku var unnið að því um síðustu helgi að hreinsa olíumengað- an snjó af svæði sem er í um 10 metra radíus út frá affallsröri því sem olían lak út um. 12-1500 rúmmetrum af olíumenguðum snjó var ekið niður af fjallinu og hefúr um 75% af því magni verið koinið fyrir í safiiþró á svæði olíufélagsins Skeijungs þar sem tryggt er að olía í þessum snjó komist ekki í jarðveg. Afgangnum, sem er mun meira mengaður olíu, verður eytt með þar til gerðum búnaði. Að sögn Valdimars L. Gíslasonar formanns heilbrigðisnefndar hafa menn nú gert sér nokkuð góða grein fyrir því sem þarna gerðist í raun- inni. Bæjarráð Bolungarvíkur fer til Reykjavíkur í næstu viku og mun þar ræða við fulltrúa varnarmála- deildar. Meðal annars verður farið fram á að komið verði á daglegri gæslu við ratsjárstöðina og bætt verði úr upplýsingarstreymi milli staðaryfirvalda og umsjónaraðila stöðvarinnar. Valdimar sagði að menn sæju nú að alvarlegast í þessu öllu væri að olían hefði verið flutt upp á þessu íjallið á þessum árstíma og óþarfa áhætta verið tekin með því. Því hafi ekki verið tekið í mál, sem fulltrúar í bæjarstjórn lögðu til, að taka aftur áhættu og það enn meiri með því að standa í olíuflutningum niður af fjallinu eftir ísuðum veginum. Valdi- mar sagðist vilja koma því á fram- færi að eftir að menn gerðu sér grein fyrir hvað hefði gerst þarna hafi verið gengið ötullega í þetta mál af öllum aðilum, þar með talið varnar- máladeild og væri til dæmis þessi umtalaða hreinsun á olíume'nguðum snjó af ijallinu unnin í samvinnu varnarmáladeildar og heimamanna. -Gunnar Sovétmenn kaupa lit- ið af kanadískri síld SOVÉTMENN hafa keypt mjög lítið af saltsíld frá Kanada í ár en í fyrra keyptu þeir þaðan 100 þúsund tunnur af heilsaltaðri síld, að sögn Jóns Friðþjófssonar í Halifax í Kanada. Jón sagði í samtali við Morgunblaðið að Sovétmenn hefðu greitt 68-70 kanadiska dali (3.660- 3.770 krónur) fyrir tunnuna af heilsaltaðri kanadískri síld í haust. Sovétmenn kaupa 150 þúsund tunnur af hausskorinni og slógdreginni saltsíld héðan á þessari vertíð fyrir um 16,1 milljón Bandaríkjadala, eða um 107,33 dali tunnuna (6.760 krónur). Sovétmenn kaupa því kanadíska saltsíld fyrir 54-56% af Sovétmenn hafa sagt í samninga- viðræðum um saltsíldarkaup héðan að Islendingar vilji fá of hátt verð fyrir síldina og þeir geti fengið mun ódýrari saltsíld frá Kanada. Jón Frið- þjófsson sagði að stór síldarsöltunar- stöð í Kanada hefði orðið gjaldþrota vegna þess að Sovétmenn hefðu ekki viljað kaupa síld af henni í haust. Hann sagði að tvö stór sovésk verksmiðjuskip væru við austur- strönd Kanada og keyptu þar síld af kanadískum sjómönnum. Jón sagði að gæði kanadísku saltsíldarinnar væru mun minni en þeirrar íslensku. „1 Kanada var eng- inn tilbúinn að fjárfesta í hausskurð- ar- og slógdráttarvélum og hér er lítil þekking á síldarverkun. Síldinni er skóflað í tunnurnar með pækli og salti og Sovétmenn vilja frekar íslensku síldina en þykjast ekki hafa efni á að gre’iða það verð, sem íslend- ingar þurfa að fá.“ Sovétmenn kröfðust í vaxandi mæli að binda kaup sín við heilsalt- aða síld frá íslandi fram til ársins 1988 en þá keyptu þeir eingöngu hausskorna og slógdregna saltsíld verði þeirrar íslensku. héðan og segjast vilja kaupa síldina þannig í framtíðinni. Margar söltun- arstöðvanna ákváðu því að kaupa hausskurðar- og slógdráttaivélar og hafa keypt að minnsta kosti 31 slíka vél í ár fyrir um 40 milljónir króna. Pólarsíld á Fáskrúðsfirði keypti vélar fyrir 5-6 milljónir króna í haust og fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota ef Sovétmenn hefðu ekki keypt saltsíld héðan á þessari vertíð, að sögn Bergs Hallgrímssonar framkvæmdastjóra. Baader-þjónustan hefur selt síldarsöltunarstöðvum 11 haus- skurðar- og slógdráttarvélar í ár en hver vél kostar 1,6 milljönir króna á núvirði, að sögn Karls Ágústsson- ar framkvæmdastjóra. Karl sagði að stöðvarnar hefðu keypt 1-2 vélar hver. Neptúnus hf. hefur selt 12 haus- skurðar- og slógdráttarvélar í ár. Þar af keyptu tvær stöðvar fjórar vélar hvor en hver vél kostar 1,4 milljónir króna, að sögn Björns Hall- dórssonar. Björn sagði að einnig hefðu verið fluttar inn að minnsta kosti 8 notaðar vélar, sem væru helmingi ódýrari en nýjar. Barnabók eftir * Olaf M. Jóhannesson Út er komin hjá Iðunni barna- bókin Bjössi englabarn seni Ólafúr M. Jóhannesson skrifaði og myndskreytti. „í fyrra kom út bók eftir mig hjá Æskunni sem hét Óvænt ævin- týri með safni af barnasögum. Þessi bók gekk alveg prýðilega og kveikti nýjan neista svo nú er Bjössi englabarn orðinn að veru- leika,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. Um söguhetjuna sagði Ólafur: „Hann er fimm ára strákurinn og ansi frekur til fæð- unnar. En foreldrarnir keppast við að hrúga í hann sælgæti og reynd- ar fær hann nánast allt sem hægt er að kaupa fyrir peninga nema kannski það sem ekki er hægt að kaupa út í stórmarkaði. Það fæst nefnilega ekki allt í þessum mörk- uðum þótt góðir séu. En svo lend- ir hann í óvenjulegu ævintýri sem breytir lífi hans gersamlega og reyndar allrar fjölskyldunnar. Annars er þetta nú bara lítið ævin- Ólafur M. Jóhannesson. týri með svolítið óvæntum endi sem ég vona að gleðji börnin.“ Aðstandendur bókarinnar Fimmtíu flogin ár. Frá vinstri eru Leifur Magnússon, Steinar J. Lúðvíks- son, Sveinn Sæmundsson og Kristinn Olsen. Islensk atvinnuflugsaga færð í letur: Einn merkasti þáttur íslenskrar atvinnusögu - segir Steinat1 J. Lúðvíksson rithöfundur og annar höfiindur bókarinnar FIMMTÍU flogin ár, nefiiist fyrra bindi íslenskrar atvinnuflugsögu sem Frjálst franitak gefur út í samvinnu við Flugleiðir. Er í bók- inni rakin saga flugsins frá 1919 til 1973 þegar Flugfélag íslands og Loftleiðir sameinuðust. Höfúndar bókarinnar eru Steinar J. Lúðvíksson og Sveinn Sæmundsson. Arið 1987 var hálf öld liðin frá því að samfellt atvinnuflug hófst á íslandi og af því tilefni ákvað stjórn Flugleiða að láta skrá sögu atvinnuflugsins. Var skipuð rit- nefnd til að hafa.umsjón með verk- inu og sitja í henni Leifur Magnús- son framkvæmdastjóri sem er for- maður nefnarinnar, Sigurður Helgason stjórnarformaður Flug- leiða, Sveinn Sæmundsson sem lengi var blaðafulltrúi Flugfélags íslands og síðar Flugleiða, Jóhann- es R. Snorrason og E. Kristinn Olsen sem eru í hópi reyndustu flugstjóra. Ritnefndin réði Steinar J. Lúðvíksson rithöfund til að kemja ritverkið. Á fréttamannafundi, þar sem bókin var kynnt, sagði Steinar J. Lúðvíksson, að saga atvinnuflugs- ins væri einn af þýðingarmestu þáttum í atvinnusögu þjóðarinnar. Þar hefði verið unnið merkilegt brautryðjendastarf af ýmsum full- hugum, sem hefðu, sem betur fór, ekki alltaf reiknað dæmin til enda. Steinar nefndi sérstaklega Agnar Kofoed-Hansen, Alexander Jó- hannesson, Orn Johnson og stofn- endur Loftleiða. Fyrra bindi ritverksins Fimmtíú flogin ár, er 270 blaðsíður að stærð í stóru broti. 305 ljósmyndir eru í bókinni og var ákveðið að skipta verkinu í tvö bindi til að gefa ljós- myndunum meira rými. Margar myndanna hafa ekki birst áður á prenti. Ráðgert er að seinna bindið komi út/að ári, og verður þar rak- in saga sameiningar Loftleiða og Flugfélagsins, sagt frá starfsemi Flugleiða til 1987, íjallað um önn- ur flugfélög sem fengið hafa leyfi til áætlunarflugs auk þess sem skrá verður yfir flugvélar Flugfé- lags íslands, Loftleiða og Flugleiða og myndir af þeim öllum. Fimmtíu flogin ár er prentunn- inn í Odda en bókarkápu hannaði Auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. eitiö til okkar: SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.