Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 7
7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGURRþrtNÓVEMBKR -1989
........................................
Aðalfimdur Félags hrossabænda:
Hreinar tekjur ríkis-
sjóðs af hrossakjöts-
verzlun 46 milljónir
Islensk málverk
á myndlistarsýn-
ingu í Leningrad
ÁKVEÐIÐ hefur verið að opna sýningu á norrænni myndlist í Len-
ingrad í Sovétríkjunum á næsta ári. Meðal verka á sýningunni verða
málverk eftir Kjarval og Jón Stefánsson. Forseti íslands, Vigdís Finn-
bogadóttir, opnar sýninguna fyrir hönd Norðurlandanna.
AÐALFUNDUR Félags hrossa-
bænda 1989 var haldinn í Bænda-
höllinni 17. nóvember síðastlið-
inn. Á fundinum kom fram mikil
óánægja með að hrossakjöt er
ein kjöttegunda látin bera sölu-
skatt að fullu og að í boðuðum
Tónleikar
Sigríðar Ellu
og Parsons
í London
SIGRÍÐUR Ella Magnús-
dóttir óperusöngkona held-
ur tónleika í tónleikasalnum
Wigmore Hall í Lundúnum
mánudaginn 4. desember.
Undirleikari Sigríðar Ellu
verður Geoffrey Parsons,
einn kunnasti undirleikari
Breta.
Á tónleikunum syngur
Sigríður Ella lög eftir Haydn,
Schubert, Sibelius, Rossini,
Verdi og Donizetti, auk laga
eftir sjö íslensk tónskáld, Sigf-
ús Einarsson, Árna Þorsteins-
son, Sigvalda Kaldalóns, Emil
Thoroddsen, Skúla Halldórs-
son, Jón Leifs og Pál ísólfsson.
íslenska sendiráðið í Lund-
únum tók þátt í að undirbúa
tónleikana en þeir eru styrktir
af fjármálafyrirtækinu Gold-
man Sachs.
Sjálfstæðisfélögin
í Kópavogi;
Birna Frið-
riksdóttir
efst í skoð-
anakönnun
BIRNA Friðriksdóttir fékk flest
atkvæði í skoðanakönnun innan
fiilltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Kópavogi um nöfn til
framboðs í prófkjöri fyrir næstu
sveitarstjórnakosningar. Próf-
kjör hefur verið dagsett 3. febr-
úar á næsta ári.
Skoðanakönnunin var gerð á
fundi fulltrúaráðsins í síðustu viku
og skrjfaði hver 8 nöfn sém hann
vildi sjá í prófkjöri. 14 manns hlutu
yfir 20% atkvæða og hefur þeim
verið skrifað bréf þar sem óskað
er eftir að þeir gefi kost á sér í
prófkjör. Framboðsfrestur rennur
út um áramót.
Röðin í skoðanakönnuninni varð
þessi: 1. Birna Friðriksdóttir, 2.
Guðni Stefánsson, 3. Arnór Páls-
son, 4. Kristín Líndal, 5. Bragi
Mikhaelsson, 6. Jón Kristinn Snæ-
hólm, 7. Kristinn Kristinsson, 8.
Richard Björgvinsson, 9. Kristján
Faraldsson, 10. Helgi Helgason,
11. Jóhanna Thorsteinsson, 12.
Hjörleifur Hringsson, 13. Sveinn
Hjörtur Hjartarson, 14. Guðrún
Stella Gissurardóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn á nú 4
fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs,
þá Richard Björgvinsson, Braga
Mikhaelsson, Asthildi Pétursdótt-
ur og Guðna Stefánsson. Ásthildur
gefur ekki kost á sér áfram.
virðisaukaskatti ríkissfjórnar-
innar á enn að auka mismun í
skattlagningu milli kjöttegunda.
í skýrslu stjórnar og markaðs-
nefndar félagsins kom fram að 25%
söluskattur gefur ríkissjóði á árs-
grundvelli miðað við 555 tonna fol-
alda- og hrossakjötssölu 52 milljón-
ir. Verðhækkanir sem áttu að koma
til framkvæmda fyrri hluta verð-
lagsárs 1988/1989 voru greiddar
niður, en þessar niðurgreiðslur á
ári nema 6 milljónum, þannig að
heildartekjur ríkissjóðs, — „hreinn
matarskattur", nemur 46 milljónum
af þessari einu kjötgrein.
Aðalfundurinn samþykkti „að
mótmæla harðlega fyrirætlun ríkis-
stjórnarinnar að setja 26% virðis-
aukaskatt á afurðir hrossabænda
en greiða jafnframt niður einstakar
afurðir bænda. Krafa aðalfundarins
var að allar innlendar landbúnaðar-
vörur sitji við sama borð varðandi
álagningu virðisaukaskatts."
I umræðum um þetta mál kom
fram að þessi mismunun milli bú-
greina hlyti að vera brot gegn
stjórnarskránni, sem yrði að láta
reyna á lagalega, ef ríkisstjórnin
ætlaði enn að auka þá mismunun
milli kjötgreina, sem þegar er fyrir
hendi.
Tillaga um sýninguna var sam-
þykkt á fundi norrænna mennta-
málaráðherra í Kaupmannahöfn á
mánudag. Nefnd fulltrúa Norður-
landaþjóðanna, sem fer með sameig-
inlega menningarkynningu utan
þessara landa, sér um skipulag sýn-
ingarinnar. Kristinn Hallsson, full-
trúi Islands í nefndinni, sagði að
sýningin í Leningrad yrði opnuð þann
12. júní. „Norðurlöndin hafa í rúm
tíu ár starfað saman að kynningu á
menningu og listum,“ sagði Kristinn.
„Meðal verkefna hingað til má nefna
sýninguna Scandinavia Today í
Bandaríkjunum og umfangsmikla
sýningu í Japan á síðasta ári. Á sýn-
ingunni verða meðal annars verk
eftir Jóhannes Kjai'val og Jón Stef-
ánsson. Auk þess að sýna verkin í
Leningrad er verið að kanna hvort
þau megi ekki sýna víðar í Sovétríkj-
unum, til dæmis í Moskvu og jafnvel
einnig í Eystrasaltsríkjunum."
Á fundi menntamálaráðherra
Norðurlandanna var einnig sam-
þykkt tillaga um að hefja undirbún-
fng menningarsamstarfs við Eystra-
saltsríkin þijú, Eistland, Lettland og
Litháen. „Upphaflega var gert ráð
fyrir að undurbúningur samstarfsins
hæfist fljótlega eftir áramótin, en
nú er sýnt að það dregst á langinn,"
sagði Kristinn. „Ástæða þess er sú,
að örar þjóðfélagsbreytingar í þess-
um ríkjum valda því að erfitt er að
sjá við hvetja á að ræða. Við munum
því hinkra við, þar til hlutirnir fara
að skýrast."
Með Veröld til Kanaríejja
á einstöku tilboðsverði
í janúar og febrúar
Nýir samningar við hiótelaðila á Kanaríeyjum
gera okkur kleift að bjóða farþegum okkar verulegan afslátt
á ferðum í janúar og febrúar.
Aðeins er um takmarkað hótelrými að ræða
á þessu frábæra verði og er fólk hvatt til að tryggja sér
ferð strax.
Brottfarir til Kanarýeyja
18. des. uppselt • 8. jan. laussæti •
miniBsmm
Austurstræti 17, sími 622200 og Kirkjutorgi 4, Sími 622011 lg