Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 19 ■ LILJA Eiríksdóttir hefur opn- að sína fyrstu málverkasýningu. Sýningin er í Smíðagalieríinu Mjó- stræti 2B og er hún opin virka daga frá kl. 10—18 og laugardaga frá kl. 14—17. Á sýningunni eru 22 olíumyndir, sem flestar eru mál- aðar á síðustu tveimur árum. ■ HÁTÍÐ verður í Fíladelfíu, Hátúni 2, dagana 1. og 2. desem- ber, og ber hún heitið „Hósanna ’89 — Tónleikar og tilbeiðsla“. Bæði kvöldin verða tónleikar, sem hefjast kl. 20.30, þar sem fjöldi þekktra og óþekktra tónlistamanna kemur fram. Meðal þeirra eru Þorvaldur Halldórsson, jalti Gunnlaugsson, kórinn Ljósbrot, sönghópur úr Hjálpræðishernum og margir fleiri. Laugardaginn 2. desember verða haldnir fyrirlestrar. um texta- gerð, tilgang lofgjörðarinnar og hvernig hún fer fram. Fyrirlesarar eru sr. Sigurður Ægisson, Samúel Ingimarsson og Hafliði Kristins- son. Aðgangur er ókeypis og Öllum heimill. H ÁHUGAHÓPUR um íslenskar kvennarannsóknir heldur fund í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld kl. 20.30. Fundarefni er „Hvað er markvert að gerast í kvennarann- sóknum í hinum ýmsu greinum?11, og opnar Guðný Guðbjörnsdóttir dósent umræðuna með því að fjalla um þróun í uppeldisfræði. Allar þær sem áhuga hafa á _ framgangi kvennarannsókna á íslandi eru hvattar til að mæta og taka þátt í umræðunni. ■ UGLAN — íslenski kiljuklúb- burinn hefur sent frá sér bókina Myrkvun eftir danska rithöfundinn Anders Bodelsen. Sagir gerist á stríðsái-unum í Danmörku og segir frá rannsókn á morði Otto Bau- manns, forstjóra kvikmyndavers og koma bæði andspyrnuhreyfingar- tnenn og nasistar við sögu. Ingunn Ásdísardóttir þýddi bókina sem er 171 bls. Næst hannaði kápu, en Prentstofa G. Benediktssonar prentaði. Hvítmálað með rúmfataskúffu stærð 74X160 sm FURU HÚSID Grensásvegi 16 108 Reykjavlk Sími 687080 Aðventan Aðventan hefst á sunnudaginn og þá byrjar jólaundirbúningurinn fyrir alvöru. Blómaval skartar nú sínu fegursta og býður fólk velkomið á stærri og betri jólamarkað. Jólastjama á hverju heimili Hjá okkur velurðu úr hundruðum jólastjarna. GOTT VERÐ. Nýjungar 1 jólaskrauti JÓLATRÉSSALAN ER HAFIN. OPIÐ FRÁ KL. 9-22 TIL JÓLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.