Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1989
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsia: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Vantraust á
ríkisstjórn
að er fullt tilefni til þess
hjá stjórnarandstöðu-
flokkunum að flytja tillögu
um vantraust á núverandi
ríkisstjórn. Sá glundroði,
sem nú einkennir stjórnar-
hætti í landinu, á sér fáar
hliðstæður. Steingrímur
Hermannsson hefur vissu-
lega sýnt, að það er hægt
að halda saman ríkisstjórn
ijögurra eða fimm flokka en
hann hefur líka sýnt og sann-
að, að það er ekki hægt að
stjórna landinu með ríkis-
stjórn af því tagi.
Meðferð virðisaukaskatts-
málsins er skýrt dæmi um
stjórnleysið og glundroðann,
sem ríkir. Á þessari stundu
veit enginn, hvort virðis-
aukaskattur gengur í gildi
um áramót eða hvers konar
virðisaukaskattur kemur þá
til framkvæmda eða hvort
söluskattskerfið verður
áfram við lýði um skeið.
Hvernig halda menn, að at-
vinnufyrirtækin, sem eiga að
innheimta og greiða þennan
skatt, geti staðið að því með
þessu háttalagi? Hvernig á
stjórnkerfið, sem á að halda
utan um innheimtu þessa
skatts, að undirbúa sig undir
þessa víðtæku breytingu
þegar allt er á huldu um
hvenær hún kemur til fram-
kvæmda og með hvaða
hætti?
Það hefur verið staðið með
eindæmum illa að þessai’i
skattkerfisbreytingu, sem þó
hefur verið víðtæk samstaða
um í grundvallaratriðum.
Svo virðist sem Ólafur Ragn-
ar Grímsson hafi gersamlega
misst stjórn á fjármálaráðu-
neytinu og verkstjórn þar.
Staða þessa máls nú er meiri-
háttar áfall fyrir fjármála-
ráðherra.
Þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum fyrir
rúmu ári lýsti hún því yfir,
að hún mundi treysta at-
vinnuöryggi í landinu. Niður-
staðan er mesta atvinnu-
Leysi, sem hér hefur þekkst
í tvo áratugi.
Þegar ríkisstjórnin tók við
kvaðst hún mundu veija kjör
hinna lægstlaunuðu og jafn-
vel bæta þau. Niðurstaðan
er mesta kjaraskerðing, sem
hér hefur orðið í áratugi.
Ríkisstjórnin kvaðst
mundu stuðla að jafnvægi í
byggðaþróun, en niðurstað-
an eru einhverjir mestu erfið-
leikar, sem hér hafa orðið í
atvinnumálum landsbyggð-
arinnar.
Ríkisstjórnin lýsti því yfir,
að hún mundi stuðla að stöð-
ugleika í gengismálum. Nið-
urstaðan er gífurleg gengis-
felling á einu ári.
Ríkisstjórnin lýsti því að
sjálfsögðu yfir, að hún mundi
ekki aðeins afgreiða fjárlög
þessa árs hallalaus heldur
með tekjuafgangi. Niður-
staðan er milljarða halli á
þessu ári og algjör uppgjöf
fj ármálaráðherra við að
leggja fram hallalaust fjár-
lagafrumvarp fyrir næsta ár.
Eitt helzta baráttumál
ríkisstjórnarinnar var að
lækka vexti verulega. Niður-
staðan er sú, að þeir eru að
þokast upp á svipað stig og
þeir voru þegar ríkisstjórnin
tók við!
Þegar litið er yfir feril
þessarar ríkisstjórnar og
þann glundroða, sem nú ein-
kennir stjórnarhætti hennar
verður ljóst, að það er fullt
tilefni til vantrausts. Verst
er.þó, hve metnaður hennar
er lítill. íslenzka þjóðin mun
ekki rífa sig upp úr þeim
efnahagslega öldudal, sem
við erum nú stödd í, nema
með meiri háttar uppskurði
á ríkiskerfinu og grundvall-
arbreytingum í sjávarútvegi
og landbúnaði. Þessi ríkis-
stjórn hefur engan metnað
til þess að takast á við það
verkefni. Þess vegna er hver
dagur, sem hún situr, þjóð-
inni ótrúlega dýr.
Vinstri stjórnir hafa jafn-
an verið þjóðinni til óþurftar.
Svo var um vinstri stjórn
Hermanns Jónassonar 1956-
1958 og tvær vinstri stjórnir
Ólafs Jóhannessonar 1971-
1974 og 1978-1979. Hið
sama á við um núverandi
vinstri stjórn. Því fyrr, sem
hún hverfur frá völdum, því
betra.
Kom mér mjög á óvart
hve lítið fannst af loðnu
-------------------- .. „ u, , -------------------------- . "
- loðnan bæði horuð og léleg, segir Sveinn Sveinbjörnsson
NIJ ER lokið nokkurra vikna loðnuleiðangri hafrannsóknaskipanna
Arna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar. Mjög lítð fannst af
loðnu og það, sem fannst var horað og lélegt. Að vísu tókst ekki
að kanna svæðið út af Vestfjörðum vegna bræ'u og íss og er því
þýðing fenginnar niðurstöðu nokkurri óvissu blandin.
en norsku skipin væru með smáriðn-
ar nætur og smáloðnan slyppi ekki
úr þeim. Því væri hætta á verulegu
smáloðnudrápi og skoða yrði þann
möguleika að loka svæðinu.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson
hóf leiðangur sinn 26. október
síðastliðinn og byijaði rannsóknir
út af Vestfjörðum. Stöðugar brælur
í hálfan mánuð hömluðu rannsókn-
um með öllu og var þá haldið norður
fyrir land. 11. nóvember kom Bjarni
Sæmundsson út og ætlunin var að
hefja rannsóknir fyrir vestan. ís var
þá lagstur yfir fyrirhugað svæði og
ekkert varð úr rannsóknum. Önnur
hafsvæði tókst að rannsaka eins og
áætlað hafi verið, en svæðið út frá
Vestfjörðum milli Látrabjargs og
Kögurs er ókannað.
Sveinn Sveinbjörnsson, leiðang-
ursstjóri á Árna Friðrikssyni, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að sér
hefði komið á óvart hve lítið hefði
fundizt af loðnu. í ljósi fyrri rann-
sókna hefði verið búizt við mikilli
loðnu á hefðbundinni slóð. Tvennt
gæti komið til, einhver skilyrði í sjón-
um hefðu komið í veg fyrir að loðn-
án hefði komizt á legg, eða hún
hagaði sér líkt og árin 1975 og 1979,
þegar hún kom mjög seint inn á
veiðisvæðið. Hvort væri líklegra, að'
hún héldi sig á svæðinu undir ísnum
eða hefði einfaldlega drepizt, vildi
hann ekkert segja um. Úr því féng-
ist ekki skorið fyrr en framvinda
mála skýrðist. Það væri hins vegar
verulegt áhyggjuefni hve horuð og
léleg loðnan, sem fundizt hefði, væri.
Tveggja ára loðnan hefði að meðal-
Gífiirlegt áfall fyrir þjóðina alla
segir Aðalsteinn Jónsson á Eskifirði
AÐALSTEINN Jónsson, forstjóri
Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir
að tilgátur fiskift-æðinga um að
loðnustofninn sé hruninn komi
hann ekki undan ísröndinni úti
fyrir Vestfjörðum séu geigvæn-
legar. Hann segir að hrun stofiis-
ins yrði gífurlegt áfall fyrir þjóð-
ina alla. Aðalsteinn kvaðst þó
efins um að þessu myndi fylgja
verulegur samdráttur í þorskafla
landsmanna, en fiskifræðingar
telja að með hruni loðnustofnsins
minnki stærð þorskstofiisins þar
sem loðna sé uppistaða í fæðu
þorsksins.
„Það er loðna á víð og dreif um
allan sjó. Það sést bara í trollum
rækjubáta og í bolfiskafla báta um
allt land,“ sagði Aðalsteinn. Hann
sagði að útlitið hefði svo sem ekki
verið bjart áður og fyrirtæki hans
hefði' til dæmis ekki verið leyft að
veiða loðnu frekar en öðrum árin
1982-83. „En þá var vaxtaokrið
ekki til staðar og menn fljótari að
jafna sig á svona áföllum."
„Það eina sem er öðruvísi núna
en undanfarnar vertíðir er að sjór-
i'nn er allt að því helmingi hlýrri
norðanlands en undanfarin ár. Þeg-
ar loðnan gengur úr köldum sjó
yfir í heitari sjó sundrast hún en
finnst oft löngu síðar í torfum upp
við land,“ sagði Aðalsteinn.
Aðalsteinn sagði að fjárfestingar
fyrirtækis síns vegna loðnuveiða
næmu 700 milljónum króna, en fyr-
irtækið gerir út loðnuskipin Hólma-
borg, Jón Kjartansson og Guðrúnu
Þorkelsdóttur og rekur 800 tonna
loðnuverksmiðju.
Hann sagðist hins vegar ekki enn
hafa gefið upp alla von um að loðnu-
veiðar glæðist.
tali mælzt 12,2 grömm að þyngd,
en í meðalári væri hún 17,4 grömm
að þyngd. „Ef loðnan heldur sig
annars staðar og er vel á sig komin,
hefur sá hluti hennar, sem við fund-
um og mældum, ekki verið á sama
stað,“ sagði Sveinn.
Sveinn sagði það ennfremur tölu-
vert áhyggjuefni, að Norðmennirnir
væru nú komnir á miðin. Loðnan
væri enn mjög blönduð að stærð,
í samningi íslendinga, Norð-
manna og Grænlendinga er ákvæði
um gagnkvæman veiðirétt innan
iögsögu hvers lands, en ekkert
ákvæði er um stærð riðils í nótinni.
Enda var gert ráð fyrir því, að veið-
ar Norðmanna innan lögsögu okkar
hæfust ekki fyrr en eftir áramót og
beindust fyrst og fremst að hrogna-
fullri loðnu til frystingar, en þá hef-
ur smáloðnan skilið sig frá þeirri
stóru.
Frá loðnubræðslu á Eskifirði.
Dómssátt í „ Jónsmáli“
Fallið verði ft*á málshöfðun fyrir mannréttindadómstóli
Dómsmálaráðherra og Jón
Kristinsson á Akureyri munu að
öllum líkindum undirrita á næst-
unni sátt sem felur í sér að ríkið
endurgreiði Jóni að ftillu með
vöxtum sekt og málskostnað sem
hann var dæmdur til að greiða í
opinberu máli og kostnað hans við
að leita réttar síns, gegn því að
liann falli frá málshöfðun gegn
íslenska ríkinu fyrir mannrétt-
indadómstólnum í Strasbourg.
Jón Thors skrifstofustjóri í dóms-
málaráðuneytinu og Eiríkur Tómas-
son hrl., lögmaður Jóns Kristjánsson-
ar staðfestu þetta í gær. Jafnframt
verður gerð sátt í hliðstæðu máli
Einar Sverrisson, sem búsettur er í
V-Skaftafellssýslu, en rekstur þess
er mun skemur á veg kominn fyrir
mannréttindanefnd og -dómstóli Evr-
ópu en mál Jóns.
Að sögn Eiríks Tómassonar er
einnig gert ráð fyrir að ríkið sjái um
að bókun verði gerð í sakaskrá um
lyktir-málsins. Hann vildi ekki gefa
upp um hve háar fjárhæðir umbjóð-
endum hans yrðu endurgreiddar, en
sagði að ekki væri um mikla peninga
að ræða. Þá sagði hann að bera
þyrfti þessi málalok undir mannrétt-
indadómstól og mannréttindanefnd
til samþykktar.
Málshöfðun Jóns Kristinssonar er,
sem kunnugt er, til komin vegna
þess að sami maður, fulltrúi bæjar-
fógetans á Akureyri, íjallaði sem lög-
reglustjóri og sakadómari urn kæru
gegn Jóni fyrir umferðarlagabrot.
Svipaðar ástæður lágu tii þess að
máli Einars Sverrissonar var skotið
til Strasbourgar. Mannréttindanefnd
Evrópu hafði komist að þeirri niður-
stöðu í máli Jóns að sú skipan í
landinu sem felur sýslumönnum og
bæjarfógetum að fara með lögreglu-
og og dómsmál í umdæmum utan
Reykjavíkur bryti í bága við ákvæði
mannréttindasáttmála Evrópu og
hafði mannréttindadómstóllinn feng-
ið máli ðtil meðferðar.
Síðasta alþingi samþykkti lög um
aðgreiningu dómsvalds og umboðs-
valds sem taka munu gildi 1. júlí
1992, en í þeim felst að skilið verði
á milli yfirstjórnar lögi-eglu- og
dómsvaids í landinu öllu. Jón Thors
segir að ráðuneytið hafi þegar búið
svo um hnúta að ekki eigi að koma
upp að sami einstaklingur mæli fyrir
um meðferð máls sem lögreglustjóri
og kveði síðan upp dóm í því.
Kyrrðardagar í Skálholti:
Starfsemi sem vax-
andi þörf er fyrir
- segir skólastjóri Skálholtsskóla
„ÞETTA er starfsemi sem liefur sýnt sig að mikil og vaxandi
þörf er fyrir og ég er viss um að á eftir að vinna sér varanlegan
sess í okkar þjóðlífi,“ segir Sigurður Árni Þórðarson skólastjóri
Skálholtsskóla um Kyrrðardaga, sem heíjast í Skálholti í dag og
standa til laugardags. Kyrrðardagar hafa verið tvisvar til þrisvar
sinnum á ári, en verða fjórum til sex sinnum á næsta ári, að sögn
Sigurðar.
„Kyrrðardagar eru kjörlendi fyr-
ir þá sem búa og vinna við mikið
álag,“ segir Sigurður aðspurður
um hvers eðlis starfsemin er. Hann
segir að ekki sé um að ræða af-
slöppunarnámskeið, heldur fyrst
og fremst kristna íhugun þar sem
hinn ytri rammi er algjör þögn.
„Það er lögð mikil áhersla á að
þögnin sé alger,“ segir Sigurður.
Þó er þögnin rofin af tónlist og
við bænagjörð og flutning fræðslu-
erinda. „Fólk hefur störf klukkan
8.30 að morgni með messu, síðan
er tíðagjörð á þriggja stunda fresti
og flutt eru fræðsluerindi,“ segir
Sigurður.
Þátttaka í Kyrrðardögum er öll-
um heimil og eru tíu til tuttugu
manns í einu, við það er miðað að
einn sé um hvert herbergi. „Fólk
hefur komið víða að á Kyrrðardaga
og úr öllum hornum samfélagsins,
enda gerum við engar kröfur um
skoðanir fólks eða bakgrunn," seg-
ir Sigurður Árni Þórðarson.
Sjórannsóknir
og loðnugöngur
2. niynd. Hafstraumar á Norður Atlantshafi og í Norðurhafi, ásamt upplýs-
ingum um hvenær (ár) ákveðin skilyrði (seltuláginark), sem berast með
straumi, fundust. Athuganir sýna að áhrifa hafísáranna við ísland, t.d.
1968, má rekja áfram í áhrifum íss og pólsjávar á seltu sjávar á Norður
Atlantshafi. Áhrifanna gætti við suðurströnd íslands 1976, við Svalbarða
1979 og við Austur Grænland á hafinu fyrir norðan ísland 1981-1982.
Áhrif frá lágri seltu í sjónum við ísland 1975-1979/1985-1988 munu sam-
kvæmt þessu hugsanlega gæta um 1990-1993 í sjónum fyrir norðan land
1. mynd. Loðnugöngur í hafinu við Island (Hj. Vilhjálmss. 1983). Sumar
og haustgöngur (fæðu og hrygningargöngur) í hafinu fyrir norðan land eru
á sama svæði og rannsóknir á rs. Bjarna Sæmundssyni í september 1989.
Gönguleiðirnar eru við skilin milli pólsjávarins og svalsjávarins á slóðinni.
Austur-Islandsstraumi. Þegar seltan er undir 34,7 ríkir pólsjór í straumnum.
b. Selta á 50 m dýpi í júní 1961-1989 út af Siglunesi.
c. Selta á 100 m dýpi í júní 1971-1989 á Selvogsbanka.
eftir Svend-Aage
Malmberg
Inngangur
Rannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson var í rannsóknum á vest-
anverðu íslandshafi í september sl.
Þá er átt við hafsvæðið milli Austur-
Grænlands, Jan Mayen og íslands
(1. mynd). Um var að ræða þátttöku
Dana og Islendinga í alþjóðahafrann-
sóknum í Norður-Grænlandshafi
(Greenland Sea Project), en þær hóf-
ust 1987 og verður þeim væntanlega
fram haldið til 1991 í núverandi
mynd. Greint var frá þessum rann-
sóknum í grein í Morgunblaðinu 21.
ágúst 1987. Birst hafa nokkrar
skýrslur um rannsóknir og unnið er
að ritgerðum um niðurstöður m.a.
fyrir ráðstefnu jarðeðlisfræðinga í
Evrópu (EGS), sem haldin verður í
Kaupmannahöfn í apríl 1990. Grein-
in hér á eftir byggist á grein sem er
í undirbúningi fyrir ráðstefnuna í
Káupmannahöfn.
Ástand sjávar og loðnan
Að loknum leiðangri í september
sl. var höfundur ítrekað spurður álits
á aðstæðum í sjónum í íslandshafi
og hvort þar væri að finna nokkra
skýringu á hegðun loðnunnar í haust
(1989). Ekki voru þá á lausu neinar
öruggar vísbendingar þar um og var
vikist undan því að reyna að útskýra
óljósar hugmyndir, enda er mikið í
húfi. Vegna úrvinnslu gagna er því
nú svo komið að málið hefur e.t.v.
skýrst. Verður hér á eftir gerð grein
fyrir ástandi sjávar í Islandshafi í
haust með sérstöku tilliti til loðnunn-
ar. Textanum verður stillt í hóf en
reynt að útskýra málið með myndum.
(Sv.A.M. o.fl.).
Sjógerðir í íslandshafí
. í íslandshafi gætir ýmissa sjó-
gerða. Þar eru m.a. kaldur og seltu-
lítill pólsjór í Austur-Grænlands-
straumi suður með Austur-Græn-
landi; hlýr og saltur Atlantssjór í
Irmingerstraumi út af Norðurlandi;
svalur arktískur millisjór á 400-600
m dýpi í landgrunnshlíðum Austur-
Grænlands og Norðurlands, en hann
er leyfar hlýsjávarins við Noreg og-
Svend-Aage Malmberg
„Þessir minnispunktar
leiða hugann að því
hvort eitthvað svipað
kunni að gerast í sjón-
um fyrir Norðurlandi
1990-1993 og gerðist
1981-1983.1 framhaldi
af því vaknar einnig sú
spurning hvort eitthvað
svipað hafi ekki hent í
hafinu fyrir Norður-
Noregi og átt sinn hlut
í hruni loðnustofiisins
og þorskstofhsins við
Noreg á allra síðustu
árum.“
Svalbarða með ívafi blöndunar við
fyrrnefndu sjógerðirnar; og kaldur
og tiltölulega seltumikill djúpsjór,
sem fyllir öll djúp Norðurhafa og
myndast hann við kælingu á tiltölu-
lega söltum sjó í yfirborðslögum.
Seltufrávik áttunda
áratugarins í
N orður-Atlantshafi
Meðal þess sem athuganir í ís-
landshafi í september 1989 leiddu í
ljós var að seltan í millisjónum var
lægri en 1987 og 1988 eða um 34.92
í stað 34.85%o. Þessi uppgötvun
leiddi hugann að svonefndu seltufrá-
viki á áttunda áratugnum í straum-
kerfi Norður-Atlantshafs og Norður-
hafs (2. mynd). Upphafs þessa frá-
viks var að leita í útstreymi pólsjáv-
ar um Grænlandssund á hafísárunum
1965-1970 hér við land. Seltulítill
pólsjórinn hafði áhrif um allt norðan-
vert Atlantshaf og kom að því að
seltulækkunin skilaði sér hér við land
í kringum 1976 með hlýja sjónum
úr suðri, eða úr átt sem síst skyldi
ætla. Seltulækkunin barst áfram inn
í Noregshaf allt norður að Svalbarða
(1979) og þaðan áfram suður með
Austur-Grænlandi til íslandshafs
(1981-1982) í millisjónum.
Seltufrávik
1975-1979/1985-
1088/1990-(1993?)
Ef leitað er svars eftir ofannefnd-
um leiðum við lágri seltu í millisjón-
um í íslandshafi í september 1989
berast böndin að ástandi sjávar fyrir
Norðurlandi 1975-1979 (3. mynd
a,b). Þá fannst pólsjór á norðurmið-
um í meira eða minna mæli. Þessu
ástandi fylgdi svo ef að líkum lætur
lækkandi selta í sjónum við sunnan-
vert landið 1985-1988 (3. mynd c)
og enn í millisjónum í september
1989 eins og að ofan sagði. Síðan
má velta því fyrir sér hvernig ástand-
ið í sjónum fyrir Norðurlandi verður
ef lág selta frá 1979 fyrir norðan
og síðan 1988 á Selvogsbanka skilar
sér í Norðurhafi og íslandshafi sér-
staklega (1993?). Verða komandi ár
á Norðurmiðum svonefnd svalsjávar-
ár eins og 1981-1983?
Ástand sjávar og
loðna 1981-1982
Athuganir þær sem lýst er hér
að framan eru mjög áhugaverðar frá
veðurfarslegu og haffræðilegu sjón-
armiði, enda ofarlega á baugi með
haffræðingum vesfanhafs og austan.
Þær eru væntanlega ekki síður
áhugaverðar frá vistfræðilegu sjón-
armiði. Minnt skal á að seltufráviki
áttunda áratugarins (1968-1976-
1981/82; 2. mynd) fylgdu óvenju
óvistlégar aðstæður í hafinu fyrir
Norðurlandi 1981-1983. Þávar ólag-
skiptur og uppblandaður svalsjór í
meira eða rninna mæli á norðurmið-
um með vetrarástandi allt árið. Milli-
sjórinn _var þá m.a. með greinilegu
seltulágmarki, sem lækkar eðlis-
þyngd hans og auðveldar blöndun
hans við pólsjó og annan léttan yfir-
borðssjó. Samfara þessu ástandi var
lífríkið í sjónumn fátæklegt að vori
og sumri (áta og seiði í lágmarki).
Umhverfisáhrifin ásamt veiðunum
leiddu svo 1982 til hruns í Joðnu-
stofninum og veiðibanns. Ástand
sjávar og öllu fremur loðnustofnsins
kom svo fram í vexti og viðgangi
þorskstofnsins með lítilli nýliðun,
minnkandi vaxtarhraða og hækkun
á kynþroskaaldri.
Lokaorð
Þessir minnispunktar leiða hugann
að því hvort eitthvað svipað kunni
að gerast í sjónurn fyrir Norðurlandi
1990-1993 og gerðist 1981-1983. í
framhaldi af því vaknar einnig sú
spurning hvort eitthvað svipað hafi
ekki hent í hafinu fyrir Norður-
Noregi og átt sinn hlut í hruni loðnu-
stofnsins og þorskstofnsins við Nor-
eg á allra síðustu árurn.
Að lokum, þessi grein fjallar um
ástand sjávar á miðunum, en ekki
beinlínis um flókna ferla líffræðinnar
í sjónum né rannsóknir á fiskistofn-
unum við landið. Aðeins er að því
vikið hvernig mismunandi ástand
sjávar hefur hugsanlega áhrif á þá.
Margar spurningar yakna eflaust hjá
lesenda sem er ósvarað hér, en höf-
undi þótti rétt og nauðsynlegt að
koma þessum athugunum á fram-
færi nú eins og málum virðist háttað
varðandi loðnuveiðarnar við landið
enn sem komið er a.m.k., hvað sem
verður.
Þessi umfjöllun sýnir einnig glöggt
hve mikilsvert er fyrir okkur að fylgj-
ast vel með ástandi sjávar bæði á
djúpmiðum og grunnmiðum á hafinu
umhverfis landið. Þessar rannsóknir
okkar fá svo aukið burðarþol í al-
þjóðasamvinnu á sviði hafrannsókna
á enn víðáttumeiri svæðum eins og
t.d. í hinum alþjóðlegu Norður-
Grænlandshafsrannsóknum seni get-
ið var í upphafi þessa tnáls.
Höfundur er haffrædingur.