Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30J NÓVEMBER 1989 Nýsmíðaskip Slippstöðvarinnar: Samningur gerður við Meleyri á Hvammstanga um kaup á skipinu SAMNINGUR hefur verið gerð- ur um kaup Meleyrar hf. á Hvammstanga á nýsmíðaskipi Slippstöðvarinnar hf. Samning- urinn er með fyrirvara um sam- þykki banka, sjóða og sjávarút- vegsráðuneytis vegna yfír- færslu á kvóta, en Slippstöðin mun taka Glað HU, eldra skip Meleyrar, upp í kaupin. Sigurður Ringsted forstjóri Slippstöðvarinnar sagði að stefnt væri að því að afhenda skipið full- búið í apríl á næsta ári, en nokk- urra mánaða vinna er enn eftir ■ BJARTMAR Guðlaugsson heldur útgáfutónleika í Sjallanum, Akureyri í kvöld, vegna útkomu fimmtu sólóplötu hans, „Það er puð að vera strákur“. Það má teljast sjaldgæft að tónlistarmenn haldi útgáfutónleika sína utan Reykjavíkur. Bjartmar mun einnig árita nýju plötuna sína í Hljómdeild KEA og Hagkaup á Akureyri á fimmtudaginn. Laugardaginn 2. desember mun hann svo halda tón- leika í Hótel Mælifelli á Sauðár- króki en áritun platna fer fram í Kaupfélagi Skagfirðinga föstu- daginn 1. desember. við skipið. Hann sagði að vinna við skipið hæfist væntanlega í jan- úar, en undirbúningur vegna loka verkefnisins væri þegar hafinn, þ.e. kaup á búnaði og fleira. „Þetta lagar mjög fjárhagsstöð- una og léttir af þeim lánum sem hvíla á skipinu,“ sagði Sigurður. Samningurinn var gerður með fyr- irvara um samþykki viðskipta- banka, Fiskveiðasjóðs og sjávarút- vegsráðuneytis vegna yfirfærslu veiðiheimilda Glaðs yfir á nýja skipið, en Sigurður sagðist eiga von á að afgreiðslu málsins yrði hraðað. Sigurður sagði að vinna við skipið væri um fjórðungur af allri vinnu í Slippstöðihni og því ljóst að enn vantaði fleiri verkefni. Slippstöðin bauð sem kunnugt er i verk við endurbætur á Árna Frið- rikssyni, skipi Hafrannsóknar- stofnunar og bíða menn nú svars um hvaða stöð fær það verkefni, en þrjár íslenskar stövðar koma til greina. Það tilboð sem Slipp- stöðin gerði er verkið var boðið út, stendur enn óbreytt, að sögn Sigurðar, en honum var boðið að skoða skipið og tilboðið að nýju. Byijað er að endurráða starfs- fólk Slippstöðvarinnar, en verk- stjórar og flokksstjórar hafa verið endurráðnir. „Við erum að vinna í þessu, en tökum eitt skref í einu,“ sagði Sigurður. Meleyri hf. sem kaupir skipið mun gera það út sem rækjutogara og tekur Slippstöðin Glað HU upp í kaupin. Sigurður sagði enn óákveðið hvað gert verður við Glað, en a,ð öllum líkindum yrði hann gerður upp hjá stöðinni og síðan seldur. Kara: . > 'V'SiS. Sft ■ Blesi taminn Morgunblaðið/Rúnar Þór Hann temja vetra, sýndi mikla leikni við tamninguna, hann Pétur, sem var að Blesa við bæinn Brún, rétt ofan Akureyrar. Blesi, sem er sex lét vel að stjórn og gekk samvinna þeirra Péturs hið besta. Von á milljónustu dósinni ÞEIR Gunnar Garðarsson og Alfireð Jónsson hjá Kara, fyrirtæki sem tekur á móti einnota umbúðum á Akureyri, búa sig undir að taka.á móti milljónustu dósinni, en frá því byrjað var að taka á móti einnota umbúðum seinnipart sumars og þar til nú hefur ver- ið skilað inn tæplega einni milljón eininga. ■ Tekið er á móti um 10 þúsund einingum á dag, að jafnaði, en þeir Gunnar og Alfreð sögðu áber- andi mest að gera *á mánudögum og síðan aftur síðustu daga vik- unnar, á fimmtudögum og föstu- dögum. „Við förum að taka á móti milljónustu dósinni og sá er með hana kemur fær að sjálfsögðu blómvönd,“ sagði Gunnar Garð- arsson, en hann er framkvæmda- stjóri Kara. „Eg byijaði að vihna hérna fyr- ir um tveimur mánuðum og líkar vel, þetta er alveg ágætt,“ sagði Alfreð. I fyrstu unnu átta manns við móttöku einnota umbúða, en þeim hefur smám saman fækkað og eru þeir félagarnir tveir að störfum þessa stundina. „Við þyrftum í rauninni að reka Selja hurð- arkransa Zontaklúbburinn Þórunn hyrna verður með sölu á hurðarkröns- um í göngugötunni á Akureyri, í dag, fimmtudag, á morgun og á laugardag. Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála. meiri áróður fyrir því að fólk skil- aði umbúðunum inn,“ sagði Gunn- ar. „Hjá barnafjölskyldum er þessu haldið til haga og skilað inn reglulega, en hinir fullorðnu nenna síður að koma með, umbúðirnar hingað.“ Frá því mótttaka umbúð- anna hófst hefur einn einstakling- ur fengið greiddar um 138 þúsund krónur, en hann hefur komið með mest magn einstaklinga. Gunnar sagði að rætt hefði ver- ið um að bæta aðstöðuna og kaupa vélar og tæki til að taka á móti, telja og pressa dósirnar, en blikur væru á lofti þar sem stefndi i að verslanir og fyrirtæki hygðu á slíkar fjárfestingar einnig. „Ef verslanir taka upp móttöku á ein- nota umbúðum er um leið búið að kippa rekstrargrundvellinum und- an starfi okkar, við höfum átt við- ræður við forsvarsmenn verslana og allir utan einn eru tilbúnir til að hætta við. Okkur þykir það ansi sárt ef vérslanir fara út í þetta, þar sem það er íþróttafélag sem stendur á bak við okkar starf- semi, um leið og við gerum gagn öflum við fjár fyrir félagið," sagði Gunnar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Þeir Gunnar Garðarsson og Alfreð Jónsson taka á móti um 10 þús- und einingum af einnota umbúðum á dag og ef fram heldur sem horfir munu þeir taka á móti milljónustu dósinni innan skamins. Stéttarsamband bænda um aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna vanda loðdýraræktar: * Atelur harðlega vinnu- brögð við ákvarðanatöku STÉTTARSAMBANI) bænda hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hefur ákveðið uiti stuðning við Ioðdýraræktina séu með öllu ófullnægjandi, og raunar ákvörðun um að leggja loðdýrarækt niður sem atvinnugrein hér á landi. Atelur Stétt- arsambandið harðlega þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við töku þess- arar ákvörðunar, þar sem málið er gert að sérstöku samningsatriði milli flokka innan ríkisstjórnarinnar, í stað þess að fjalla uin það á Alþingi á lýðræðislegan hátt eins og áformað hafði verið. í yfirlýsingunni segir orðrétt: „Stéttarsambandið minnir á að hér er um mjög sérstætt mál að ræða. Með uppbyggingu loðdýraræktarinn- ar var verið að gera tilraun til ný- sköpunar í landbúnaði. Þessi tilraun var gerð að frumkvæði stjórnvalda og kröfu samfélagsins. Hins vegar var rekstrargrundvellinum kippt undan loðdýraræktinni með beinum stjórnvaldsaðgerðum, fastgengis- stefnu og okurvöxtum. Miklu fé hefur verið varið til þess- arar uppbyggingar og ekki annað sýnt en að mestur hluti þeirra fjár- muna glatist. Hér er hins vegar ekki eingöngu um fjárhagslegt tjón að ræða, heldur glatast einnig sú verk- þekking og kunnátta sem skapast hefur í þessu sambandi. Vert er einn- ig að hafa í huga að hrun loðdýra- ræktarinnar er mikið áfall, ekki ein- asta fyrir landbúnaðinn heldur fyrir atvinnulíf landsmanna í heild, og veruleg hætta á að það eigi eftir að draga kjarkinn úr þeim sem reyna að fitja upp á nýjungum í atvinnulíf- inu. Stéttarsambandið minnir enn fremur á að hundruð fjölskyldna í landinu munu verða fyrir gífurlegu ijárhagslegu og félagslegu áfalli vegna þessarar ákvörðunar ríkis- stjórnarinnar, og krefst þess að þessu fólki verði með einhveijum hætti komið til aðstoðar." mmrn Brældi á loðnumiðum BRÆLA var á loðnumiðunum í fyrrinótt og engin veiði. Súlan tilkynnti um 640 tonn til Þórshafnar í fyrrakvöld. Síðdegis í gær, miðvikudag, höfðu þessi skip tilkynnt um afla frá miðnætti: Þórshamar 600 tonn til Þórshafnar, Erling 150 til Si- glufjarðar, Víkingur 700 til Akra- ness, Hilmir 850 til Siglufjarðar, Húnaröst 650 til Þórshafnar, Helga II 500 til Sigluijarðar, Harpa 230 til Siglufjarðar, Gull- berg 330 til Siglufjarðar, Keflvík- ingur 370 til Siglufjarðar, Grindvíkingur 400 til Sigluijarð- ar, Höfrungur 450 til Siglufjarð- ar, Þórður Jónasson 450 til Krossaness, Isleifur 450 til Siglu- fjarðar, Svanur 300 til Siglufjarð- ar og Júpíter 800 til Bolungarvík- ur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.