Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUK 30. NÓVEMBER 1989
ATVIN N U A UGL YSINGAR
Hönnun
Útgáfufyrirtæki óskar eftir að ráða
mann/konu til hönnunarstarfa hálfan eða
allan daginn eftir samkomulagi. Æskilegt að
viðkomandi hafi starfsreynslu.
Umsóknir er tilgreini reynslu og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 9. desem-
ber merktar: „Hönnun - 7170“.
Verkstjóri
- rækjuverksmiðja
Viljum ráða verkstjóra til starfa í rækjuverk-
smiðju okkar. Reynsla nauðsynleg. Húsnæði
til staðar.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma
94-4913.
Frostihf.,
Súðavík.
Aðeins vant
sölufólk
Bókaforlagið Líf og saga vantar nú sölufólk
til starfa. Erum að hefja sölu á nýstárlegu
verki þessa dagana. Einungis vant sölufólk
kemur til greina.
Upplýsingar í síma 689938.
Bókaforlagið Lífog saga,
Suðurlandsbraut 20.
Grunnskólinn á
ísafirði
Kennarar takið eftir!
Vegna forfalla vantar kennara nú þegar eða
frá áramótum. Um er að ræða kennslu 8-11
ára barna í útibúi í Hnífsdal. Útvegum hús-
næði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 94-3044
eða hs. 94-4649.
Gísli J. Johnsen sf.
- Skrifstofuvélar hf.
Grindavík
Blaðbera vantar í eitt hverfi.
Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 68207.
[ftnguulribiMfe
Vélavörður
óskast á Skarf GK-666 sem er á línuveiðum
með beitningavél.
Upplýsingar í síma 92-68566.
Fiskanes hf.,
Grindavík.
Við erum að leita að starfsmanni í
hugbúnaðardeild. Starfið er aðallega fólgið
í aðlögun og uppsetningu á þeim tölvubún-
aði sem við erum umboðsaðilar fyrir, auk
almennrar aðstoðar við viðskiptavini okkar.
Við erum umboðsaðilar fyrir leiðandi fyrir-
tæki í tölvuheiminum og má m.a. nefna hug-
búnað frá Microsoft, Lotus, Ashton Tate
og Micrografx og vél- og hugbúnað frá IBM.
Umsækjendur þurfa að hafa próf í tölvunar-
fræði eða sambærilgu og/eða reynslu af
PC-PS/2 tölvum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun-
um Gísla J. Johnsen, Nýbýlavegi 16, og
SkrifÞ40— stofuvéla, Hverfisgötu 33. Skrif-
legum umsóknum skal skila í verslanirnar
merktar: „Starf í hugbúnaðardeild".
Farið verður með allar umsóknir sem trúnað-
armál.
Frá menntamálaráðuneytinu
Lausar stöðurvið
framhaldsskóla:
Framhaldsskólinn á Húsavík:
Kennara vantar frá áramótum til að kenna
ensku og frönsku.
Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari
í símum 96-42095 og 96-41344.
Kvennaskólinn í Reykjavík:
Stundakennara vantar í þýsku til að kenna
18 stundir á viku eftir áramót.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist menntamálaráðuneyt-
inu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 8.
desember nk.
Menntamálaráðuneytið.
AUGL YSINGAR
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
FLUGMÁLASTJ ÓRN
Flugmenn
- flugáhugamenn
Fundur um flugöryggismál verður haldinn í
kvöld í ráðstefnusal Hótels Loftleiða og hefst
kl. 20.00. Fræðsluerindi og fræðslumyndir.
Allir velkomnir.
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík,
Flugmálafélag Islands,
Flugmálastjórn,
Öryggisnefnd FÍA.
Fyrirlestur um
orrustuskipið Bismarck
Burkhard von Mullenheim-Rechberg barón,
höfundur bókarinnar „Orrustuskipið
Bismarck", heldur fyrirlestur um efni bókar
sinnar í stofu 101 í llögbergi, húsi lagadeild-
ar Háskóla íslands, laugardaginn 2. desem-
ber kl. 15.00.
Þór Whitehead, sagnfræðingur og forseti
Heimspekideildar Háskóla íslands, kynnir
höfundinn og stjórnar fyrirspurnum og um-
ræðum að fyrirlestrinum loknum.
Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Germanía
Aðalfundur félagsins 1989 verður haldinn í
veitingahúsinu Torfunni mánudaginn 11.
desember kl. 17.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
Hjúkrunarfræðingar í
Hjúkrunarfélagi íslands
Félagsfundur um kjaramál verður haldinn
fimmtudaginn 30. nóvember kl. 20.00 á Suð-
urlandsbraut 22.
Stjórn Reykjavíkurdeildar.
KENNSLA
j^iékvinnóiuékóiinn
CJ/inmikinuni £>. 220
Fiskvinnsluvélanámskeið
Fiskvinnsluskólinn og Baader-þjónustan
gangast fyrir námskeiði ætlað þeim sem
umsjón hafa með Baader- fiskvinnsluvélum í
frystihúsum.
Kennt verður um: B-189 og B-51.
Námskeiðið verður haldið dagana 5.-8.
desember nk. í húsakynnum Fiskvinnsluskól-
ans, Hafnarfirði.
Þátttaka tilkynnist skólanum í síma 52044
eða 53547.
ÝMISLEGT
Málverkauppboð
24. listmunauppboð Gallerí Borgar, í sam-
vinnu við Listmunauppboð Sigurðar Bene-
diktssonar hf., verður haldið á Hótel Sögu í
kvöld og hefst kl. 20.30. Verkin eru sýnd í
dag á milli kl. 10.00 og 18.00.
BORGr
Pósthússtræti 9, 101 Reykjavík
Sími 9(1)24211
TILBOÐ - ÚTBOÐ
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Útboð
Póst- og símamálastofnunin óskar eftir til-
boðum í vinnustöðvar fyrir væntanlegt korta-
upplýsingakerfi.
Um er að ræða 2 vinnustöðvar (workstations)
fyrir UNIX-fjölnotendastýrikerfi, með öllum
tilheyrandi fylgibúnaði.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækni-
deildar, Landsímahúsinu við Austurvöll,
Reykjavík, frá og með mánudeginum 27.
nóvember. Tilboðin verða opnuð á sama stað
miðvikudaginn 20. desember kl. 11.00.