Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NOVEMBER 1989 Viðtalstimi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum ogábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 2. desember verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnu- málanefndar, í stjórnum bygginganefndar aldraðra og SVR, og Guðmundur Hallvarðs- son, formaður hafnarstjórnar. w w w S/ W! rv; V- V? rv; S I f # # | f í i í í f \ Morgunblaðið/Arnór Sigurvegararnir í Sandgerðismótinu, bræðurnir Magnús og Gísli Torfasynir spila gegn feðgunum Karli Einarssyni og Karli Karlssyni en hinn fyrrnefndi er formaður bridsfélagsins Munins, sem stóð fyr- ir mótinu. Talið frá vinstri: Gísli, Karl K., Magnús og Karl E. Brids feggll Ví‘;,.v Avextiri SUMARSINS Geyma Gullna Örku Við hjá Sól kynnum nýjan íslenskan ávaxta- drykk sem sameinar bragðgœði, ferskleika og hollustu. Nýju ávaxtasafarnir heita Nektar, sem er œvafomt heiti á ódáinsdrykk hinna fornu guða Grikkja og Rómverja. Nektar er mildur og bragðljúfur drykkur, mildari en óblandaðir safar og fer því betur í maga. Apþelsínu-nektar er unnin úr úrvals appelsínum og Trópikal-nektar úr anan- as, perum, eplum og appelsínum. Gullin safi frá sérfrœðingum í framleiðslu ávaxtadrykkja. Arnór Ragnarsson Naumur sigur bræðranna í Sandgerði Bræðurnir Magnús og Gísli Torfa- synir unnu nauman en sætan sigur í árlegu helgarmóti Bridsfélagsins Mun- ins í Sandgerði sem fram fór sl. laugar- dag. 32 pör spiluðu barometer, tvö spil milli para. Gísli og Magnús leiddu mótið framanaf og af og til síðari hlut- ann. Lokastaðan: Magnús Torfason — Gísli Torfason 150 Hróifur Hjaltason — Sverrir Ármannsson 149 Sigtryggur Sigurðsson — Bragi Hauksson 142 Valur Sigurðsson — Hjördís Eyþórsdóttir 139 Sveinn Eiríksson — Steingrímur Pétursson 89 Jóhannes Ellertsson — Heiðar Agnarsson 72 Helgi Jóhannsson — Haukur Ingason 71 Fyrsti vinningur var ferðavinningur fyrir 60 þúsund krónur auk 5 þúsund kr. peningaverðlauna, önnur verðiaun 40 þús. kr. ferðavinningur og sömu peningaverðlaun, þriðju verðlaun 20 þúsund kr. ferðavinningur auk 5 þús- und kr., fjórðu vérðlaun 10 þúsund kr. og fimmtu verðlaun 5 þúsund kr. Mótið fór mjög vel fram. Keppnis- stjóri var Olafur Lárusson. Nokkur misbrestur var á að þeir, sem höfðu skráð sig til keppninnar mættu ekki. Þessi framkoma er óþolandi bæði fyrir stjórnendur og aðra spilara sem voru á biðlista að komast í mótið. Mega viðkomandi búast við að verða útilokað- ir frá keppninni í framtíðinni. Bridsfélag Suðurnesja Sveit Þórðar Kristjánssonar sigraði í 9 sveita minningarmóti um Guðmund Ingólfsson sem staðið hefir yfir undan- farna mánudaga. Með Dodda spiluðu Jóhannes Sigurðsson, Karl Hermanns- son og Arnór Ragnarsson. Segja má að „óvænt endalok" hafi orðið í mótinu þar sem sveit GS hafði ekki tapað leik fyrir síðustu umferðina og átti bestu möguleikana á sigri í mótinu. Þeir töpuðu hins vegar illa fyrir „gömlum harðjöxlum" á meðan sveit Þórðar fékk 18 stig fyrir yfirsetu. Lokastaðan: Þórður Kristjánsson 170 GS 164 Heiðar Agnarsson 164 Kjartan Olason 155 Haraldur Brynjólfsson 140 Grethe íversen 134 Næsta mánudag verður spilaður eins kvölds tvímeningur og annan mánudag hefst tveggja kvölda firmakeppni. Spil- að er í Golfskálanum í Leiru á mánu- dögum kl. 20. Bikarkeppni Austurlands Leikjunum báðum í undanúrslitum Bikarkeppni er lokið. Annars vegar áttust við sveit Herðis frá Egilsstöðum og sveit Samvinnubankans, Vopnafirði, og sigraði síðarnefnda sveitin í jöfnum leik með 5 impa mun. Hins vegar öttu kappi sveit Skipakletts frá Reyðarfirði og Eskfirðingur frá Eskifirði. Eskfirð- ingur vann þar góðan sigur með 129-83 impum. Sveit Eskfirðings og Sam- vinnubankans munu eigast við í úrslita- leik þann 10. desember nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.