Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FJMMTUÐAfWMO. NÓVEMBER 1989
--------*---r-1-H.....1 ..... .T'l S "... '■ . "" í ".!■ V' U.'ÍTi-!-?-?-
Jólagjafir
sem sýna
hlýhug
Nú getur þú gefið
krökkunum nærbol og
nærbuxur úr hlýrri
angóruull og þeim
fullorðnu húfu, trefil og
vettlinga í sérstökum
gjafapökkum. Þeim
verður án efa hlýtt til þín
sem fá fatnað úr angóru-
ull í jólagjöf frá þér.
Angóruullin gefur átta
sinnum meiri einangrun
en aðrar ullartegundir og
er auk þess fínni og létt-
ari. Hún hleypir svita vel
í gegnum sig og getur tek-
ið í sig allt að fjór-
falda þyngd sína af raka án þess að einangrun-
argildið skerðist.
Fyrir krakkana skiptir miklu máli að þá
klæjar ekki í nærfatnaði úr
angóruull og veturinn verður
leikur einn.
Mjúkir pakkar eru að koma
í tísku aftur hjá krökkum og
þegar þeir fara út að leika sér
eftir jólin kunna þeir gott að
meta í hlýrri angóruullinni.
Fullorðnir þurfa ekki síður að verjast kulda
og frosti og fatnaður úr angóruull er bæði
glæsilegur og hlýr auk þess að vera léttur og
þægilegur.
Sýndu hlýjar til-
finningar og gefðu
fatnað úr angóruull í
sérstökum gjafapökk-
um í jólagjöf.
sími 666006
ÚTSÖLUSTAÐIR:
REYKJAVÍK
Álafossbúöin
Árbœjarapótek
Borgar Apótek
Breiðboltsapótek
Ellingsen
Garós-Apótek
Háaleitis Apótek
Holts-Apótek
Ingólfs Apótek
Laugavegs Apótek
Lyfjabúdin íóunn
Rammageróin
Skátabúöin
Sportval
Ull og GJafavörur
Útilif
Veiöihúsiö
Véiöivon
SELTJARNARNES
Sportlíf
KÓPAVOGUR
Kópavogs Apótek
GARÐABÆR
Apótek Garöabcejar
HAFNARFJÖRÐUR
Apótek Norðurbœjar
Hafnarfjaröar Apótek
KEFLAVÍK
Samkaup
KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR
tslenskur Markaður
MOSFELLSBÆR
Mosfells Apótek
Verslunin Fell
Verksmiðjuútsata Álafoss
AKRANES
Sjúkrabúsbúöin
BORGARNES
Kf Borgfiröinga
ÓLAFSVÍK
Söluskáli Einars Kristjánssonar
STYKKISHÓLMUR
Hólmkjör
BÚÐARDALUR
Dalakjör
PATREKSFJÖRÐUR
Versl. Ara Jónssonar
TÁLKNAFJÖRÐUR
Bjarnabúð
ÞINGEYRI
Kf. Dýrfiröinga
FLATEYRI
Brauögeröin
BOLUNGARVÍK
Einar Guófinnsson
ÍSAFJÖRÐUR
Sportblaðan
HÓLMAVÍK
Kf. Steingrímsfjaröar
HVAMMSTANGI
Vöruhúslö Hvammstanga
BLÖNDUÓS
Apótek Blönduóss
SAUÐÁRKRÓKUR
Skagfiröingabúö
VARMAHLÍÐ
Kf. Skagfiróinga
SIGLUFJÖRÐUR
Versl. Sig. Fanndal
ÓLAFSFJÖRÐUR
Valberg
DALVÍK
Dalvfkur-Apótek
Versl. Kotra
AKUREYRI
Versl. Paris
HÚSAVÍK
Bókav. Þórarins Stefánssonar
MÝVATNSSVEIT
Verslunin Sel
RAUFARHÖFN
Snarlið
VOPNAFJÖRÐUR
Kf Vopnfirðinga
SEYDISFJÖRÐUR
Versl. E.J. Waage
NESKAUPSTAÐUR
Versl. S.Ú.N.
EGILSSTAÐIR
Kf. Héraösbúa
ESKIFJÖRÐUR
Sportv. Hákons Sófussonar
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR
Kf. Fáskrúösfjaröar
STÖÐVARFJÖRÐUR
Kf Stöðfirðinga
BREIÐDALSVfK
Kf. Stöðfirðinga
HÖFN
Kf. A.-Skaftfellinga
FAGURHÓLSMÝRI
Kf A.-Skaftfellinga
HELLA
Rangár-Apótek
SELFOSS
Vörubús K.Á.
HVERAGERÐI
Heilsubúð N.L.F.Í.
Ölfus Apótek
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Verður ekkert úr æfingabúðunum?
Landsliðsnefnd
kölluð saman
FORRÁÐAMENN þeirra félaga
sem eiga leikmenn í landsliðs-
hópi þeim sem Bogdan hefur
valið, eru ekki sáttir við að
landsliðið skuli hafa verið kall-
að í æfingabúðir - nú þegar
keppni í 1. deildinni er í fullum
gangi. Þeir segja að þessar
æfingabúðir hafi ekki verið á
keppnisplani vetrarins.
Margir forráðamenn hafa enn
ekki fengið að vita um æf-
ingabúðirnar og hvernig þær verða.
Forráðamenn Vikings eru afar
óhressir með hvernig staðið hefur
verið að málum. Þeir voru búnir að
samþykkja að gefa leikmenn sína
lausa á sunnudag og þriðjudag, en
síðan hafa þeir fengið að vita að
æfingabúðirnar standa yfir sam-
fleytt frá sunnudegi til miðvikudags
- tvær æfingar á dag.
Landsliðsnefnd HSÍ hefur verið
kölluð saman tiþ fundar í dag til
að ræða málið. „Ég vil ekki tjá mig
um málið fyrr en eftir fundinn. Eitt
er víst að ekki hefur verið rétt stað-
ið að boðun leikmanna í æfingabúð-
imar. Um það verður rætt á fundin-
um og ýmislegt annað vegna undir-
búnings landsliðsins fyrir HM í
Tékkóslóvakíu,“ sagði Þórður Sig-
urðsson, landsliðsnefndarmaður í
stuttu spjalli við Morgunblaðið í
gærkvöldi.
Hugmyndir um æfingabúðirnar
hafa verið að þróast síðustu daga,
eða eftir að Bogdan óskaði eftir því
að landsliðið færi að æfa saman
einu sinni í viku frá og með 1. des-
ember. Forráðamenn félaganna
teija þessar æfingabúðir vafasamar
- þar sem 1. deildarkeppnin stend-
ur yfir og mörg félög á viðkvæmum
þrepum í 1. deildarstigum.
KORFUKNATTLEIKUR
Davis í stað
IMull hjá UMFG?
Frá Frímanni
Ólafssyni
iGrindaviK
Grindvíkingar, sem leika í úr-
valsdeildinni i körfuknatt-
leik, fá til sín bandarískan leik-
mann um helgina. Sá sem fyrir
er, Jeff Null, hefur
ekki staðið undir
þeim væntingum
sem við hann voru
bundnar. Forráða-
menn félagsins hafa því gripið til
þess ráðs að fá annan í hans stað
fyrir lokaslaginn um sæti í úrslita-
keppninni.
Grindvíkingar hafa boðið
bandaríska leikmanninum Ron
Davis sem er frá Kansas, að koma
hingað til lands um helgina. Ef
þeim líst á Davis munu þeir semja
við hann og Null verður rekinn.
Davis, sem er blökkumaður og er
2.05 metrar á hæð, lék áður í
Kólumbíu.
Ef Davis stenst þær kröfur sem
Grindvíkingar gera verður Null
Qórði erlendi leikmaðurinn sem
rekinn er það sem af er þessu
keppnistímabili. Áður hafa
Keflvíkingar, Þórsarar og
Njarðvíkingar látið ieikmann fara.
Grindvíkingar berjast nú fyrir
því að tryggja sér sæti í úrslita-
keppninni, en keppnin í riðlinum
er mjög hörð. Liðið leikur gegn
Reyni í kvöld, en reiknað er með
að Davis leiki með liðinu gegn ÍR
í næstu viku ef af samningum
verður.
I kvöld
TVEIR leikir verða í úrvalsdeildinni f
körfuknattleik í kvöld. Þór og Haukar
leika á Akureyri og Reynir og Grindavík
í Sandgerði. Báðir leikirnir hefjast kl.
20.00.
■Fram og Þór frá Akureyri leika í 2.
deild karla í handknattleik i Laugardals-
höll í kvöld kl. 19.00. Ármann og Sel-
foss leika í sömu deild strax á eftir kl.
20.15.
URSLIT
Körfuknattleikur
1. DEILD KVENNA:
ÍR-Haukar.....................59:63
NBA-DEILDIN:
Cleveland - Washington...... 92: 91
Orlando - Miami Heat.......104: 99
Chicago - Atlanta Hawks....113: 98
Houston - LA Lakers........110:104
San Antonio - Seattle......117:104
Denver - Golden State......141:120
Portland - LA Clippers.....116: 94
Detroit - Sacramento........ 93: 81
Knattspyrna
ENGLAND 1. DEILD:
Sheffield Wed. - Liverpool.....2:0
Hirst (54.), Atkinson (90.) 32.732
Staða efstu liða:
Liverpool.........15 8 3 4 29:16 27
Arsenal...........15 8 3 4 27:17 27
Aston Villa.......15 8 3 4 25:15 27
Chelsea...........15 7 6 2 22:12 27
Southampton.......15 6 5 4 31:25 23
Coventry............15 7 2 6 13:19 23
DEILDARBIKARINN:
Exeter - Sunderland.............2:2
Rowbotham (17.), Neville (75.) - Armstr-
ong (77.), Gates (83.). 8.634.
Swindon - Southampton.............0:0
15.085.
Tottenham - Tranmere..............4:0
Howells (29.), Stewart (74.), Mabbutt (81.),
Allen (85.). 23.724.
SPÁNN - BIKARKEPPNIN:
Önnur umferð, seinni leikir. Samanlögð
úrslit innan sviga:
Real Sociedad - Sabadeli...3:2 (3:3)
Real Socidad vann i vítaspyrnukeppni, 6:5.
Cadiz - Real Betis..........2:0 (2:1)
Sporting Gijon - Tenerife..3:0 (3:0)
Barcelona - Athletic Bilbao.1:0 (2:0)
Real Zaragoza - Real Oviedo.1:1 (2:1)
ÍTALÍA - SUPER CUP:
Inter Mílanó - Sampdoría........2:0
Cucchi (36.), Serena (88.). 10.000.
Handknattleikur
2. DEILD KARLA:
UBK-lBK...........1...........20:16
3. DEILD KARLA:
ReynirS. - Fylkir.............31:38
Haukarb-fS..................'..22:20 ,
2. DEILD KVENNA:
ÍBV - Þróttur..............frestað