Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 24
24
MOUGUNBLADH) FÍMMTUDAGl'R 30. NÖVEMBÉR TÖ89
Hong Kong:
Yfirvöld hóta að flytja
Víetnama á brott með valdi
St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttarilara Morgimblaðsins. Reuter.
BRESK yfirvöld hafa ákveðið
að senda allt víetnamskt báta-
fólk frá Hong Kong til Víet-
nams, nema þá sem teljast pólit-
ískir flóttamenn. Þau segjast
reiðubúin að beita valdi til að
framkvæma vilja sinn en stjórn-
arerindrekar og fulltrúar Sam-
einuðu þjóðanna sögðu í gær að
það væri ólíklegt vegna þess
umróts sem slíkar aðgerðir
myndu valda í Bretlandi og öðr-
um vestrænum löndum.
Heimildarmenn segja að orð-
slípirokkur verö frá kr. 7.744
HORKUTOL
■PYRIR
VANDLÁTA
# BIACKSiDECKER
! ÖLL TÆKIERU í STÁLKÖSSUM
i SÖLUSTAÐIR UM ALLT LAND
SINDRA
BORGARTÚNI 31
STALHF
SÍMI -62 72 22
Reuter
Víetnömsk börn í flóttainannabúðum í Hong Kong. Þau eru úr hópi
þeirra 13 þúsund manna sem úrskurðaðir hafa verið löglegir flótta-
menn og fá því landvistarleyfi í borginni.
rómur um að yfirvöld í Hong Kong
væru að leigja skip til að flytja
iíóttamenn til Víetnam væri búinn
til í því skyni að hræða Víetnama
frá því að flýja land. Einnig væri
þetta gert til að róa almenning í
Hong Kong en yfir 56 þúsund
flóttamenn eru í yfirfullum búðum
í borginni. Nokkrir flóttamann-
anna hafa verið reiðubúnir til að
fara af fijálsum vilja til baka, en
langflestir þeirra vilja ekki hverfa
til síns heima.
í síðustu viku lýsti George Bush
Bandaríkjaforseti yfir andstöðu
sinni við fyrirætlun breskra yfir-
valda á fundi með Margaret Thatc-
her, forsætisráðherra Breta.
Thatcher sagði að bátafólkið væri
ólöglegir innflytjendur, sem yrði
að senda til baka, rétt eins og
Bandaríkjamenn gerðu sjálfir við
ólöglega innflytjendur í sínu landi.
Mannréttindasamtökin Amnesty
International ákváðu um síðustu
helgi að senda tvo fulltrúa til að
fylgjast með framkvæmd heim-
flutningsins.
Douglas Hurd, utanríkisráð-
herra Breta, sagði að senda yrði
töluverðan hluta fólksins heim fyr-
ir jól, áður en ný holskefla flótta-
manna skylli á Hong Kong í upp-
hafi næsta árs. William Wal-
degrave aðstoðarutanríkisráðherra
sagði að enginn annar kostur væri
fyrir hendi en senda bátafólkið
heim. Byggi það áfram í flótta-
mannabúðunum í Hong Kong
mundu sjúkdómar á borð við kól-
eru stráfella það.
Óstaðfestar fregnir herma að
bresk stjómvöld séu um það bil
að gera samning við víetnömsk
yfirvöld um að taka á móti báta-
fólkinu.
Deilur um inn-
flyljendur blossa
upp í Frakklandi
París. Reuter og Daily Telegraph.
HÆSTIRÉTTUR Frakklands hefúr úrskurðað að stúlkur, sem játa
múhameðstrú, megi bera slæður í skólum landsins í samræmi við
trúarsiði sína. Jaftiframt var sagt að nemendur sem beittu aðra
nemendur þrýstingi í trúareftium ætti að reka úr skóla. Ovæntir
sigrar Þjóðfylkingar hægriöfgamannsins Jean-Marie le Pens í
tveim aukakosningum hafa orðið til þess að málið hefúr blossað
upp á ný eftir nokkurra vikna hlé og „slæðustríðið“ er á ný
forsíðuefni dagblaða. Þjóðfylkingin vill banna innflutning múslima.
Frambjóðandi Þjóðfylkingar-
innar i borginni Dreux hlaut rúm
42% atkvæða og varð efstur; í
Marseille hlaut fylkingin 33% og
hafnaði næsfy á eftir fulltrúa
hægrimanna. Urslitin hafa valdið
írafári hjá hefðbundnu flokkunum
og hafa kommúnistar í fyrsta sinn
í sögu sinni hvatt kjósendur sína
til að st.yðja hægrimenn í seinni
umferð kosninganna til að hindra
Þjóðfylkingarmenn í að ná kjöri.
RENOLD
KEÐJUR, TANNHJÓL OG ÁSTENGI
Drifbúnaður hvers konar og
rafmótorar eru sérgrein okkar.
Allt evrópsk gæðavara. Veitum
tæknilega ráðgjöf við val á
drifbúnaði.
Það borgar sig að
nota það besta.
Þekking Reynsla Þjónusta
HOGG- OG TITRINGSPUÐAR
FALKINN
SUOURLANDSBRAUT 8 SlMI 84670
Þjóðfylkingin hefur ekki átt sæti
á þingi i hálft annað ár. Stjórnar-
flokkur sósialista hvetur sína kjós-
endur til hins sama.
Andstæðingar innflytjenda
gerðu mikið úr því í kosningabar-
áttunni að borgaryfirvöld í Mar-
seille og Dreux hygðust reisa
bænahús handa múslimum, mosk-
ur. Einnig var það notað gegn
sósialistum að stjórn Micheis Roc-
ards hefur sagt að nemendur úr
röðum múslima ættu að fá leyfi
til að bera slæðurnar, þrátt fyrir
mótmæli kennara, kvenréttinda:
samtaka og ýmissa áhrifahópa. í
Frakklandi eru ströng lög sem
banna alla trúariðkun í skólum
landsins og er markmiðið að koma
í veg fyrir mismunun í þeim efn-
um.
Múslimar fleiri en kristnir
eftir 20 ár?
Talið er að múslimar í landinu
séu um þijár milljónir og segir
Þjóðfylkingin að innan tuttugu ára
verði múslimar orðnir fleiri en
kristnir. Dagblöð hvetja stjórnar-
flokkinn og helstu stjómarand-
stöðuflokka til að taka skýra af-
stöðu til málefna innflytjenda og
hreinsa þannig andrúmsloftið í því
skyni að stöðva framgang Þjóð-
fylkingarinnar. „Hvenær munu
stjórnmálamenn okkar skilja að
með því að neita að ræða málið
ganga þeir aðeins erinda Þjóð-
fylkingarinnar?" spurði íhalds-
blaðið Le Figa.ro. Vinstriblaðið Li-
beration tók í sama streng.