Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.11.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1989 Sameinað Alþingi: Samþykkt í atkvæðagreiðslu að leyfa fyrirspurn Stefáns Áður hafði Guðrún Helgadóttir forseti þingsins synjað fyrirspurn- inni formlega og ákveðið að bera málið undir atkvæði. Fyrirspurnin er í tveimur liðum, og taldi þing- forseti að fyrri liðurinn væri byggður á röngum skilningi lagaá- kvæðis. Stefán hefur síðan breytt fyrirspurninni og vitnar nú í annað lagaákvæði. Jafnframt taldi forseti að óeðli- legt væri að stofnað yrði til um- ræðna á alþingi um atriði sem tengdust beint máli sem væri ver- ið að flytja fyrir Hæstarétti. Þing- forseti hafði fyrir sér álit Markús- ar Sigurbjörnssonar lagaprófess- ors sem komst að sömu niðurstöðu varðandi báða liðina. Hann taldi þó ekki að forseti sameinaðs þings gæti talið fyrirspurnina óheimila upp á sitt einsdæmi. Fyrirspurn Stefáns var eftirfar- andi: 1. Hvað veldur því að mál Magnúsar Thoroddsens hefur ekki verið rannsakað að hætti opin- berra mála eins og boðið er í 2. mgr. 11. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og full tilefni hafa verið til ef marka má kvartanir lög- manns Magnúsar, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. 2. Hvað veldur því að aðeins er höfðað mál á hendur Magnúsi Thoroddsen vegna áfengiskaupa hans sem einum af handhöfum forsetavalds vegna fjarveru for- seta en ekkert gert í áfengiskaup- um annara sem virðast þó sam- bærileg að verulegu leyti. Sú lagagrein sem þarna er vitn- að til fjallar um réttindi opinberra starfsmanna sem vikið er úr störf- um til að höfða mál á hendur ríkinu. Fyrirspurninni hefur nú verið breytt og er þar vitnað í 8. grein sömu laga sem hljóðar svo: „Nú hefur starfsmanni ríkisins verið veitt lausn um stundarsakir fyrir meintar misfellur í starfi, og skal þá þegar mál hans rannsakað af kunnáttumálum eða fyrir dómi að hætti opinberra mála, ef ástæða þykir til, svo að upplýst verði, hvort rétt er að veita honum lausn að fullu eða láta hann aftur taka við stárfi sínu.“ Þeir sem greiddu atkvæði með fyrirspurninni voru Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Alexander Stef- ánsson; Anna Ólafsdóttir Björns- son, Asgeir Hannes Eiríksson, Birgir ísleifur Gunnarsson, Danfríður Skarphéðinsdóttir, Eg- gert Haukdal, Egill Jónsson, Eiður Guðnason, Eyjólfur Konráð Jóns- son, Friðjón Þórðarson, Friðrik Sophusson, Geir Gunnarsson, Geir H. Haarde, Guðmundur Ágústs- son, Guðmundur H. Garðarsson, Guðmundur G. Þórarinsson, Guð- rún Agnarsdóttir, Halldór Blöndal, Ingi Bjöm Albertsson, Karvel Pálmason, Kristinn Pétursson, Málmfríður Sigurðardóttir, Ólafur G. Einarsson, Oli Þ. Guðbjartsson, Ragnar Arnalds, Ragnhiidur Pálmi Kristinsson framkvæmda- stjóri Verktakasambandsins segir að úr þessu sé eðlilegt að fara þessa Ieið, verði gildistöku virðisaukaskatts frestað. Hann segir verktakafyrir- tæki hafa haldið að sér höndum með fjárfestingar, þar sem innskattur af rekstrarfjármunum eins og vinnuvél- um verði endurgreiddur. I núverandi kerfi er söluskattur á vinnuvélum. Pálmi segir mjög misjafnt hvernig hagsmunir verktakafyrirtækja eru. Helgadóttir, Salome Þorkelsdóttir, Skúli Alexandersson, Stefán Val- geirsson, Þorsteinn Pálssqn, Þor- valdur Garðar Kristjánsson og Þórhildur Þorleifsdóttir. Þeir sem greiddu atkvæði gegn fyrirspurninni voru Guðnín Helga- dóttir forseti þingsins og þing- mennirnir Árni Gunnarsson, öuðni Ágústsson, Jóhann Einvarðsson, Jón Bragi Bjarnason, Jón Helga- son, Jón Kristjánsson og Páll Pét- ursson. Fjarstaddir voru Guð- mundur Bjarnason, Halldór Ás- grímsson, Hreggviður Jónsson, Jón Sigurðsson, Jón Sæmundur Siguijónsson, Júlíus Sólnes, Karl Steinar Guðnason, Kristín Einars- dóttir, Margrét Frímannsdóttir, Matthías Bjarnason, Matthías Á. Mathiesen, Ólafur Þ. Þórðarson, Pálmi Jónsson, Sighvatur Björg- vinsson, Stefán Guðmundsson og Svavar Gestsson. varðandi frestun virðisaukaskattsins. „Sum fyrirtæki hafa sýnt fyrirhyggju og frestað fjárfestingum, önnur hafa ekki getað frestað og þetta skiptir minna máli fyrir þau. Auðvitað bitn- ar þetta fyrst og fremst á þeim sem hafa sýnt fyrirhyggju." Páimi telur að stæm fyrirtæki sem hafa beðið með fjárfestingar geti ef til vill beðið enn fram í mars eða apríl, eftir það verði þau að fjárfesta til að efna verksamninga og því sé eðlilegt að reyna að fara þá leið, að endurgreiða söluskattinn eins og um innskatt væri að ræða. Hann segir að þetta sé þekkt erlendis frá sem aðferð við aðlögun atvinnulífsins að virðisauka- skattskerfi. Páll_ Siguijónsson framkvæmda- stjóri ÍSTAKS hf. segir y,ð þar sem hann þekkir til á Norðurlöndunum láti menn vel af virðisaukaskatti og hann kveðst telja að kerfisbreytingin verði til bóta fyrir verktakastarfsemi í landinu. Ein helsta breytingin fyrir verktaka er, segir Páll, að vinnuvélar íslenskra fyrirtækja verða alþjóðleg markaðsvara og því hægt að kaupa þau hingað til afmarkaðra verkefna og selja síðan aftur til útlanda. Það sé ekki hægt á meðan söluskattur er hluti af verði vélanna. Hann segir frestun um skamman tíma ekki munu hafa veruleg áhrif fyrir ÍS- TAK, þó muni þurfa að fresta fjár- festingum. „Fyrirtæki verða að vita fyrirfram hveiju við er að búast, helst að minnsta kosti ár fram í tímann" segir hann. Algjört öryggisleysi „Mér finnst þetta vera svo mikið öryggisleysi að búa við svona stjórn- un, að þetta gengur alls ekki,“ segir Ingimundur Sigfússon forstjóri Heklu hf. „í fyrra voiu tekjuskattar á fyrirtæki hækkaðir í lok ársins um 62-67% og þau lög gerð afturvirk frá ársbyijun, núna hafa allir verið að búa sig undir virðisaukaskatt og þá á kannski að fresta honum, Þetta er algjört öryggisleysi,“ segir Ingi- mundur. Hann sagir viðskiptavini Heklu hafa gert ráðstafanir sínar í sam- ræmi við þessa stefnu sem hefur verið boðuð, til dæmis hafa ýmsir frestað kaupum á vinnuvélum og ýmsum tækjum síðan ljóst varð að virðisaukaskatturinn ætti að koma á um áramót og að fyrirtækið hafi ráðlagt mönnum að bíða. „Auðvitað kemur þetta niður á okkur eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins. Það hvarflar að manni hvort maður búi í réttarríki þegar alltaf má búast við slíkum aðgerðum af hendi hins opin- bera.“ Matthías Guðmundsson forstöðu- maður innri endurskoðunar Sam- bandsins segir að frestun hafi ekki veruleg áhrif fyrir SÍS. Undirbúning- ur hafi verið mikill innan fyrirtækis- ins og verði gildistökunni frestað þurfi að rifja upp með starfsmönnum. „Það er spurning hvað þetta er lang- ur tími. Menn hafa verið að halda að sér höndum varðandi ijárfestingar í rekstrarvörum eins og tölvubúnaði og ýmsu öðru til þess að geta nýtt innskattsfrádráttinn eftir áramót. Það getur verið að menn vilji ekki bíða þijá, fjóra mánuði í viðbót. Þá er það aukakostnaður fyrir Sam- bandið." _ Árni Ólafur Lárusson fjármála- stjóri Skeljungs hf. segir virðisauka- skattinn hafa gífurleg áhrif á rekstur olíufélaganna að óbreyttu vegna staðgreiðslu skattsins við innflutning og bindingu þess fjár, þar sé um tugmilljónir króna að ræða við hvern farm af gasolíu og svartolíu. Þessar olíutegundir eru söluskattslausar í núverandi kerfi. Þær hækka því í verði sem nemur skattprósentunni. „Maður veit auðvitað ekki hvaða áhrif það hefur að hækka útsöluverð á olíu til útgerðar og fiskvinnslu um virðisaukaskattshlutinn. Það hefur ekki gengið vel að innheimta olíuna miðað við núverandi söluverð, hvað þá ef þetta hækkar um fjórðung ef svo má segja. Við sjáum fram á miklu þyngri innheimtu og erfiðleika hjá útgerðinni við að_ mæta þessari auknu greiðslubyrði. Útgerðin á end- urkröfu á hendur fiskvinnslunni eða endurgreiðslu á skattinum, en þarna skapast ákveðið bil í tímanum sem menn þurfa að standa í fjármögnun. Og þetta eru ansi stórar tölur, ég held að menn hafi ekkert hugsað út í það, hversu miklar tölur þetta eru.“ Árni segir að frestun gildistök- unnar gefi þeim lengri tíma, áður en þessi fjárbinding hefst. „Og von- andi gefst þá ráðuneytinu tími til þess að svara þeim erindum sem olíu- félögin hafa sent því út af þessu máli.“ Hann sagði óskir félaganna vera að útfærsla skattheimtunnar miðaði að því, að draga úr greiðslu- byrði, þannig að hún verði ekki jafn íþyngjandi, „en það hefur enginn tími gefist til að afgreiða það enn sem komið er.“ Viðmælendur blaðsins í sjávarút- vegsgreinum töldu að frestun skatt- kerfisbreytingarinnar hefði ekki telj- andi áhrif á rekstur þeirra. Sjálfstæð verkefitii starfsmanns byggingafiilltrúa: 75 verkefiii á þremur árum Fékk áminningu frá borgarverkfræðingi LÖGÐ hefur verið fram í borgarráði greinargerð Þórðar Þ. Þorbjarnarssonar borgarverkfræðings, vegna fyrirspurnar fiill- trúa minnihlutans um hönnunarverkefni unnin af starfsmönnum byggingarfulltrúa fyrir utanaðkomandi aðila. Þar kemur fram að einn starfsmaður hefur tekið að sér 75 verkefhi á síðustu þremur árum og að borgarverkfræðingur gerði athugasemd vegna þessa árið 1987. Borgarráð hefur samþykkt að fram- vegis þarf samþykki byggingarnefhdar til að taka að sér slík verkefiii. í greinargerð borgarverkfræð- ings kemur fram að, borgarráð samþykkti árið 1977, að starfs- mönnum við embætti byggingar- fulltrúa, skipulagsins, þróunar- stofnunar, eldvarnareftirlitis sem og öðrum umsagnaraðilum að byggingar- og skipulagsrrjálum og eru í þjónustu Reykjavíkur- borgar, sé óheimilt að vinna sjálf- stætt að hönnunarverkefnum, nema að fengnu skriflegu Ieyfi borgarverkfræðings í hvert sinn. Þá segir: „Öll þau verk sem um getur í yfirliti þessu eru unnin með skriflegu leyfi mínu, nema þau verk sem Þormóður Sveinsson arkitekt hefur unnið á árinu 1989, en til þeirra var stofnað áður en hann gerðist starfsmaður bygg- ingarfulltrúaembættisins. Athygli vekur hversu mikil umsvif við gerð byggingarnefndarteikninga Ágústs Þórðarsonar voru árið 1987, sem varð mér þá tilefni til að gera þar um athugasemdir við starfsmanninn. Árin 1988 og 1989 eru verkin færri og flest þess eðlis að hann hefur teiknað upp áður gerðar íbúðir sem eig- endur eru að sækja um til bygg- ingarnefndar að verði gerðar lög- legar og veðhæfar.“ Borgarverkfræðingur bendir á að reglan hafi verið sú að viðkom- andi starfsmaður fari hvorki yfir teikningar af þeim mannvirkjum sem hann hannar, né hafi með höndum úttektir byggingarfull- trúa á þeim. Byggingarfultrúa beri að sjá til þess að þessu sé framfylgt. „Á hinn bóginn tel ég það vera æskilegt að eftirlitsaðilar á borð við starfsmenn bygginar- fuiltrúa haldi sér við í sínu fagi með hönnunarstörfum, enda sé það í hófi gert. Að lokum er á það að líta að laun tæknimennt- aðra manna í þjónustu borgarinn- ar eru lág.“ SAMÞYKKT var í atkvæðagreiðslu í sameinuðu þingi í gær, með 34 atkvæðum gegn 8, að heimila Stefáni Valgeirssyni alþingis- manni að bera fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra varðandi meðferð máls Magnúsar Thoroddsen. 6 sátu hjá í atkvæðagreiðsl- unni en 15 voru fjarverandi. Morgunblaðið/Júlíus Gamalt hús á nýjan grunn Ráðgert var að flytja húsið númer 47 við Lindargötu í nótt af sínum gamla grunni vestur á Skerplagötu í Skeijafirði. I Skeijafjörðinn hafa undanfarið verið flutt mörg gömul hús sem víkja hafa þurft fyrir nýju skipulagi. Hús þetta stóð við suðurenda lóðar Eimskipafélagsins milli Skúlagötu og Lindargötu. Til hafði staðið að flytja húsið í fyrri- nótt, þegar myndin var tekin, og þá var því lyft af grunni og komið fyrir á bílpalli. Þegar leggja átti af stað var hins vegar svo hvasst að ekki þótti ráðlegt að flytja húsið og fyrir vikið var Lindargatan lokuð í rúman sólarhring milli Frakkastígs og Vatnsstígs meðan þess var beðið að veður lægði. Hugsanleg firestun virðisaukaskatts kemur misjafiilega við fyrirtæki: Rætt er um að fara með sölu- skatt eins og virðisaukaskatt ÓFORMLEGAR viðræður hafa átt sér stað á milli aðila í atvinnu- lífínu og fulltrúa ríkisvaldsins um að komi til frestunar gildistöku virðisaukaskatts, verði hægt að fara með söluskatt eins og hann væri virðisaukaskattur. Það þýðir að fyrirtæki geti fengið söluskatt- inn endurgreiddan eins og um innskatt væri að ræða í virðisauka- skattskerfi, þegar þau kaupa rekstrarvörur eða annað undanþegið virðisaukaskatti. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er einungis um óformlegar viðræður að ræða enn sem komið er og verða ekki teknar upp formlegar viðræður nema ákveðið verði að fresta gildistö- kunni. Frestun kæmi misjafiilega við einstök fyrirtæki, í flestum til- vikum hefði frestun um tvo til þijá mánuði ekki mikil áhrif, en eftir það gæti hún orðið þeim þung í skauti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.