Morgunblaðið - 01.12.1989, Side 10
Jtf
10
ee&t híiíi (ímíí.jcí .1 irjíwairraði <bcíaj8M'jomom
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989
Kvartett Kristjáns Magriússonar.
mmBmmi
HASKOLANAMIKERFISFRÆÐI
Innritun í kerfisfræðinám Tölvuháskóla Verzlunarskóla
íslands á vorönn 1990 fer fram á skrifstofu skólans til
1. desember.
Markmið kerfisfræðinámsins er að gera nemendur hæfa
til að skipuleggja og annast tölvuvæðingu hjá fyrirtækjum
og stunda kennslu og þjálfun starfsfólks sem notar tölvur.
Hægt er að hefja nám í september og janúar. Stúdentar
af hagfræðibraut ljúka námi á þremur önnum, en aðrir
geta þurft að sækja tíma í fornámi í öldungadeild Verzl-
unarskólans, sem or ein önn til viðbótar. Kennt er eftir
hádegi, en nemendur, sem vilja halda áfram að vinna
hluta úr degi jafnframt námi, þurfa að ræða við kennslu-
stjóra um möguleika á því.
Eftirtaldar námsgreinar verða kenndar:
Fornám:
Bókfærsla
Rekstrarhagfræði
Tölvufræði
Stærðfræði
Vélritun
Önnur önn:
Gluggakerfí
Gagnaskipan
AS/400
Gagnasafnsfræði
Forritun í Cobol
Verkefni á 2. önn
Fyrsta önn:
Vélamál
Forritun í Pascal
Kerfisgreining og hönnun
Stýrikerfí
Forritahönnun
Verkefni
Þriðja önn:
Hugbúnaðargerð
Fyrirlestrar um valin efni
Forritunarmál
Lokaverkefni
'Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Verzlunarskólans, Ofan-
leiti 1. Kennslustjórinn verður til viðtals á skrifstofu skólans
fyrir hádegi á meðan innritun stendur yfir og í síma 688400.
TVI TÖLVUHÁSKÓLI V.í.
■ DJASSTÓNLEIKAR verða í
Heita pottinum í Duus-húsi
sunnudagskvöldið 3. desember. Þar
leikur kvartett píanóleikarans
Kristjáns Magnússonar, en auk
hans skipa hljómsveitina saxafón-
leikarinn Þorleifur Gislason,
bassaleikarinn Tómas R. Einars-
son, og trymbillinn Guðmundur
R. Einarsson. Sérstakur gestur á
tónleikunum verður hinn lands-
kunni tónlistarmaður Árni Sche-
ving, en hann spilar á víbrafón á
þessum tónleikum. Á efnisskránni
eru lög frá yngri sem eldri skeiðum
í djassögunni, eftir höfunda eins og
Dexter Gordon, George Gersh-
win, Sam Jones og fleiri.
■ SPORTKLÚBBURINN Borg-
artúni 32 hefur hafið starfsemi. Á
fyrstu hæð er boðið upp á ókeypis
kennslu i einn tíma í „pool“ auk
þess sem þar eru beinar sjónvarps-
útsendingar frá öllum helstu
íþróttaviðburðum. Á annarri hæð
er ókeypis kennsla í einn tíma í
snóker auk þess sem þar er boðið
upp á allar veitingar. Á þriðju hæð
er svo aðstaða til mannfagnaða eins
og árshátíðir, jólaböll, þorrablót,
skólaböll og fundi og ráðstefnur.
Opið er í Sportklúbbnum frá
11-23.30.
EIGIMASALAIV
REYKJAVIK
Yfir 30 ára reynsla
tryggir öryggi þjónustunnar
OFANLEITI - 3JA
- NÝL. VÖNDUÐ ÍBÚÐ
3ja herb. íb. á hæð í nýl. fjölbhúsi við
Ofanleiti. íb. er öll í mjög góðu ástandi.
Parket og flísar á gólfum. Flísalagt bað-
herb. (sturta og baðkar). Þvottaaðstaða
í íb. Suðursv. Mjög góð sameign.
KJARRHÓLMI - 4RA
- TIL AFH. STRAX
4ra herb. íb. á hæð í fjölb. íb. skiptist
í stofu og 3 svefnherb. m.m. Sér-
þvottah. í íb. Búr innaf eldh. Suðursv.
Gott útsýni. íb. er í ákv. sölu og getur
losnað strax ef þörf er.
EIGNASALAN
REYKJAVIK
Ingólfsstræti 8
Sími 19540 og 19191
Magnús Einarsson
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Skæði.Kringlunni • Skæði, Laugavegi 74 • Efraim, Laugavegi 89 • Skóstofan, Eiðistorgi • Ríma, Austurstræti 6
Mílanó, Laugavegi 20 • Kaupstaður, í Mjódd • Skóverslun Kópavogs, Hamraborg 3 • Skóhöllin, Hafnarfirði
Skóbúð Sauðárkróks • Skótískan, Akureyri • Skóbúðin Selfoss • Skóbúðin Keflavík
Heim úr skólanum glöð
Umsjón: SAMFOK, Guðni Olgeirsson
Samband foreldra- og
kennarafélaga í grunn-
skólum Reykjavíkur
(SAMFOK)
SAMBANDIÐ hefúr frá stofhun
þess 1983 reynt að stuðla að
virku starfi foreldrafélaga í
Reykjavík. Sambandið telur
brýnt að foreldrar ræði um
málefhi sem snerta skólagöngu
barna sinna.
Markmið SAMFOKs
Markmið sambandsins eru a)
að stuðla að skipulegu samstarfi
aðildarfélaganna, b) að annast
sameiginleg málefni og verkefni,
c) að vera sameiginlegur málsvari
gagnvart stjórnvöldum og d) að
vinna að auknum áhrifum foreldra
á mótun skólamála almennt. Öll
foreldra-/ og kennarafélög í grunn-
skólum Reykjavíkur eru aðilar að
sambandinu. Kristín Traustadótt-
ir er núverandi formaður sam-
bandsins.
StarfSAMFOKs
Samtökin hafa með ýmsum
hætti unnið að settum markmið-
um. Rödd þess hefur heyrst víða
og mörg mál verið rædd. Síðastlið-
ið vor gaf sambandið m.a. út
vandað tímarit, Með fólki, með
fjölda áhugaverðra greina um
uppeldis- og menntamál.
Það er ómetanlegur stuðningur
fyrir foreldra- og kennarafélög í
borginni að eiga vísan aðgang að
sameiginlegum vettvangi til að
ræða um skólamál, annars vegar
um ytri málefni, s.s. húsnæði,
aðbúnað og umferð og hins vegar
um innri málefni skóla, þ.e. sjálft
skólastarfið.
Sambandið á m.a. fulltrúa í
fræðsluráði Reykjavíkur, skóla-
málaráði og umferðarnefnd
Reykjavíkurborgar. Þessir fulltrú-
Hefiir þú hug-leitt
☆ að greiðasta leiðin til að
örva og styrkja mál ungra
barna er að tala mikið við
þau og lesa mikið fyrir
þau? Það er mikilvægt
þótt þau skilji ekki nema
sumt af því sem sagt er
eða lesið. Af því læra
börnin málið sem fyrir
þeim er haft.
Veistþú —
☆ að menntamálaráðuneytið
hefur gefið út nýja aðaln-
ámskrá grunnskóla?
☆ Hvernig kennarar barns-
ins þíns líta út og hvað
þeir heita?
☆ Hvað foreldrafélagið við
þinn skóla gerir? Er for-
eldraráð við skólann?
☆ Hvaða námsefni barnið
þitt er með í skólanum og
hvernig það er?
☆ Hvað SAMFOK er?
ar eru áheyrnarfulltrúar með
málfrelsi og tillögurétt. Það er
heilladrjúgt að hafa talsmann for-
eldra á fundum þar sem ákvarðan-
ir eru teknar. Sambandið reynir
að nota hvert tækifæri til að
styrkja skólastarf og stuðla að
opinberri umræðu um skóla- og
uppeldismál. Þessi pistill í Morg-
unblaðinu er m.a. ákjósanlegur
vettvangur fyrir slíka umræðu.
Heim úr skólanum glöð
SAMFOK hefur samið við rit-
stjórn Morgunblaðsins um að
sambandið sjái reglulega um pist-
il um skólamál í blaðinu í stað
þess að gefa út sérstakt tímarit.
Þess er vænst að með reglulegum
þáttum í dagblaði megi fjalla um
skólamál líðandi stundar með
markvissum hætti. Þess verður
gætt að efni pistlanna verði fjöl-
breytilegt. Mest áhersla verður
lögð á hagnýtar upplýsingar fyrir
foreldra og foreldrafélög. Einnig
er ætlunin að minna foreldra á
mikilvægar staðreyndir um skóla-
mál og stefnumótun yfirvalda.
Líklega verða u.þ.b. tveir pistlar
í mánuði fyrstum sinn. Umsjónar-
maður vinnur pistlana í samráði
við stjórn félagsins og eru hug-
myndir um efnisatriði vel þegnar.
Næstu pistlar
í næsta pistli verður fjallað um
skóla og umferð. Síðan verður
vikið að nokkrum atriðum í nýrri
aðalnámskrá grunnskóla, m.a.
samvinnu heimila og skóla.