Morgunblaðið - 01.12.1989, Page 12

Morgunblaðið - 01.12.1989, Page 12
I LYFTU ÞÉR UPP OG OPNAÐU PILSNER ^gjjs ...að sjálfsögðu! MORGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1989 Einar Kárason og Svava Jakobs- dóttir rithöfimdar. ■ ÖNNUR bókmenntadagskrá vetrarins á vegum Listasafns Sig- uijóns Ólafssonar á Laugarnesi verður næstkomandi sunnudag 3. desember. Lesið verður úr nýjum bókum og hefur safnið fengið til liðs við sig þijá rithöfunda sem all- ir senda frá sér bækur fyrir jólin. Einar Kárason mun lesa úr nýrri skáldsögu sem nefnist Fyrirheitna landið og er sjálfstætt framhald fyrri bóka hans. Þá mun Isak Harð- arson lesa úr nýju ljóðasafni sem ber heitið Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru og Svava Jakobsdóttir les úr bók sinni Und- ir eldfjalli, sem er fjórða smá- sagnasafn hennar. Dagskráin hefst kl. 15. ■ HJÓLREIÐAFELA G Reykjavíkur verður endurvakið í félagsmiðstöðinni Frostaskjóli, Frostaskjóli 2 (við KR-heimilið), sunnudaginn 3. desember. Fundur- inn hefst kl. 17 og eru allir áhuga- menn um reiðhjólamenningu hvattir til að mæta. Ódýr og hentug búsáhöld fyrir daglegar þarfir heim- ilisins. Létt og þægileg I allri meðferð. Einstaklega auðvelt að þrífa. BURSTAGERÐIN SMIÐSBÚÐ 10, GARÐABÆ Efiiileg söngkona Tónlist Jón Asgeirsson Margir efnilegir söngvarar hafa komið fram á síðustu árum og einn þeirra er Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, sem sl. mánudag hélt Ijóðatónleika í Gerðubergi, ásamt Jónasi Ingimundarsyni píanóleikara. A efnisskránni voru söngverk eftir Sigvalda Kaldalóns, Schu- mann, Poulenc, Hahn og Mont- salvatge. Þetta er að því leyti til sérkennileg efnisskrá að þarna er slegið saman í eitt þýskri ró- mantík, frönsku aivöruleysi, fe- neyskum alþýðukveðskap og spánskri sýn á líf svertingja. Vandamálið, að flytja list frá ólík- um menningarsvæðum, er fjar- , lægðin og ókunnugleiki við ýmis viðkvæm og sérstæð blæbrigði, svo að þeir sem hafa ekki kynnst þessum menningarsvæðum af eig- in raun, eiga það á hættu að sam- anburðurinn við frumgerðina verði all óhagstæður og kemur þá oft að litlu gagni góð kunnátta og listrænir hæfileikar. Þannig var t.d. flutningur Hrafnhildar á söngljóðunum Lied- erkreis op. 39, eftir Schumann, ekki gæddur því rómantíska inn- sæi, sem þessi lög eru fræg fyrir, þó söngur hennar væri útfærður af nokkru öryggi. Bæði í Can- ciones Negras eftir Montsalvatge og í Banalités eftir Poulenc vant- aði nokkuð á leikræna túlkun og hrynskerpu en í „Feneysku" söngvunum, eftir Reynaldo Hahn var Hrafnhildur best heima, bæði í túikun og söng, hvað svo sem veldur. Reynaldo Hahn var franskt tónskáld, lærði hjá La- vignac og Massenet og samdi óperettur, m.a. um Mozart og eru þessi lög hans við feneysku vísurnar áferðarfalleg en trúlega lítið feneysk. Lögin þijú eftir Kaldalóns, Þú eina hjartans yndið mitt, Mamma ætlar að sofna og Vorvindur, söng Hrafnhildur ágætlega, en undir- leikurinn, eins og reyndar í öðrum viðfangsefnum tónleikanna, var Hrafiihildur söngkona Guðmundsdóttir ekki eins og menn eru farnir að venjast að heyra á tónleikum, sér- staklega í Vorvindum Kaldalóns. Hrafnhildur er mjög efnileg söngkona, á frá náttúrurinár hendi góða rödd, hefur dregið sér mikið efni og kunnáttu og þarf því aðeins að skerpa þessa þætti og afla sér reynslu i skapandi starfi með góðum listamönnum. W. Keith Reed W. Keith Reed bass-baríton- söngvari hélt tónleika sl. sunnu- dag í Norræna húsinu ásamt Ól- afi Vigni Albertssyni og fluttu þeir söngverk eftir Mozart., Mend- elssohfi, Schubert, Fauré og Ned Rorem, bandarískan tónhöfund (1923-), nemanda Coplands og Hongeggers. Meðal verka Rorems eru óperurnar Miss Julie og Bert- ha, þijár sinfóníur, tveir konsertar og lagaflokkarnir Ariel og Santa Fé söngvarnir. Fyrsta viðfangsefnið var bassa-arían Per questa bella mano (K. 612) eftir Mozart, sem hann samdi fyrir Franz Gerl er fór með hlutverk Sarastro í Töfraflautunni í frumuppfærslu verksins 30. september 1791. Þessi aría þykir ekki sem best en var þokkalega sungin. Annað verkefnið var aría úr Elia eftir Mendelssohn, Is not the word like a fire, sem í flutn- ingi beggja fór úr böndunum. Sex lög úr Svanasöngvum Schuberts voru næst á efnis- skránni og þar tókst Keith Reed ekki vel upp. Lögin sem hann valdi eru öll mjög erfið og það var eins og spenna eða „stress" væri hemill á eðlilega öndun, svo W. Keith Reed Ólafur Vignir Albertsson að tónmyndunin varð mjög ójöfn í blæ og tónstöðu. Eftir hlé söng Keith Reed fjög- ur lög eftir Fauré og þá var söng- urinn með öðrum formerkjum og betri og mjög góður í amerísku lögunum eftir Rorem. Hvað sem olli því að fyrri hluti söngskrár var svo slaklega fluttur, þá er það víst að í aukalaginu Tonerna eftir Sjöberg sýndi Keith Reed á sér allt aðra hlið og var greinilegt að sú hamlandi spenna sem ein- kenndi t.d. Schubert-lögin, var horfin, svo að þetta fallega lag var ágætlega sungið. Eins og fyrr segir annaðist Ólafur Vignir undirleikinn og þrátt fyrir að lögin eftir Rorem séu ekki sérlega skemmtileg tón- list, var hún vel flutt af hans hálfu, svo og lögin eftir Fauré. wpIp Áskriftarsíminn er 83033 Sjá ennfremur bóka- dóma og fréttir á bls. 4, 6 og 7C Snjóslejhsýning í Bílahöllinni " BÍLDSHÚFÐA 5 Súper verð Nýjustu gerðir! laugardag kl. 10-18 sunnudag kL10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.