Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Akranes:
Missa bæturnar eftir 260
daga á atvinnuleysisskrá
Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson
Jólahreingerning á
vegvísum
FÉLAGAR úr Lionsklúbbnum Keili í Vogum tóku sig til siðastliðinn
sunnudag og þrifu óhreinindi af vegvísum á Reykjanesbraut við Vogaaf-
leggjara. Stefán Albertsson, formaður Keilis, sagði að skiltin væru
þrifin til að auka öryggi vegfarenda þar sem það reyndist erfitt að
sjá vegvísana vegna óhreininda. Myndin sýnir frá hægri Stefán, Jón
Bjarnason og Helga Valdimarsson við einn vegvísinn eftir þrifin.
- E.G.
NOKKRAR konur á Akranesi
hafa verið svo lengi á atvinnu-
leysisskrá að þær fá ekki lengur
greiddar atvinnuleysisbætur.
Það gerist þegar fólk hefiir ver-
ið 260 daga á skrá, en siðan
tekur við 16 vikna biðtími.
Fjórar konur hafa nú misst at-
vinnuleysisbætur af þessum sökum
og að sögn Hervars Gunnarssonar
formanns Verkalýðsfélags Akra-
ness bætast fleiri í hópinn á næst-
unni. Hann sagði að ástand í at-
vinnumálum á Akranesi væri nú
almennt slæmt aðallega hjá konum
en einnig körlum og miðað við
reynslu fyrri ára er versti tími árs-
ins í atvinnumálum nú að ganga í
garð og stendur venjulega að
minnsta kosti fram í janúar.
Ýmis fyrirtæki á Akranesi hafa
fækkað starfsfólki og fyrirtækinu
Hennes, sem rak saumastofu, hefur
nú verið lokað. Þar voru 25 stöðu-
gildi.
VEÐUR
IDAG kl. 12.00.
Heimild: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFURIDAG, 15. DESEMBER.
YFIRLIT I GÆR: Norðaustlæg eða breytileg átt á landinu, kaldi
norðvestanlands en annars gola. Léttskýjað sunnanlands en skýjað
að mestu í öðrum landshlutum. Snjókoma var á Norður- og Norð-
vesturlandi. Frost 0 til 14 stig.
SPÁ: Norðaustlæg eða breytileg átt, víðast gola í kvöld en síðan
norðaustan kaldi eða stinningskaldi. Skýjað og snjómugga norðan-
lands og einnig vestanlands í kvöld og nótt en léttskýjað um allt
sunnanvert landið á morgun. Talsvert frost um allt land.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Norðaustanátt og
áfram kalt í veðri um allt land. Él víða norðan- og austanlands en
þurrt og víða bjart veöur sunnanlands og vestan.
TAKN:
Heiðskírt
s, Norðan, 4 vindstig:
F Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
...*.**.
-jq° Hitastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
Nú eru 164 á atvinnuleysisskrá
á Akranesi og sagði Hervar að
ástandið væri dökkt framundan þar
sem frystihúsin væru að draga sam-
an seglin um áramótin og skipin
að stöðvast-vegna kvótaleysis.
Stj órnarfrumvarp um umhverfisráðuneyti:
Vonandi afgreitt sem
fyrst eftir áramótin
- segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra
„ÉG VONA að hægt verði að afgreiða frumvarp um umhverfisráðu-
neyti sem fyrst eftir áramótin," sagði Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra i samtali við Morgunblaðið. Ólafur G. Einarsson, formað-
ur þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að engar líkur væru á að
frumvarpið yrði afgreitt fyrir áramót og sagðist spá því að það yrði
afgreitt í mars eða apríl næstkomandi. Júlíus Sólnes, ráðherra Hag-
stofu íslands, telur ekki koma til greina að fresta gildistöku laga um
umhverfisráðuneyti fram yfir þinghlé.
Kristín Einarsdóttir, formaður
þingflokks Kvennalistans, sagðist
telja litlar líkur á að frumvarp ríkis-
stjórnarinnar um umhverfisráðu-
neyti yrði afgreitt fyrir áramót, þar
sem frumvarpið hefði einungis verið
rætt einu sinni í neðri deild og það
væri nú í nefnd. Kristín sagði að
stjórnarliðar hefðu ekki rætt við
Kvennalistann um að frumvarpið
yrði afgreitt fyrir áramót.
Hreggviður Jónsson, þingmaður
FVjálslyndra hægri manna, sagðist
ekki hafa trú á að frumvarpið kæmi
úr nefnd fyrir jól. Hreggviður sagði
að áætlað væri að síðasti þingfundur
fyrir jól yrði 20. desember og fýrsti
þingfundur eftir jólafrí yrði í lok
janúar. „Það hastar ekkert að af-
greiða þetta frumvarp fyrr en á
næsta ári, einn til tveir mánuðir
breyta engu. Ríkisstjómin hlýtur að
leggja áherslu á að afgreiða frum-
varp um virðisaukaskatt og ýmis
önnur skattafrumvörp fyrir áramót-
in,“ sagði Hreggviður.
Páll Pétursson, formaður þing-
flokks Framsóknarflokksins, sagði
að þetta mál væri á forgangslista
ríkisstjórnarinnar. Páll sagði að sér
væri ekki kunnugt um að stjórnarlið-
ar hefðu gert samkomulag við
stjórnarandstöðuna um að frum-
varpið yrði afgreitt fyrir áramót.
Éiður Guðnason, formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins, sagðist telja
að rætt yrði við stjórnarandstöðuna
um að afgreiða frumvarpið fyrir ára-
mót. „Ég tel hins vegar að bragðið
geti til beggja vona með það hvort
hægt verði að afgreiða þetta frum-
varp fyrir áramót, þar sem það er
nú í nefnd og lítill tími gefst til ráð-
rúms,“ sagði Eiður.
Ólafur G. Einarsson sagði að
nefndin, sem nú fjallaði um málið,
vísaði því til umsagnar fjölda aðila.
„Nefndin setur ákveðin tímamörk,
sem ég veit ekki hver verða, en ég
tel að hægt verði að taka málið fyr-
ir aftur á Alþingi í lok janúar.“
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veftur Akureyri +12 hálfskýjað Reykjavik +8 léttskýjað
Bergen +6 léttskýjað
Helsinki +19 heiðskírt
Kaupmannah. +1 alskýjað
Narssarssuaq 1 skýjað
Nuuk 0 léttskýjað
Osló +9 snjókoma
Stokkhólmur +15 hálfskýjað
Þórshöfn 0 léttskýjað
Algarve 18 þokumóða
Amsterdam 11 rigning
Barcelona 17 kmistur
Berlín 3 rigning
Chicago +15 snjókoma
Feneyjar 4 þoka
Frankfurt 12 skýjað
Glasgow 1 úrkoma
Hamborg 1 slydda
Las Palmas 21 léttskýjað
London 13 skúr
Los Angeles 11 léttskýjað
Lúxemborg 11 rigning
Madríd 9 skýjað
Malaga vantar
Mallorca vantar
Montreal +23 léttskýjað
New York +8 heiðskírt
Orlando 3 léttskýjað
París 14 skýjað
Róm 16 skýjað
Vín 15 skýjað
Washlngton +7 þokumóða
Winnipeg +32 ísnálar
182 milljónir greiddar í vexti og verð-
bætur af skyidusparnaði 1957-1980:
312 ávísanir hærri
en 50 þúsund kr.
HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hefur sent út ávísanir til 30.602
manna, alls liðlega 182,4 milljónir króna, sem eru greiðslur vaxta
og verðbóta af skyldusparnaðarreikningum sem voi*u í notkun frá
1. júní 1957 til l.júlí 1980. Greiðslurnar eru til allra sem eiga rétt
á að fá 200 krónur eða meira, hæsta ávísunin er fyrir 179.532
krónum og alls voru sendar út 312 ávísanir fyrir meira en 50 þús-
undum króna, að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmda-
stjóra stofnunarinnar.
Stefnt var í prófmáli 1981, eftir
að upp höfðu komið deilur um verð-
tryggingu skyldusparnaðarfjár,
sem ungmenni áttu í vörslu Hús-
næðisstofnunar. Það var að frum-
kvæði félagsmálaráðuneytis sem
málarekstur hófst. Dænjt var í
málinu í undirrétti í maí 1983 og
voru fæstar af kröfum sækjanda
á hendur Húsnæðisstofnunar tekn-
ar til greina, að sögn Sigurðar.
Voru sækjanda dæmdar tæpar 13
krónur í viðbótarverðbætur. Fé-
lagsmálaráðuneytið og húsnæðis-
málastjóm töldu þó að um svo
víðtækt mál væri að ræða, að rétt
væri að láta á það reyna fyrir
Hæstarétti.
Stefnt var til Hæstaréttar og
dæmdi hann í málinu 24. mars
1986. Þar var Húsnæðisstofnun
dæmd til að greiða stefnanda við-
bótarverðbætur að fjárhæð 12,22
krónur. Húsnæðissmálastjórn
ákvað í framhaldi af dóminum, að
sambærilegar verðbætur skyldu
greiðast á reikninga sem voru í
gangi á fyrrgreindu tímabili.
Sigurður segir að engan veginn
hafi verið létt verk að afla upplýs-
inga um reikningana sem verð-
bæturnar greiðast á, þar sem á
þessum tíma hafi gögn verið á
spjaldskrám og komin í geymslur
hjá Landsbankanum á nokkrum
stöðum. Ráðnir vora fimm starfs-
menn til að tölvufæra gögnin og
vinna úr þeim sem þegar vora
komin í tölvu, frá síðari hluta tíma-
bilsins.
Ávísanirnar vora sendar út mið-
vikudaginn 13. desember. Upp-
hæðin í heild er annars vegar vext-
ir, um 63 milljónir króna, hins
vegar verðbætur, um 119,4 millj-
ónir. „Á þessum tíma sem bæturn-
ar ná til, var Húsnæðisstofnun eina
stofnunin í þjóðfélaginu sem verð-
tryggði innlánsfé almennings, eng-
in önnur gerði það, og þá voru
engin iög og engar reglur til um
það, hvernig ætti að haga verð-
tryggingu sparifjár. Einu klásúl-
urnar um það voru í húsnæðislög-
unutn sjálfum og eftir þeim var
farið. Það er ekki fyrr én 1979,
22 árum eftir að við byijum að
verðtryggja allt sparifé ungmenna
hér á landi, sem bankar og spari-
sjóðir loksins byija að verðtryggja,
sparifé almennings, svo að ég álít
að okkur hafi mjög vel til tekist,,:
þótt þarna hafi þetta orðið útund
an,“ segir Sigurður.
A *-í *• M / k i * * i t ? t ■■