Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 16

Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 16
í BLÓMINU FÆRÐU JÓLA- SKRAUTÍ ANDA ÖMMU OG AFA Nú getur þú loksins fengið jólavörur eins og amma og afi keyptu þegar þau voru ung. Hjá okkur getur þú valið úr miklu úrvali af fallegu og vönduðu jólaskrauti, jólagjafakortum og j ólagj afapakkningum. vandaðar og nytsamar jólagjafir í meira úrvali en nokkru sinni áður. Komdu í Blómið og kynntu þér úrvalið. Amma og afi koma örugglega. Opið tíl kl. 21 öil kvöld Opið tii kl. 15 á aðfangadag VISA OG EURO SENDUM 1 PÓSTKRÖFU BLÓMIÐ HAFNARSTRÆTI 15 SÍMI 21330 MORGUNBLADID FÖSTubÁÖtJR!íl?ÁÍ>EÍÍÍíÍásER' 1989 Listamaður og heimsborgari Bókmenntir Erlendur Jónsson Ingólfur Guðbrandsson ásamt Sveini Guðjónssyni: LÍFSSPEG- ILL. 212 bls. Vaka-Helgafell. Reykjavík, 1989. Ingólfur Guðbrandsson segir að líf sitt »sé í engu merkara en ann- arra.« Það er hógværlega mælt. Að sönnu er enginn mælikvarði til á slíkt. En Ingólfur hefur séð drauma sína rætast. Og það verður að teljast nokkuð sjaldgæft. Rithöf- undur hefði hann getað orðið, sjálf- sagt í fremstu röð. En ritstörf eru skrifborðsvinna, einmanaleg iðja þegar öllu er á botninn hvolft. Þess háttar hlutskipti sýnist aldrei hefði hentað Ingólfi. Hóp þeirra, sem fara að heiman klukkan níu og koma heim klukkan fimm, hefði hann ekki heldur getað fyllt. Ingólf- ur hefur alltaf staðið í hringiðu við- burða. Honum hefði aldrei nægt að vera áhórfandi. Hann hefur verið þátttakandi, maður starfS og at- hafna. Hann hefur einatt verið með fólki, innan um fólk, stjórnað fólki. Og hann hefur manna best áttað sig á þeim fornu sannindum að grípi maður ekki tækifærið þegar það gefst er ekki víst að það komi aftur. Óhætt er að fullyrða að fáir íslendingar hafi betur skynjað hraða nútímans og fært sér hann í nyt. Þar sem hann er maður andar- taksins varð hlutskipti hans sem listamanns að túlka list, miðla list. Það varð annað aðalhlutverk hans í lífinu. Að loknu tónlistarnámi hér heima og erlendis stofnaði Ingólfur Pólý- fónkórinn. »Saga kórsins er öðrum þræði ævisaga mín því við gátum hvorugur án annars verið.« Áratug- um saman hefur Pólýfónkórinn sett svip á listalíf Reykjavíkur. Hann hefur flutt stórverk sem fáum öðr- um en Ingólfi Guðbrandssyni hefði dottið í hug að ráðast í. En við- leitni hans hefur raunar alltaf stefnt í þá áttina að láta hið þrönga um- hverfi ekki smækka sig, sýna og sanna að heimsmenningin geti dafnað — einnig hér! Störf að ferðamálum sýnast ekki, fljótt á litið, eiga margt sameigin- legt með lífi í listum. Þó má segja að undirrót hvors tveggja hafi verið hin sama hvað Ingólf Guðbrandsson varðar: Að kynna öðrum það sem heimurinn hefur best að bjóða. Út- sýn varð ekki til á einum degi og ekki heldur af sjálfu sér. Þvert á móti þróaðist sú starfsemi frá smæsta vísi til þess að verða ein stærsta ferðaskrifstofa landsins. Upphafið var að Ingólfur ferðaðist um Spán með hópi fólks. Að leggja leið sína til Spánar var þá eins Og að fara til Kína nú! Ög raunar meira! Fram að því höfðu ferðalög til svo íjarlægra landa verið á færi hinna auðugustu einungis. Og jafn- vel þeim gat vaxið í augum slík fjarlægð. Reyndar voru þeir Islend- ingar, sem séð höfðu önnur lönd, afarfáir miðað við það sem nú ger- ist. Á örfáum árum kom Ingólfur til leiðar slíkri byltingu í ferðamálr um að Spánn og Ítalía hafa síðan orðið þau lönd sem flestir íslending- ar ferðast til. Þar opnaðist gluggi sem átti eftir að breyta bæði við- horfum og lífsvenjum landans. Enn- fremur tókst að hafa þessar ferðir svo ódýrar að nánast hver maður gat nú veitt sér að komast suður um höfin að sólgylltri strönd. Kynn- in af þessum fjarlægu þjóðum skap- aði hér smám saman nýjan lífsstíl með nýjum hugsunarhætti. Skemmtileg er frásögn Ingólfs af fyrstu Spánarferðinni — þeirri sem varð í raun upphaf Útsýnar- ferða. Fyrir samferðafólkið varð sú ferð meiri háttar lífsreynsla sem geta má nærri. Spánn var þá alls ekki orðinn það ferðamannaland er síðar varð. Áð viðra sig í suðrænu andrúmslofti var þannig stórvið- burður fyrir þessa fölu norður- byggja- Það eru engar ýkjur að segja að Ingólfur Guðbrandsson hafi með brautryðjendastarfi sínu að ferða- málum haft víðtækari áhrif á líf þessarar þjóðar en flestir menn aðrir á þessari öld. Hann hefur öðr- um fremur rofið þá náttúrulegu ein- angrun sem lega landsins áður olli, fært landið inn að hringtorgi heims- ins. En Lífsspegill fjallar um fleira en Pólýfónkórinn og Útsýn,'miklu fleira. Þarna segir frá uppvexti Ing- ólfs austur í Skaftafellssýslu, námsárum hans hér í Reykjavík og erlendis og kynnum hans af fólki hvarvetna þar sem hann hefur dval- ist. Að ógleymdri þjóðsagnapersón- unni! Ingólfur Guðbrandsson varð snemma maður sem talað var um. Hvorki þurfti pólýfónkór né ferða- skrifstofu til að vekja forvitni fólks á einkalífi þessa manns sem margur taldi að vera mundi ævintýralegt. Vafalaust hefur hann bæði goldið þess og notið. Það liggur í hlutarins eðli að maður eins og hann þarf að standa í sviðsljósinu, vera til umræðu. Fyrir listamann er það beinlínis atvinnuspursmál. En þjóð- sögur eru sjaldnast sannar þótt ein- hver fótur kunni að vera fyrir þeim. Og þó svo að þær séu alls ekki sagðar til að ófrægja mann — jafn- vel hið gagnstæða — er ekki þar með sagt- að sá sem fyrir verður hafi gaman af, öðru nær. »Ég mátti ekki vera að því að hugsa um það,« segir Ingólfur. »Ég vissi af þessu umtali, vissi að sumt af því mátti rekja til keppinauta. Það var skipulagður óhróður, búinn til í því skyni að spilla ímynd minni í huga almennings. Annað var til- komið vegna afbrýðisemi og öfund- ar. Bæði var það að mér vegnaði vel fiárhagslega og vegna þess að ég naut augljóslega kvenhylli sem er eitt mesta ólán sem nokkurn mann getur hent.« Varla þarf að minna á að mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Ingólfur Guðbrandsson steig fram í sviðsljósið og varð umtalaður maður. Þá hefði spurning hans: »Er ekki óraunhæft að þjóðfélag nútím- ans ætlist til einlífis þótt fólk búi ekki í hjónabandi?« — þótt í meira lagi ögrandi. En nú! Nú er öldin önnur. Allt um það er sýnt að Ing- ólfur fylgir í flestu siðferðiskröfum sinnar kynslóðar. En listamaður getur ekki alltaf sniðið einkalíf sjtt að hætti meðalmennskunnar. »Ég veit ekki hvorí ég er syndugri en aðrir menn,« segir hann, »en fólk hefur þolað mér minna en öðrum.« Sá er hins vegar grunntónninn í Lífsspegli að svo best njóti maður lífsins að hófs sé gætt í hveijum hlut: »Áfengi hefur aldrei verið mér freisting og tóbak 'ekki heldur þótt ég laumaðist af forvitni til að skrúfa frá krana á rauðvínskútnum í búr- inu heima á Prestbakka þegar ég var tíu ára, rétt til að finna bragð- ið.« NÝTT bókaforlag, Líf og saga, hefur hafið starfsemi og er fyrsta ritverk útgáfunnar þriggja binda verk, sem nefnist Keflavík í byrj- un aldarinnar. Líf og saga hefur einnig gefið út gamlar ljósmyndir í 90 tölusett- um eintökum frá yfir 50 stöðum á landinu en Keflavík í byijun aldar- innar er viðamesta verkefni útgáf- unnar til þessa. Um er að ræða 125 þætti Mörtu Valgerðar Jónsdóttur í nýjum búningi Þorsteins Jónsson- ar ættfræðings. Niðjatöl fylgja 100 þáttum. Mikill fjöldi mynda prýðir verkið og nafnaskrá með yfir 17.000 manns fylgir verkinu. Á árunum 1945-1969 birtust minningai-þættir Mörtu Valgerðar Jónsdóttur í tímaritinu Faxa og nutu þeir mikilla vinsælda. Keflavík í byrjun aldar er gefið út af Bóka- forlaginu Líf og saga í samvinnu við Sögunefnd Keflavíkur í tilefni Ingólfiir Guðbrandsson Ingólfur Guðbrandsson er einn fárra Islendinga sem tekist hefur að bijótast út úr fásinninu og ger- ast raunverulegur heimsborgari. Slíkt gerist ekki nema með dugn- aði, ósérplægni og sjálfstrausti. Metnað og vilja má ekki heldur vanta. Ingólfur hefur alltaf gert strang- ar listrænar kröfur til sjálfs sín og annarra og það leynir sér ekki held- ur í þessum endurminningum. Báð- ir, sögumaður og aðstoðarmaður hans, hafa sýnilega sett sér það markmið að texti þessarar bókar hæfði efni. Hér er saga manns sem sett hefur mark sitt á svipmót sam- tíðarinnar í þessu landi. Fyrsta ritverk Lífs og sögu er yfir 1200 blaðsíður í þreniur bindum. af 40 ára afmæli Keflavíkurbæjar. Fi-amkvæmdastjóri fyrirtækisins er Bragi Sveinsson. Líf og saga - nýtt forlag í Reykjavík Sem temngakast virðist tilvera manns... Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Árni Grétar Finnsson: Skiptir það máli? — ljóð Myndir: Eirikur Smith Útg. Skuggsjá 1989. I þessari nýjustu Ijóðabók Árna Grétars Finnssonar eru nærri átta- tíu ljóð og fjalla um margvísleg efni. Höfundur hugleiðir lífið og tilveruna, umhverfi og náttúruna. Oft gætir angurværðar og eftirsjár eftir liðnum stundum eins og í Ijóð- inu „Æskudraumur": Innst í hjarta allir geyma æskudrauminn sinn. Þangað sækir æ og alltaf afl sitt hugur þinn. Löngum hann sem leiðarstjarna lýsir vegferð manns, fullhugans, sem friðlaus leitar síns fyrirheitna lands. Ef hann rætist, andinn finnur óskasteininn sinn. En daprist hann er dimmt í ranni og dvínar lífsviljinn. Þó svo Árni Grétar noti stuðla og höfuðstafi og einatt rím í Ijóðum sínum hefur hann ekki alls kostar vald á því formi svo að kveðandi verður nokkuð þvinguð. Hins vegar þykir mér mjög til bóta að höfund- ur freistast nánast ekki til að nota ýms orðtök og orð, gamaldags og oft uppskrúfuð, sem voru Iýti á fyrri ljóðabók hans, „Leikur að orðum“, sem hann sendi frá sér fyrir nokkr- um árum. Yfirleitt finnst mér gæta meira h'ófs í orðanotkun og ljóðin eru skýrari nú. Vangaveltur um ýmislegt smá- legt verða höfundi tilefni ljóðs, svo sem Rótarhnyðja — það var snotur smámynd. Það er misjafnt hversu Árna Grétari tekst upp þegar hann tjáir hugsanir sínar. Sumt verður við- felldið eins og til dæmis í þessu litla ljóði, Mannþekking: Hann, sem þér til synda segir, er sannur vinur þinn. Hinn, sem hljóði þunnu þegir það er hræsnarinn. Aftur á móti verður minna úr í „Neistinn" og er þó heilmikið sem hann vill sagt hafa: í okkar eðli brenndar erfðanna glæður, náðargáfur nefndar, neistinn sem ræður. Ég var þeirrar skoðunar eftir fyrri Ijóðabókina að Árni Grétar næði fram sterkari áhrifum ef hann væri ekki bundinn af höfuðstöfum og rími og þessi bók styrkir enn þá skoðun mína. Hugmyndir og yrkisefni hans er stundum ágætlega þekkilegt en stirðleiki er í mörgum ljóðunum vegna þess hann ræður ekki við að koma þeim til skila létt og leikandi. Mér finnst jákvætt að þessi ljóð — þó oft séu þau stirðleg og dálítið skrítin í laginu — eru mörg heilmikið unnin og umfram allt lofsvert að orðanotkunin er agaðri en fyrr. Myndir Éiríks Smiths eru mjög til prýði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.