Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 F y rirmenn og framkvæmdir Bókmenntir Erlendur Jónsson Gils Guðmundsson: ÞEIR SETTU SVIP Á ÖLDINAIII. 280 bls. Iðunn. Reykjavik, 1989. íslenskir athafnamenn er undir- titill þessa rits. Ritstjórinn, Gils Guðmundsson, kveður þetta bindi munu verða hið síðasta. Höfundar þess eru tólf en æviágripin sautján. Sjálfur skrifar Gils um þijá menn: Alexander Jóhannesson, Baldur Eyþórsson og Björn Kristjánsson. Allt eru það greinagóðir þættir. Stefán Júlíusson rekur lífshlaup Augusts Flygenring og Lofts Bjarnasonar og leitast við að lýsa persónum þeirra jafnt sem athöfn- um. Ásgeir Jakobsson ritar um Geir G. Zoéga og brestur ekki þekk- inguna fremur en fyrri daginn þeg- ar útgerðarsagan er á dagskrá. Bergsteinn Jónsson dregur fram meginatriðin í athafnasögu Gunn- ars Óiafsson sem lengi setti svip á mannlífið í Vestmannaeyjum og er gömlum Vestmannaeyingum í fersku minni. Lára Ágústsdóttir segir frá Haraldi Böðvarssyni, þeim mikla föður Akraness. Halldór Kristjánsson rekur sögu hugsjóna- mannsins, Hákonar Bjamasonar, sem varði langri starfsævi til að sannfæra Islendinga um að hér mætti rækta skóg og varð, þegar á allt er litið, furðumikið ágengt. Guðmundur H. Garðarsson minnist Jóns Gunnarssonar sem títt var getið í blöðum — og ekki alltaf lof- samlega — á árunum eftir stríð. Guðjón Friðriksson, sem öðru frem- ur hefur kafað ofan í sögu Reykjavíkur, skrifar um Magnús Th. S. Blöndahl, Ragnar Ólafsson og Þorstein Guðmundsson. Andrés Kristjánsson bregður upp minnis- stæðri svipmynd af Vilhjálmi Þór. Þórarinn Þórarinsson ritar um Þor- stein Jónsson er iengi var kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði. Og að Gils Guðmundsson lokum ritar Jón Guðnason um Þor- varð Þorvarðarson prentsmiðju- stjóra. Allt voru þetta heiðurs- og sóma- menn. Allir settu þeir svip á nán- asta umhverfi. Sumir urðu lands- kunnir. Fáeinir eru fyrir skömmu látnir. Því má vera afsakanlegt að sumir þáttanna skuli bera nokkurn eftirmælasvip. Svo virðist sem rit- stjórinn hafi gefið höfundunum til- tölulega fijálsar hendur. Það sem sagt er almennt um bókina á því meira við sumt, minna við annað. í sumum þáttanna er fjölyrt um athafnasvið það sem viðkomandi helgaði krafta sína. í öðnim segir meira frá manninum sjálfum. Sem heild er þetta þó athafnasaga fyrst og fremst, minna hrein persónu- saga. Sumir þessara manna drógust með óbeinum hætti inn í stjórn- máladeilur og er þá getið um það án þess að sú saga sé yfirhöfuð rakin nánar. ^ Skemmtirit verður þetta varla taiið enda mun sá alls ekki hafa verið tilgangurinn. Miklu fremur má kalla þetta drög til atvinnusögu. En í bókunum þrem hafa alls birst ævágrip 54 manna. Allir lifðu menn þessir umbrot þau sem nýir atvinnu- hættir ollu með þjóðinni. Og allir \/^ TECHNICS W FYRIR WtÓNLISTARMENN SEM VILJA NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI Technics orgel sx_ EX35-EX25L-EX15L Nýjar gerðir af orgelum með fleiri sólóhljóðfær- um en áður. Taktar fyrir undirleik og bassa, undirspil er meö nýjum og bættum útfærslum. Samspil efra og neðra borðs gefur möguleika á fjölbreyttum undirleik og röddunum. Bassaleikur er nú með ýmsum valmöguleikum og trommur með upphafi, sólóum og endingum. Einnig: reverbtæki, minni fyrir hljómstillingar og takta, kristalskjár með upplýsingum um tóntegund, hljómval og takthraða og samtengingar orgelsins. Allar hljóðmyndanir í orgelunum eru gerðar með stafrænum hætti (digital) og með stereo hljóm. GREIÐSLUKJÖR Ykkur bjóðast afborgunarskilmálar til allt að 24 mánaða. Hafið samband eða komið í verslunina og kynnist tækninni. HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERÐIR ÁRMÚLI 38, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 91-32845 Nýja Technics rafmagnspianóið er með hamraverki og sama nótnaáslætti og venjulegt píanó. Technics rafmagnspianóið er með stafrænum (digital) hljóðmyndunum. Ný innbyggð hljómtækni sem gefur betri víddir í endurhljómi og tónsvörun líkt og t.d. stór hljómleikasalur eða lítil koníaksstofa. Hljómval: píanó (lítil og stór), rafmagnspíanó, harpsichord, harpa, gítar, klarinett o.m.fl. Einnig: tónval, taktmælir, innbyggð hljóðritunartæki, tenging við tölvur eða önnur hljómborð (midi), 2x30w og 2x20w stereo magnari, hátalarar. Hægt er að spila á píanóið og æfa sig með heyrnatólum. Fjölmargar innbyggðar digital hljóðmyndanir. Sambyggt er í tækinu undirleikur (bassi, trommur, alls konar hljómgrunnar) með um 80 taktafbrigðum. Ótrúlegir möguleikar á samsetn- ingu nýrra hljóöa eða tónmynda (sound creation). Innbyggö eru um 30 ólík hljóðfæri, magnari og hátalarar, midi tenging, pitch bend og geymsluforritun. Nýtt Technics hljóðfæri sem byggt er á stafræn- um (digital) hljóðmyndunum. Hver tónn er nákvæm eftirliking náttúrulegra hljóöa. Píanó- hljómurinn er bylting á rafhljóðfæri og með píanó áslætti. Aðrir hljómmöguleikar eru t.d. orgel (jazz/pípu), málmblástur, tréblástur. gítarar, harpichord, strengir. bassi (raf/kontra), clavi, vibetone, vocal ensamble, synth o.m.fl. Þetta hljóðfæri er með hljómsveitarundirleik i mörgum taktmöguleikum, samtengdum tromm- um og bassaundirleik. Innbyggöur stereo magnari og hátalarar. JAPISS AKTOI SKIPAGATA 1 - SIMI 96 25611 HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA HF Stafræna Technics píanóið Technics sx PR300 Stafrænn Technics hljóðgervill Technics orgel sx EX5L Dæmigert orgel með heföbundnum röddum, en nú með stafrænum hljóðmyndum. Fyrir hefð- bundinn orgelleik bjóðast margir raddmöguleik- ar og samhljómun ásamt tuttugu sólóröddum (hljóðfæri) í efra borði. Prjár bassaraddir, hefðbundinn orgelbassi og kontra- og rafmagns- bassar, sextán taktar fyrir undirleik. m.a. vals, swing, samba, shuffle o.fl. Innbyggöur 40w magnari og tveir hátalarar. áttu þeir þátt í að skapa það þjóð- félag sem nú er. Því er vel að minn- ingu þeirra skuli á loft haldið með þessum hætti. Hitt hefði ég kosið að heildarblær ritsins hefði mátt vera nokkni líflegri. Fjörleg frásögn getur sómt hvaða efni sem er. Að mínu viti rýrir það ekki gildi ritsins þótt áður hafi verið skráðar langar og ýtarlegar sögur af sum- um þeirra manna sem þama er fjall- að um. Hér eru það aðalatriðin, sem haldið er til haga, eða þeim þáttum atvinnusögunnar sem meginmáli skipta. Saga af íslenzkum dýrum Kaupstaðaferð dýranna heitir bók eftir Atla Vigfússon með teikningum eftir Hólmfríði Bjartmarsdóttur sem Skjaldborg hf. hefur gefið út. í kynningu útgefanda segir að þetta sé saga af íslenskum dýrum sem ákveða að fara í kaupstaðinn og gera jólainnkaupin. Stóra-Branda, Rauður risaboli, Gráskinna frænka, Kussa kvíga og Sjúsjú litii tuddi ákveða að fara til Dýrabæjar. Ferðin til Dýrabæjar verður söguleg enda lenda þau í ófærð á leiðinni. Margrét Sölvadóttir Skáldsaga eft- ir Margréti Sölvadóttur ÚT ER komin hjá Erni og Örlygi fyrsta skáldsaga Margrétar Sölva- dóttur. Sagan sem heitir Vínviður ástarinnar er íslensk ástarsaga sem gerist í Reylqavík og New York. I kynningu útgefenda segir m.a. um söguefnið: „Eiturlyf, morð og barnsrán koma við sögu, en ástin lætur líka til sín taka. Edda er ung stúlka, sálfræðingur á stóru sjúkra- húsi, sem í frístundum sínum starfar með lögreglunni. Hana dreymir um öryggi, hjónaband og börn, og eitt kvöldið kynnist hún lögreglumannin- um Birgi, en hann er kvæntur. Birg- ir er að rannsaka niál Erlu, ungrar stúlku, sem hafði fundist nær dauða en lífi eftir sjálfsmorðstilraun — eða var það kannski morðtilraun? Hilmar er ungur, einhleypur læknir á sjúkra- húsinu þar sem Edda vinnur. Erla er lögð inn á sjúkrahúsið í umsjá Hilmars, og hann verðhr ástfanginn af henni, en ekki er allt sem sýnist." Bókin Vínviður ástarinnar er prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar en bundin hjá Arnarfelli hf. Kápu gerði Nýr dagur. Heilræðabók ÚT HEFUR verið gefin bókin Regimus — horft til nýrrar aldár eftir Gunnþór Guðmundsson. í kynningu segir að þetta sé and- legt rit, örlítið safn heilræða og umhugsunarefna í dagsins önn og amstri. Bókin boðar frið öllum mönn- um, hið innra sem hið ytra. Úlfur Ragnarsson læknir ritar formála að bókinni og teiknar í hana eina mynd við hvert efni. Bókin var prentuð í Prentstofu Akraness og gefin út á kostnað höf- undar en Bókaútgáfan Reykholt sér um dreifingu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.