Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Fyrsti vatnamælingamaðurinn
Bókmenntir
Sigurjón Bjömsson
Vadd’út í. Sigurjón Rist. Vatna-
mælingamaður. Æviminningar.
Hermann Sveinbjömsson skráði.
Bókaútgáfan Skjaldborg.
Reykjavík 1989. 247 bls.
Sigutjón Rist vatnamælingamað-
ur er löngu þjóðkunnur. Einhvern-
veginn hefur maður alltaf vitað af
honum og starfi hans, þó að ekki
hafi verið nein ósköp fjallað um
hann í fjölmiðlum.
Hér segir svo Sigutjón sögu sína.
Hún er fróðleg og merk, einföld,
blátt afram, útúrdúralaus og skerpu-
leg. Ég gæti trúað að þessi einkunn-
arorð eigi sömuleiðis við um sögu-
manninn, þó að ekki geti ég stað-
fest það af eigin raun.
Sigutjón kemur úr stórum barna-
hópi norður á Akureyri. Ungur miss-
ir hann móður sína og er komið í
fóstur á sveitabæ frammi í Eyja-
firði. Þar var hann svo láhsamur að
eignast góða fósturforeldra sem ólu
hann upp sem son sinn til fullorðins
aldurs.
Eftir stúdentspróf hélt Sigutjón
ti! náms í haffræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Heimsstyijöldin
síðari batt þó skjótan endi á það
nám. Sigutjón fór’til íslands og úr
reglubundnu háskólanámi varð ekki
meira. Næstu árin dvaldist hann á
Akureyri og fékkst við sitt af hveiju,
einkum þó við bifreiðarviðgerðir. A
þessum tíma tók hann mikinn þátt
í fjalla- og öræfaferðum með Ferða-
félagi Akureyrar. Hvoru tveggja
kom sér vel þegar hann hóf störf
sem vatnamælingamaður hjá Ra-
forkumálaskrifstofunni (síðar Orku-
stofnun) árið 1947. Starfsferill hans
þar varð fjörutíu ár.
Sigutjón var fyrsti vatnamælinga-
maður landsins að aðalstarfi og þar
■hefur hann tvímælalaust unnið ákaf-
lega merkt og mikilvægt starf. Þar
hygg ég að hafi verið réttur maður
á réttum stað.
Engan sérfræðing þarf til að gera
sér grein fyrir því að góð þekking á
,;hegðun“ vatnsfalla er okkur mikil
nauðsyn og ein af hinum veigameiri
forsendum virkjana og brúargerða,
svo að ekki sé meira nefnt. I þessum
efnum var að vonum fátt vitað þég-
ar Siguijón hóf störf.
Eins og glöggt kemur fram í þess-
ÆVIOG ÁTÖK JAKANS
IHRESSILEGRIOG
STORSKEMMT11K5RIBOK
Gustmikil bók um Jakann!
HELGAFELL
SÍÐUMÚLA 29
SlMI 6-88-300
Hreinskilni og sönn frásagnargleði
Guðmundar J. Guðmundssonar
skapar bókinni Jakinn í blíðu og
stríðu sérstöðu á jólabókamarkaðnum.
Svipmikill baráttumaður með einstaka
kímnigáfu fer hér á kostum í samfylgd
Ómars Valdimarssonar blaðamanns sem
skráð hefur þessa þætti úr sögu Jakans.
Meiri styrr hefur staðið um Guðmund Joð
en flesta aðra samtímamenn. Hann hefur
staðið í fylkingarbrjósti íslenskrar verkalýðshreyfingar frá lokum seinni heims-
styrjaldarog baráttuhugurinn er enn hinn sami.
Hér gefst landsmönnum einstakt tækifæri til að kynnast þessum litrika manni,
skyggnast á bak við tjöldin og fá að heyra álit hans á mönnum og málefnum.
Hermann Sveinbjömsson
ari bók, þó að látlaus sé hún að yfir-
bragði, hefur það oft verið mikil
karlmennskuraun að gegna þessu
starfi. Til þess hefur þurft mikið
líkamlegt þrek, áræðni samfara
gætni, þrautseigju og útsjónarsemi,
auk hinnar faglegu þekkingar. Þess-
um kostum hefur Siguijón verið
gæddur.
Ekki efa ég að Siguijón hefði
gegnt hveiju því starfi með sóma
sem honum hefði verið falið. En ein-
hvern veginn finnst mér þó skína í
gegn að „vatnið" hafi átt undra stór-
an sess í huga hans alla tíð frá því
að hann var að svamla í Eyjafjarð-
ará sem ungur strákur. Faðir hans,
Lárus J. Rist, sundgarpur og sund-
kennarinn frægi, var svo sannarlega
einnig maður „vatnsins".
Bók þessi er í 52 stuttum köflum.
í fyrstu 18 köflunum segir frá æsku,
námsárum og fyrstu starfsárum þar
nyrðra. En síðan taka „vatnamæl-
ingaárin" við. Þetta er svo sannar-
lega fróðlegur og skemmtilegur lest-
ur. Hér er að finna mikinn fjölda
frásagna og atvikalýsinga af ferða-
lögum, sumum ærið hrikalegum —
og ýmiss konar uppákomum. Inná-
milli eru skarpar athuganir og hollar
ráðleggingar reynds manns. Koma
þær mörgum að gagni, sem sam-
skipti eiga við hið erf iða land okkar.
Hermann Sveinbjömsson hefur
fært þessar ævinminningar í letur
og gert það vel. Hann lætur Sigur-
Jón segja frá í fyrstu persónu og fer
vel að því. Sjálfur kemur hann ekki
við sögu fyrr en í síðasta kafla, þar
sem hann talar frá eigin bijósti.
Lokaorð hans eru þessi; „Kynning
mín af Siguijóni hafa verið bæði
einkar fróðleg og skemmtileg. Hann
er maður sem mótast af erfiðleikum
en bugaðist ekki. Hann vann úr
hveijum vanda — sigraðist á honum
eða fann sér einfaldlega nýjan far-
veg eins og fallvatnið, þegar einhver
fyrirstaða verður".
í bókinni er mesti fjöldi mynda
sem eykur gildi hennar verulega.
Mamma fer á þing
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Steinunn Jóhannesdóttir:
Mamma fer á þing.
Ljósmyndir: Ib Rahbek Clausen.
Norðurlandaráð 1989.
Það er óneitanlega gaman fyrir
íslendinga, að Norðuriandaráð fól
íslenskum rithöfundi að rita barna-
sögu, þar sem markmiðið yrði að:
„ .. . sýna börnum og unglingum
að starf stjórnmálamannsins er virð-
ingarvert starf — og til hvers það
leiðir ...“, eins og stendur í formála.
Og það er enginn viðvaningur á
ritvelli sem leitað var til.
Aðalvettvangur sögiinnar sýnist
mér vera Akranes. Kannski er það
engin tilviljun að sjómannsfjölskylda
og líf hennar er meginþáttur sögunn-
ar. Steinunn er sjálf sjómannsdóttir
og gjörþekkir það líf er hún lýsir í
sögunni. Hún var einnig baráttukona
utan heimilis og veit vel til ýmissa
innri og ytri þátta sem þá samtvinn-
ast heimilislífi. Þessi lífsreynsla
sameinuð er tvímælalaust aflvaki að
sterkum innviðum sögunnar.
Höfundur felur tæplega tólf ára
telpunni Unni að segja frá. Þótt sá
frásagnarmáti sé alltaf vandmeð-
farinn, kemst höfundur býsna vel frá
því. Fullorðinslegt viðhorf ríkir að
vísu alltaf í vitund telpunnar, og út
frá því tjáir hún sig. En tilfinninga-
leg viðbrögð hennar gagnvart átök-
um sem eðlilega verða innan fjöl-
skyldunnar við svo breyttar aðstæð-
ur eru sannferðug og oft grípandi.
Unnur á tvö systkini, Óla Kára 8
ára og Sunnu 4 ára. Faðir þeirra
er sjómaður. Móðirin er kennari.
Hún hefur boðið sig fram til Al-
þingis og nær kjöri. Undirbúningur
kosningabaráttunnar og allt til-
standið eftir að úrslitin eru kunn
róta upp í heimilislífinu. Það veldur
meifi kvíða hjá lítilli stúlku en sig-
urvíman og öll uppsprottin vinahót
megna að gleðja hana. Höfundur
gerir sér far um að flétta íslenskt
afhafna- og þjóðlíf til lands og sjáv-
ar inn í söguna.
Ferðalag fjölskyldunnar um kjör-
dæmi móðurinnar er eftirminnilegt.
Þar er höfundur sérlega laginn við
að koma þjóðarsögunni í dreifbýlinu
að.
Hvort sem börnin fara á sjó með
föðurnum eða eru viðstödd setningu
Alþingis, virðist höfundur gæta þess
ve! að barnsaugu og -hugur meðtaki
það sem gerist frásagnarvert og
þjónar tilgangi bókarinnar.
Öll fræðsla, sem móðirin veitir
Unni um störf Alþingis og stjórn-
málasöguna, ásamt því sem hún
Steinunn Jóhannesdóttir
kynnist sem þingmaður á ferðum
sínum til hinna Norðurlandanna, og
setu á þingi Norðurlandaráðs, kemur
til lesenda í hugsun og túlkun telp-
unnar. Þar leynir sér ekki náinn
skyldleiki við góðar ritgerðir og svör
við spurningum varðandi sama efni
— þar sem afburða börn eiga hlut
að máli í skólum.
Það sýnir vel inn í heim konu og
móður þegar þingkona leggur sig í
lífshættu við að komast heim seint
að kvöldi, til þess að vera hjá börnum
sínum og vinna að ýmsu, sem heimil-
ið þarfnast, áður en haldið er til
opinberra skyldustarfa að morgni.
Þótt afi og amma séu hjálpleg er
svo ótal margt _sem móðir ein getur
sagt og gert. Ég tel að niðurstaða
verði sú sem vænst er í lýsingu á
markmiði bókarinnar, að „börn ann-
ars staðar á Norðurlöndum heldur
en á íslandi, ættu með lestri bókar-
innar að verða nokkurs vísari um
ísland, Aþingi og norrænt sam-
starf.“ (Æ, leiðindaprentvilla í svo
mikilvægu orð!)
Margar ljósmyndir prýða bókina.
Frá mínu sjónarmiði er ekki æskilegt
að persónur í svona sögu séu ákveðn-
ar þannig. Af áratuga reynslu í
kennslu barna og unglinga hefi ég
fundið það að sögur standa nær
þeim þegar myndskreytingar vísa
ekki til neinna sérstakra persóna.
Teikningar auðga ímyndunarafl
þeirra og þau smjúga — ef svo má
að orði komast — gegnum myndirn-
ar inn í atburðarás sögunnar og leita
þar viðburða og atvika, sem einnig
fela í sér þeirra eigin reynslu. Sagan
og sögupersónur verða þá eins konar
hluti af þeirra eigin vitund meðan
þau eru á valdi frásagnarinnar.
Þessi nánd næst mun síður þegar
ljósmyndir eru af sögupersónum —
þær þannig ákveðnar fyrirfram. Þá
er hætt við að þessir lesendur sjái
allt fyrir sér sem dálítið óviðkom-
andi og innlifun verður því takmörk-
uð.