Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 27 Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Sagnaþulur: Njörður P. Njarðvík Myndir: Gunnar Karlsson Prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn „Púkablístran og fleiri sögur af Sæmundi fróða er fyrsta bókin í nýjum flokki sem hlotið hefur heitið Sagnasjóður íslenskra barna og á að gegna því mikilvæga hlutverki að flytja börnum sígilt og vandað lestrarefni við þeirra hæfi.“ Svo segir á bókarkápu, og var það fyrsta er vakti fögnuð minn, er ég tók þessa bók í hendur. Hversu oft hefi ég ekki hvatt ungt fólk, sem vill auka orðaforða sinn og tilfinningu fyrir hljómfalli íslenzkrar tungu, til að taka sér í hendur þjóðsögurnar, lesa þær og lær? Sumir hafa haft nennu til, orðið æ síðan þakklátir, aðrir ekki, verið hræddir við að ég væri að benda á eitthvað sem lífinu kæmi ekki lengur við. Satt er það, margt brotið úr gömlum sögnum, sem kynnt er í skólum, styður þá skoðun, því miður. Því hafa færri reynt en ég vildi. Forráðamenn Ið- unnar eru auðsjáanlega sömu skoð- unar og ég, að hollt er ungum að kynnast gullsjóði íslenzkrar tungu. Og þessi frábæra bók sannar mér, að þeir kunna ráð til að færa klið liðinna alda að eyrum æskunnar í dag. Þeir fá listrænan sagnaþul til þess að verma sögurnar við hjarta sér og segja okkur þær svo á ný. Nota því sömu aðferð og gengnar kynslóðir beittu. í þessari fyrstu bók er haldið langt aftur í aldir, allt til Sæmund- ar fróða Sigfússonar (dáinn 1133) í Odda. Slíkur var lærdómur hans, kunnátta bæði í orði og verki, að fólk ekki aðeins laut honum sem höfðingja og presti, heldur leitaði, í fáfræði sinni, skýringa á mætti þessa sérstæða manns, komst að þeirri furðulegu niðurstöðu, að að- eins við fótskör myrkrahöfðingjans væri slíka þekking að finna. Það þóttist vita það líka, fólkið, að gjald- ið við vizkubrunninn væri sál nem- ans ein. Stundum verður læri- sveinninn meistaranum meiri, því fékk Kölski að kynnast hjá Sæ- mundi. Fólk kunni af því margar sagnir, hvernig sveitungi þeirra hinn fróði, dró gráðugan myrkra- höfðingjann á asnaeymnum, lofaði fögm, er hann ginnti til verka, en galt alltaf með fláttskap, komst þannig hjá verkalaunum. Eins hjálpaði hann öðrum til slíkra við- skipta. Njörður segir hér 12 sagna sem urðu til á vömm þjóðar af þessum bellibrögðum. Það gerir hann meist- aralega vel, málið ljúft og fagurt, myndrænt lokkar það til nánari kynna. Það var tilgangurinn, og vel hefir því til tekizt. Eg hirði ekki um að rekja sögurnar, það væri svik við lesandann. Gaman hefði verið að sjá formála að slíkri bók, sjá skýringar Njarðar á því, hví Sæmundur týndist í út- löndum svo lengi. Hvar var hann? Hvar fann Jón Ógmundsson, síðar biskup, þennan frænda sinn, er hann lokkaði hann með sér heim? Eins hvað veldur, að öll ný þekk- ing, er talin frá Kölska komin, ekki aðeins aftur í öldum, heldur enn? Kannske er ætlunin, að skýringar við Sagnasjóðinn komi allar á einni bók síðar. Slíkt yki gildi hans. Myndir Gunnars eru fullar af dulúð, unnar í lotning fyrir efni bókar, og því að þeim mikill fengur. Allur frágangur til fyrirmyndar. Heillandi, skemmtileg bók, sem ætti að komast í hendur sem flestra unglinga. Kannske gætu skólar komið hér að liði? Það væri við hæfi á ári helguðu íslenzkri tungu. Hafi þeir er að unnu heila þökk fyrir. Einar Kárason ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Innan garðs sem hef- ur að geyma ljósmyndir Þórarins Oskars Þórarinssonar með texta eftir Einar Kárason. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni eru ljósmyndir úr undir- djúpum mannlífsins, í Reykjavík, Danmörku og Bandaríkjunum. Þór- arinn hefur lag á því að láta eina mynd segja langa og dramatíska sögu, og þótt myndir hans virðist Þórarinn Óskar Þórarinsson miskunnarlausar og naprar leynir sér ekki næmi höfundar fyrir hinu átak- anlega í fari manneskjunnar. Þórar- inn beinir linsum sínúm að ýmsum þeim hliðum þjóðlífsins sem sjaldan eru gerð skil og eiga eftir að koma mörgum á óvart. Þetta er óvenjuleg og afhjúpandi bók sem fær lesandann til að sjá umhverfi sitt í nýju ljósi. Bókin er 69 blaðsíður í stóru broti. Auglýsingastofan Næst sá um útlit. Prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Lj ósmyndabók Álitlegur kostur til að lækka tekju- og eignaskatt Kaup á hlutabréfum í traustum fyrirtækjum er mjög álitlegur kostur fyrir þá sem vilja umtals- verða skattalækkun, efla íslenskt atvinnulíf og fjárfesta á öruggan hátt. Umtalsverð skattfríðindi Hlutabréf að nafnverði allt að 1.080.000 kr. eru undanþegin eignaskatti. Þessi upphæð er 2.160.000 kr. hjá hjónum. Tekjuskattur hjóna lækkar allt að 75.000 kr. Ef hlutabréf eru keypt fyrir áramót lækkar tekju- skattstofninn um þá upphæð sem keypt er fyrir ailt að 100.000 kr. hjá einstaklingi og 200.000 kr. hjá hjónum. Arður allt að 10% af nafnverði, hæst 108.000 kr. eða 216.000 hjá hjónum, mun verða skattfrjáls. Vænleg fjárfesting Til að hlutabréfaeigendur njóti þessara fríðinda þurfa viðkomandi fyrirtæki að uppfylla ákveðin skilyrði ríkisskattstjóra. Hjá Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins liggur frammi skrá um hvaða fyrirtæki það eru. í þessum hópi eru traust fyrirtæki á borð við Verslunarbankann, Iðnaðarbankann, Flugleiðir, Eimskip, Tolivörugeymsluna, Hampiðjuna o.fl. Efiing atvinnulífs Um leið og þú bætir eigin afkomu með hlutabréfa- kaupum tryggir þú að fjármunir þínir efli ísienskt atvinnulíf og renni þannig styrkari stoðum undir afkomu komandi kynslóða. Þannig virka hlutabréfakaupin: Hjón sem kaupa hlutabréf fyrir 200.000 kr. fyrir áramót fá endurgreiddar rúmar 70.000 kr. frá skattinum á næsta ári. Auk þess eru hlutabréfin eignaskattsfrjáls að vissri fjárhæð, og arðgreiðslur að vissu marki tekjuskattsfrjálsar. Höfum til sölu hlutabréf í eftirtöldum fyrirtækjum: EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS HAMPIÐJAN IÐNAÐARBANKINN OLÍUFÉLAGIÐ ÚT GERÐ ARFÉLAG AKUREYRINGA TOLLVÖRUGEYMSLAN ATH: Upphæðirnar hér að framan eru samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi frá Alþingi. VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF Hafnarstræti 7 28566 Kringlunni 689700 Akureyri 25000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.