Morgunblaðið - 15.12.1989, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
Myndlist o g kirkja
I tileftii af sýningu nemenda Myndlista- og handíðaskóla
Islands í Seltjarnarneskirkju
eftir Gunnar
Krisijánsson
í tilefni af hálfrar aldar afmæli
Myndlista- og handíðaskóla íslands
efna nemendur hans til sýningar í
Seltjarnarneskirkju og hefst hún
laugardaginn 16. desember. Hér er
um að ræða sýningu á verkum nem-
enda sem tekið hafa þátt í samstarfs-
verkefni skólans og Þjóðkirkjunnar.
Það var skólastjórinn sem hrinti
þessu verkefni af stað með því að
óska eftir samstarfi við kirkjuráð
sem brást vel við þeirri beiðni. Verk-
efnið fólst í því að nemendur spreyttu
sig á því að búa eina nútímakirkju
þeim gripum og listaverkum sem
helst koma til greina innan veggja
hennar. Sýningin er lokaþátturinn.
Hún hlýtur að vekja til umhugsunar
um myndlist og kirkju í nútímanum
enda var það einn tilgangur verkefn-
isins að vekja slíkar hugsanir.
Það er alkunna að listin á Vestur-
löndum þróaðist ekki hvað síst innan
veggja kirkjunnar — en síðar jafn-
framt á vegum konunga, aðais og
efnaðra borgara.
Afstaða siðbótarmanna til mynd-
listar var margbrotin. Viðhorf þeirra
til hinna ýmsu listgreina hafði veru-
leg áhrif hér á landi eins og að líkum
lætur. Lúther var mikill listanna vin-
ur og vildi veg myndlistar sem mest-
an — einnig innan kirkjunnar. Innan
kirkjunnar hafði listin þó í hans aug-
um því hlutverki að gegna sem hún
hafði haft um aldir: að vera „biblía
hinna ólæsu“ og því í vissum skiln-
ingi kirkjunni — og auðvitað ekki
síður allri alþýðu manna — til þjón-
ustu.
Sumir litu hins vegar svo á að list-
in jiefði misnotað kirkjuna, það hefði
í raun verið kirkjan sem alla tíð hefði
Gunnar Kristjánsson
verið í þjónustu listarinnar en ekki
öfugt! Kalvínistarnir höfnuðu mynd-
list í kirkjum sínum og einnig tón-
list. Guðs orð eitt átti heima í kirkj-
REGÍNA
indislegt viðtal - óboi
i réttaklausur - kona sc
alltflakka.
pegarvjppers
Áríðandiskitaboð BSRB^
■1 samferðarmanna - u\
A VÆNGJUM VITUNDAR
Landsfrægt sálarrannsóknafólk -
mikilvægar spurningar
mikilvæg svör.
ERLING PEDERSEN
Lifið er lukkuspil
DRAUMAR
Alit, sem okkur vantarj
um drauma oe
íminningubinnarnýlátnu
drottningarbvrtatjaldsm
ábrifamikil ævisaga.
leonard
COHEN
BlA
fibrilði
LIFIÐ ER LUKKUSPIL
Skáldsaga handa ungu, hressu
fólki á bílprófsaldrinum - gagn-
leg bók.
PRENTHÚSID
u wotrar falla
skáHcndUrLSfól,kSÍnSVa,dÍ>e
skaJdsogu handa íslenskum 1,
endum.
REYKHOLT
FAXAFENI 12 - SÍMI 678833
„Það er mikilvægt fyrir
kirkjuna að gera sér
grein fyrir því að vaxt-
arbroddur tímans er oft
þar sem skapandi list
er iðkuð.“
unni að þeirra mati. En hins vegar
efldu þeir myndlist og tónlist utan
kirkjunnar. Ulrich Zwingli, sem var
nánasti samstarfsmaður Kalvíns, lék
t.d.á sjö hljóðfæri heima hjá sér og
átti málverkasafn þar sem m.a. var
að finna verk eftir þekkta meistara
endurreisnartímans. Það má til sanns
vegar færa að hvergi hafi verið bet-
ur búið að listamönnum en í löndum
mótmælenda (t.d. á Niðurlöndum)
þrátt fyrir allt.
Innan kirkjunnar eiga allar grein-
ar iista heima nú sem fyrr._ Og þar
kemur til kasta listamanna. I stórum
nútímakirkjum eru þessi verkefni
ólíkt meiri að vöxtum og vandmeð-
farnari en í litlu sveitakirkjunum.
Vitaskuld getur söfnuður keypt bún-
að sinn að verulegu leyti eftir erlend-
um verðlistum: skrúða, kaleika,
patínur, krossa; einnig steint gler og
raunar allt sem hann telur sig þurfa
af búnaði. Hinn kosturinn er þó ólíkt
betri að söfnuðurinn leiti til inn-
lendra listamanna. Þar bíða þeirra
ærin verkefni.
Kirkjan er ekki lengur meginvett-
vangur skapandi listiðkunar eins og
fyrr á tímum. Sú tíð er löngu liðin.
í tónlistinni hefur tónleikahúsið leyst
hana af hólmi í því efni, í myndlist-
inni listasafnið. Fjarri fer því þó, að
ekki megi benda á sæg undantekn-
inga og sýna þannig fram á að skap-
andi listamenn geti starfað innan
kirkjunnar. Og finni oft hvergi betri
hljómgrunn þar en einmitt fyrir
framsækna list. Oft einmitt þar ekki
síður en meðal þeirra „safnaða" sem
hafa lagt undir sig listmarkaðinn.
Hvað samstarf við þá listamenn
sem helga sig ftjálsri listsköpun og
vilja lítt við nytjagripi eiga gildir
öðru máli. Þar vill kirkjan samtal.
Það er mikilvægt fyrir kirkjuna að
gera sér grein fyrir því að vaxtar-
broddur tímans er oft þar sem skap-
andi list er iðkuð. Hinn „spámann-
legi“ listamaður er oft utangarðs í
samfélaginu. Sagan sýnir að það er
kirkjunni síst til góðs og þaðan af
síður í samræmi við boðskap hennar
að loka eyrum fyrir slíkri list.
Listamaðurinn er ekki óskeikull
frekar en aðrir. Sagan sýnir að vind-
ar tímans geta hrakið margan af
leið: pólitískt vald, tískusveiflur með-
al auðugra kaupenda: og hvers konar
húsbóndi er markaðurinn nú á
tímum? Listin getur auðvitað ekki
þrifist í tómarúmi og síst af öllu var
það viðhorf þeirra sem mótuðu nút-
ímalisthugsun í upphafi þessarar ald-
ar (Kandinsky o.fl.) aðJistinni kæmi
líf mannsins ekki við. Þvert á móti.
Um það snýst listin.
Listin er eins og trúin einn háttur
sem maðurinn hefur á til þess að
bjóða birginn þeim háska sem að lífi
hans stafar á hvetjum tíma. Og trú-
in er einn þeirra punkta þar sem list
og kirkja mætast. Trú þá ekki skilin
í þröngri merkingu ákveðinnar trúar-
játningar. Heldur er hugtakið trú hér
skilið sem sá þáttur í mannlegri til-
vist þar sem óaflátlega er tekist á
við það sem mestu skiptir í lífi
mannsins öllu: merkingu þess og
innihald.
Trúverðug viðureign af því tagi
kalla list og Kirkju til samskipta,
náinna eða fjarlægra, á ólíkum for-
sendum ef- svo ber undir. Stundum
— það fer eftir listamanninum sjálf-
um — þó á sömu forsendum, sama
lífsviðhorfi og sömu sannfæringu.
Það er hlutverk kirkjunnar ekki
síður en annarra að standa vörð um
frelsi listarinnar — og einnig hagur
hennar. Því að það er einmitt þannig
list, sem er myndug, óháð aðskiljan-
legum öflum samfélagsins og þess
vegna sönn, sem er einhvers megnug
á ruglingslegum tímum.
Listamaðurinn sem fæst við slíka
hluti þarfnast ekki endilega kirkjunn-
ar — kirkjan hefur einnig oft talið
sig geta verið án listamannsins. Hitt
er þó báðum ólíkt farsælla að vera
í kallfæri sín á milli í sameiginlegri.
vörn gegn lífsháskanum.
Höfundur er prestur A
Reynivöllum íKjós.