Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 36
s esci aaaMagaa .?.r auoAauTsöa cnoAjaviuoaoM 36 ~-------------------------------M0R6tíNfitA£>IÐ-P0STUBAGURrU5r DESEMBEft T98& Hong Kong: Flóttamenn mólniæla nauðungarflutningum Breska ríkisstjórnin sætir vaxandi þrýstingi Hong Kong. Reuter. ÞING Evrópúbandalágsins fordæmdi í gær þá ákvörðun ríkisstjórnar Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, að láta flytja 51 Víet- nama nauðungarflutningum frá Hong Kong aftur til landsins sem þeir höfðu flúið. Þúsundir Víetnama sem hafast við í flóttamannabúðum í Hong Kong mótmæltu stefhu þessari í gær annan daginn í röð og fregn- ir hermdu að einna þeirra hefði reynt að svipta sig lífi. Bretar hyggj- ast flytja 40.000 Víetnama frá Hong Kong aftur til síns heima. Sú ákvörðun bresku ríkisstjómar- innar að flytja Víetnamana frá Hong Kong í skjóli myrkurs hefur verið fordæmd víða um heim og skapað spennu í samskiptum Bretlands og Bandaríkjanna. I gær sammþykktu 85 af 518 fulltrúum á þingi Evrópu- bandalagsins sams konar yfirlýsingu þar sem breska ríkisstjórnin var hvött til þess að hætta nauðungar- flutningunum. Fimm þingmenn ski- luðu auðu, 12 voru á móti en aðrir Bandaríkjaþing: Nefiid kannar úran- viðskipti við Rúmeníu Washington. Daily Telegraph. NEFND á vegum öldungadeild- ar Bandaríkjaþings skýrði frá því á þriðjudag að hún hygðist kanna nánar áform um að selja Rúmenum úran til nota við vísindarannsóknir. Slík við- skipti hafa farið fram árum sam- an en margir telja að ástandið í Rúmeniu og Austur-Evrópu valdi því að ekki sé veijandi að gera stalínistastjóra Rúmeníu ef til vill kleift að framleiða kjamorkuvopn. ig er tekið fram að fyllsta öryggis verði gætt við flutningana ef til þeirra komi. tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Breska stjórnin ákvað fyiT í vikunni að fresta frekari brottrekstri Víet- namanna og mæltust þingmenn EB til þess að Bandaríkjamenn aðstoð- uðu við að finna fólkinu nýjan sama- stað. Þúsundir Víetnama, sem hafast við í flóttamannabúðunum í Hong Kong, efndu til friðsamlegra mót- mæla í gær. Fólkið hrópaði í kór: „Nauðungarflutningar eru ómannúð- legir“ og lýsti yfir því að fyrr myndi það deyja en að snúa aftur til Víet- nam. Verðir björguðu með naumind- um lífi manns sem reynt hafði að hengja sig í búðunum en yfirvöld kváðust ekki vita hvort sjálfsmorð- tilraunin tengdist beinlínis nauðung- arflutningunum. Yfirvöld hafa reynt að koma á fréttabanni frá búðunum og uppskorið ásakanir um pukur og ieyndarhyggju bæði í Hong Kong og erlendis. Um 57.000 Víetnamar eru í Hong Kong en af þeim falla aðeins um 13.000 undir flóttamannaskilgrein- ingu Sameinuðu þjóðanna. Flóttamenn firá Víetnam mótmæla nauðungarflutningunum í Sham Sui Po-búðunum í Hong Kong í gær. A borðanum sem fólkið heldur á segir: „Yfirvöld í Hong Kong myrtu 51 víetnamskan flóttamann". Sljórnarandstæðingar í A-Þýskalandi: Áætlun kynnt um sam- Embættismenn í þinginu segja að þingmannanefnd undir forystu Johns Glenns muni reyna að fá úr því skorið hvort úranið sé bráð- nauðsynlegt til að hægt sé að starfrækja Triga-kjamakljúfinn i Rúmeníu. Þar eru m.a. framleiddir ísotópar sem notaðir eru við lækn- isfræðirannsóknir. Ríkisstjórn Ronalds Reagans samþykkti við- skiptin en úranið er þó enn í Oak Ridge í Tennessee þar eð Rúmen- um tókst ekki að sannfæra bandarisk yfirvöld um að þeir gætu flutt efnið með öruggum hætti yfir hafið til Evrópu. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að útflutningurinn hafi upp- fyllt öll skilyrði bandarískra laga um sölu á kjamorkueldsneyti; Rúmenar hafi heitið því að engar sprengjur yrðu framleiddar. Einn- emmgii þýsku ríkjaima V-Þjóðverjar ft*esta staðfestingu landamærasamnings Austur-Berlín. Reuter. Stjórnarandstöðusamtökin „Lýðræði strax“ lögðu í gær fram áætlun um sameiningu þýsku ríkjanna. Eru þetta lyrstu formlegu tillögurnar frá Austur-Þjóðverjum um sameiningu. Þar eru einnig hugmyndir um þær breytingar sem þyrlti að gera í Vestur-Þýskalandi. Hingað til hefur hin skipulagða stjórnarandstaða hafnað sameiningu við Vestur- Þýskaland. Stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi ákváðu í gær að fresta undir- ritun samnings við fjögur nágrannaríki um aJhám vegabréfaskoðunar og eftirlits á landamærum á þeim forsendum að ekki væri tryggt að samningurinn tæki ennfremur til Austur-Þjóðveija. Áætlun stjórnarandstöðunnar er í þremur liðum. Fyrst myndu Vestur- Þjóðveijar hjálpa Austur-Þjóðveijum við efnahagslegar umbætur og á sviði umhverfisvemdar sem myndu Ieiða til markaðshagkerfis, fijálsra kosninga og lýðræðis. Greidd yrðu atkvæði um nýja stjórnarskrá þar sem kveðið yrði á um einingu þýsku þjóðarinnar. I Vestur-Þýskalandi yrðu gerðar umbætur sem leiddu til aukins fé- Richard von Weizsacker, forseti V-Þýskalands: Þýsku ríkin tvö vaxi saman í eitt RICHARD von Weizsacker, forseti Vestur-Þýskalands, hvatti Austur-Þjóðveija til rósemi og varaði þá við óðagoti á yflrstand- andi umbrotatímum í viðtali við austur-þýska sjónvarpið í fyrra- kvöld. Hann sagði að ekki mætti ganga milli bols og höftiðs á öllum þeim sem gert hefðu mistök í liðinni tíð og hvatti til þess að farið yrði hægt í sakirnar við sameiningu þýsku ríkjanna. „Ég tel að hjá ykkur hafi menn barist fyrir frelsi af miklu hug- rekki með háleitum hugsjónum og friðsamlegum aðferðum og þannig hafi árangur náðst. Það þýðir hirts vegar ekki að þið séuð að öllu leyti undir lýðræðislega samkeppni búin eða þau skref sem þarf að stíga í átt til að unnt sé að innleiða efnahagslegar umbæt- ur. Þetta krefst þolinmæði. Okkur verður einnig að lærast að þið þurfið tíma. Hvernig mætti annað vera? .. Auðvitað eru menn mjög miður sín og reiðir yfir misbeit- ingu valds og spillingu og til þess er réttarríkið, að refsa fyrir slíkt, en ekki réttlætistilfinning hvers og-eins eða hefndarþorstinn sem ekki leiðir til neins. Þar fyrir utan er sú stétt manna sem þörf er á tii að byggja upp lýðræði ekki rrijög stór. Það má ekki ganga milli bols og höfuðs á því fólki sem fyrir hendi er. Maður þarf líka á því fólki að halda sem hefur gert mistök. Mér hafa orðið á mistök eins og öllum öðrum . . Það eru fleiri en hetjurnar færir um að móta framtíðina." Síðar í viðtalinu var von Weiz- sácker spurður um álit sitt á sam-’ einingu þýsku ríkjanna. „Mín af- staða er þessi: Við erum ein þjóð Richard von Weizsacker. og það sem heyrir saman mun vaxa saman. En hlutarnir tveir verða einmitt að vaxa saman. Ekki má gera tilraun til að þvinga þá í eitt mót. Við megum ekki rasa um ráð fram. Ef við ætlum að vaxa saman í eitt þá verður það úr þeirri stöðu sem við erum nú í; nefnilega tvö ríki einnar þjóð- ar.“ lagslegs réttlætis, minna atvinnu- leysis og meiri ábyrgðar í neyslu og framleiðslu gagnvart umhverfinu. í öðru lagi myndu bæði ríkin ger- ast aðilar að Evrópubandalaginu og Comecon, efnahagsbandalagi ríkja Austur-Evrópu. Er þá gert ráð fyrir því að allir íbúar hins nýja Þýska- lands hefðu tvöfaldan ríkisborgara- rétt. Lokastig áætlunarinnar kveður hins vegar á um afvopnun Þýska- lands og brottflutning erlends her- afla. Vestur-þýsk stjómvöld frestuðu í gær staðfestingu Schengen-samn- ingsins svonefnda sem m.a. kveður á um óheft ferðalög fólks innbyrðis milli Benelúx-landanna þriggja, auk Frakklands og Vestur-Þýskalands. Ráðgert hafði verið að samningurinn yrði undirritaður í dag, föstudag. Heimildarmenn í Bonn sögðu að mjög hefði verið þrýst á Helmut Kohl, kanslara V-Þýskalands, um að fresta staðfestingu samningsins þar eð ekki væri tryggt að hann tæki einnig til ferðamanna frá A-Þýskalandi. Höfðu heimildarmenn á orði að þessi ákvörðun kynni að vekja ugg meðal bandamanna V-Þjóðveija og að hún kynni að verða túlkuð á þann veg að þeir síðamefndu legðu nú höfuðá- herslu á að færa sér í nyt breyting- arnar í Austur-Evrópu í stað þess að beina kröftum sínum að samein- ingu ríkja Vestur-Evrópu á grund- velli Evrópubandalagsins. Samið í Tékkóslóvakíu: Þingið mun kjósa forseta í stað Husaks Prag. Reuter. FULLTRÚAR tékknesku andófssamtakanna Borgaravettvangs og kommúnista náðu í gær samkomulagi um að þing landsins skuli kjósa nýjan forseta í stað harðlínumannsins Gustavs Husaks. Þingflokkur kommúnista hafði borið fram þá tillögu að forseti yrði þjóðlyörinn en féll frá henni. Samþykkt var einnig að veittur yrði frekari frestur en gert er ráð fyrir samkvæmt lögum til að velja forseta svo að ráðrúm gæfist til að tilneftia nýja þingmenn í stað þeirra harðlínumanna sem verst eru þokkaðir. Nýr utanríkisráðherra landsins, Jiri Dienstbier, segir að Tékkar æski þess að sameining þýsku ríkjanna tveggja verði hluti af sameiningar- þróun í Evrópu allri. Jafnframt segir ráðherrann þó að ekki sé hægt að neita nokkurri þjóð um sjálfsákvörð- unarrétt til langframa. Að sögn Di- enstbiers, sem sat árum saman í fangelsi vegna andstöðu við komm- únista, mun landið ekki segja sig einhliða úr Varsjárbandalaginu eða efnahagsbandalagi kommúnist- aríkja, Comecon. Samkvæmt stjórnarskrá ríkisins mega forseti og forsætisráðherra ekki vera báðir frá sama sambands- ríki, þ.e. sé annar Tékki verður hinn að vera Slóvaki. Cestmir Cisar, sem var menntamálaráðherra í umbóta- stjórn Dubceks 1968, nýtur stuðn- ings stúdenta í forsetaembættið en líklegast er talið að leikskáldið Vac- lav Havel hreppi embættið. Hann er frambjóðandi Borgaravettvangs og rekinn er gífurlegur áróður fyrir honum í Prag og fleiri borgum. Frantisek Tomasek, hinn níræði kardínáli kaþólsku kirkjunnar í landinu, hefur lýst stuðningi við Havel.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.