Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 51
MORGÚNBLAÐÍÐ FÖSTDDAGUR 15. D'ESEMBKR 1989 51 Seljum Sambandið * eftirArna Sigurðsson Rúmlega hundrað ár eru síðan samvinnuhugsjónin fæddist fyrir norðan. Hún átti ríkan þátt í að hrinda af stað búháttabreytingum og efla hagsæld sveitanna. Um það verður ekki deilt, að upphafsmenn samvinnuhreyfingarinnar voru brautryðjendur sem færðu með sér ferskan andblæ og gengu til góðs götuna fram eftir veg um það leyti sem samvinnuhugsjónin sáði því akarni sem af spratt Sambandið. Samvinnurekstur er tímaskekkja En á meðan veröldin gekk í gegn- um tvær heimsstyrjaldir og víðtæk- ari uppstokkun efnahagsumhverfis en áður hafði gerst á jafn stuttum tíma, hefur Sambandstréð vaxið stjórnlaust og í stað þess að vera glæsitré með styrkan stofn og stóra krónu, varð úr því risavaxinn óskapnaður kræklóttra kvista sem með víðtæku rótarkerfi sogar til sín lífskraft íslensks efnahagslífs úr jarðvegi flókins sjóðakerfis og pumpar því út í lífvana kalkvisti sem ekki hafa borið lauf í langan tíma. Meiri kraftur fer í að viðhalda rótarkerfinu og illgresinu sem vemdar það, Framsóknarflokknum, en veitt er út eftir sjúku æðakerfinu til þeirra örfáu lima sem enn bera í sér gróanda. „Eina heilbrigða og raunhæfa lausnin á vanda Sambandsins er að bijóta það upp í litl- ar rekstrareiningar, gera þær að hlutafélög- um og selja þau síðan starfsfólkinu eða öðrum sem vilja kaupa.“ Vandi byggðarlaganna Kaup Landsbankans á Sam- vinnubankanum, hálfdauðum kal- kvisti Sambandsins, hefur orðið til þess að opna löngu tímabæra um- ræðu um þennan vanda Sambands- ins, vanda sem á eftir að ganga af því dauðu. Spurningin núna er að- eins hvenær það verður. Undan- farna daga hafa ýmsir talað fjálg- lega um yfirvofandi gjaldþrot Sam- bandsins, en það er ekkert grín, því gerist það, setur það mörg byggðar- lög í víðtækan vanda og þá hefur ekkert áunnist. Geysilega stór hóp- ur einstaklinga og fyrirtækja teng- ist rekstri Sambandsins; starfs- menn þess og fyrirtæki sem selja og líka kaupa af því bæði vömr og þjónustu. Gjaldþrot Sambandsins er þannig bæði óhugsandi og hreint ekki raunhæf lausn vandans. Rímorðabók eftir Eirík Rögiivaldsson IÐUNN hefur sent frá sér íslenska rímorðabók, sem Eirík- ur Rögnvaldsson hefúr tekið saman. í kynningu Iðunnar segir: „Þetta er bók sem ætluð er öllum þeim sem hafa gaman af að velta fyrir sér orðum og rími og vilja temja sér leikni í meðferð máls og kveðskap- ar. Bókin kemur sér vel fyrir alla sem hafa yndi af að setja saman vísur og fella orð saman í stuðla og rím og hún ætti einnig að koma sér vel fyrir þá sem þurfa að semja auglýsingatexta og grípandi slag- orð. Rímorðabókin skiptist í tvo hluta. í hinum fyrri er fjallað um endarím og þar má finna nær 20.000 aigeng einkvæð og tvíkvæð rímorð og orð- myndir. Síðari hlutinn sýnir innrím og skothendingar. Þar eru yfir 18.000 uppflettiorð sem nota má til að finna hundruð þúsunda rím- Eiríkur Rögnvaldsson orða, þegar dýrt skal kveðið.“ Bók- in er 270 blaðsíður. Gátuvísur eftir Sig urkarl Stefánsson SKAKPRENT heíúr gefið út Gátuvísur Sigurkarls Stefánsson- ar. Gátur Sigurkarls komu fyrst á bók 1985 og í þessu nýja safni eru 76 gátuvísur. I formála segir Guðmund- ur Arnlaugsson um gátuvísur Sigur- karls:„Gáturnar eru flestar furðu snjallar og bera vitni mikilli og fjöl- þættri þekkingu höfundar á íslenskri menningu, á þjóðlífi, atvinnuháttum og bókmenntum fyrr og nú.“ Ög Jón Hnefill Aðalsteinsson hef- ur skrifað um vísur Sigurkarls:,, Gátur Sigurkarls Stefánssonar sýna glögglega hve lifandi gátuíþróttin er enn hér á iandi. Þær gefa hugmynd umn hagleik höfundar við gátusmíð- ina, en allt kverið er með sérstöku snilldarbragði. Þá eru gátúr Sigur- karls mátulega þungar til þess að góð dægrastytting geti verið að glíma við ráðningu þeirra." Pólitísk klókindi En þau vinnubrögð og hneykslis- mál sem tengjast Sambandinu hafa hleypt illu blóði í almenning sem horfir upp á þetta allt saman ger- ast án þess að hann fái rönd við reist. Þannig komu kaup Lands- bankans á Samvinnubankanum engum á óvart, örfáum mánuðum eftir að einn aðaláhrifamaður Sam- bandsins, stjórnarformaður þess og kaupfélagsstjóri, er gerður að bankastjóra Landsbankans. Hvar í heiminum getur það gerst nema á íslandi, að slík-ur maður, einn vold- ugasti maður helsta skuldunautar stærsta viðskiptabanka landsins er settur í bankastjórarstól hans og stjórni þaðan björgunaraðgerðum eftir að allt er komið í óefni? Kannski er einn angi skýringarinn- ar fólginn í því að fari Sambandið á hausinn dregur það Landsbank- ann með sér í fallinu. En hvar er þessi maður í umræðunni? Hvorki heyrist stuna né hósti frá honum né heldur fulltrúa Alþýðuflokksins á bankastjórastóli. Pólitísk klókindi af hálfu framsóknarmanna og krata virðast ráða því að í þeirra stað er fulltrúi Sjálfstæðisflokks í banka- stjóm látinn vaða eld og eimyrju í umræðunni um kaup Landsbankans á Samvinnubankanum. Viðbrögð hans hafa verið mörgum sjálfstæð- ismanninum ógeðfelld auk þesss em þau hafa neytt formann Sjálfstæð- isflokksins til að lýsa því yfir að þessi ákvörðun væri flokksforyst- unni algerlega óviðkomandi. Hver vill kaupa? Eina heilbrigða og raunhæfa lausnin á vanda Sambandsins er að brjóta það upp í litlar rekstrar- einingar, gera þær að hlutafélögum og selja þau síðan starfsfólkinu eða öðrum sem vilja kaupa. Það sem ber að óttast er að á þessari stundu gæli ýmsir frammámenn Sam- bandsins og Framsóknar við duldar hugmyndir um að ríkið hlaupi und- ir bagga og slái erlendar lánastofn- anir um nokkurra milljarða króna langtímalán með ríkisábyrgð, til að endurskipuleggja Sambandið. En í stað þess að veita þeim fjármunum beint í hriplekar fjárhirslur Sam- bandsins ætti að setja á fót fjárfest- ingarlánasjóð sem gæfi starfs- mönnum og almenningi kost á að kaupa þær rekstrareiningnar Sam- bandsins sem enn eiga nokkra von. SIEMENS Árni Sigurðsson íslenskt efnahagslíf er mjög sveiflu- kennt þar sem velgengni fylgir því að vera ekki of stór, þar sem eigend- ur þeirra verða sjálfir að vinna hörðum höndum við flesta þætti rekstrarins og geta á grundvelli þess tekið skjótar ákvarðanir og lagað reksturinn að breyttum for- sendum. Stirðbusalegan sam- vinnu-stórrekstur skortir þann sveigjanleika og þau skjótu við- brögð sem einkennir þau rekstrar- form sem njóta velgengni jafnvel á samdráttartímum. Upp er runnin öld nýrra viðskiptahátta. Samband- ið he'.Hst úr lestinni og lagaði sig ekki að nyju.r raunveruleika — í því kristallast vanai þ?ss. Dýrkeyptur gálgafrestur Ástæða væri til bjartsýni ef sú framsýni einkenndi forystu Sam- bandsins að hún gerði sér grein fyrir því að sá tími er runninn upp að hún þarf að sníða Iífvænlega græðlinga af fúnum stofni Sam: bandsins, selja þá starfsmönnum sem gerst til þekkja með rekstur þeirra en snúa sér sjálf að öðrum verkefnum. En það sorglega er, að í marmarahöll Sambandsins inn við Kirkjusand fá þessar hugmyndir vafalítið ekki mikinn hljómgrunn. Allt bendir ti! að fimm flokka ríkis- stjórnársamsuða Steingríms Her- mannssonar sitji út kjörtímabilið og að almenningur borgi brúsann af björgunaraðgerðum sem halda Sambandinu á floti enn um stund. Sá gálgafrestur verður þjóðinni dýrkeyptur. Höfundur situr í stjóm Sambands ungra sj&lfstæðismanna. AHA! Ekki er allt sem sýnist eftir Martin Gardner Hin fræga rakaraþversögn var sett fram af Bertrand Russell. Ef rakari hefur þetta skilti í glugganum, hver rakar þá rakarann? Ef hann rakar sjálfan sig, þá er hann í hópi , þeirra manna sem raka sig sjálfir. Enskiltið | segir að hann raki aldrei neinn sem rakar j sig sjálfur. Því getur hann ekki rakað sig. ( Ef einhver annar rakar rakarann, þá er hann maður sem rakar sig ekki sjálfur. En skiltið segir að hann raki alla slíka menn. Þess ; vegna getur enginn annar rakað rakarann. Það virðist sem enginn geti rakað þennan mann! . I Bók í máli og myndum um þver- j stæðurogundarlegsannindi. Bók j um hvíta hrafna, tímaferöalanga, morðiö á Hitler 1930 og margt fleira. Bókin sem sannar að hiö ósennilega cr mjög sennilcgt. Bók fyrir hugsandi fólk, 15 ára og eldra Fæst í bókabúöum. Útgefandi: Talnakönnun hf, Síðumúla 1. Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! kaffivélar hrærivélar brauðristar vöfflujárn strokjárn handþeytarar eggjaseyðar dj úpsteikin garpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvarnir „raclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. CO Sigurkarl Stefánsson Lítið inn til okkar og skoðið vönduð tœki. Munið umboðsmenn okkar víðs vegar um landið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.