Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989 L-200 er minnsta og fullkomnasta segulbandstækið frá OLYMPUS, og kemst það fyrir í brjóstvasa. Tækið hefur raddrofa, þriggja tíma upptöku, tvo hraða og margt fl. Notað t.d. af lögreglu, ráðherrum, læknum, blaðamönnum og skólafólki. Heildsaia - smásala Einnig fáanlegar í fríhöfninni Sendum ipóstkröfu Týsgata 1 • Pósthólf 1071 • 121 Reykjavík Símar 10450 & 20610- PICTIONARY síðan koma vetrarins var alvöru- þrungin og bauð mönnum ótta. Ef heyin þrutu og sáðféð féll, dó fólk- ið líká. Það var ekki á fiskinn að treysta í verstu vetrum. Þá var erf- itt að sækja sjó og þorskurinn lagð- ist frá vegna kulda í sjónum. Og það þykir nær fullsannað að þá fór mannfjöldinn eftir sauðfjártölunni. Kemur því úr hörðustu átt að marg- ir gera sér að reglu að hnýta í sauðkindina. Þeir „væru sennilega ekki til“ hefði hennar ekki notið við. Ég hafði tal af einum spámannin- um hér og spurði hvernig veturinn yrði. Helst skildist mér að veðráttan mundi versna í febrúar og að vorið yrði kalt. Þetta var samt allt óljóst og í véfréttastíl. En nú er hér mjög skemmtilegt veður, léttskýjað og frostlítið. Vonandi er að þessi veðr- átta nái fram í febrúar. Og best væri að spádómurinn rættist ekki. — Vilhjálmur Væru sennilega ekki til ef sauð- kindarinnar hefði ekki notið við Morgunblaðið/Olafur Bemódusson Hofskirkja. Skagaströnd; Endurbyggingu Hofskirkju lokið Skagaströnd. ENDURBYGGINGU á kirkjunni á Hofi í Skagahreppi er nú lokið. Kirkjan, sem er 120 ára um þessar mundir, er elsta kirkjan í Austur Húnavatnssýslu og er hún endur- byggð í upprunalegri mynd. Þar sem kirkjan er svo gömul fór endurbyggingin fram í samvinnu við Húsfriðunardeild Þjóðminjasafnsins og hafði Hjörleifur Stefánsson, arki- tekt, umsjón með verkinu fyrir hönd safnsins. Kári Þorsteinsson annaðist framkvæmdir fyrir trésmiðjuna Borg á Sauðárkróki sem sá um endurbygg- inguna. Verkið kostaði um 2,7 millj- ónir króna en sóknarbörn Hofskirkju eru ekki nema um 60 talsins. í tilefni af því að endurbygging- unni er nú lokið var haldin guðs- þjónusta í kirkjunni 26. nóvember. Þar prédikaði séra Sigurður Guð- mundsson vígslubiskup og þjónaði fyrir aitari ásamt sóknarprestinum séra Ægi Fr. Sigurgeirssyni. Margt góðra gesta var við athöfnina, þar á meðal prófasturinn í Húnavatnspróf- astsdæmi, séra Guðni Þór Ólafsson, og fyrrverandi sóknarprestur, séra Pétur Þ. Ingjaldsson. Að lokinni messu bauð formaður sóknarnefndar, Kristján Kristjáns- son, bóndi á Steinnýjarstöðum, til kaffisamsætis á heimili sínu. Þar voru margar ræður fluttar og kirkj- unni bárust góðar gjafir í tilefni end- urbyggingarinnar. - ÓB. Iinausum, Meðallandi, 9. des. „Nú kemur kaldur vetur, ó, kom þú líka Drottinn minn.“ Svo kvað Matthías. Nú finnst okkur vetrar- koman ekki eins alvarleg og áður var. Nú eru húsin upphituð og vél- tæknin komin í stað handaflsins. Er því óvíst að menn biðji Guð sér- staklega um vernd, vegna þessara tímamóta. Sjóferðabænin lagðist niður þegar vélarnar komu í bát- — , ana. En við megum samt minnast þess, að við búum við heimskauts- bauginn og það mun þurfa að nálg- ast suðurskautið til að finna meira illviðrasvæði. Vetrarveðráttan hér hefur ætíð tekið sinn toll í mannslíf- um og gerir enn. Sálmur þjóð- skáldsins fellur því seint úr gildi. Stutt sumar Sumarið kom mjög seint, um mánaðamótin júní-júlí. Það máti heita að vorið kæmi ekki og áttir voru oft vestlægar. En eftir að sumarið kom, var ágæt veðrátta hér austan Mýrdalsjökuls, og hefur það varað til þessa. Óvenju lítið hefur frosið á þessu hausti og hafa verið stillur og mjög gott veður, oftast það sem af er vetri. Búskapur og ferðamál Þeir bændur sem höfðu nóg hey, fengu góða lambavigt í haust. Það þarf mikil hey í vondum vorum og aldrei meira en á sauðburði: Þeir sem þá þurfa að spara og komast illa yfir að sinna lambfénu, þurfa ekki að búast við fallegum vigtar- seðlum. Heyfengur mun vera nokkuð góður og það viðraði ágætlega á sláttinn. Eitthvað eru þó hey minni að vöxtum en verið hefur síðustu sumur. Móttaka ferðamanna er orðin ein búgreinin hér, þótt í litlum mæii sé. Það var mikið um ferðafólk hér á „milli sanda“ þetta sumar. Eftir mesta ferðamannatímann efndi Hótel Edda til tiiboðsferðar hér um sveitirnar og fékk kunnuga menn til leiðbeiningar. Skrifleg könnun leiddi í ljós, að þátttakendur voru óvenju hrifnir af ferðinni. In memoriam Fastur liður hér í tilverunni er að á hverju sumri aka rallkappar Meðallandshringinn. Sérstaklega er vegakaflinn milli Leiðvallar og Asa vinsæll og fyrst og fremst sá hluti hans sem er með ótal beygjum. Þessi vegur er frá því eftir Skaftár- elda og aðeins borin möl í og lag- fært fyrir bíla. Þarna á beygjuveg- inum sat einn rallbíllinn fastur á moldarrofi. Og svo mikil tilþrif urðu í íþróttinni, að einn heimilisköttur- jnn hér í Meðallandi varð fyrir rall- inu og dó. Spámenn Nú líður ört að 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Þetta var að nokkru leyti málamiðlun og máttu menn halda í heiðna siði ef ekki var hægt að kíkja. Seinna var þetta aftekið, að sagt er. Ekki er þó víst að þessi seinni tilskipun hafi náð fullkomlega hingað austur. Höfum við lengi verið afskekktir hérna á milli vatnanna. í Biblíunni mun vera bannað að fara með spár og fjölkyngir en það var nú samt viss- ara að reyna að spá fyrir vetri, og þótt að færi eitthvað á skjön við Ritninguna. Það er í raun og veru ekki langt T 1 j\ fONSTi í2J SMlUt | ÚTILJÓS Gerðu jólalegt í garðinum 40 ljósa keðja 80 ljósa keðja S& Tvær 40 ljósa keðjur ' er hægt að samtengja. 24 v straumbreytir f* •* • Þessar keðjur eru viðurkenndar af Rafmagnseftirliti ríkisins SÆNSK SMÍÐI Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.