Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 54
54
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
ÍTÖLSK LEÐURSÓFASETT
TLkta nautshúð í nokkrum gerðum á
frábœru kynningarverði.
Einnig nokkrar gerðir afsófaborðum.
Itölsk
borðstofusett
Leðurklœddir
stólar
Frábært verð
Opið laugardag frá kl. 10-22
og sunnudag frá kl. 10-18
••
HUSGOGN
Helluhrauni 10, Hafnarfirði, sími 65-1234.
LÁTTU EKKI
VÍ SA ÞÉR Á BROTT
eftirÓlafG. Vigfússon
„Ég sá fyrir nokkru auglýsingu
í blaði.þar sem þessi fyrirsögn er
notuð. Um er að ræða auglýsingu
frá greiðslukortafyrirtæki.þar sem
fólk er hvatt til að sýna fyrirhyggju
og sækja um greiðslukort á næsta
afgreiðslustað."
Ekki var það nú kortið sem vakti
athygli mína, né heldur að ég finni
hjá mér þörf fyrir greiðslukort.
Heldur það að auglýsingin er mynd-
skreytt; par er að ganga brott frá
þeim stað sem þau dvöldu á að því
er virtist í góðu yfirlæti. Nú voru
þau sem sagt á leið út úr þessum
aldingarði, fremur döpur á svip, en
dýrin horfa með undrun á eftir þeim
og skilja ekki neitt í neinu. Einnig
segir í textanum: að allt frá upp-
hafi mannkyns hafi það þótt synd
að þurfa að hverfa frá þegar „við“
höfum ákveðið eitthvað annað.
Þessi auglýsing minnir mig á
atburð sem varð fyrir langa löngu
og Heilög Ritning fjallar um í l.M-
ósebók, þegar Adam og Eva syndg-
uðu og var vísað úr Eden. Hvort
hugmyndin að auglýsingunni er
sótt þangað, veit ég ekki, en ef svo
er, þá mætti höfundur hennar læra
betur biblíusögumar, því hún lýsir
þeim atburði ekki rétt, eins og frá
er greint í 1. Mósebók.
Annars er það merkilegt hve það
er ríkt í huga fólks að ávöxtur trés-
ins sem etið var af hafi verið epli,
það er fjarri öllu sanni. Þótt epli
geti verið falleg þá hef ég að
minnsta kosti ekki þótt þau girnileg
til fróðleiks. Nei, það er af og frá
að epli hafi á nokkurn hátt átt sök
þar á.
Ekki var það skortur á greiðslu-
korti sem orsakaði það að Adam
og Evu var vísað brott. Þar kom
annað til, sem er miklu alvarlegra
en að geta ekki dregið upp kortið
á heppilegum tíma. Guð hafði skap-
að þeim hin bestu skilyrði í aldin-
garðinum Eden, en þrátt fyrir það
hlýðnuðust þau Satan er hann tældi
þau til óhlýðni við Guð.
Það segir svo í 1. Mósebók: „Og
Drottinn Guð bauð manninum og
sagði: „Af öllum tijám í aldingarð-
inum máttu eta eftir vild, en af
skilningstrénu góðs og ills mátt þú
ekki eta, því að jafnskjótt og þú
etur af því, skalt þú vissulega
deyja.“ 2. kap.16.v_ „Höggormurinn
var slægari en öll önnur dýr merk-
ur- innar, sem Drottinn Guð hafði
gjört. Og hann mælti við konuna:
„Er það satt, að Guð hafi sagt:
„Þið megið ekki eta af neinu tré í
aldingarðinum?" Þá sagði konan við
höggorminn: „Af ávöxtum tijánna
í aldingarðinum megum við eta, en
af ávexti trésins.sem stendur í miðj-
um aldingarðinum, „af honum,"
sagði Guð, „megið þið ekki eta og
ekki snerta hann,ella munuð þig
deyja.“
Þessi orðaskipti urðu til þess að
efi um áreiðanleik orða Guðs varð
í hjarta okkar fyrstu foreldra. „En
er konan sá, að tréð var gott að
eta af, fagurt á að líta og girnilegt
til fróðleiks, þá tók hún af ávexti
þess og át, og hún gaf einnig manni
sínum, sem með henni var, og hann
át.“ 3. kap. Þar með var syndin
komin inn í heiminn, og afleiðing-
arnar sjáum við allt í kringum okk-
ur, hvers konar hörmungar mann-
legs lífs; styrjaldir, fátækt, hung-
ursneyð, sjúkdómar og annað böl
sem fylgt hefur mannkyninu æ
síðan. En það alvarlegasta í öllu
þessu er þó það að manninum var
vísað frá Guði. Það innilega sam-
band sem var milli Guðs og manns
var rofið, maðurinn hafði saurgast
og var því alls óhæfur til að vera
í nálægð Guðs, sem er heilagur.
Því varð maðurinn að hverfa frá
Guði. En þrátt fyrir það, að maður-
inn hefði syndgað gegn Guði með
því að óhlýðnast fyrirmælum Hans,
þá eiskaði Guð manninn jafnt eftir
sem áður, en Hann hatar syndina
sem maðurinn var nú bundinn.
Synd er allt sem stríðir gegn
boðum Guðs. Hún er ekki aðeins
eitthvað sem við gerum. Hún getur
einnig verið það sem við erum.
Hneigð okkar til hins illa, vantraust
okkar á Guði, er synd, sem gerir
okkur að syndurum. Syndin er
nokkuð sem skilur okkur frá Guði,
og veidur því að við erum ekki hæf
í nálægð Hans og okkur líður ekki
Ólafúr G. Vigfíisson
vel þar. Það er eðliseiginleiki hjá
okkur sem gerir okkur óhæf til
Guðs ríkis. Syndin býr í hjarta okk-
ar.Þess vegna er syndin svo alvar-
leg.
Þrátt fyrir þetta ástand mannsins
elskaði Guð hann. Takmark kær-
leika Guðs er að ávinna okkur aft-
ur, og því var það, að Guð sendi
son sinn í heiminn til þess að frelsa
fallið mannkyn. Það dugði ekkert
kort hvorki greiðslukort né annað
kort, ekkert sem við eigum, eða
höfðum yfir að ráða gat hjálpað
okkur til þess að eignast frið við
Guð, eða að bijóta á bak aftur vald
syndarinnar; við vorum guðvana.
Jesús sagði: „Ég er dyrnar. Sá
sem kemur inn um mig, mun frels-
ast.“ Jóh.10.9. Hann sagði einnig:
„Ég er vegurinn sannleikurinn og
lífið. Enginn kemur til föþurins,
nema fyrir mig.“ Jóh.14,6. Hér
sjáum við von okkar, lausn frá synd
og dauða.
Meginefni Ritningarinnar er, að
segja okkur frá því að Guð hafi í
Jesú Kristi átt frumkvæðið að því
að leysa okkur frá syndum okkar.
„Því að svo elskaði Guð heiminn,
að hann gaf son sinn eingetinn til
þess, að hver, sem á hann trúir,
glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“
Jóh.3,16. „Því að í honum þóknað-
ist Guði að láta alla fyllinguna búa
og að koma fyrir hann öllu í sátt
við sig.hvort heldur er það, sem er
Kœliskápur, gerð
KF-265, 200 Itr. kœlir
og 63 Itr. frystir.
NILFISK
Ryksuga með nýjum
lOOOw mótor.
EKKERT ELDHUS AN EMIDE
Brauð- og áleggshnífur.
(DeLonghi)
Örbylgjuofn og grillofn í
einum og sama ofninum.
ASKO ASEA
Þvottavél, gerð 11002.
Rétt verð kr. 54.220
JÓLATILBOÐSVERÐ
K R . 4 7.4 9 0 *
Rétt verð kr. 18.780
JOLATILBOÐSVERÐ
K R . 1 5.9 9 0 *
Rétt verð kr. 5.760
JOLATILBOÐSVERÐ
K R . 4 . 9 9 0 *
Rétt verð kr. 34.200
JOLATILBOÐSVERÐ
K R . 2 9.9 9 0 *
Rétt verð kr. 76.990
JOLATILBOÐSVERÐ
K R . 6 9 . 9 9 0 *
' uppgefið verð er staðgreiosluverð.
jFOnix
HATÚNI 6A REYKJAVIK • SÍMI 91 -24420