Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1989
HELGAFELL
SlÐUMÚLA 29
SlMI 6-88-300
yAmmmm
steinsteypu.
Lettir
meöfærilegir
viðhaldslitlir.
FTtniittuiBt tútfsiipivfiit • trrft rjömt - bæibi
STETrmtu uunrau situuli - vu
iJóhanna Kristjónsdóttir hefur einstakt lag á að leita uppi framandi fólk og
staði og leggur áherslu á að njóta ævintýra augnabliksins á hverjum stað. Hún
fékk einróma lof gagnrýnenda fyrir bók sína Fíladans og framandi fólk sem út
kom í fyrra en nú birtir hún landsmönnum ferskar og ævintýralegar ferða-
minningar frá enn fleiri furðuströndum.
í nýju bókinni Dulmál dódófuglsins fer Jóhanna á kostum og er skemmtilegri
og hressari en nokkru sinni fyrr. Lesandinn fylgir henni meðal annars til
Rúanda, Máritíus, Malawi, Kúwait, íraks og Japans og það er sama hvar hún
fer, spennandi, skondnir og óvæntir atburðir gerast nánast við hvert fótmál.
Sértu að leita að verulega skemmtilegri lesningu í jólapakkann handa einhverj-
um í fjölskyldunni, þá er þetta bókin.
Dulmál dódófuglsins - óborganlegar ferðaminningar!
DUÐ
GLINGABO
eftir Helga Jónsson.
"Skemmtilegt efni, krökkum a gelgjuskeiði hollt
til umhugsunar...bók sem unglinga mun gleöja."
Sigurður Haukur Guöjónsson, Morgunblaðinu.
1 i
78 - 62558
Símar:
Akraneskirkja
■ TÓNLEIKAR Á AKRANESI-
Kirkjukór Akraness heldur jólatón-
leika í safnaðarheimilinu Vinaminni
sunnudaginn 17. desember og hefj-
ast þeir klukkan 17. Flutt verða
aðventu- og jólalög frá ýmsum lönd-
um. Með kórnum koma fram söng-
konurnar Guðrún Ellertsdóttir,
Dröfri Gunnarsdóttir, Helga Að-
alsteinsdóttir og Unnur Arnar-
dóttir. Hljóðfæraleikarar verða
Fríða Lárusdóttir píanó, Guðjón
Magnússon 1. fiðla, Guðlaugur
Ingi Hauksson 2. fiðla, Bryndís
Bragadóttir lágfiðla, Ásdís Arn-
ardóttir knéfiðla, Ólafúr Flosason
óbó og Eðvarð Lárusson gítar.
Stjórnandi verður Einar Örn Ein-
arsson organleikari Akraheskirkju.
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ.ÞORGRfMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
vciöimannsins
Ótrúlegt en satt!
Verð aóeins kr. 2.950.- stgr'.
RADIOVIRKINN
S.10450/20610
Ríó skiptír um ham
Hljómplötur
Sveirtn Guðjónsson
ÞEGAR menn fara að nálgast
miðjan aldur grípur oft um sig
torkennilegur fíðringur, sem
brýst fram með ýmsu móti. Sum-
ir skilja við konuna sína og fá
sér aðra yngri. Sumir láta sér
nægja að skipta um hárgreiðslu
eða breyta til í klæðaburði og
enn aðrir gerast poppsöngvarar.
Á nýrri hljómplötu Ríó, „Ekki
vill það batna“, eru ískyggileg
teikn um hið síðastnefnda þar
sem poppsveitin Ríó, skipuð sex
eða sjö manns, er að ryðja sér
til rúms á knstnað gamla, góða
Ríó triósins, gleði- og þjóðlaga-
söngsveitarinnar ástsælu, sem
yljað hefúr mörgum hölum og
sprundum um hjartarætur á
undanförnum áratugum, og er
það skaði. Og þó, ef til vill er
það bara fjárans íhaldssemin í
mér eða einhver misskilin fortí-
ðardýrkun, sem fær mig til að
fella dóma með þessum hætti,
ekki síst þar sem þarna eiga í
hlut ágætir kunningjar mínir og
góðir drengir. En ég vil ekki
hræsna gagnvart þeim og þess
vegna segi ég hreint út: Ég
sakna dálítið þess hugljúfa þels,
sem jafrian fylgdi liinu eina,
sanna Ríó tríói.
Margt er þó ánægjulegt við
þessa nýju plötu. Fyrir það fyrsta
sannar hún að Gunnar Þórðarson
býr enn yfir neista tónsmiðsins og
hefur ekki glatað þeim hæfiieika
að semja góða og skemmtilega
popptónlist. í annan stað kemur
Jónas Friðrik aftur fram á sjónar-
sviðið eftir iangt hlé, með öndvegis
kveðskap í farteskinu, eins og fyrri
daginn. Hljóðfæraleikur á plötunni
er líka með miklum ágætum eins
og við er að búast þegar í hlut eiga
menn á borð við Gunnar Þórðar-
son, Gunnlaug Briem, Jon Kjell,
Eyþór Gunnarsson, Árna Scheving
og Magnús Einarsson, en sá síðast-
nefndi er nú orðinn fastur liðsmað-
ur í Ríó- poppflokknum. Á stöku
stað örlar þó fyrir ofhlöðnum hljóð-
gervla-útsetningum með yfirþyrm-
andi „brassi“, í líkingu við þann
óskajinað sem var nærri búin að
ganga frá Gunna Þórðar í þessum
bransa fyrir nokkrum árum. Sem
dæmi um þetta má nefna lagið
„Það reddast“.
En þetta er auðvitað sparðatín-
ingur. Mörg lögin eru bráð-
skemmtileg og vel flutt og vil ég
þar nefna titillagið „Ekki vill það
batna“, síðustu lögin á báðuip hlið-
um „Ástfanginn" og „Létt“, sem
bæði eru gullfalleg og vel sungin
og „Ellilaunin", sem sver sig dálí-
tið í ætt við þá tónlist sem Ríó
flutti hér á,árum áður. Niðurstaðan
er sem sagt sú, að ef menn geta
sætt sig við hamskipti Ríó, má
hafa talsverða ánægju af þessari
plötu og það skiptir jú öllu máli.
Ekið á Subaru
EKIÐ var á Subaru-bifreið á bíla-
stæði við austurgafl verslunar-
innar Fjarðarkaupa í Hafnarfirði
síðdegis á þriðjudag. Sá sem tjón-
inu olli ók á brott.
Subaru-bifreiðin, sem er ný, grá
skutbifreið, er mikið skemmd á
hægri afturhurð. Þeir sem geta
veitt upplýsingar um málið eru
beðnir um að hafa samband við
rannsóknarlögregluna í Hafnar-
firði.
Skotin!
Saga um vináttu
ncfgi Jamuuon