Morgunblaðið - 15.12.1989, Page 66
Minning:
Björgvin Bjarna-
son fv. bæjarfógeti
Fæddur 12. júlí 1915
Dáinn 10. desember 1989
Björgvin Bjarnason, fyrrverandi
bæjarstjóri og síðar bæjarfógeti og
sýslumaður, er látinn. Hann andað-
ist á Akranesi 10. des. sl.
Björgvin Bjarnason tengdist fjöl-
skyldunni, er hann giftist systur
minni, Sigurbjörgu Guðmundsdótt-
ur, fyrir hálfum fimmta áratug.
Kynni okkar urðu einstaklega góð
og leiddu til einlægrar vináttu, enda
var hann gæddur einstakrí ljúf-
mennsku og góðvild, sem rann svo
vel saman við höfðinglegt yfirbragð
hans.
Þessa eiginleika rek ég beint til
foreldra hans, Svanhildar Einars-
dóttur og Bjarna Kjartanssonar, en
þau voru Skaftfellingar og áttu fyrst
heima í Vík í Mýrdal og síðar á Siglu-
firði. Systkínin voru fjögur, Einar,
Sólveig, Kjartan og Björgvin. Einar
skipstjóri er einn á lífi. Eg kynntist
nokkuð systkinunum öllum og for-
eldrum þeirra og þar fór svo sannar-
lega saman góðvild og gjörvuleiki.
Björgvin Bjarnason stundaði
menntaskólanám sitt á Akureyri.
Síðan lá leið hans í Háskóla íslands,
þar sem hann lauk embættisprófi í
lögfræði árið 1944. Hann starfaði
við kennslu og málflutning á Siglu-
firði um skeið og þar reistu þau hjón-
in sitt fyrsta heimili. 1947 fluttu þau
til Sauðárkróks, þar sem Björgvin
gerðist bæjarstjóri hins nýstofnaða
bæjarfélags. 1958 tók hann við emb-
ætti sýslumanns í Strandasýslu og
1968 varð hann bæjarfógeti á
ísafirði og sýslumaður ísfirðinga.
Árið 1973 var hann svo skipaður
bæjarfógeti á Akranesi. Á þessum
vettvangi ávann Björgvjn sér traust
allra er kynntust honum. Ég minnist
uppbyggingarinnar á Sauðárkróki á
bæjarstjórnarárum hans og nefni
aðeins hitaveituna og skipulagningu
íþróttasvæðisins, sem hann átti svo
ríkan þátt í að staðsetja á Fiæðun-
um.
Björgvin Bjamasyni var margt til
lista lagt. Hann var víðlesinn í ljóð-
um og öðrum bókmenntum, kunni
góð skil á sögu lands og þjóðar, var
listelskur, hafði yndi af myndlist og
tónlist og söng í kórum. Hann var
félagslyndur og íþróttamaður góður
og á yngri árum keppnismaður í
knattspyrnu og handknattleik. Hann
fylgdist vel með á þeim vettvangi
og var tíður gestur á knattspyrnu-
völlum. Ég minnist þess hve gott
var að eiga leik með honum og
hvemig hann studdi okkur sem yngri
vomm og gaf okkur tækifæri í leikn-
um, sem hann hefði sjálfur getað
nýtt sér.
Ég naut leiðsagnar hans við lax-
veiðar og fór með honum í margar
laxveiðiár. Dagarnir við árnar eru
mér algjörlega ógleymanlegir af
ýmsum ástæðum, en fyrst og fremst
vegna nærgætni hans við lífríkið
allt og drengskapinn er hann sýndi
mér við veiðarnar. Ég minnist út-
reiða okkar um Gönguskörð og
Tröllabotna og víðar um gmndir
Skagafjarðar og ótalmargra annarra
stunda.
Heimsóknir mínar, konu minnar
og sonar til Sigurbjargar og Björg-
vins urðu líka margar. Ég tjáði þeim
áhyggjur mínar og gat rætt við þau
um drauma framtíðarinnar. Heimilið
var einstaklega glæsilegt, gestrisnin
frábær, hver sem í hlut átti.
Börnin þeirra þtjú, Svanhildur
Dýrleif, Anna Halla og Bjarni Guð-
mundur, bera sterkt svipmót for-
eldranna. Þau búa á Sauðárkróki,
Reykjavík og Egilsstöðum. Tengda-
börnin og barnabörnin vom Björgvin
einkar kær og hamingjustundir áttu
þau margar hjá afa og ömmu.
Björgvin Bjarnason var tengdur
fjölskyldu minni traustum böndum.
Hann var mikill vinur foreldra minna
og okkar systkinanna, maka okkar
og barnanna og lét sér einkar kært
um aldraða móður okkar. Fyrir þetta
emm við þakklát og munum ætíð
minnast hans er við heyrum góðs
manns getið.
Sigurbjörg og Björgvin vora ákaf-
lega samrýnd hjón, enda áttu þau
svo margt sameiginlegt, börnin
glæsileg og hæfíleikarík.
Veikindin urðu öllum mikið áfall.
Hann hafði nokkra fótavist flesta
daga, bar sig vel þótt sýnt væri að
hverju dró. Ég veit að það var honum
mikils virði og Sigurbjörgu og börn-
unum einnig, að hann gat verið
heima til hinsta dags og notið
umönnunar eiginkonu sinnar. Vinum
þeirra á Akranesi og annars staðar,
sem léttu sporin í veikindunum og
nú síðustu dagana, emm við afar
þakklát.
Við lok jarðvistar Björgvins
Bjarnasonar em það minningarnar
sem eftir lifa og í þessu tilfelli em
þær slíkar að engan skugga ber á.
Guð varðveiti Sigurbjörgu, börnin
þeirra öll, bróðurinn, frændfólk og
vini alla.
Ég bið Guð að gefa honum frið,
„en hinum líkn, er lifa“.
Blessuð sé_minning hans.
Árni Guðmundsson
Björgvin Bjarnason fyrrverandi
bæjarfógeti á Akranesi er látinn.
Leiðir okkar lágu saman hin síðari
ár og vil ég rita fáein þakklætis- og
kveðjuorð, nú þegar hann er lagður
til hinstu hvílu.
Er ég kom að Brunabótafélagi
íslands í júlí 1981 var Björgvin
Bjarnason þar fyrir í stjóm félags-
ins. Mér er enn í fersku minni hversu
vel Björgvin tók mér og hversu fljótt
varð með okkur hið besta samstarf
og hin dýpsta vinátta. Ég bjó áð
vináttu hans og hollráðum æ síðan,
uns yfir lauk. í langri og strangri
sjúkdómslegu sýndi Björgvin mikið
æðraleysi, rólyndi og hugrekki. Sá
þáttur mannkosta hans gleymist
engum okkar, sem þá reyndum.
Björgvin var maður íhugull og
rökfastur. Hann fór hins vegar ekki
fram með hávaða eða fyrirgangi og
hann setti jafnan fram skoðanir
sínar og vilja áreitnislaust, þótt aldr-
ei leyndi sér málefnalegur þungi og
festa. Fáa menn hef ég hitt á lífsleið-
inni, sem báru virðingu fyrir skoðun-
um annarra með jafn falslausum
hætti og Björgvin Bjarnason og
óþreytandi hlustaði hann á röksemd-
ir og útskýringar annarra á hinum
ýmsu hliðum málanna. Aldrei samt
lét hann hrekja sig af leið. Alltaf
vildi hann hafa það, sem sannara
reyndist. Hann fletti hispurslaust
öllum umbúðum burtu í leit að kjama
hvers máls og var einkar fundvís.
Hógværð hans, félagslyndi og greind
greiddi mjög götu hans í samskiptum
við aðra menn.
Maður með þessa eiginleika hlaut
að veljast til trúnaðarstarfa og
ábyrgðarstarfa í samfélaginu. Þegar
breyting var gerð á lögunum um
Bmnabótafélag íslands árið 1955
og nýstofnað fulltrúaráð þess kaus
í fyrsta skipti félaginu stjórn og
varastjórn var Björgvin Bjarnason
valinn í þann hóp. Síðan era 34 ár
og í hvert skipti síðan var Björgvin
endurkosinn í þennan hóp og um
hríð var hann formaðúr stjórnar.
Hann er raunar eini maðurinn, sem
hefur verið í þessari forustusveit
Bmnabótafélagsins óslitið frá upp-
hafi.
Björgvin hafði mikinn áhuga á
málefnum félagsins og sinnti þeim
af kostgæfni og framsýni. Hann var
vel að sér í sögu félagsins og aðdrag-
anda að stofnun þess og taldi það
kallað til þýðingarmikilla samfélags-
legra hlutverka í öndverðu. Fyrir
árið 1955 sinnti Bmnabótafélagið
einvörðungu brunatryggingum en
með lagabreytingunum á því ári fékk
félagið lögheimildir til alhliða vá-
tryggingarstarfsemi. Það var því í
stjórnartíð Björgvins, að félagið sótti
fram á öllum sviðum vátrygginga
og starfrækti í ársíok 1988 allar
greinar vátrygginga, sem tíðkaðar
em á íslandi. Hann var mjög áhuga-
samur um stofnun BÍ Líftrygginga
gt. árið 1985 og einnig um stofnun
Vátryggingafélags íslands hf. á
þessu ári, enda stjórnarmaður í þeim
félögum báðum til dánardægurs.
Ég hlýt því á þessari stundu að
færa fram þakkir Brunabótafélags
íslands, stjórnar þess og fulltrúaráðs
íyrir það fórnfúsa og farsæla starf,
sem Björgvin Bjarnason vann í þágu
félagsins á hinum langa stjórnar-
ferli sínum. Ennfremur flyt ég þakk-
ir til hans frá Vátryggingafélagi ís-
lands hf.
Björgvin Bjarnason var hlýr og
ljúfur persónuleiki og hrókur alls
fagnaðar. Hann var söngmaður mik-
ill, íþróttagarpur, hafði vísnamergð
á hraðbergi og kunriTvel að segja
sögur. Jafnframt var hann kurteis
maður með afbrigðum og samúðar-
fullur, þegar það átti við, og lá ekki
á liði sínu, ef hann gat leyst vanda
einhvers. Það var unun að vera sam-
ferða slíkum manni, það var gott
að vera í návist hans og finna hjarta-
hlýjuna og gleðina, sem streymdi
ævinlega frá honum.
Sár harmur er nú við fráfall
Björgvins kveðinn að Sigurbjörgu
konu hans, bömum þeirra og barna-
börnum. Sigurbjörg stóð við hlið
manns síns gegnum tíðina og sóttu
þau styrk hvort í annað, en svo virt-
ist sem þau væru ætíð nýtrúlofuð.
Þó reyndi mest á Sigurbjörgu, þegar
baráttan við hinn geigvænlega sjúk-
dóm var sem grimmilegust og báðum
ljóst, að hún var vonlaus. Við sem
stóðum hjá og fundum hvílík stoð
hún var, undruðumst og dáðumst
að styrk hennar. Ég og Ragna kona
mín sendum Sigurbjörgu, börnum
hennar og barnabörnum hugheilar
samúðarkveðjur.
Ingi R. Helgason
Kveðja til bekkjar-
bróður og vinar
Fimmtán ára var ég þegar ég var
fyrst sendur að heiman til vanda-
lausra og þá í Menntaskólann á
Akureyri. Þetta var snemma árs
1933. Svo vildi til að ég hafði aldrei
setið í skóla áður, ekki einu sinni
barnaskóla, og kunni því lítt að haga
mér í þess háttar samfélagi. Ég fékk
að setjast sem óreglulegur nemandi
í annan bekk, og þó að ég kæmi
norður á miðjum vetri var mér holað
niður í heimavistinni í þeirri vistar-
vem á háalofti Norðurvistanna, sem
kölluð var „Baðstofa“, enda undir
súð á báða vegu, en þó sæmilega
rúmgóð eftir því sem þá var talið,
enda voru þarna hýstir 5-6 nemend-
ur, kannske 7 þegar flest var. Þarna
átti ég samastað þennan fyrsta hálfa
vetur í skólanum. Heimalningum,
sem ég var, leið þarna vel, og her-
bergisfélagarnir urðu allir vinir
mínir. Þrír þeirra urðu prestar: Sr.
Sigurður Kristjánsson á ísafirði, sr.
Guðmundur Helgason í Neskaup-
stað, sem voru miklu elstir okkar,
og sr. Erlendur Sigmundsson á
Seyðisfirði, síðar biskupsritari, sem
var á mínum aldri. Samt varð það
líklega Björgvin Bjarnason sem helst
varð sálusorgari minn þennan fyrsta
vetur fjarri foreldrahúsum. Hann
varð mér brátt sem traustur og
tryggur eldri bróðir.
Aðrir sem þarna áttu skemmri
vist síðari hluta þessa vetrar vom
Þorsteinn frændi minn Halldórsson,
síðar hárskeri hér syðra, og Oddur
Sigurjónsson skólastjóri í Neskaup-
stað og í Kópavogi. Oddur var einn-
ig talsvert eldri en við sem yngstir
vorum í þessum hópi, en miseldri í
skólum var þá miklu meira en nú
gerist.
Einhvern veginn tókst svo til, eins
og áður var látið í skína, að nánust
vinátta tókst með okkur Björgvin
Bjamasyni frá Siglufirði sem var
einn þessara herbergisfélaga. Hann
var tveimur ámm eldri en ég, stór-
myndarlegur maður og glæsilegur
þá þegar og íþróttamaður. Ekkert
af þessu var ég. En samt tókst með
okkur einlæg vinátta sem entist
lengi. Þegar dvöl okkar í heimavist-
inni lauk, gerðumst við herbergis-
félagar í leiguhúsnæði í nágrenni
skólans, nánar til tekið í Hrafnagils-
stræti 4 hjá Jóni Guðlaugssyni bæj-
argjaldkera á Akureyri_ og spari-
sjóðsstjóra og frú Maríu Árnadóttur,
konu hans, en sonur þeirra var Árni
Jónsson, sem var bekkjarbróðir okk-
ar um skeið, síðar amtsbókavörður
á Akureyri, bráðgáfaður maður,
skáldmæltur og listhneigður, en
heilsuveill og varð m.a. þess vegna
ekki samferða okkur til stúdents-
prófs.
Síðustu tvo vetur okkar Björgvins
í Menntaskólanum á Akureyri deild-
um við með okkur tveimur litlum
herbergjum í kjallaranum á Hrafna-
gilsstræti 4, höfðum annað fyrir
svefnherbergi en hitt fyrir „stofu“.
Við vorum ólíkir um margt. Hann
var manna samviskusamastur við
lestur, íþróttaiðkanir og aðrar
dyggðir góðra „skólaþegna", eins
og Sigurður meistari kallaði okkur,
en það var víst meira en hægt var
að segja með sanni um mig. Samt
bar aldrei skugga á vináttu okkar
Björgvins, og var sambúð okkar
þarna með öllu árekstralaus. Get ég
vart hugsað mér dagfarsprúðari
mann en Björgvin Bjarnason, og það
get ég vel játað nú á skilnaðar-
stundu, að um margt varð hann mér
til fyrirmyndar, enda að öllu vel
gerður, og vona ég að ég beri þess
enn einhver merki.
Það var ekki laust við að maður
tæki eftir því undir lok skólavistar
okkar á Akureyri að Björgvin væri
farinn að draga sig í eftir skag-
firskri heimasætu, Sigurbjörgu Guð-
mundsdóttur, sem þarna var í Akur-
eyrarskóla um þessar mundir. Það
var svo sem ekkert einsdæmi að pilt-
ar og stúlkur drægjust hvort að öðru,
en hjá þeim stóð þessi samdráttur
lífið á enda. Með þeim var hið mesta
jafnræði, og fram á síðustu ár vöktu
þau hvarvetna athygli fyrir glæsileik
og fagra framkomu.' Sigurbjörg
kveður nú 'ífsfömnaut sinn eftir
meira en 45 ára sambúð, ásamt
þremur uppkomnum börnum þeirra.
Eftir að skólavist okkar Björgvins
lauk áttum við sjaldan samleið,
bjuggum lengst af fjarri hvor öðram,
ég ýmist hér syðra eða erlendis,
hann var bæjarstjóri á .Sauðárkróki/
sýslumaður á Hólmavík og síðar á
ísafirði, loks bæjarfógeti á Akra-
nesi. Það var helst að fundum bæri
saman á stúdentsafmæium á margra
ára fresti, nú síðast á 50 ára af-
mælinu 1987.
Þó má ég ekki gleyma því, að
þeir bekkjarbræður mínir, Björgvin
og Jón Eiríksson, fyrmm skattstjóri
á Vesturlandi, gerðu mér báðir þann
sóma að heimsækja mig, ásamt kon-
um sínum, á sjötugsafmæli mínu
sama haust. Það gerðu raunar fleiri
bekkjarsystkin mín, en ekki munu
önnur hafa verið lengra að komin.
Kynni mín af Björgvin Bjarnasyni
ungum voru á þá leið, að hann hef-
ur verið mér kær alla tíð. Þá sjaldan
fundum hefur borið saman hefur
mér fundist sem ég væri að hitta
kæran bróður eftir langan aðskilnað.
En þó hefur jafnan verið eins og
ekkert hafi breyst sem máli skipti:
Við skildum hvor annan eins og fyrr,
hvort sem taiað var í góðlátlegum
stríðnistón, sem okkur var báðum
nokkuð lagið, eða í fyllstu alvöm og
trúnaði. Svipað mætti raunar segja
um fleiri af bekkjarsystkinunum sem
urðu stúdentar frá Menntaskólanum
á Akureyri 1937. Þetta var eins og
stór systkinahópur.
Kæra Sigurbjörg! Um leið og ég
þakka ykkur Björgvin ágætar og
ógleymanlegar — en alltof fáar —
samvemstundir á liðnum áratugum,
votta ég þér og þínum hjartanlega
samúð okkar hjóna á þessari skilnað-
arstundu og bið ykkur öllum Guðs
blessunar á ókominni tíð.
Jón Þórarinsson
Kveðja frá Lions-
klúbbi Akraness
í dag er gerð frá Akraneskirkju
útför Björgvins Bjarnasonar, fyrr-
verandi bæjarfógeta á Akranesi, sem
andaðist hinn 10. desember sl.
Björgvin fæddist í Vík í Mýrdal hinn
12. júlí 1915 og vora foreldrar hans
hjónin Svanhildur Einarsdóttir og
Bjarni Kjartansson, sem þá var
kaupfélagsstjóri í Vík en gerðist
síðar forstjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins á Siglufirði. Þegar
Björgvin hafði aldur til stundaði
hann nám við Menntaskólann á
Akureyri og brautskráðist þaðan
sem stúdent vorið 1937. Síðan lá
leiðin í Háskóla íslands, en þar lauk
hann kandidatsprófi í lögfræði lýð-
veldisvorið 1944. Að loknu prófi
stundaði Björgvin málflutning á Si-
glufirði og kenndi við gagnfræða-
skólann á Siglufirði til vorsins 1947,
er hann var ráðinn bæjarstjóri á
Sauðárkróki. Gegndi Björgvin starfi
bæjarstjóra til 15. febrúar 1958 er
hann var skipaður sýslumaður í
Strandasýslu. Hann var skipaður
sýslumaður í Isafjarðarsýslu og bæj-
arfógeti á ísafirði frá 1. október
1968 og loks bæjarfógeti á Akra-
nesi frá 1. október 1973, en því
embætti gegndi hann til 1. nóvem-
ber 1985.
Eins og rakið hefur verið var
starfsvettvangur Björgvins Bjarna-
sonar víður og fjölbreyttur, en þó
mest á sviði sveitarstjórnar og sýslu-
stjórnar. Honum vom og falin marg-
háttuð trúnaðarstörf á því sviði. Sem
bæjarstjóri sat hann í og stýrði störf-
um margra nefnda bæjarfélagsins.
Hann var formaður skólanefndar
Hólmavíkur 1958-1968. í yfirkjör-
stjóm Vestíjarðakjördæmis 1959-
1973. í stjóm Brunabótafélags ís-
lands frá 1961 ogformaðurDómara-
félags íslands 1972-1973.
Þegar Björgvin Bjarnason fluttist
til Akraness gerðist hann félagi í
Lionsklúbbi Akraness, en hann hafði
áður starfað í tveimur öðmm Lions-
klúbbum og hafði ríka reynslu af
klúbbstarfi.
Við félagarnir í Lionsklúbbi Akra-
ness nutum samskiptanna við Björg-
vin Bjarnason og ekki síst glæsilegr-
ar framkomu hans, prúðmennsku
og hógværðar. Hann var maður
tineke Folkers og
o;oy
0„.o, 'l ,0.. \
g&’ •p?yA.
• —•-* Jbv#í:n
;0:. '0&
fjr-b -o /y.“-. t> AS
émm
Sérhönnuðir
á fatnaði
íyfirstærðum.
Jóiafatalínan
komin.
HánA.
Sérverslun
Miðbæ
Reykjavík Sími 32347
Nafnnr.: 0684 1511