Morgunblaðið - 15.12.1989, Side 68
-68
MORGUNBMÐIÐ FÖSTUDAGUR 15, DKSKMBKU 1989
t Eiginmaður minn,
KRISTMUNDUR ANDRÉS ÞORSTEINSSON
málarameistari,
Breiðvangi 26,
Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 13. desember. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Sigurjónsdóttir.
A
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
HELGI AXELSSON,
Valdarási,
verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju laugardaginn 16. des-
ember kl. 14.00.
Sætaferðir verða farnar frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9.00.
Elisabet Vigfúsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR,
Lönguhlfð,
Seyðisfirði,
andaðist í Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar föstudaginn 8. desember sl.
Jarðarförin fer fram á Seyðisfirði laugardaginn 16. desember kl.
14.00.
Kristján Þórðarson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
{ *
t
Ástkær faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
SVEINBJÖRN KRISTINSSON,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 18. desember kl.
13.30.
Halla Ruth Sveinbjörnsdóttir, Óðinn Kristjánsson,
Björn Kristinn Sveinbjörnsson, Kristín Gunnarsdóttir,
Gísli Örn Arnarsson, Ragnheiður Jónsdóttir,
Guðlaug K. Bergmann,
Margrét Dóra Kristinsdóttir
og barnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir til.allra þeirra er sýndu hlýhug og samúð
við fráfall og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JÓHANNS ADÓLFSSONAR,
Klettahlfð 10,
Hveragerði.
Alda Dagmar Jónsdóttir,
Margrét Gyða Jóhannsdóttir.Sigurður Guðmundsson,
Elín Harpa Jóhannsdóttir, Viðar Ingvarsson,
Björn Brynjar Jóhannsson
og barnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför
RAGNHILDAR JÓNSDÓTTUR
Ijósmóður,
Analandi 3,
Reykjavík,
sem lést 25. nóvember 1989. Útför hennar fór fram 7. desember
sl. í kyrrþey að hennar ósk.
Sigurlína Mari'a Gi'sladóttir.
t
Innilegar þakkirfyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför
ELÍNAR MARGRÉTAR JÓSEPSDÓTTUR,
Droplaugarstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða.
Guðrún Jósepsdóttir,
Jón Jóhannes Jósepsson,
Málfríður Marfa Jósepsdóttir,
Kristján Benedikt Jósepsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Gestur Geirsson,
Sigurjón Árnason.
Minning:
Bjarni F. Halldórs-
son fv. skólasijóri
F. 6. mars 1922
D. 6. desember 1989
Bjarni Fertam Haildórsson steig
skyndilega yfir þröskuldinn til sælli
heirna miðvikudagsmorguninn 6.
des. sl. Sá atburður kom bæði ætt-
ingjum og vinum mjög að óvörum,
þar sem hann var enn að allra dómi
fjörmikið hraustmenni, sem menn
töldu að ætti niarga daga ólifaða við
sæmd og heiður.
Gömul kynni koma jafnan fyrst í
huga við svo sviplegt tilfinningalegt
áfall, sem dauði góðs vinar er. Kg
hygg að skólasystkinum hans, sem
nú eru orðin roskið fólk, verði hann
alltaf minnisstæður sökum mikilla
mannkosta, sem hann var gæddur
og mannlegrar hlýju í viðmóti, sem
geislaði frá þessum hraustlega skóla-
bróður strax á unglingsáruni.
Strax á fyrstu stigum skóla-
göngunnar kom skýrlega fram, að
Bjarni var fljúgandi greindur og
skarpur til náms, en minnisstæðastur
er hann gömlum vinum og félöguni
fyrir hið sívakandi glaða sinni og
óvílsemi, sem feykti hégómlegu
þrautavíli út í hafsauga. Hann át.ti
ættir að rekja til Snæfjallastrandar
og Grunnavíkur. Báðir foreldrar
hans, sæmdarhjónin Ólöf Helga Fert-
amsdóttir og Halidór Maríus Ólafs-
son voru þaðan komin, en þau flutt-
ust til ísafjarðar meðan Bjarni var í
bernsku.
Hann var elstur sjö systkina og
óblíð lífskjör þeirra tíma blésu ungu
fólki jafnan ekki miklum móð í bijóst
til langrar skólagöngu. Hægt er að
segja að Bjarni hafi brotist til
mennfa, því að hvort tveggja var,
að á þeim tíma var til þeirra hluta
enga samfélagslega hjálp að fá fyrir
efnalítið fólk og leiðin giýtt vegna
harðneskjulegrar takmörkunar að
menntaskólanámi.
Bjarni varð stúdent frá MA 1942
og cand. oecon frá HÍ 1947. Á því
ári kvæntist hann Guðrúnu Soffíu
Björnsdóttur frá Arney í Breiðafirði,
en allir kunnugir báðum vissu gjörla,
að segullinn, sem dró þau saman,
var gagnkvæm ást og uinhyggja.
Börn þeirra eru sex: Gunnar Orn
Arnarson, kerfisfræðingur (stjúpson-
ur Bjarna), Anna Ólöf, húsfreyja í
Hafnarfirði, Björn, lögreglumaður í
Njarðvík, Einar Sigurður, rafmeistari
á Akureyri, Fanney Sigurlaug, hús-
freyja í Keflavík, og Bjarni Svanur,
viðskiptafræðingur í Reykjavík. Öll
eru systkinin sérlega velkynnt fjöl-
skyldufólk.
Þegar þau hjón fluttust til Ytri-
Njarðvíkur 1949 og Bjarni réðst til
kennslustarfa vissu allir kunnugir
málum, að þar settist hámenntaður
og starfafús maður í kennarastólinn.
Veraldleg efni voru rýr, en þó voru
þau hjón allra manna auðugust af
verðmætum, sem vaxa því meir sem
af þeim er gefið. Jafnframt kennslu-
starfinu lagði hann stund á norræn
mál og uppeldisfræði við HÍ, og tutt-
ugu árum seinna notaði hann orlofs-
ár sitt til að endurlífga nytsöm fræði
við Kennaraháskólann í Kaupmanna-
höfn. Eðlileg rás þróunarinnar var
sú, að Bjarni gerðist kennari og síðar
yfirkennari við Gagnfræðaskólann í
Keflavík. 1973 tók hann við skóla-
stjórn grunnskólans í Ytri-Njarðvík,
en lét af því starfi 1983. Samhliða
skólastarfinu tók Bjarnj þátt í ýmis-
konar sveitarstjórnamálum í
Njarðvíkurhreppi, að allra dórni öll-
um til góðs. Undanfarin ár rak hann
fasteignasölu með Hilmari Péturs-
syni og var því í fullu starfi, þegar
hann kvaddi.
Margs er að sakna af fornum vin-
áttukynnum við þennan ágæta skóla-
bróður, en þá líka mikið að þakka á
þessari ótímabæru kveðjustund.
Hugheilar samúðarkveðjur sendum
við hjónin til allra vandamanna hans.
Andrés Davíðsson
Enn verður okkur stundum hugs-
að til þeirra haustdaga, þegar við
sátum fyrst saman í lítilli kjallara-
stofu í Menntaskólanum á Akur-
eyri, haustdagana 1939. Þangað
m.a. hvarflaði hugurinn sem
snöggvast, þegar við óvænt fréttum
andlát bekkjarbróður okkar og vin-
ar, Bjarna F. Halldórssonar.
Þessa haustdaga fyrir hálfri öld
bjó okkur í grun, að næstu 3 árin
ættum við eftir að þola saman súrt
og sætt, þar sem gleði eins væri
annarra gaman, ósigur eins væri
hinum hnekkir. Og svo náið reynd-
ist þetta samfélag næstu misseri.
Síðan kvöddumst við vorbjartan
dag, og þá fundum við glöggt,
hvernig þetta líf okkar „undir
skólans menntarnerki" hafði verið
skrýtið og stutt ævintýr.
Vel man ég handtak hans þá að
kvöldi 19. júní. Og við hurfum hvert
og eitt á vit nýrri reynslu. Enda
þótt við höfum síðan farið hvert
sína leið, þá höfðar dulinn máttur
þessarar sarfiveru oft og einatt til
okkar bekkjarsystkinanna á kyrr-
látum stundum.
Bjarni féll vel inn í þennan glað-
væra hóp, þar sem hver dagur
markaðist af heillandi baráttu sam-
eiginlegra viðfangsefna. Og svip-
mót hans er ómissandi í myndmál
og yfirbragð þessara daga.
Við sjáum hann fyrir okkur, bros-
ljúfan mann, ekki ýkja háan í lofti,
en þykkan undir hönd, ötulan, vask-
an og áhugasaman. Umfram allt
vissum við þó, að þar sem hann
fór, áttum við traustan og góðan
félaga, sem kunni þá list mörgum
öðrum betur að gleðjast með glöð-
um og blanda geði við samferðar-
menn.
Og við sáum út undan okkur, þó
að leiðir skildu, að honum farnaðist
vel, svo sem manndómur hans stóð
til, þar sem hann gerðist farsæll
skólamaður í Njarðvík og Keflavík
og giftusamur félagsmálamaður
suður þar. Það vissum við og fyrir,
að hann var drengur góður og hon-
um var gott að treysta. Og heilla-
drjúg urðu handtök hans í sam-
skiptum við meðborgarana eins og
ljúfmennska hans stóð til.
Þessir friðsælu desemberdagar
með ávæning af hátíð hafa minnt
okkur á það enn á ný, að allt, sem
við höfum mætur á eða okkur þyk-
ir vænt um, er fyrr en varir á hverf-
anda hveli.
Við bekkjarsystkinin sendum
Guðrúnu og fjölskyldu þeirra hjóna
hugheilar samúðarkveðjur okkar.
Bjarni Sigurðsson
Bjarni Fertram Halldórsson er
dáinn. Lokið er ævi einstaks sóma-
manns. Minningamar, sem hann
lætur eftir sig eru okkur, sem kynnt-
umst honum, ákaflega hugljúfar,
drenglyndi heiðarleiki og einstakt
vinarþel voru dyggðir, sem endur-
spegluðu líferni hans. Bjarni fæddist
á Hesteyri í Jökulfjörðum, sonur
hjónanna Halldórs Ólafssonar og
Ólafar Fertramsdóttur, sem lifir son
sinn í hárri elli. Bjarni fékk fljótt að
kynnast kröppum kjörum sinnar kyr>»
slóðar, þar sem allir er vettlingi gátu
valdið urðu að leggjast á eitt um það
að hafa í sig og á. Með eljusemi og
dugnaði, sem alla ævi einkenndi
þennan drengskaparmann, braust
hann til mennta og lauk háskóla-
prófi sem viðskiptafræðingur, þó
hans aðalstarf yrði kennsla og skóla-
stjórn. Bjarni var um árabil yfirkenn-
ari við Gagnfræðaskólann í Keflavík
og síðar skólastjóri Grunnskólans í
Njarðvík, þar til fyrir nokkrum árum,
að hann lét af starfi sem skólastjóri.
Eitt atvik frá skólaárum mínum í
Gagnfræðaskólanum rifjast oft upp
fyrir mér, en það ár var Bjarni skóla-
stjóri við skólann. Hann studdi okkur
nemendur með ráðum og dáð og lagði
mikið upp úr því að félagslíf í skólan-
um væri blómlegt, og veitti okkur
stjórnarmönnum í nemendafélagi
skólans mikið svigrúm og fijálsræði
til að auðga félagslífið. En þá sann-
aðist máltækið, að mikið vill meira.
Við héldum dansleik í trássi við
skólayfirvöld, sem var skýlaust brot
á reglum skólans. Vorum við því
kallaðir fyrir skólastjóra og vorum
mjög skelkaðir og áttum von á alvar-
legri hegningu. Refsing Bjarna í
þessu máli fellur mér seint úr minni.
„Eg hef ekki í hyggju að skammast
við ykkur með hávaða og látum, en
mig tékur það sárt, að þið, sem ég
hef sýnt mikið traust, hafið ekki
reynst þess trausts verðir, og það
væri verðugt verkefni fyrir ykkur að
rifja upp vísdóm orðanna traust og
heiðarleika." Að þeim orðum sögðum
bauð hann okkur að hverfa aftur til
kennslustofu. Ég hygg að þessi að-
ferð, að höfða til skynsemi og vilja
manna til að standa við orð sín, hafi
verið aðalsmerki hans. Aðalstarf
Bjama eftir að hann lét af skóla-
stjórn, var rekstur fasteignasölu, sem
hann átti og rak í félagi með Hilm-
ari Péturssyni í Keflavík. Samstarf
þeirra var alla tíð með eindæmum
gott og farsælt, enda byggt upp af
miklu trausti og vináttu, svo aldrei
bar þar skugga á. Bjarni starfaði
mikið að félagsmálum og sat um
skeið í hreppsnefnd Njarðvíkur, sem
fulltrúi Framsóknarflokksins. Eftir-
lifandi eiginkona hans er Guðrún
Björnsdóttir, áttu þau fimm börn
saman, auk þess gekk hann syni
hennar, er hún átti áður, í föðurstað.
Þau sjá nú á bak traustum og ástrík-
um heimilisföður, ég og fjölskylda
mín færum þeim, aldraðri móður og
barnabörnum hugheilar samúðar-
kveðjur. Megi trúin á algóðan guð
styrkja þau og hugga. Að leiðarlok-
um þakka ég forsjóninni, fyrir að
hafa eignast vináttu slíks drengskap-
armanns, sem Bjarni Halldórsson
hafði að geyma.
Far þú í friði,
friður guðs þig blessi.
Hilmar Hafsteinsson
Jarðsunginn verður í dag frá Ytri-
Njarðvíkurkirkju Bjarni F. Halldórs-
son. Hann fæddist á Hesteyri í Norð-
ur-ísafjarðarsýslu 6. mars 1922, en
ólst upp að mestu leyti á ísafirði.
Foreldrar hans voru hjónin Halldór
Maríus Olafsson, sjómaður, og Ólöf
Helga Fertramsdóttir, sem lifir nú
son sinn háöldruð, fædd 1893. Bjarni
ólst upp í foreldrahúsum ásamt stór-
um systkinahópi og þurfti snemma
að taka til hendinni eins og algengt
var í þá daga og vinna fyrir sér.
Hann var alla tíð vinnusamur og
ósérhlífinn.
Ungur að árum ákvað hann að
ganga menntaveginn eins og sagt
var og lauk hann stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1942
og viðskiptafræðingur varð hann frá
Háskóla íslands 1947.
Eftir háskólanám vann hann eitt
ár hjá Innkaupastofnun rafvirkja, en
árið 1949 flyst Bjarni til Njarðvíkur
ásamt eiginkonu sinni og elstu börn-
um þeirra og hefur þar kennslustörf,
sem átti eftir að verða hans aðal
lífsstarf.
Bjarni var kennari við Barna- og
unglingaskóla Njarðvíkur 1949-53,
kennari við Gagnfræðaskóla Kefla-
víkur 1953-73, skólastjóri 1963-64
og yfirkennari í nokkur ár, en skóla-
stjóri Grunnskóla Njarðvíkur
1973-83. Hann var góður kennari
og kunni vel að umgangast nemend-
ur sína og var þá sama á hvaða ald-
ursskeiði þeir voru og öllum þótti
þeim vænt um hann.
Á árinu 1962 byijuðum við Bjarni
að reka saman Fasteignasöluna