Morgunblaðið - 15.12.1989, Qupperneq 69
Hafnargötu 27, Keflavík. Fyrst í
mjög smáum stíl, en þetta fyrirtæki
okkar dafnaði bærilega með árunum
og höfum við rekið það saman óslitið
síðan. Samstarf okkar Bjarna á þess-
um vettvangi er því orðið langt og
náið, hefur gengið einstaklega vel
og hann átti sinn stóra þátt í því.
Ekki vil ég meina að við höfum far-
ið fremstir í flokki, hvað varðar vél-
væðingu á skrifstofu okkar, eða
glæstan búnað innanhúss, en til okk-
ar hefur sótt fólk í ríkum mæli héð-
an af Suðumesjum og viljað hafa
viðskipti og fyrir það þökkum við
nú félagarnir. Fyrir þetta langa sam-
starf vil ég nú þakka að leiðarlokum.
Skyndilegt fráfall þessa góða vinar
og velgerðarmanns að morgni dags
6. desember kom mér mjög á óvart
og í opna skjöldu, þar sem mér
fannst bæði andleg og líkamleg
heilsa hans ekki gefa slíkt til kynna.
Giaður og hress gekk hann á fund
skapara síns og ég veit að þar verð-
ur honum vel tekið.
Bjarni var mjög vel gerður maður,
sem gott var að umgangast og eiga
að vini, hann var vel gefinn, jafnlynd-
ur, þolinmóður og vinnusamur. Þess-
ir góðu eiginleikar komu honum vel
í starfi hans við fasteignasöluna.
Hann var vandvirkur við alla samn-
ingsgjörð og lagði á sig mikla vinnu
að skýra út fyrir fólki, undir hvað
væri verið að skrifa og hvaða ábyrgð
það væri að takast á hendur. Þá var
hann einstaklega þolinmóður að
jafna ágreiningsefni, sem stundum
geta komið upp við slík viðskipta-
störf og breytti þá engu hvort í það
færi skemmri eða lengri tími, sam-
komulagi vildi hann ná og langoftast
tókst honum það. Hann var einstak-
ur sáttasemjari og hafði mikla rétt-
lætiskennd.
Bjarni var félagslyndur maður,
hann sat í hreppsnefnd Njarðvíkur
árin 1968-76 fyrir Framsóknarflokk-
inn, einnig sat hann í ýmsum nefnd-
um fyrir flokkinn, m.a. í skólanefnd
og framtalsjnefnd. Formaður Fram-
sóknarfélags Keflavíkur var hann í
nokkur ár, eftir að hann flutti til
Keflavíkur, en þangað flutti hann
árið 1976. Var hann þar sem annar-
staðar góður liðsmaður. Þá var
Bjarni virkur félagi innan Oddfellow-
reglunnar.
22. febrúar 1947 kvæntist Bjarni
eftirfarandi eiginkonu sinni, Guð-
rúnu Björnsdóttur, ættaðri úr Breiða-
fjarðareyjum.
Börn þeirra hjóna eru þessi eftir
aldursröð: Gunnar Öm Amarson
(stjúpsonur Bjama), kerfisfræðing-
ur, Keflavík, Anna Olöf, húsfreyja í
Hafnarfirði, gift Jóni Erlendssyni
forstjóra, Bjöm, lögregluvarðstjóri í
Njarðvík, giftur Guðrúnu Skúladótt-
ur, matreiðslum., Einar Sigurður,
rafvirki, Akureyri, giftur Sigríði
Gísladóttur, fóstm, Fanney Sigur-
laug, húsfreyja í Keflavík, gift Þor-
valdi Ólafssyni, rafvirkja, Bjarni
Svanur, viðskiptafræðingur, Hafnar-
firði, giftur Guðrúnu Erlu Ríkharðs-
dóttur, húsfreyju.
Miklu barnaláni eiga þau hjón að
fagna og er.fjölskyldan mjög sam-
rýnd og hefur Guðrún átt sinn stóra
þátt í því. Allur heimilisbragur að
Háteig 7, Keflavík, er tii mikillar
fyrirmyndar og þar em allir velkomn-
ir, þar skapaði Guðrún eiginmanni
sínum þann griðastað, sem hann svo
sannarlega þurfti á að halda, eftir
oft erfiðan vinnudag.
Eins og gefur að skilja þurfti
Bjarni að vinna mikið til að sjá fyrir
sinni stóru fjölskyldu. Á þeim ámm,
sem hann vann við kennslustörf,
vann hann á sumrin ýmsa erfiðis-
vinnu, m.a. stundaði hann sjó-
mennsku í nokkur sumur, af miklum
krafti.
Fyrir nokkrum árum komu þau
hjón sér upp sumarhúsi, sem þau
dvöldu í á sumrin, þegar færi gafst.
Þar leið þeim virkilega vel, börn
þeirra komu í heimsókn ásamt mök-
um sínum og svo blessuð barnabörn-
in. Bjarni var mjög bamgóður mað-
ur, oft tók ég eftir því, hvað hann
gaf sér góðan tíma til að tala við
börn, sem komu með foreldrum
sínum á skrifstofu okkar. Æði oft
kom þaðfyrir, að þau vildu ekki fara,
svo vel leið þeim í návist hans. Þessi
þáttur í fari hans segir raunar mikið
hvaða mann hánn hafði að geyma.
Ég og fjölskylda mín sendum eig-
inkonu, börnum hans og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúðarkveðjur.
Ykkar missir er mikill.
Hilmar Pétursson
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. DESÉMBER 1989
869
Hinn athafnasami skógarhöggs-
maður var að starfi snemma mið-
vikudags, 6. þessa mánaðar, eins og
aðra daga. Ekki eru það fremur
kalviðir éða volar, sem hann nemur
burt. Stundum velur hann bein og
óbeygð tré. Enginn skilur hans val.
Bjami var í fullu fjöri og hafði ekki
kennt Sér neins meins þegar hann
um morguninn gekk frá baði, féll
niður og var örendur. Svona er sjálf-
sagt gott að gera sína hinstu göngu
en sárt finnst aðstandendum að fá
ekki tækifæri til að kveðja og þakka
samfylgdina.
Bjarni Fertram Halldórsson var
fæddur á Hesteyri í Sléttuhreppi í
N-Ísafjarðarsýslu. Faðir hans, Hall-
dór Marías Ólafsson, var sjómaður
á Hesteyri en fluttist að Beijadalsá
á Snæfjallaströnd þegar Bjarni var
ungabarn. Fluttist hann tiljfnífsdals
árið 1926 og þaðan til ísafjarðar
1931. Hann var fæddur 2. nóvember
1894 en lést í Reykjavík.12. septem-
ber árið 1955.
Foreldrar Halldórs voru Ólafur
Bjarnason, útvegsbóndi í Gestshúsi
og Bjamabæ við Beijadalsá á Snæ-
fjallaströnd, og Margrét Bjarnadótt-
ir. Móðir Bjarna, Ólöf Helga Fertr-
amsdóttir, er enn á lífi og dvelur á
Hrafnistu í Reykjavík. Hún er fædd
2. nóvember 1893. Foreldrar hennar
voru Fertram Gídeonsson, útvegs-
bóndi í Nesi í Grunnavík, og Margr-
ét Magnúsdóttir. Ólöf er ern vel og
heldur góðu, andlegu atgervi enn
þann dag í dag þrátt fyrir sinn háa
aldur.
Börn Halldórs og Ólafar voru sjö
auk fósturdóttur, Margrétar Frið-
bjamardóttur, sem lést 1986. Bjami
var elstur, f. 6. mars 1922; þá Guð-
björg Halldóra, f. 28. maí 1924;
Guðmundur Gunnar vélsmiður, f. 10.
apríl 1926; Ólafur, sjómaður í Hafn-
arfirði, f. 19. nóvember 1928; Ingólf-
ur Siguijón, kennari í Keflavík, f.
8. janúar 1930; Margrét Indiane í
Reykjavík, f. 10. júní 1931, ogRagn-
heiður, f. 8. ágúst 1936.
Barnaskólanám Bjarna hófst í
Hnífsdal en því lauk hann á ísafirði
og gagnfræðaprófi lauk hann þar
einnig árið 1936 og settist í III bekk
menntaskóla Akureyrar þar sem
hann lauk stúdentsgrófi 1942. Cand.
phil. frá Háskóla íslands 1943 og
cand. oecon. frá sama skóla 1947.
Tvö stig í dönsku og uppeldisfræðum
við HÍ 1954. Við nám í Kennarahá-
skólanum í Kaupmannahöfn
1968-69.
Bjarni hefur víða komið við í
margs konar sýslu. Skrifstofustjóri
hjá Innkaupasambandi rafvirkja hf.
1947-48, starfsmaður við eigna-
könnunina 1948, kennari við Barna-
og unglingaskóla Njarðvíkur
1949-53, kennari við Gagnfræða-
skólann í Keflavík 1953-73, skóla-
stjóri þess skóla 1963-64 og yfir-
kennari í nokkur ár. Skólastjóri var
Bjarni við Grannskóla Njarðvíkur
1973-83 og í ailmörg ár rak hann
fasteignasöluna Hafnargötu 27 I
Keflavík ásamt Hilmari Péturssyni.
í Njarðvík gegndi Bjarni ýmsum
félags- og trúnaðarstörfum. í
hreppsnefnd Njarðvíkur 1968 til
1976, á sama tíma í ýmsum nefndum
hjá Njarðvíkurhreppi, svo s_em fram-
talsnefnd og skólanefnd. í allmörg
ár var hann í stjórn Unginennafélags
Njarðvíkur.
Bjarni kvæntist árið 1947 Guð-
rúnu Soffíu Björnsdóttur. Guðrún
fæddist í Arney á Breiðafirði 27.
apríl 1923. Fore.ldrar hennar voru
Björn Jóhannsson, bóndi í Arney og
síðar skipasmiður í Stykkishólmi, f.
17. ágúst 1893, d. 14. júní 1963.
Móðir Guðrúnar var Guðrún Eg-
gertsdóttir húsfreyja, f. 6. október
1881, d. 9. mars 1983. Böm þeirra
Bjarna og Guðrúnar eru Gunnar Örn
Amarson kerfisfræðingur (kjörson-
ur Bjarna), f. 21. október 1945;
Anna Ólöf, húsfreyja í Hafnarfirði,
f. 14. júní 1947; Björn, lögreglu-
þjónn í Njarðvík, f. 23. ágúst 1948;
Einar Sigurður, rafvirki á Akureyri,
f. 6. mars 1951; Fanney Sigurlaug,
húsfreyja í Keflavík, f. júní 1957,
og Bjarni Svanur, viðskiptafræðing-
ur og fjármálastjóri hjá Sindrastáli
hf., f. 28. maí 1958.
Framanskráð er það, sem hægt
er að lesa í bókuðum heimildum um
minn gamla vin, nokkuð hefi ég
fundið í Arnardalsætt, útg. 1959,
og í Æviskrám MA-stúdenta. Allt
er það gott og blessað en hins vegar
er lífshlaup Bjarna og sjálf ævisagan
hvergi skráð nema í minni þeirra
manna, sem þekktu hann. Ég á því
láiii að fagna að hafa verið einn af
þeim.
Við fluttumst hingað í Ytri-
Njarðvík um svipað leyti. Fyrsta
veturinn bjó Bjarni hjá Hauki Hall-
dórssyni á Brekkustíg 4 en 1950
fluttist hann með fjölskyldu sína að
Borg og bjó þar í átta ár áður en
flust var í húsið á Grandarvegi 15,
í nábýli við okkur hjónin á Grundar-
vegi 17.
Ekki get ég að því gert, að í öllum
okkar vinskap og samvinnu á ýmsum
vettvangi hef ég alltaf séð í mistri
Snæfjallaströndina á bak við Bjarna.
Að vísu var hann skamma hríð á
Beijadalsá, aðeins um fjögurra ára
bil, en börn læra margt fyrstu fjög-
ur árin. Snæfjallaströndin er engri
byggð iík.- Hún er afar snjóþung en
snjó leggur gjarna á ófrosna jörð svo
hún kemur græn undan fönninni á
vorin. Að vísu eru nöfnin Snæfjöll
og Snæfjallaströnd köld nöfn en
Unaðsdalur er í þeirri sveit. Þessi
byggð var og er afskekkt og í upp-
vexti Bjarna var enginn stuðpúði á
milli lífsins sjálfs og fóiksins, fátt
keypt en lífsbjörgin sótt í náttúrana,
í safaríka grasið á þessari mjóu land-
ræmu milli fjalls og fjöru og hins
vegar í þetta síkvika og oft blikandi
haf. Húsin spruttu upp úr landinu,
fötin voru búin til heima, maturinn
líka, hlýjan og þroskinn voru heima-
fengin. I tækniþjóðfélögum er þetta
víst kallað sjálfsþurftarbúskapur og
tvímælalaust náinn ættingi villi-
mennskunnar.
Nú eram við svo langt komin, að
við seilumst lengra og lengra til
þess að kaupa lífsþarfirnar og oft
verður lítið á reikningnum því margt
þarf að kaupa. En í öllu þessu kapp-
hlaupi er verst þegar reikningur til-
finninganna tæmist, það er ekki
hægt að fá kreditkort fyrir þeim
viðskiptum.
Bamaskólinn, unglingaskólinn,
sveitarfélagið og ungmennafélagið
héma í Njarðvík eiga Bjarna margt
gott að þakka og væri of langt upp
að telja í stuttri kveðjugrein en verk-
in hans lifa og gæfumaður var hann
að eiga svo langa og mikla samfylgd
með öllu þessu unga fólki, börnunum
sínum og nemendum. í því starfi er
unnið fyrir framtíðina og farsæld
vors lands. Af því ég er kominn á
raupsaldurinn þá set ég það niður í
þessum línum, að sporin, sem við
mörkuðum þegar við sátum í sveitar-
stjórn hér í Njarðvík, eru ekki enn
og verða ekki þurrkuð út jafnvel
þótt nokkur kjörtímabil líði.
• Undir lokin vil ég þakka Bjarna
og fjölskyldu hans nábýlið hérna við
Grundai-veginn meðan það stóð.
Margra hluta vegna held ég, að þau
ár hafi verið þau bestu í lífi mínu
og Bjami átti sinn þátt í því. Þetta
var samvalinn hópur þótt honum
væri smalað víða að, Bjarni úr Djúp-
inu, Guðrún úr Breiðafirði, Ester
undan Jökli, Sigmar frá Borgarfirði
eystra, Fjóla undan Esjunni og ég
úr Öræfunum. Öll að vissu marki
börn landnámskynslóðarinnar.
Margt, sem sagt var og gert, minnir
mig á Grimmsævintýri og væri
vissulega gaman að segja eins og
eina skemmtilega sögu en það má
ekki í kveðjugrein, setjarinn myndi
sennilega sleppa henni, en allt þetta
þakka ég og hún Fjóla.
Bjarni er kært kvaddur og ég
veit, að hann gengur rakleitt á fund
Drottins síns hátt yfir Hljóðabungu
og Hrollaugsborg.
Stóru fjölskyldunni hans Bjarna
Fertrams vottum við samúð okkar.
Oddbergur Eiríksson
Lofta-
plötur
og lím
Nýkomin sending
Þ.ÞORCRlMSSON&CO
Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640
JÓLAUÓSIN í
HAFNARFJARÐAR-
KIRKJUGARÐI
Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði
verða afgreidd frá og með laugar-
deginum 16. desember til og með
laugardeginum 23. desember.
Opið erfrá kl. 10-19 alla dagana.
Guðjón Jónsson, s. 43494,
Ingibjörg Jónsdóttir, s. 54004,
Ásdís Jónsdóttir, s. 622246.
I tilefni af ákvörðun verðlagsráðs um gjaldskrá dagmæðra og yfirtýsingu þeirra um að fara ekki eftir henni er eftirfarandí gjaldskrá birt til upplýsingar fyrký ; almenning. Bent skal á að ólöglegt er að hækka gjald fyrir gæslu barna ( heimahúsum meira en kemur fram í ákvörðun verðlagsráðs. Taxti dagmæðra I Reykjavík verður eins og hér að neðan kemur fram í samræmi við ákvörðun ráðsins.
I GJALDSKRA VEGNA GŒSLU BARNA í HEIM AHUSUM
I Fæöi: F. mánuð Ein máltfð
Morgunmatur 1540 70
Hádegishressing 3828 174
Síðdegishressing 1540 70
6908 314
Hálftfæði 3454
I Kauptaxti fyr ir gæslu barna frá tveggja ára aldri 1
KL = klukkustund 3 KL. 4 KL. 5 KL. 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL.
1. Taxti 3806 5074 6344 7612 8881 10149 11418
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 4516 6021 7529 9036 10539 12045 13552
2. Taxti 4162 5549 6937 8324 9712 11099 12486
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 4872 6496 8122 9748 11370 12995 14620
3. Taxti 4433 5910 7388 8866 10344 11821 13299
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 5143 6857 8573 10290 12002 13717 15433
4. Taxti 4723 6297 7872 9446 11020 12594 14169
Viðh./Leikf. o.fi. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 5433 7244 9057 10870 12678 14490 16303
Tímakaup er tekið fyrirfram fyrir umsaminn tíma.
. 1. Taxti 2. Taxti 3. Taxti 4. Taxti
Tímakaup kr. 126 139 148 159
Eftirvinna er tekin fyrir óumsaminn tíma og fyrir kl. 7 að morgni og eftir kl. 18 síðdegis.
1. Taxti 2. Taxti 3. Taxti 4. Taxti
Tímakaupkr. 284 300 309 317
Sólarhringsgæsla 41300 Kr. á mánuði '
1 Kauptaxti fyrir gæslu barna frá fæðingu til átta mánaða
KL = klukkustund 3 KL. 4 KL. 5 KL. • 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL.
1. Taxti 5918 7890 9864 11836 13809 15781 17754
Viöh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 6628 8837 11049 13260 15467 17677 19888
2. Taxti 6274 8365 10457 12548 14639 16730 18821
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 6984 9312 11642 13972 16297 18626 20955 '
3. Taxti 6545 8726 10909 13090 15272 17453 19635
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 7255 9673 12094 14514 16930 19349 21769
4. Taxti 6835 9113 11392 13670 15948 18226 20505
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 7545 10060 12577 15094 17606 20122 22639
I Kauptaxti fyrir gæslu barna frá átta mánaða til tveggja ára
3 KL. 4 KL. 5 KL. 6 KL. 7 KL. 8 KL. 9 KL.
I.Taxti 4862 6482 8104 9724 11345 12965 14586
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 5572 7429 9289 11148 13003 14861 16720
2. Taxti 5218 6957 8697 10436 12175 13914 15654
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 5928 7904 9882 11860 13833 15810 17788
3. Taxti 5489 7318 9149 10978 12808 14637 16467
Viðh./Leikf. o.fi. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 6199 8265 10334 12402 14466 16533 18601
4. Taxti 5779 7705 9632 11558 13484 15410 17337
Viðh./Leikf. o.fl. 710 947 1185 1424 1658 1896 2134
SAMTALS 6489 8652 10817 12982 15142 17306 19471
J Verðlagsstofnun