Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 15.12.1989, Blaðsíða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTÚDAGUR 15. DESEMBER 1989 KÖRFUKNATTLEIKUR / KVENNALANDSLIÐIÐ IMBA-ÚRSLIT Anna María Sveinsdóttir var best í gær; skoraði 17 stig og tók 19 fráköst. „Ovæntur og góður sigur“ - sagðiTorfi Magnússon, þjálfari, eftir fimm stiga sigur gegn Wales „ÞETTA var óvæntur og góður sigur. Lið Wales kom til íslands fyrir tveimur árum og sigraði íslenska liðið þá auðveldlega, en úrslitin nú sýna að það hafa verið miklar framfarir hjá okkar stelpum," sagði Torfi Magnús- son, þjálfari kvennalandsliðs- ins í körfubolta, við Morgun- blaðið í gær eftir 70:65 sigur gegn Wales íátta liða mótinu í Lúxemborg. orfi sagði að baráttan hefði verið góð; „þetta var sigur liðs- heildarinnar, en Anna María Sveinsdóttir var best að öðrum ólöstuðum og Björg Hafsteinsdóttir innsiglaði sigurinn með tveimur þriggja stiga körfum undir lokin.“ Anna María skoraði 17 stig og tók 19 fráköst. Lilja Björnsdóttir skor- aði 14 stig, Vanda Sigurgeirsdóttir, sem var sögð Sigurðardóttir í blað- inu í gær, var með 11 stig, Björg Hafsteinsdóttir 10, María Jóhann- esdóttir 6, Vigdís Þórisdóttir 5, Kristín Sigurðardóttir 3, Linda Stefánsdóttir 2 og Herdís Ema Gunnarsdóttir 2 stig. Eins og greint var frá í gær vann ísland Kýpur 73:56 í fyrsta leik, en önnur úrslit hafa verið þ_au að Austurríki vann Wales 78:43, írland vann Gíbraltar 104:17 og Lúxem- borg vann Möltu 129:39. í kvöld leikur ísland gegn Austurríki, en í undanúrslitum mótsins á morgun mæta stúlkurnar annaðhvort stöll- um sínum frá írlandi eða Lúxem- borg, en leikið er í tveimur riðlum og efstu liðin í riðlunum spila síðan í kross í undanúrslitum. -3MRAK fRAMHK SNORRABRAUT 60 - SÍMI 12045 & ..s- cV° p. - ■ \ ^' <*+&:*■* - .v^" ■ Raðgreiöslur Póstsendum samdægurs Björg Hafsteinsdóttir innsiglaði sigurinn með tveimur þriggja stiga körfum undir lokin. Leikir í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattlcik aðfararnótt miðviku- dags: Atlanta Hawks - San Antonio.......102:94 Indiana Pacers - Minnes. Timberw. .113:112 (Eftir framlengingu) Lakers - Charlotte Homets.........103:89 New Jersey Nets - Philad. 76ers....97:82 Chicago Bulls - Dallas Mavericks..105:97 Houston Rockets - Phoenix Suns....105:83 Milwaukee Bucks - Orlando Magic ..106:103 Detroit Pistons - Denver Nuggets.... 121:108 Portland - Los Angeles Clippers....99:92 Golden State - Sacramento Kings....118:103 Fimmtudagur: Boston Celtics - Seattle Supersonics..109:97 Philadelphia 76ers - Atianta.....112:103 Los Angeles Lakers - Miami Heat...102:75 Cleveland Cavaliers - Miiwaukee....99:93 Dallas - Minnesota Timberwolves....90:87 Utah Jazz - Phoenix Suns..........102:95 LA Clippers - Detroit Pistons......93:79 Golden State - Denver Nuggets....134:114 í kvöld Handknattleikur 1. deild karla Akureyri, KA-Stjaman...kl. 20:30 1. deild kvenna Garðabær, Stjarnan-FH..kl. 18:45 2. deild karla Njarðvík, UMFN-Haukar....kl 20 3. deild karla Hveragerði, UFHÖ-ÍS......kl. 20 Seltj.nes, Grótta b-Völsungur .kl. 20:15 Kiwanismót yngstu flokka Þriðja Kiwanismótið í handknattleik fyrir 5. flokk kvenna og 6. flokk karla, fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði í kvöld og á morgun. í kvöld verður leikið í 6. fl. karla frá kl. 19 til 20, en í 5. fl. kv. frá kl. 20 til 21 og er aðgangur ókeypis. Blak HSK og ÍS leika í átta liða úrslitum bikarkeppni karla og hefst viðureignin kl. 20 að Laugarvatni. HANDBOLTI / DOMARAHORNIÐ Flautað of snemma Mér hafa borist ábendingar frá nokkrum leikmönnum varðandi það, að dómarar flauti stundum of fljótt, og kosti það oft á tiðum mark. Rétt er það, að það kemur fyr- ir alla dómara og verður erfitt að koma alveg í veg fyrir það. Eins og ég hef áður sagt, þá byggist ákvörðun dómara á mati þeirra á því, sem er að gerast á vellinum, og þeir hafa oftast ekki mikinn tíma til að hugsa málið. Þá sjá þeir einnig það, sem er að gerast, frá öðru sjónarhorni en leikmenn, og eru því skoðanir oft skiptar. Með þessu er ég ekki að afsaka dómarana, en eins og allir vita, þá gera þeir mistök eins og leikmenn. Algengt er að dómarar sýni að tekin hafí verið of mörg skref og skýri með því af hverju þeir flauta, þegar leikmönnum finnst þeir hafa flautað of fljótt. Staðreyndin er sú, að í lang flestum tilvikum hafa dómararnir rétt fyrir sér í því efni, og frekar að þeir flauti of sjaldan en ekki. Annað, sem kemur til, er að oft taka dómarar ákvörðun um að „flauta strax“, þegar leikmenn eru að kljást, og vilja þannig koma í veg fyrir að þau átök þróist út í eitthvað meira og verra, þannig að ekki verði við ráðið. Grundvallarreglan er þó sú, að dómarar eiga að bíða þar til að úr t.d. markfæri hefur ræst, þó þannig að sá, sem er með bolt- ann, brjóti ekki af sér. Ef þeim tekst það og sá, sem er með bolt- ann, nær að losa sig úr brotinu og skora, eiga þeir að sjálfsögðu að dæma mark. Takist honum það ekki skal dæma aukakast eða vítakast. Nái hann hins vegar fullri stjórn á sjálfum sér og bolt- anum skal ekki dæma honum auka- eða vítakast, en hugsanlegt er að refsa megi þeim, sem braut af sér með áminningu, brottvísun eða útilokun. Það er rétt að benda á, að það er mun oftar í kvennahandbolta heldur en karla, að dæmt er of snemma. Eg hygg skýringuna vera þá, að brot eru oftast mun hreinni hjá körlunum og minni vafi hvort um brot sé að ræða og jafnframt fyrr ljóst, hvort leik- manninum tekst að losa sig. Þegar dómarar gera þau mistök að flauta of snemma, þá ættu þeir bara að viðurkenna mistökin fyrir leikmönnum, því það er margsannað að dómari, sem „seg- ir“ með bendingu eða látbragði að honum hafi orðið á mistök, nær oftast betri stjórn á leiknum. Eg get lofað þeim leikmönnum, sem hafa bent á þetta, að dómara- nefnd mun ræða þetta á næsta fundi dómara, sem verður nú á næstunni. Kveðja, Kjartan Steinbachj formaður dómaranefiidar HSI. Knattspyrnuþjálfari óskast UMF Víkingurfrá Ólafsvík óskareftir að ráða knatt- spyrnuþjálfara fyrir komandi keppnistímabil. Um er að ræða þjálfun á meistaraflokki félagsins, sem leikurí 4. deild. Einnig gæti komið til greina þjálfun yngri flokka. Þeir, sem hafa áhuga og vilja fá nánari upplýsingar, geta haft samband við Guðmund Óttarsson í síma 91-79022 eftir kl. 21 eða Magnús Gylfason í síma 93-61200 fyrir hádegi. Knattspyrnuráð Víkings, Ólafsvík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.