Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 Sjávarútvegsráðherrar EB: Tollur lækkaður á 63 þús. tonnum saltfisks __ BrusseL Frá Kristófer M. Kristinssym, fréttaritara Morgunblaðsins. Á FUNDI sjávarútvegsráðherra EB, sem lauk í Brussel um hádegið í gær eftir að hala staðið í 26 klukkustundir, samþykktu ráðherrarnir innflutningsheimildir fyrir 63 þúsund tonn af blautverkuðum saltfiski á 7% tolli. Undir venjulegum kringumstæðum eru tollar Evrópubanda- lagsins (EB) á saltfiski 13%. Slíkar innflutningsheimildir eru samþykktar árlega innan EB. Helsta umkvörtunarefni íslendinga undan- farin ár, eða allt frá því að helstu vjðskiptaþjóðir okkar með saltfisk, Portúgalir og Spánverjar, gengu í EB, hefur verið viðskiptakjör okkar með þessa vörutegund. Heimildirnar eru öllum opnar og þar eiga íslendingar í harðri sam- keppni við Norðmenn. Gert er ráð fýrir að heimildirnar taki gildi 1, aprí! á næsta ári. Frá áramótum ti! Meiddist er mótorhjól valt 14 ÁRA piltur úr Reykjavík hlaut alvarlega höfiiðáverka þegar hann missti vald á torfærubifhjóli í Leirdal í fyrrakvöld. Hann hafði legið meðvitundarlaus í 2-3 stund- ir þegar hann fannst, að því er talið er. Svipast var um eftir piltinum þeg- ar hann skilaði sér ekki heim og fánnst hann meðvitundarlaus um klukkan tvö að nóttu við Hlíðardals- veg í Leirdal. Hann var mjög kaldur og óttast var að hann hefði höfuð- kúpubrotnað. Pilturinn var enn með- vitundarlaus þegar Sögreglan í Kópa- vogi hafði spurnir af í gær. þess tíma er einungis heimilt að flytja 25 þúsund tonn af saltfiski tollfrjálst tii aðildarríkja EB. Eftir sem áður er heimill innflutningur með 13% innflutningstollum. Þá samþykktu ráðherramir inn- flutning á 1200 tonnum af söltuðum þorskflökum með 11% tolli, en tollur er ella 20%. Einnig var heimilaður innflutningur á 3500 tonnum af sölt- uðum ufsaflökum með 10% tolli. Helsta deiiumál ráðherranna voru heildarkvótar bandalagsins i'nnan eigin lögsögu annars vegar og á veiðisvæðumn EB flotans, td. við Grænland, Nýfundnaland og Noreg hins vegar. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fannfergi á Akureyri Miklum snjó hefur kyngt niður á Akureyri undanfarna daga og í gær hélt fannfergið áfram. Bæjarbúar þurftu því að grípa til skóflunnar til að reyna að losa bíla sína úr snjósköflunum. Ríkið eignist meirihluta í Islenskum aðalverktökum Nýtt flugfélag sækir um flug- rekstrarleyfi NÝTT íslenskt flugfélag, Fram- fari, sótti í gær um flugrekstrar- leyfi. Það eru þrír flugmenn hjá Flugleiðum, sem eru í leyfi frá störfiim hjá flugfélaginu og starfa hjá erlendum flugfélögum, sem hafa stofnað nýja flugfélagið. Flugmennimir eru Mekkinó Bjöms- son, Atli B. Unnsteinsson og Friðrik Jónsson. Þeir félagar hafa hug á að reka leiguflug erlendis. Flugráð mælti með því í gær að Framfari fengi flugrekstrarleyfi. FULLTRÚAR ríkisins, Regins og Sameinaðra verktaka hafa undirrit- að samkomulag þess efnis að ríkið, sem á 25% eignarhlut í Islenskum aðalverktökum, eignist meirihluta i fyrirtækinu, þannig að það kaupi 18% hlut Sameinaðra verktaka og 9% hlut Regins. Ekki hefur veríð samið um kaupverð, en stefnt er að því að ljúka samningum fyrir aðalfund íslenskra aðalverktaka, sem verður haldinn á vordögum 1990. Heimildir Morgunblaðsins herma að talsvert beri í milli hvað verðhugmyndir ríkisins og eigenda Sameinaðra verktaka og Regins varðar, en fúUtrúar ríkisins munu gera sér hugmyndir um að verð- ið verði verulega lægra en seljendur. kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins þær að nýir íslenskir aðalverk- takar, með breyttu eignarhaldi hafi til umráða öll þau tæki og þá að- stöðu sem félagið hefur yfir að ráða, en leggi auk þess til með sér fjár- muni sem nægi til þess að reka fyrirtækið á eigin spýtur, án þess að strax þurfi til bankafyrirgreiðslu að koma. Enn hefur ekki verið metið um hversu stórar fjárhæðir ræðir. Stefán Friðfinnsson, stjórnar- formaður íslenskra aðalverktaka, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að samningaviðræður hæfust á næstunni, en enn væri ekkert hægt að segja til um hvert kaup- verð þeirra 27% sem ríkið hygðist kaupa yrði. „íslenskir aðalverktakar hafa samkvæmt ákvörðun íslenskra stjómvalda einkarétt ti! fram- kvæmda fyrir vamarliðið á grund- velli varnarsamningsins," segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. „Eignaraðild að íslenskum aðal- verktökum er nú þannig háttað að Sameinaðir verktakar eiga 50%, Reginn hf. 25% og íslenska ríkið 25% í félaginu. Einkaréttur félags- ins til framkvæmda fyrir vamarlið- ið og sérstaða þess að öðru leyti gerir það að verkum að eðlilegt er að íslenska ríkið ráði meirihluta í félaginu. Fyrr á þessu ári gerði utanríkisráðherra samkomulag við Leiðin fyrir Horn lokuð út vikuna DIMMVIÐRI var í gær við Hornbjargsvita í Látravík en að sögn Þórs Jakobssonar veðurfræðings hafði Veðurstofúnni borist til- kynning um að engin sjáanleg breyting væri á hafísnum, sem er landfastur við strönd Vestfjarðarkjálkans, allt frá Munaðar- nesi á Ströndum og vestur um að ísafjarðardjúpi. Útlit er fyrir að siglingaleiðin fyrír Horn verði lokuð út þessa viku þar sem áfram er spáð norðaustlægri vindátt. Þór sagði að breyting gæti orðið á veðri á aðfangadag jóla og vindur snuist í suðaustlæga átt. „Það gæti þó Iiðið langur tími áður en vindurinn nær að hrekja ísinn frá landi,“ sagði Þór. Mikill hafís er á Húnafióa og óttast er að stakir jakar berist um síðir inn í Skagafjörð. Valdimar Thorarensen, bóndi á Gjögri, sagði að ísinn væri ekki énn kominn inn á Reykjarfjörð en hann kvaðst vita af honum skammt úti af ströndinni. Hann sagði að svona mikill hafís hefði ekki lagst við landið í nokkur ár og núna næði hann austanmegin Vestjarðarkjálkans allt suður í Steingrímsfjörð. „Ég veit ekki gjörla hve mikill , A'VJKÍMWb liiþs.yegar hefur hafís fyllt í Trékyliisvík svo það hlýtur að vera talsvert mik- ið.“ Valdimar sagði að samgöngur við Gjögur væru gloppóttar en flogið hefði verið til staðarins á mánudag. „Flugið dróst lengi fram eftir degi vegna dimmviðris en þeir gátu loks lent undir kvöld- ið. Núna gengur á með kafalds- byl,“ sagði Valdimar. Aðspurður um hvort íbúar Gjögurs óttuðust heimsóknir ísbjarna sagði Valdiman „Þeir hafa aldrei látið sjá sig hér en fyrir nokkrum árum gengu hvíta- birnir á land í Skutulsfirði. Við megum alltaf eiga von á þeim þegar svona háttar til en ég vona að dráttur verði á þeim kynn- um,“ sagði Valdimar. eignaraðila um að áhrif stjómvalda á stjóm fyrirtækisins yrðu aukin umfram það sem eignaraðild gefur tilefni til og skipar utanríkisráð- herra nú tvo af fimm stjómarmönn- um og er annar formaður." í fréttinni segir jafnframt að nú hafi verið gert samkomulag við stjórnir Sameinaðra verktaka og Regins hf. um það að stefnt verði að því að ríkið eignist meirihluta í íslenskum aðalverktökum. „Stjómir félaganna hafa lýst þvi yfir að þær séu reiðubúnar til að ganga til samninga um endurskipulagningu íslenskra aðalverktaka, sem m.a. feli það í sér að þau selji ríkinu af sínum eignarhlut, þannig að ríkið eignist meirihluta. Að því er stefnt að samningum verði lokið fyrir aðal- furid á næsta ári,“ segir í niðurlagi fréttarinnar. Hugmyndir seljenda, eru sam- Langholtskirkja: Sameiginleg athöfn kristinna trúarhópa ALLIR kristnu trúarhópamir á Islandi hafa ákveðið að halda samkirkjulega athöfn í Lang- holtskirkju annað kvöld kl. 20.30. Biskup íslands herra Ólafur Skúlason segir að það hafi verið áliugamenn sem vilja sýna sam- stöðu krístinna manna hér á landi sem fóm þess á Ieit við oddvita krístinna trúarhópa að halda slíka samkomu. Biskupinn sagði að í janúar á hveiju ári hafi verið haldnar sam- kirkjulégar bænavikur. Það héfur koniið í ljós að janúar er ekki heppi- legur mánuður fyrir þær og ákveð- ið var að fresta bænavikunni fram á vor. Hann sagði að það hefði því farið mjög vel á að hafa eina stóra allsheijarsamkomu í desember. „Samkoman verður aðdragandi að jólahátíðinni sjálfri og það er hugmyndin að samhæfa hugi í bæn fyrir friði á jörðinni og vemdun þess sem okkur er falin ábyrgð á, jafni fólki sem náttúru," sagði biskupinn. Samningaviðræður: • * Stjórnvöld lofa frestun verðhækkana um áramót ÞORSTEINN Ólafsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra mætti á fúndi með samninganefndum Alþýðusambands Islands og Vinnuveit- endasambands íslands í gær og greindi frá því að stjórnvöld væm fyrir sitt leyti reiðubúin að beita sér fyrir því að þeim verðhækkun- um hjá opinberum fyrírtækjum og stofiiuuum sem áform hefðu ver- ið um um næstu áramót, yrði frestað, þannig að samningsaðiljum gæfist frekara svigrúm til samninga. „Ég lít á þetta sem mjög jákvæð- an áfanga," sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSI í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við lítum á þetta sem fyrsta skrefið til að veita hér öflugt verðlagsaðhald á næsta ári,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASI í samtali við Moi-gunblaðið að afloknitm samn- ingafúndinum síðdegis í gær. „Það kom fram í máli efnahags- ráðgjafans að ríkisstjómin er reiðu- búin til þess að beita sér fyrir því að þessum opinberu hækkunum verði frestað, jafnframt því sem hann sagði að ríkisstjómin væri reiðubúin til frekari umræðna um hvernig yrði tekið á þeim málum í framhaldi af frestuninni," sagði Ásmundur Stefánsson. Ásmundur sagði að þetta vilyrði ríkisstjómarinnar gerði það að verkum að aðiljar vinnumarkaðar- ins hefðu janúarmánuð til þess að skoða málin og átta sig betur á stöðunni. Auðvitað væri með þessú ■ ekki fengin nein endanleg niður- staða, en það hefði verið gefið svig- rúm til þess að skoða málið, „og við lítum á þetta sem fyrsta skref í þá átt að veita hér öflugt verðlags- aðhald á næsta ári,“ sagði forseti ASÍ. Þá hefur Morgunblaðið upplýs- ingar um, að á fundinn í gær hafi borist skilaboð frá Stéttarsambandi bænda þess efnis að fyrstu viðbrögð sambandsins væru mjög jákvæð í garð þeirra hugmynda að engar eða litlar kauphækkanir komi i hlut bænda á næsta ári til þess að tryggja megi stöðugt búvömverð. Nýr fundur hefur verið boðaður með samningsaðilum milli jóla og SlípBtfSliAAát fblAlfciiÉw

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.