Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.1989, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 13 og útreikning tekjutryggingar. „Arður af hlutabréfum er tekjur sem taka ber tillit til við útreikning tekjutryggingar. Við útreikning skal styðjast við reglu tekju- og eignar- skattslaga, sbr. bréf ríkisskattstjóra, dags. 19. júní 1989, sbr. 3. málslið 1. mgr. 19. gr. almannatrygginga- laga og reglugerð nr. 351/1977 um tekjutryggingu." Varðandi þessa bókun gerði ég fyrirspurn um, hvort skerða ætti tekjutryggingu vegna arðs sem um ræðir eða ekki, þar sem ég taldi bókunina óljósa. Taldi tryggingaráð, að skattfijálsan arð ætti ekki að taka með sem tekjur við útreikning tekju- tryggingar. Ritari fundarins fékk bókunina afhenta skriflega og var hún tilbúin fyrir fundinn og sam- þykkt óbreytt. Bætur úr lífeyrissjóðum teljast til tekna við útreikning tekjutrygging- ar. Hafi lífeyrisþegi engar tekjur aðrar en lífeyri frá lífeyrissjóði og almannatryggingum, tekjutryggingu og heimilisuppbót, þegar um ein- stakling er að ræða, verður skerðing- in vegna lífeyrisins úr lífeyrissjóði eftirfarandi, miðað við bótaupphæðir í nóvember 1989. Lífeyrissj.1988 Skerðing Einstaklingur Tekjutr. Heimilis- uppbót % 153.600 0 0 0 250.000 43.380 14.747 18,1 350.000 88.380 30.044 36,9 450.000 133.380 45.342 55,7 550.000 178.380 60.639 74,4 650.000 223.380 75.937 93,2 686.080 239.616 81.456 100 Hjón 215.000 0 0 500.000 128.250 26,8 700.000 218.250 45,5 900.000 308.250 64,3 1.100.000 398.250 83,1 1.279.960 479.232 100 Lífeyrir úr lífeyrissjóði er trygging sem fólk hefur keypt sér á starfs- ævinni og sætir furðu, að það skuli sætta sig við skerðingu bóta al- mannatrygginga vegna slíkrar tryggingar sem það hefur borgað fyrir. Mun það fyrst og fremst stafa af vanþekkingu á lífeyristryggingum hér á landi, enda hafa fijálsar lífey- ristryggingar, sem gegna mjög þýð- ingarmiklu hlutverki í flestum þróuð- um löndum, verið óframkvæmanleg- ar hér á landi í 50 ár vegna neikvæðr- ar ávöxtunar lengst af og fyrir þann tíma verið nánast óþekktar hér á landi, þó að þær hafi verið farnar að ryðja sér til rúms í sumum löndum fyrir og um 1850, að vísu á ófull- komnara stigi en síðar. Á síðustu árum hafa iðgjöld til lífeyrissjóða ekki verið frádráttarbær frá skattskyldum tekjum en lífeyrir skattskyldur og er það andstætt því sem ég hefi kynnst annars staðar í námi og starfi. Vissum skilyrðum þurfti þó að vera fullnægt. Reynslan hefur sýnt t.d. í Svíþjóð, að þó tekjutengd viðbótartrygging, sem gagnstæð er tekjutryggingunni hér, hafi verið lögleidd, þá semja starfshópar um viðbótartryggingu hjá tryggingarfyrirtækjum í kjara- samningum og má í því sambandi nefna stórfyrirtækið Svenska perso- nal perisionskassan sem starfað hef- ur síðan 1917 og Kooperationens pensionsanstalt. Bæði þessi fyrirtæki aðlöguðu starfsemi sína nýjum að- stæðum við lögleiðingu almennu tekjutengdu viðbótartryggingarinnar ATP frá 1. janúar 1960. Engin áunn- in réttindi voru skert hjá neinum tryggingataka hjá þessum fyrirtækj- um við tilkomu lögboðnu viðbótar- tryggingarinnar, sem vinnandi fólk byijaði að ávinna sér rétt til frá 1. janúar 1960, enda væri slík skerðing algjörlega óleyfileg í Svíþjóð. Almennt var álitið, að þessi fyrir- tæki mundu dvína vegna þessarar lögboðnu viðbótartryggingar. Reynslan varð þó ekki sú og væri æskiiegt að þeir sem hér ræða lífeyr- ismál kynntu sér starfsemi þessara fyrirtækja, en þau höfðu veitt mikl- um fjölda fastráðinna launþega í Svíþjóð tryggingu, sem sambærileg var við lögboðnu viðbótartrygging- una, í sumum tilféllum betri, á öðrum sviðum eitthvað lægri. Við undirbún- ing lögboðnu viðbótartryggingarinn- ar var efnt til ráðgefandi þjóðarat- kvæðagreiðslu í Svíþjóð um þijár leiðir. Sú sem valin var er trygging hjá Tryggíngastofnuninni í Stokk- hólmi ■ og var samþykkt í þinginu, Riksdagen, með eins atkvæðis meiri- hluta. Einn stjörnarandstæðingur, Königson frá Gautaborg, greiddi at- kvæði með og fékk aldrei að fara í framboð aftur fyrir sinn flokk. Höíundur er tryggingastærðfræðingur. TÆKNI* ÞÆGINDI* ÞJONUSTA SAMBYGGÐA EXPRESSO-OG KAFFIVÉLIN FRÁ KRUPS. V-ÞÝSK GÆÐAVARA. FÆST í FLESTUM RAFTÆKJAVERSLUNUM UM LAND ALLT. jonco JON JOHANNESSON & CO. S.F. SÍMAR 91-15821 & 91-26988 121RVK. Gagnlegar gjafir á góðu verðihjá Ellingsen! Nokkur dæmi: Kiippið út og geymið. ' Norsku STIL ullarnærfötin úr 85% Merino ull og 15% nylon. Bolir frá kr. 1.115— til kr. 1.999-. Buxur frá kr, 1,256- tll kr. 1.995-. íslensku nærfötin frá Ffnull. Dæmi um verð: Buxur á fullorðna kr. 2.623-. Langerma bolir á herra kr. 2,623-. á dömur kr. 2.440-. Heilsufatnaður frá FfnuII. Dæmi um verð: Mlttisskjól kr. 1.397-. axlaskjól kr. 1.145-. hnéskjól kr. 996—. Flotvinnugalli frá 66°N. Eykur öryggl sjómannsins. Framleldd- ur samkvæmt ströngustu kröfum. Kr. 15.500-. Snjósleðagalll frá 66°N með tvöfaldri fsetu og ytrabyrði úr vatnsheldu nylonefni. Kr. 16.738-. Loðfóðraður galli, þægilegur, hlýr og sterkur vinnugalli. Verð frá kr. 9.775-. Norsklr smíðajárnslampar með Aladdin brennara, með glerskerm kr. 15.995—. með tauskerm kr. 12.324-. Kappklæðnaður á börn og fullorðna frá 66°N. Blússur frá kr. 1.445— tll kr. 2.958-. Buxur frá kr, 1.326- tll kr. 2.237-. Olfulampar, þessir gömlu góðu. 10" kr, 2.729-. 14" kr. 3.945-. Olfuluktir frá kr. 998- japansklr gæðasjónaukar. Margar gerðlr. Verð frá kr. 3.100- tll kr. 5.990-. Norskir koparpottar fyrlr arin- við, handavinnu, blöð og fleira. Verð frá kr. 4.900-. Handunnir kertalampar frá Englandi Verð frá kr. 1.755—. Creusen smergel, margar stærðir. Verð með tvelmur 110X16X15 mm stelnum kr. 4.839-. Topplyklasettin frá USAG. 1/4" kr. 5.144- 3/8" kr. 8.474- 1/2" kr. 9.980- SENDUM UM ALLT LAND Póstverslun sími (91) 14605 awmaQsaa Greiðslukortaþjónusta. Grandagarði 2, Reykjavík, sími 28855
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.