Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 15

Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20, DESEMBER 1989 15 Prófessorínn og málfrelsið eftirJón Steinar Gunnlaugsson Athyglisvert viðtal við Sigurð Líndal lagaprófessor var flutt í síðustu viku í síðdegisþætti í Ríkisút- varpinu. Sagði hanr. þar, að ég ætti ekki að segja opinberlega skoðun mína á dóminum í máli Magnúsar Thoroddsen, þar sem ég hefði verið málfiytjandi í málinu. Gekk hann raunar svo langt að telja, að fjöl- miðlar ættu að leitast við að koma í veg fyrir að skoðanir mínar á dóms- forsendunum næðu eyrum almenn- ings. Síðdegismönnum útvarps þótti svo mikið til boðskaparins koma að viðtalið var endurfiutt sl. sunnudag. Rétt er að rifja uþp að hér talaði einn af stofnendum svonefnds „Mál- frelsissjóðs" en það var sjóður sem nokkrir borgarar stofnuðu árið 1977 eftir að Hæstiréttur hafði felit dóma í nokkrum meiðyrðamálum, sem risu í kjölfar undirskriftasöfnunar, kenndrar við „Varið land“. Þá taldi Sigurður mikið á síg leggjandi til að tryggja að meiðyrðalöggjöfin, eins og Hæstiréttur hafði túlkað hana, yrði ekki tii þess að letja menn við að taka þátt í umræðum „um mál sem hafa almenna samfélags- lega eða menningarlega skírskotun" svo notað sé orðalag stofnenda „Mál- frelsissjóðs". í blaðadeilu sem reis af stofnun þessa sjóðs sagði Sigurður Líndai m.a.: „Annars verður ekki séð, að þörf sé á að bollaleggja frekar um þetta, hvort heimilt sé að gagnrýna dóma eða andæfa þeim á annan hátt. Þetta hafa bæði lærðir og leik- ir leyft sér um langan aldur, þar á meðal háskólakennarar og aðrir fræðimenn." Ennfremur sagði Sig- urður: „En þrátt fyrir þetta getur það ekki verið neitt álitamál, hvort almennt sé heimiit að gagnrýna eða andæfa dómum í því skyni að ýta undir stefnubreytingu, heldur það eitt, hvemig eigi að standa að slíkri gagnrýni eða andófi." í framhaldinu taldi prófessorinn margs konar að- ferðir heimilar „en valdbeitingu eða ofbeldi ber þó jafnan að hafna til framdráttar málstað nema nauður reki til“. Þetta voru þær takmarkan- ír á málfrelsi sem Sigurður taldi á þessum tíma einar þess virði að geta um þær, þ.e. að beita ekki ofbeldi nema í nauður ræki. (Sjá Vísi 20. desember 1977.) Ég verð að játa, að því fer mjög fjarri, að ég deili með Sigurði því lífsviðhorfi, sðm hann nú hefur til- einkað sér, að koma beri i veg fyrir að einhveijir tilteknir menn tjái sig opinberlega um þjóðfélagsleg mál- efni fyrir þá sök eina, að því er virð- ist, að þeir hafi skoðun á þeim. Ég hef sjálfur þá skoðun, að opinberar umræður um niðurstöður og for- sendur dóma séu af hinu góða, eink- um þegar um ræðir hin þýðingar- mestu dómsmál. Skal hér minnt á að mál Magnúsar Thoroddsen var mjög sérstakt að því leyti að fjöl- miðlar höfðu fylgst náið með rekstri þess frá upphafi til enda og þar reyndi á mjög þýðingarmikil lagaat- riði. Allir borgarar sem þess óska eiga rétt á að tjá sig um dóma, hvort sem það eru málflutningsmenn eða aðrir. Frjálsar umræður geta aldrei einkennst af því að einhveijir menn séu útilokaðir frá þátttöku í þeim, t.d. á þeim forsendum að þeir hafi skoðun á því, sem þeir eru að tala um. Fijálsar umræður einkennast þvert á móti af því að ólíkar skoðan- ir mætist og hafa þá' allir rétt á að tjá sig. Ef málflutningsmaður í dómsmáli gagnrýnir forsendur dóms er hann ekkert að dyljast. Allir sem á hlýða vita þá að hann hefur ekki hlutlausa stöðu og meta gagnrýnina í því ljósi. Slík gagnrýni verður þvf aðeins áhrifamikil að fyrir henni séu sterk rök. Vinnubrögð dómstóla við að kom- ast að dómsniðurstöðum varða afar mikilvægt þjóðfélagsmál. Það er grundvallaratriði sem snýr að öllum borgurum að dómstóiar beiti hlut- iausum lagamælikvarða. Og dómur sem slíkum mælikvarða beitir þann- ig að það komi fram í skrifuðum forsendum talar alveg fyrir sig sjálf- ur. Gagnrýni á slíkar dómsforsendur verður innantóm og einskis nýt. Ef forsendur fyrir dómsniðurstöðu eru .á hinn bóginn veikar og þar skortir allan viðhlítandi rökstuðning liggja þær flatar fyrir gagnrýni. I slíkum tilfellum eru oftast ekki önn- Jón Steinar Gunnlaugsson „Ég er sjálfiir þeirrar skoðunar að verulega skorti á umræður á Is- landi um dómsstörfin. Ég held að á þessu þýð- ingarmikla málasviði gildi ekkert önnur lög- mál en á öðrum sviðum þjóðfélagsmála, frjálsar óheftar umræður eru af hinu góða.“ ur ráð tiltæk gegn gagnrýninni, en að reyna að þagga hana niður. Það er raunar einmitt í þessum tiivikum sem mest þörf er á gagnrýni. Þann- ig og aðeins þannig er einhver von til þess að vinnubrögð iagist. Það hefur komið í ljós á Islandi að afar óvönduðum vinnubrögðum virðist alltof oft beitt við dómsýsluna. Að sjálfsögðu eigum við sem við þetta vinnum þess kost að þegja bara þunnu hljóði. Við getum sagt sem svo að okkur komi ekkert við eftir hvaða aðferðum niðurstöður eru fengnar svo lengi sem það heita dómstólar sem komast að þeim. Þessi aðferð hefur að mínu mati allt- of lengi tíðkast hjá íslenskum lög- fræðingum. Hún er auðveld og þægi- leg vegna þess að með opinberri gagnrýni eru þeir að útsetja sig fyr- ir alls kyns „óþörf“ óþægindi í okkar litla návígisþjóðfélagi. Það getur líka vel verið að þessi þagnarvöm fyrir dómstóla komi sér „vel“ fyrir þá, á þann hátt að almenningur haldi að þetta sé allt í lagi, a.m.k. þangað til menn þurfa að prófa kerfið á sjálf- um sér. Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að verulega skorti á umræður á Islandi um dómsstörfin. Ég held að á þessu þýðingarmíkla málasviði gildi ekkert önnur lögmál en á öðrum sviðum þjóðfélagsmála, fijálsar óheftar um- ræður eru af hinu góða. Þær eru til þess fallnar að þeir sem þessum störfum sinna vandi þau betur og verði trúrri þeirri óvægnu fræði- mennsku sem t.d. leyfir engar mú- gæsingar eða óeðlilega gæslu á ríkis- hagsmunum. Ég hef orðið var við að gagnrýni mín á forsendur meiri hluta Hæsta- réttar í máli Magnúsar Thoroddsen hefur vakið upp mikil viðbrögð. Mik- ill fjöldi lögfræðinga hefur tjáð mér að þeir séu mér sammála. Miklu færri hafa tjáð hið gagnstæða. í þessu felst auðvitað ekki að menn telji dómsmáli Magnúsar Thorodd- sen ólokið. Því er lokið að því er hagsmuni Magnúsar varðar. Málinu sem varðar aðferð meiri hluta dóms- ins er hins vegar ekki lokið. Um það mál eiga menn eftir að ræða lengi. Nokkrar áhyggjur vekur að lög- fræðingur úr röðum kennara við hina íslensku „akademíu“ þ.e. Há- skóla íslands, gengur fremstur, í flokki þeirra sem helst vilja ekkert um forsendur dómsins ræða og legg- ur það eitt til að fjölmiðlar þaggi niður í þessum ósvífna manni sem leyfir sér að fjalla um forsendur dómsins. Þessi afstaða segir mér fyrst og fremst að erfitt sé að and- mæla gagnrýni minni efnislega. Eina ráðið sé að reyna að þagga hana niður. Það virðist vera ljóst að ég á ekki von á styrk úr „Málfrelsissjóði" næstu dagana. P.S. Ekki hafa allir fulltníar „aka- demíunnar" verið svona bágbomir í málflutningi sínum. Ungur lögfræði- kennari sem reglulega skrifar í sunnudagsblað Morgunblaðsins reyndi að skoða málið svolítið efnis- lega í grein sl. sunnudag. Það er miklu virðingarverðari afstaða. Hann segir mig fara rangt með stað- reyndir og ástunda merkingarlausan orðaleik. Að þessu ætla ég að víkja í annarri grein, sem ég vona að Morgunblaðið fáist til að birta, þrátt fyrir herhvöt Sigurðar. Höfiindur er hæstaréttarlögmaður. STXMFLAR Eigendur fyrirtækja athugiö. Tími VSK rennur nú senn upp! Þá vantar þig stimpil með VSK.-númerinu. Búum til stimpla með hraöi. í BLÓMINU FÆRÐU JÓLA- SKRAUTÍ ANDA ÖMMU OG AFA Nú getur þú loksins fengið jólavörur eins og amma og afi keyptu þegar þau voru ung. Hjá okkur getur þú valið úr miklu úrvali af fallegu og vönduðu jólaskrauti, jólagjafakortum og jólagjafapakkningum. Við bjóðum einnig' vandaðar og nytsamar jólagjafír í meira úrvali en nokkru sinni áður. STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNAR HF. SÍMI: 91-11640 — FAX: 91-29520 Komdu í Blómið og kynntu þér úrvalið. Amma og afi koma örugglega. Opið til kl. 21 öll kvöld Opið tíl kl. 15 á aðfangadag VISA OG EURO SENDUM í PÓSTKRÖFU BLÓMIÐ HAFNARSTRÆTI 15 SÍMI 21330

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.