Morgunblaðið - 20.12.1989, Qupperneq 17
MQRGU NBLAÐID MIÐVIKUDAGUR 20, DESEMBER 1989
17
SKÝRIN G ARM YND
Líkan af slagæð með staðbundnum þrengslum vegna fituútfelling-
ar (kólesterols), flögnunar á æðaþeli og segamyndun.
I = Blóðflögusegi.
II = Blandaður segi af blóðflögum og fibrini.
III = Fibrin-segi með rauðum blóðkornum.
„Um æðasjúkdóma
gildir þó sama megin
reglan og um alla aðra
sjúkdóma að betra er
að fyrirbyggja en að
lækna það sem sjúkt er
orðið.“
sem notaðir eru, eru miklu minni
en það sem gefið er til verkja-
stiliandi áhrifa og þolast því vel í
flestum tilfellum. Fara verður þó
varlega hjá sjúklingum með sögu
um magasár eða blæðingar frá
meltingarvegi og sömuleiðis hjá
sjúklingum með aspirin-ofnæmi.
Vitað er um fleiri efni, sem hafa
svipaða eiginleika, og eitt þeirra er
lýsi, sem m.a. dregnr út kekkjun
og viðloðun blóðflaga.
Lengi hafa verið þekkt efni, sem
leysa í sundur fibrin og þar með
blóðsega. Það er þó ekki fyrr en á
síðari hluta þessa ártugar að notkun
þeiiTa hefur orðið almenn. Fyrst í
stað var efninu sprautað beint í þá
æð sem stífluð var og gerði það að
verkum að aðstöðu þurfti til hjarta-
þræðinga og varð til þess að notkun
þeirra var takmörkuð. Eftir að ljóst
var að hægt var að gefa þessi efni
sem dreypilyf í bláæð hefur notkun
þeirra orðið mjög almenn og er nú
svo komið að þau eru talin sjálfsögð
við meðferð bráðrar kransæðastíflu.
Efni þau, sem hér er um að ræða,
eru streptokinasi, APSAC (strept-
okinasa-afbrigði), sem hvort
tveggja eru eggjahvítuefni unnin
úr bakteríum, og tPA, sem unnið
er með líftækniaðferðúm úr frum-
um eggjastokka hamstra. Fleiri efni
eru til, en þessi eru einna mest
notuð í dag. Óll þessi efni eru mjög
virk segaleysandi efni en ókostir
þeirra eru þeir, að þau geta einnig
leyst upp sega, sem myndast hafa
við eðlilega græðslu sára og ann-
arra æðaskemmda, og hafa jafn-
framt truflandi áhrif á storkukerfið
og geta því valdið blæðingum ann-
ars staðar í líkamanum. Það síðast-
nefnda, tPA, hefur þó mun stað-
bundnari verkun en hin tvö fyrr-
nefndu. Þetta eru dýr lyf og kostar
skammtur af streptokinasa í dag
um 15.000 krónur og um 80-90.000
krónur af tPA. Árangurinn er þó
ótvíræður og sýnt hefur verið fram
á með stórum fjölþjóðarannsókn-
um, sem íslendingar hafa m.a. tek-
ið þátt í, að minnka má dánartíðni
sjúklinga með kransæðastíflu um
allt að 25-50% með þessari með-
ferð. Árangurinn af meðferð er þó
háður því hversu langur tími hefur
liðið frá því æðin stíflast og bestur
er hann ef meðferð er hafin innan
fjögurra til sex klukkustunda frá
upphafi einkenna.
Þó takast megi að leysa upp blóð-
sega í kransæðum er vandamálið
ekki leyst. Erfitt getur verið að
halda æðinni opinni áfram, því
skemmd sú sem olli segamyndun
er að sjálfsögðu áfram til staðár.
Standa nú yfir víðtækar rannsóknir
á því hvort og hvenær gera eigi
aðgerðir í kjölfar segaleysandi með-
ferðar og þarf þá oftast að fram-
kvæma hjartaþræðingu og krans-
æðamyndatöku til að meta slíkt.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru
ennþá algengasta dánárorsök á ís-
landi. Dánartíðni af völdum þeirra
hefur farið vaxandi á undanfömum
áratugum þó að heldur hafi dregið
úr þeirri aukningu á síðustu árum.
Miklar framfarir hafa orðið í með-
ferð þeirra, sem hafa þennan sjúk-
dóm, bæði í lyfjameðferð og aðgerð-
um, æðaútvíkkunum og kranæða-
skurðaðgerðum. Dánartölur síðustu
tveggja ára sýna nú lægri dánar-
tíðni en áður, en of snemmt er að
fullyrða hvort hér sé um varanlegan
árangur að ræða.
Um æðasjúkdóma gildir þó sama
megin reglan og um alla aðra sjúk-
dóma að betra er að fyrirbyggja
en að lækna það sem sjúkt er orð-
ið. Til þess að slíkt megi takast
þarf þó að vera fyrir hendi þekking
á orsökum, eðli og útbreiðslu sjúk-
dómsins. Á því sviði hefur Hjarta-
vemd unnið brautryðjandastarf hér
á landi á síðastliðnum 25 ámm.
Höfundur er sérfræðingur á
hjartadeild Landspítalans.
Heimildarsaga eftir
Guðmund Daníelsson
IÐUNN heftir gefið út bók eftir
Guðmund Daníelsson rithöfund.
Bókin heitir Oskin er hættuleg —
heimildarskáldsaga um Guð-
mund Daníelsson, vini hans og
fleira fólk.
í kynningu útgefanda segir:
„Þetta er heimildarskáldsaga,
byggð á minningum skáldsins um
vini og samferðarmenn, aldarmynd
þar sem alvara og kímni haldast í
hendur eins og lesendur Guðmund-
ar þekkja úr bestu verkum hans.
„Óskin er hættuleg, því að hún
rætist. Það er hættulegt að unna,
elska og óska, því að þú færð það
allt saman,“ sagði skáldpresturinn
Sigurður Einarsson í Holti við Guð-
mund og þau orð kveða við eins og
leiðsögustef í þessari skáldsögu-
kenndu sjálfsmynd skáldsins. En
máttur óskarinnar tekst líka á við
ógnina og skelfinguna sem af því
getur hlotist að mæta Úlfari sóða,
jafnvel fyrir þann sem í bemsku
bað: Jesús-guð, gerðu mig skáld!
Kímnigáfa Guðmundar nýtur sín
einkar vel þegar hann segir óborg-
anlegar sögur af skáldvinum sínum
og fleira fólki. Um leið gefur frá-
sögn hans glögga mynd af mannin-
um sem þrátt fyrir yfirþyrmandi
amstur og eril missir aidrei sjónar
á óskadraumnum, kölluninni til að
skrifa.“
Guðmundur Daníelsson
w
RAYM0ND WEIL
GENEVE
Gæði og glæsileiki ofar öllu
FRYSTIKISTUR
SPAÐU I VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ
SPÁÐU í VERÐIÐ .
152 lítra uppseld
191 lítra kr. 33.900
230 lstra kr. 35.900
295 lítra kr. 39.900 A
342 lítra kr. 41.990
399 lítra kr. uppseld ®
489 lítra kr. 48.900 ®
587 litra kr. uppseld 0
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 91-84670 ÞARABAKKA 3, SÍMI 670100
RAFBÚÐIN, ÁLFASKEIÐI 31, HAFNARFIRÐI, SÍMI 53020
Innrabyrði
hömruðu élIí
---1
t
Lok með ljósi,
læsingu, jafn-
veggjum
ATH. 10% staðgreidsluafsláttur!
vægisgormum
og plastklætt
Djúpfrystihólf
Viðvörunarljós
Kælistilling
Körfur
Botninn er
auðvitað frysti-
flötur ásamt