Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
Starfsemi Stofiiunar
Sigurðar Nordals
eftir Úlfar Bragason
í tilefni af aldarafmæli dr. Sigurð-
ar Nordals prófessors, 14. september
1986, var komið á fót við Háskóla
íslands menntastofnun sem ber nafn
hans. Hlutverk stofnunarinnar er
samkvæmt reglugerð „að efla hvar-
vetna í heiminum rannsóknir og
kynningu á íslenskri menningu að
fornu og nýju og tengsl íslenskra
og erlendra fræðimanna á því sviði.“
Stofnun Sigurðar Nordais er ætl-
að að gegna hlutverki sínu einkum
með þvi að afla gagna um rannsókn-
ir tengdar íslenskri menningu;
— bjóða erlendum fræðimönnum
til íslands til að kynna rannsóknir
sínar, afla gagna til þeirra eða til
að stunda rannsóknir;
— styrkja íslenska fræðimenn til
að fara til annarra landa í því skyni
að stunda rannsóknir í fræðum
sínum og kynna þau;
— gangast fyrir ráðstefnum, um-
ræðufundum, námskeiðum og fyrir-
lestrum um íslenska menningu;
— hafa forgöngu um kennslu í
íslenskum fræðum erlendis;
— standa að útgáfu rita um
íslenska menningu.
Stofnuninni var valin stjórn 1986
til þriggja ára. í henni hafa setið
Davíð Olafsson fv. seðlabankastjóri,
formaður, skipaður af menntamála-
ráðherra, dr. Jónas Kristjánsson for-
stöðumaður Stofnunar Arna Magn-
ússonar, tilnefndur af háskólaráði,
og Svavar Sigmundsson dósent, kos-
inn af heimspekideild Háskóla ís-
lands.
Stofnuninni var veitt byijunar-
framlag á fjárlögum fyrir 1987. Á
Míele ryksugan
® JÓHANN ÓLAFSSON & C0. HF.
43 Sundabrag 13 -104 Reykjavik - Sími £88 588
er vönduð og vinnur vel.
Dýrgripur sem endist milli
kynslóða
Heimilistækjadeild
SIEMENS
Ódýrlr útvarpsvekjarar!
RG 283
• FM og miðbylgja.
• Vekur með útvarps-
dagskrá eða
síhækkandi suði.
• Blundhnappur.
• Svæfir (upp í
119 mín.).
• Verð: 2790 kr.
RG 281
• FM og miðbylgja.
• Vekur með útvarps-
dagskrá eða
síhækkandi suði.
• Blundhnappur.
• Svæfir (upp í
119 mín.).
• Verð: 3490 kr.
SMITH &NORLAND
NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
miðju því ári var henni fengið aðset-
ur í húsinu Þingholtsstræti 29 í
Reykjavík sem ríkissjóður keypti í
því skyni. Voru Hörður Ágústsson
iistmálari og Leifur Blumenstein
byggingafræðingur fengnir til að
athuga ástand hússins og sögu þess.
Húsið er tvílyft úr timbri og stendur
á hlöðnum kjallara. Það er í svoköll-
uðum sveitserstíl. Viðir þess voru
keyptir tilhöggnir frá Noregi. Er
húsið eitt hið elsta sinnar gerðar hér
á landi en Jón Magnússon lands-
höfðingjaritari, síðar forsætisráð-
herra, pantaði það og lét reisa árið
1899. Hefur því ekki verið breytt
að nokkru ráði síðan, Miklar viðgerð-
ir þurftu að fara fram á húsinu þeg-
ar stofnunin fékk það til afnota.
Gerði Leifur Blumenstein áætlun um
kostnað við þær en JBB teiknistofa
sf. teiknaði húsið upp. í framhaldi
af þessu var ráðist í að gera svo við
Þingholtsstræti 29 að starfsemi
stofnunarinnar gæti hafist þar.
Hafði Leifur eftirlit með því verki
ogöllum viðgerðum á húsinu síðan.
Haustið 1987 réð stjóm Stofnunar
Sigurðar Nordals þann sem þetta
ritar til að veita stofnuninni forstöðu
frá og með 1. janúar 1988. Á þeim
tæpu tveimur árum sem stofnunin
hefur nú starfað hefur verið leitast
við að koma húsnæði hennar í viðun-
andi horf, kynna hlutverk hennar
og starfsvettvang og sinna þeim
verkefnum sem henni voru fengin
með reglugerð eftir því sem fjárveit-
ingar hafa leyft. Eftir tillögu hús-
friðunarnefndar og stjómar Stofn-
unar Sigurðar Nordals var Þing-
holtsstræti 29 friðað í A-flokki frið*-
aðra húsa með bréfi menntamála-
ráðuneytisins 9. desember 1988. Þá
hefur verið unnið að viðgerðum á
húsinu og aflað til þeirra fjár frá
ýmsum aðilum. Er nú búið að gera
við skrifstofuhúsnæðið og upp ur
næstu áramótum verður væntanlega
unnt að taka í notkun íbúð í húsinu
sem erlendir fræðimenn, er koma til
landsins vegna starfa síns, geta
fengið afnot af. Enn er þó eftír að
lagfæra Þingholtsstræti 29 mikið,
sérstaklega að utan. Aðeins þegar
Viðtöl við skotveiðimenn
Skyttur á veiðislóð efitir Eg-gert
Skúlason og Þór Jónsson
IÐUNN hefiir geflð út bókina
Skyttur á veiðislóð eftir Eggert
Skúlason og Þór Jónsson.
í kynningu forlagsins á efni bókar-
innar segin „íslenskir skotveiðimenn
eltast við ýmsa bráð og því er á síðum
bókarinnar víða drepið niður fæti í
íslenskri náttúru. í orðum veiðimann-
anna koma fram öil helstu sérkenni
veiðidýranna; kænska og þrautseigja
refsins jafnt og varkárni gæsarinnar.
Þar má líka finna glögg merki um
þá virðingu sem veiðimaðurinn ber
fyrir bráð sinni og fyrir náttúrunni
allri.“
Þeir veiðimenn sem segja frá í
bókinni eru Ari Aibertsson, Snorri
Jóhannesson, Markús Stefánsson,
Sverrir Scheving Thorsteinsson,
Magnús Kristjánsson, Sverrir Her-
mannsson, Sólmundur Tryggvi Ein-
arsson, Karl Bridde og Páll Magnús-
son.
PÉTUR TRYGGVI,
gullsmiður
SÖLUSÝNING
GALLERÍIÐ
Kænuvogí36,
104 Reykjavik, simi 678950.
PÁLMAR KRISTMUNDSSON,
arkitekt
Opiðkl. 11-21 15.-23. des.
Úlfar Bragason
„Stoftiun Sigurðar Nor-
dals hefiir leitast við að
rækta garðinn sinn með
því litla fjármagni sem
henni hefiir verið
skammtað í þeirri trú
að máltækið sannist:
Mjór er mikils vísir.“
þeim endurbótum er lokið getur
ástand hússins talist gott og viðhald
þess samboðið menningarstofnun.
Um leið og starfsemi Stofnunar
Sigurðar Nordals var kynnt hér á
landi á sl. ári var fjölda háskóla og
fræðimanna, sem fást við íslensk
fræði erlendis, sent bréf um hana.
Þá voru sóttir nokkrir fundir bæði
austan hafs og vestan þar sem tæki-
færi gafst til að segja frá starfsem-
inni. Stofnun Sigurðar Nordals hefur
nú um sjöhundruð einstaklinga og
stofnanir í öllum heimsálfum á póst-
fangaskrá sinni. Hefur verið aflað
upplýsinga hjá þeim um kennslu og
rannsóknir í íslenskum fræðum og
stofnunin sendir þeim fréttabréf,
m.a. um ráðstefnur, fundi, nám-
skeið, bækur og tímariti á því fræða-
sviði, tvisvar á ári.
Stofnun Sigurðar Nordals hefur
reynt að ýta undir umræður um
stöðu íslenskrar menningar með því
að gangast fyrir fundum um það
efni tvívegis. Þá bauð stofnunin tíu
erlendum fræðimönnum frá Evrópu
og Ameríku neim I fyrrasumar til
að fjalla um kennslu og rannsóknir
í íslenskum fræðum og gera grein
fyrir viðfangsefnum sínum ásamt
nokkrum íslendingum. Á þessu ári
stuðlaði stofnunin að því að þrír ís-
lendingar sóttu ársfund Society for
the Advaneement of Scandinavian
Study í Salt Lake City í Bandaríkjun-
um og fluttu þar erindi um fræði
sín. Þá gekkst stofnunin í sumar
fyrir alþjóðlegu námskeiði um
íslenskt mál og menningu ásamt
heimspekideild Háskóla íslands.
Umsóknir um námskeiðið voru miklu
fleiri en gert var ráð fyrir og unnt
var að verða við. Um þijátíu stúdent-
ar alls staðar að, þó einkum frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýska-
landi, tóku þátt í því.
Stofnun Sigurðar Nordals er ætl-
að að annast þjónustu við íslenska
sendikennara sem nú starfa á Norð-
urlöndum, í Þýskalandi og í Frakkl-
andi. Því miður hefur allt of lítið
orðið úr þeirri þjónustu enn sakir
fjárskorts. Þó hefur sendikennurum
verið miðlað ýmsum upplýsingum
sem koma mega þeim að notum í
starfi og stofnunin hefur styrkt
samningu á nýju kennsluefni í
íslensku handa útlendingum. Þá hef-
ur hún aðstoðað við undirbúning
stúdentaheimsókna til landsins.
Þennan þátt í starfsemi stofnunar-
innar er annars bráðnauðsynlegt að
efla enda er menningarkynning
sendikennaranna ómetanleg.
Þá berast stofnuninni margar fyr-
irspurnir og beiðnir um kennslu-
gögn, bækur, ritgerðir o.fl. Hefur
verið leitast við að svara spurningun-
um eftir bestu getu og verða við
beiðnunum eftir því sem aðstæður
hafa leyft. Hefur verið reynt að
fylgja þeirri reglu að svara öllum
eríndum fljótt enda kvarta útlend-
ingar einatt undan því að hér á landí
sé bréfum sinnt seint og illa.
Nú er í undirbúningi að stofnunin
og Málvísindastofnun Háskólans
standi að mátþingi um íslenska mál-
fræði í tengslum við norræna málvís-
indaráðstefnu sem halda á hér í
Reykjavík um miðjan júní á næsta
ári. I lok júlí gengst stofnunin fyrir
alþjóðlegri námstefnu um norræna
goðafræði og Snorra-Eddu. Mun
stofnunin bjóða erlendum fræði-
mönnum til að taka þátt í hvoru-
tveggja. Þá er gert ráð fyrir að halda
næsta alþjóðlega sumamámskeiðið
í ísjensku 1991.
Á fjárlögum þessa árs voru Stofn-
un Sigurðar Nordals veittar tæplega
fjórar milljónir króna til launaút-
gjalda, reksturs og viðgerða á húsinu
Þingholtsstræti 29. Þetta er svipuð
upphæð og eytt var í Evrópusöngva-
keppni sjónvarpsstöðva af íslands
hálfu. Á sl. ári voru fjárveitingar
enn minni. Það gefur augaleið að
ekki er unnt að stunda þróttmikla
menningarkynningu fyrir þetta fé,
jafnvei þótt hverri krónu sé velt fyr-
ir sér og ekkert látið fara í súginn.
Engu síður hefur nokkuð áunnist.
Nu hefur verið safnað á einn stað
miklum upplýsingum um kennslu og
rannsóknir í íslenskum fræðum og
komið á sambandi við stofnanir og
fræðimenn á þessu sviði víða um
lönd. Á grunni þeirra úpplýsinga og
sambanda hefur fjölbreytt starfsemi
hafist.
Því miður er það fjármagn sem
veitt er til kynningar á íslenskri
menningu erlendis skorið við nögl,
samstarf þeirra sem vinna að þess-
um málum ákaflega lítið, engin
heildarstefna mörkuð og allt skipu-
lag fálmkennt. Ef nokkurt vit á að
vera í menningarkynningu þurfa
menn að hafa haldgóða þekkingu á
því sem þegar hefur verið gert og
ákveða að hvetju skuli stefnt en
ekki ijúka í framkvæmdir af venju-
legu íslensku fyrirhyggjuleysi.
Stofnun Sigurðar Nordals hefur leit-
ast við að rækta garðinn sinn með
því litla fjármagni sem henni hefur
verið skammtað í þeirri trú að mál-
tækið sannist: Mjór er mikils vísir.
Höfundur er forstöðumaður
Stofnunar Sigurðar Xordals.