Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 22

Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 22
22 esei H3aM383u .02 JUJOAuUXlvaiM aigAtlHMUOHO MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989 MRLAKS SA6A HELGA Þegar Jóhannes Póll II pófi kom hingað til lands í jóní sl., kom út ný útgófa af Þorláks sögu helga, Skál- holtsbiskups, búin til prent- unar af Ásdísi Egilsdóftur, bókmenntafræðingi, sem skrifar formála að bókinni. ÞORLAKS SAGA HELGA ER KJERKOMIN JOLAGJOF Þorlákssjóöur. r KASTAR ÞÚ PENINGUM í RUSLIÐ? Láttu dósapressuna spara Tilvalin jólagjöf þér tíma og fyrirhöfn. Verð kr. 3.200 • Fyrirferð dósanna minnkar 5-6 falt • Margfalt færri ferðir • Skilagjald greitt í beinhörðum peningum* Pantið í síma 626311, GRIP umboðs- og heildverslun. * Ath! Endurvinnslan hf. greiðir fyrir pressaðar dósir, en sjálfvirkir dósamóttaJcarar taka ekki við beim. Söluaðilar: Byggt & Búið, Kringlunni Haraborg hf. Laugavegi og Hafnarstræti. SIEMENS Ódýr örbylgjuofn! HPllO? • Stiglaus stilling á örbylgjustyrk upp í 500 W. • Tímarofi með hámarkstíma 30 mín. • Tekur 14,5 lítra. • Isl. leiðarvísir og matreiðslubók. • Almennt verð: 20.300,- kr. Staðgreiðsluverð: 19.285,- kr. SMITH &NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300 Rangar aherzlur eftiv Friðrik Ásmundsson Brekkan Ég minnist þess árið 1963 þegar uppi varð fótur og fit í Reykjavík og blöðin gerðu að sérstöku umtals- /efni þá staðreynd að á götum höfuð- borgarinnar hefðu sézt bifreiðir með skráningarnúmer um og yfir R-10000. í dag kippir sér enginn upp við bílnúmer sem fer yfir 75000-strikið. Þannig breytast tímamir. Árið 1963 var ekki búið að mal- bika Lönguhlíðina og Nóatúnið og hið bundna slitlag Miklubrautarinn- ar endaði við fyrstu Hvassaleitis- blokkina. Þar var mikið skarð, þannig að bifreiðar skullu í jarðveg- inn þegar hoppað var fram af mal- bikinu til móts við þann stað, sem Kringlan stendur í dag. Þá var eina sælgætið, sem selt var í verzlunum, Öldusúkkuiaði, Freyjukaramellur, möndlur, kúlur, lakkrísrör og rauður og blár Ópal. Þær matvörur sem fengust þá voru aðallega Ora-bollur, fiskbúð- ingur, kjötfars, nætursöltuð flök, hvalrengi og frystar kótilettur sem seldar voru í hvítum strigapokum. Aðalkryddið á þessum tímum var Vals-tómatsósa, SS-sinnep, salt og pipar. Fólk, sem fór fram á aðrar tegundir af kryddi var álitið annað- hvort geðveikt eða óþjóðlegt. Allflestir drengir voru í gúmmí- skóm og blárri pijónapeysu og nokkurs konar gallabuxum, sem nefndar voru „nangkingsbuxur" og fékkst þetta allt saman í verzlun- inni Geysi. Fótboltaskórnir voru svartir og hvítir frá pólska fyrirtækinu Cebos og fengust hjá Hvannbergsbræðr- um sem þá vcru til húsa í Eimskipa- félagshúsinu í miðborg Reykjavík- ur. Bflafloti landsmanna uppistóð af nokkrum Taunusum, Fólksvögnum og einstaka Studebaker auk Willys- og Overland-jeppa. Þetta var nú allt og sumt seni til var af neyzluvarningi á íslandi á þessum árum. En svo breyttist þetta allt sam- an. Höftin voru afnumin að miklu leyti og þjóðinni var talin trú um að hún hefði efni á að eyða eins og berserkir. Nú fylltust allar hillur í verzlunum og sérstakar krydd- deildir komu til skjaianna og maður ekki með mönnum nema hann hefði heima hjá sér stútfulia krj'ddhillu og alls kyns annan „aukabúnað" til mataigerðar. Fataverzlanir spruttu upp og bifreiðainnflutningur fór brátt fram úr öllum fyrri heimsmet- . um ailra þjóða til samans, að því er yið sjálf sögðum. I kjölfarið kom bflasímainnflutn- ingur, myndbandstæki, fótanudd- tæki og ðnnur nauðsynjavara. En hvernig er staðan hjá þorra manna í dag árið 1989? Margir hafa það gott en flestir eru á hausn- um. Ofurfjárfestingar í hinum ímynduðu góðærum hafa eyðilegt stöðugleikann. Menn héldu að þetta væri allt sáman rökrétt og reistu sér allt of stór bú. Þegar alit kemur til alis, hefur þjóðin í rauninni aldrei haft efni á öðru eri nokkrum pökkum af rauð- um og bláum Ópal, allt annað er blekking. Við eigum fullt í fangi með að halda í við vegagerð og kostnað við uppbyggingu lieilbrigðis- og skóla- mála. Við höfum ekki efni á ofur- neyzlunni... Það er ekki rétt stefna að eyða stundargróða þjóðfélagsins í að iáta þegnana ímynda sér að þjóðin sé orðin rík og svipta hana síðan þeim draumi að ári. Allir héldu nefnilega að hlutirnir væru í stakasta lagi fyrir þremur árum þegar þenslan var sem mest, en það var ekki neitt í lagi. Þetta var allt saman lánsfé og blekkingin mikla að halda að við værum nú endanlega á grænni grein og gæt- um þess vegna fleygt gamla þjóð- félagiriu á haugana, var einmitt óskhyggja og blekking. I dag er það þannig að við erum með at- hæfi okkar búin að koma þjóðinni algerlega úr jafnvægi og gera hana mjög veika fyrir öllum skyndiáhrif- um innlendúm sem erlendum. Hópar hafa leyst upp í einingar og það má segja að sérhver ein- stakiingur sé orðinn að einni grimmri eiginhagsmunaeiningu. Fáir hafa efni á og löngun til þess að leggja fyrir peninga. Þeir eru margir reikningarnir og háir vext- irnir og gjöldin. Þá er líka hugsun- in ávallt sú að eyða í hveili þvi á morgun hækkar vöruverðið. Nú ætla ég að lýsa öríitlu hag- spekidæmi, sem ég skil alls ekki en vonandi að þú lesandi góður getir hjálpað mér. Dæmið er svona: Stjómvöld heimiluðu óheftan inn- flutning á tugum þúsunda bifreiða á örfáum árum. Allt fylltist af nýj- um bifreiðum og fulibníklegum bílum var fleygt á haugana til að rýma fyrir þeim nýju. Um leið og þeim var hent þá var einnig hent hluta af dyggðinni í þjóðarsálinni, en það er annað mál. Nýjar verzlunarmiðstöðvar voru byggðar hér í Reykjavík og leituðu margir viðskiptavinir þangað. Ég skil það vel, það hefúr rijgnt meira eða minna í tvö ár á Islandi og gott er að verzla innan dyra auk þess sem ekkert kostar að leggja bifreiðum sínum við þessar verzlun- armiðstöðvar. Þá fannst kaupmönnum við Laugaveginn og miðborg Reykja- víkur illa að sér vegið og heimtuðu að eitthvað yrði gert til þess að laða viðskiptavini i miðborgina. Gott og vel, Laugavegurinn var rif- inn upp og var flakandi sár í marga mánuði og síðan var lagt á hann ágætis skrautgrjót fyrir nokkrar milljónir, sem síðan varð að rífa upp á nýjan leik, eða malbika yfir, vegna þess að gijótlögnin var illa gerð og þoidi ekki akstursálagið, að því er mér skilst. Margir fara fótgangandi um mið- borgina enda er það bezta leiðin. Aðrir fara með strætisvögnum en svo eru aðrir sem kjósa að fara á einkabílnum og leggja honum á þar til gerð gjaldskyld bílastæði. Til þess að bæta upp visst at- vinnuleysi sem er til staðar á landinu og skapa þar með störf, voru settar upp stöðumælaherdeild- ir á vegum borgarinnar. Tíðni yfir- ferða stöðumælavarða er það þétt að ef bifreið við stöðumæli fer eina til fimm mínútur yfir tímann er einn af iiðsmönnum mættur með sektar-gíróseðilinn. Auðvitað þarf að skapa öllum þegnum iandsins atvinnu, en það er ekki sama hvers konar atvinna mönnum er sköpuð. Þessar stöðumælaofsóknir í mið- borg Reykjavíkur eiga ekki við nein rök að styðjast Það er verið að reyna að iaða fólk í miðborgina tii viðskipta, en jafnframt eru skipaðar árásarsveitir til þess að fæla menn burt úr mið- borginni. Það þykir líka ágæt fé- þúfa að refsa hinum venjulega borgara fyrir að hafa verið svo vit- laus að kaupa sér bifreið á þeim tíma sem stjórnvöld leyfðu óheftan innflutning á þeim. Af hveiju er , verið að leyfa óheftan innflutning I BÆJARRAÐ Egilsstaðabæj- ar samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sínum 14. desember 1989: „Bæjarráð Egisstaðarbæjar mót- mæiir harðlega framkomnum hug- myndum um frestum einstakra liða í verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga. Þess er krafist að ríkið gangi ekki bak orða sinna og standi við það samkomulag sem gert hefur verið við sveitarfélög í landinu um tilfærslu á verkefnum. Bæjarráð harmar, ef rikið lætur deilur við Rej'kjavíkuritorg leiða til þess að hagsmunir annara sveitarfélaga verði fyrir boiö bornir, en líta verð- úr svo á að neitun ríkisins á að Friðrik Ásmundsson Brekkan „Það er verið að reyna að laða fólk í miðborg- inatil viðskipta, en jafii- framt eru skipaðar árásarsveitir til þess að fæla menn burt úr mið- borginni.“ á bifreiðum ef svo má hvergi leggja þeim nema vera með lífið í lúkunum og í sífellu hlaupandi út og suður til þess að finna guian fimmtíukall að fóðra stöðumælinn með? Nei, þetta er hagspeki sem ég skil ekki en vonandi ert þú sem þetta lest greindari en ég og getur ráðið fram úr þeirri fyrirhyggju sem hér býr að baki. Ef skapa á störf á að skapa mönnum uppbyggileg störf, ekki störf, sem sett eru til höfuðs ein- hverjum og gera ekki annað eft að skapa neikvæðni og bölvun. Það á ekki að refsa þeim, sem verið er að hvetja til þess að koma í mið- borg Reykjavíkur. Ekki heldur á að refsa mönnum almennt fyrir að vilja vera íslendingar og búa hér á okkar ágæta landi. Sé refsiyöndur- inn og skammtímasýnin ávallt höfð að leiðarljósi, fer sem fer að margt ágætis fólk flyzt til útlanda og kem- ur ekki heim á ný. Er það þetta sem þið viljið, stjórnmálamenn? Nei, ég held ékki, ég held að þetta sé ein- göngu vanþroskað hugsunarleysi, sem þið eigið eftir að bæta. Von- andi... Því miður er rotnunin orðin það mikil í þjóðfélaginu í dag að inn- heimtumenn og lögtakskóngar vaðá uppi á meðan hinn stóri þögli mæddi meirihluti þorir ekki að segja neitt af ótta við að fyrirfara sjálfum sér og sínum. Það er ekkert að óttast nema óttann sjálfan, munið það. Höfundur er fnrarstjóri í Algarve í Portúgal fyrirEvrópuferðir. yfirtaka rekstur heilsugæslustöðva leiði til þess að forsendur fyrir verkaskiptingu sú brosnar. Skorað er að stjórn 'Sambands íslenskra sveitarfélaga og ríkið að hvika livergi frá settum lögum um verka- skiptinguna.“ ■ TÍMARIT.— Baruið þitt, tíma- rit um börn og fleira fólk er nýjung á tímarilamarliaðiuuin hér á landi. Útgefandi er Frjáls markaður hf. Ritstjóri er Jó- hanna Birgisdóttir. Fjallað er ein- göngu um málefni barna, umönnun J>eirra og uppeidi frá fæðingu fram á unglingsár. Tímaritið verður gefið út Qórum til sex sinnum á ári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.