Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 29
8£
29
C8ei imat/ii'iaaa .os irjoAguhivqim aia/viHMu;)íioi/i
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKTJD‘AGUR '2IT. 'DESEMBER 1989
Samskipti Kína og Bandaríkjanna:
Bush ákvað leynifimd
mánuði eftir blóðbaðið
Hafði áður lagt bann við samskiptum
háttsettra embættismanna
Washington, Peking. Reuter.
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum hafa staðfest að þeir Brent Scowc-
roft, öryggisráðgjafi George Bush Bandaríkjaforseta, og Lawrence
Eagleburger, aðstoðarvarnarmálaráðherra, hafi haldið í leynilega
fór til Kína í byrjun júlímánuðar en um mánuði áður höfðu kínversk
sljórnvöld brotið á bak aftur með hervaldi mótmæli lýðræðissinna
á Torgi hins himneska friðar í Peking. Mál þetta þykir álitshnekkir
fyrir Bush forseta en þann 20. júní lagði hann bann við samskiptum
háttsettra kínverskra og bandarískra embættismanna til að undir-
strika fordæmingu Bandaríkjastjórnar á voðaverkum kínversku her-
sveitanna í Peking.
Réuter
Manfred Wörner (t.h.), framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins,
heilsar Edúard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í
aðalstöðvum bandalagsins í Brussel í gær.
Shevardnadze í heimsókn
hjá Atlantshafsbandalaginu:
Varnarbandalögin
tvö tryggj a j afiivægi
á breytingatímum
Brussel. Reuter.
MANFRED Wörner, fram-
kvæmdasljóri Atlantshafsbanda-
lagsins (NATO), segist hafa feng-
ið óformlegt boð frá Edúard
Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, um að
heimsækja Sovétríkin og muni
hann hugleiða það. A hinn bóg-
inn segist Wörner hafa hafiiað
tillögu sovéska ráðherrans um
reglubundna fúndi fulltrúa
NATO og Varsjárbandalagsins.
Shevardnadze heimsótti aðal-
stöðvar NATO í Brussel í gær,
fyrstur sovéskra ráðamanna, og
voru hann og Wörner sammála
um að horfúr á samningum um
fækkun í hefðbundnum herafla í
Evrópu og 50% fækkun lang-
drægra kjarnavopna á næsta ári
væru góðar.
Shevardnadze sagði viðræðurnar
hafa verið mj'ög nauðsynlegar og
gagnlegar. „Eg hygg að að nú,
þegar grundvallarbreytingar eiga
sér stað í Evrópu, geti bandalögin
tvö gegnt mjög mikilvægi hlutverki
við að tryggja jafnvægi og öryggi,"
sagði ráðherrann. Wörner sagðist á
blaðamannafundi hafa skýrt She-
vardnadze frá því að yrðu áfram-
haldandi breytingar í ríkjum Var-
sjárbandalagsins kæmi til greina
að taka upp formlegt samband milli
bandalaganna en þad væri ekki
tímabært enn þá. Vel kæmi til
greina að ráðherrar frá öðrum Var-
sjárbandalagslöndum kæmu í aðal-
stöðvarnar en ekki sem fulltrúar
hernaðarbandalags Austur-Evró-
puríkjanna.
Sovéski ráðherrann kom til aðal-
stöðvanna í bíl sem bar veifu með
mynd af hamri og sigð og tók
Wörner á móti honum ásamt sendi-
herrum bandalagsríkjanna 16. Á
veggjum ganganna til skrifstofu
eru skilti þar sem embættismenn
og stjórnarerindrekar eru varaðir
við lausmælgi_ um öryggismál Vest-
urveldanna. Á leiðinni út heilsaði
Shevardnadze nokkrum starfs-
mönnum með handabandi og slógu
menn á létta strengi. Ráðherrann
sagði blöðin hafa sagt að hann
ætlaði ofan í gíg eldfjalls en þetta
hefði ekki verið svo hræðilegt.
Wörner sagði í viðtali við frétta-
mann Reuters-fréttastofunnar að
Bandaríkjamenn myndu fækka
meira í herliði sínu í Evrópu en
áætlað hefði verið en það yrði gert
í samráði við önnur bandalagsríki.
Nauðsynlegt væri að endurmeta
hernaðarógnina frá kommúnista-
ríkjunum í ljósi atburða undanfar-
inna mánaða í ríkjum Varsjárbanda-
lagsins.
Shevardnadze undirritaði á
mánudag fyrsta viðskiptasamning
Sovétríkjanna og Evrópubanda-
lagsins (EB) ásamt Roland Dumas,
utanríkisráðherra Frakka og for-
seta ráðherranefndar EB, og Frans
Andriessen, sem annast utanríkis-
mál bandalagsins. Aflagðir verða
innflutningskvótar bandalagsins á
vörur frá Sovétríkjunum frá 1995
og EB-ríki fá betri aðgang.að sov-
éskum markaði. Samningurinn
gildir í tíu ár og er gert ráð fyrir
aukinni samvinnu í vísindum og
tækni, landbúnaði, umhverfismál-
um, fjármálaþjónustu og starfs-
þjálfun.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN
skýrði frá leyniförinni á mánudag
og fáeinum klukkustundum síðar
var það staðfest af hálfu forseta-
embættisins að hún hefði verið far-
in. Marlin Fitzwater, talsmaður
Bush Bandaríkjaforseta, varði þá
ákvörðun forsetans að skýra ekki
frá för embættismannanna í júlí og
sagði hugsanlegt að fleiri slíkum
fundum yrði komið á. „Forsetinn
telur að þær aðstæður geti skapast
að rétt sé að skýra ekki opinberlega
frá slíkum fundarhöldum." Sagði
Fitzwater einnig að Bush teldi mik-
ilvægt að rætt væri augliti til auglit-
is við kínverska stjórnmálamenn.
Slíkum stjórnmálasamskiptum
væru þeir vanastir en Bush var sem
kunnugt í eina tíð sendiherra
Bandaríkjastjórnar í Kína og þykir
búa yfir þekkingu og reynsíu af
þjóðlífi öllu þar eystra.
í yfirlýsingu forsetaembættisins
sagði að ákveðið hefði verið að
senda þá Scowcroft og Eagleburger
til Kína í júlí til að koma þeim boð-
um beint og milliliðalaust til kínver-
skra ráðamanna að Bandaríkja-
menn teldu blóðbaðið á Torgi hins
himneska friðar mikið alvörumál.
Kínverska utanríkisráðuneytið
birti tilkynningu í gær þar sem
sagði að Bandaríkjamenn hefðu
óskað eftir viðræðunum í júlí og
hefðu þær verið gagnlegar.
Hersveitum var sigað á óvopnaða
stjórnarandstæðinga á torginu eftir
að þeir höfðu haldið uppi andófi
þar og krafist lýðræðisumbóta. Enn
er ekki vitað með vissu hversu
margir voru myrtir þann 4. júní en
talið er að hundruð og jafnvel þús-
Síðastliðinn föstudag varaði
bandaríska utanríkisráðuneytið
við árásum hryðjuverkamanna í
Vestur-Evrópu og í Vestur-Afríku
og daginn áður jók franska lög-
reglan viðbúnað sinn vegna jóla-
hátíðarinnar. Segja sérfræðingar,
að íslamskir öfgamenn, sem hat-
ast við allt, sem vestrænt er, telji
jólin vera táknræn fyrir vestræna
menningu og því sé árangursrík-
ast að fremja hryðjuverkin þá.
í yfirlýsingu bandariska ut-
anríkisráðuneytisins var sérstak-
lega varað við Hizbollah-samtök-
unum í Líbanon en nokkur hætta
er einnig talin á, að Rauðu her-
deildirnar í Vestur-Þýskalandi og
svipuð samtök í Belgíu, Frakklandi
og á Ítalíu hafi eitthvað á prjónun-
um.
GLEÐILEG JOL
OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
Óska ég öllum ættingjum og vinum með þökk
fyrir liðin ár.
Karl Bjarnason,
Minni-Grund.
Hringbraut 50, Reykjavík
undir maftna hafi fallið í árásinni.
Þann 20: júní skýrði Bush forseti
frá því að hann hefði afráðið að
leggja bann við samskiptum hátt-
settra bandarískra og kínverskra
embættismanna til að undirstrika
þá afstöðu stjórnvalda í Banda-
ríkjunum að árásin hefði verið órétt-
lætanlegt blóðbað.
Það er einkum af þessum sökum
sem frétt CNN vakti svo mikla at-
hygli sem raun ber vitni og eins
vegna þess að mörgum þótti för
þeirra Scowcrofts og Eagleburgers
til Kína í þessum mánuði gagnrýnis-
verð. Þeir áttu viðræður við
kínverska ráðamenn þann 9. og 10.
þessa mánaðar og hefur talsmaður
Demókrataflokksins t.a.m. líkt þeim
George Bush
fundahöldum við ólöglega vopna-
sölu bandarískra embættismanna í
tíð Ronalds Reagans, íran-contra-
málið svonefnda. Opinbera skýring-
in á viðræðunum nú í desember er
sú að Bandaríkjamenn hafi viljað
koma í veg fyrir'vaxandi einangrun
Kínveija á alþjóðavettvangi en yfir-
völd þar í landi kölluðu yfir sig
fordæmingu víða um heim er herafl-
inn var sendur á vettvang.
Varað við hryðju-
verkum um jólin
Washington. Reuter.
OTTAST er, að ýmis hryðjuverkasamtök, sem hatast við Banda-
ríkin og önnur vestræn ríki, telji árangursríkara að láta til skarar
skríða um jólaleytið en á öðrum árstíma. Er það haft eftir banda-
rískum embættismönnum og öðrum sérfræðingum og á það bent,
að fyrir ári var Pan Am-þota með 270 manns innanborðs sprengd
yfír Lockerbie í Skotlandi.
l^&l:
Lítil raftæki frá Siemens
Kaffivél sem er áferð-
arfalleg og þægileg í
notkun. Fyrir 10 bolla.
.2990 kr. >
Kaffivél með gullsíu.
Gufan er skilin frá við
lögun. F. 8 og 12 bolla.
3885/5990 kr.
Brauðristar aí
ýmsum gerðum,
einfaldar og tvöfaldar.
k Verð frá 1910 kr.
Gufustrokjárn sem
sér til þess að allt verði
slétt og fellt. 3850 kr.
Djúpsteikingarpottur
fyrir 1,7 - 2,5 1. Fyrir
alls kyns matvæli, sér-
staklega góður til kleinu-
baksturs. 9585 kr.
Bílryksuga sem er
lítil og handhæg. Tengd
við kveikjaratengi.
1360 kr.
SMITH&NORLAND
__ NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
i jnMbi'
| Bladh) sem þú vaknar vió!