Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1989
KEA býður Háskól-
anum frítt húsnæði
STJORN Kaupfélags Eyfirðinga hefur boðið Háskólanum á Akureyri
tvær neðstu hæðir Glerárgötu 26 til afnota endurgjaldslaust í þrjú ár.
Þarna er um að ræða um 800 fermetra rými samtals.
Jóhannes Sigvaldason formaður
stjórnar Kaupfélags Eyfirðinga sagði
að hugmyndin hefði komið snögglega
upp í kjölfar umræðna um vandræði
Háskólans á Akureyri þar sem fjár-
magn skorti til kaupa eða byggingar
húsnæðis fyrir sjávanátvegsdeild.
Hann sagði einnig að það væri álit
stjórnar kaupfélagsins að stofnunin
væri styrkur fyrir byggð á Norður-
landi. „Við vildum leggja okkar lóð
á vogarskálina til að stuðla að því
að skólinn geti starfað hér og þar
með að eflingu byggðar hér,“ sagði
Jóhannes.
Umrætt húsnæði hefur lítið verið
notað frá því byggingavörudeild
KEA var flutt þaðan og að Lóns-
bakka fyrir um tveimur árum, en
öðru hvoru hafa ýmis konar markað-
ir verið starfandi þar um tíma.
Jón Þórðarson forstöðumaður
sjávai’útvegsdeildar sagði að boð
kaupfélagsins sýndi að mönnum
stæði ekki á sama um skóiann. „Við
erum afar ánægðir með þetta boð,
það er höfðinglegt og lýsir mikilli
framsýni," sagði 'Jón.
Enn ríkir óvissa um hversu mikið
fc Háskólinn á Akureyri fær af fjár-
lögum næsta árs, en þrátt fyrir það
hafa innritaðir stúdentar í sjávarút-
vegsdeild verið boðaðir í skólann 4.
janúar næstkomandi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Dómneftid kom saman til ftindar í gær til að fara yfir hugmyndir
sem bárust í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefndar Akureyrar,
en í dómnefnd eru Torfi Guðmundsson, Stefán Jónsson og Emil
Thoroddssen.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á litlujólunum
Litlu jólin voru haldin á leikskólanum Iðavelli í gær og að sjálfsögðu við slík tækifæri örkuðu jólasveinar
til fundar við börnin og komust klakklaust í hús þrátt fyrir snjókomu og erfiða færð á götum bæjarins.
Akureyrarbær, verkamannabústaðir og Húsnæðisstoftiun:
Samið um rekstur hús-
næðisskrifstofu á Akureyri
Hugmyndasamkeppmatvinnumálanefhdar:
33 hugmyndir bárust
ALLS bárust 33 hugmyndir í hugmyndasamkeppni atvinnumálanefndar
Akureyrar, en frestur til að skila inn hugmyndum er runninn út. Dóm-
nefnd kom saman til fyrsta fundar
sem höfðu borist.
Hólmsteinn Hólmsteinsson for-
maður atvinnumálanefndar sagði að
menn væru þokkalega ánægðir með
þátttökuna, en hefðu jafnvel vonast
til að fá inn fleiri hugmyndir. „En
við vonum auðvitað að einhveijar
þein-a hugmynda sem okkur bárust
muni skila sér inn í atvinnulíf á
Akureyri," sagði Hólmsteinn.
Dómnefndar bíður að fara yfir
hugmyndirnar og meta þær og hefur
í gær og skoðaði þær hugmyndir
verið óskað eftir því að hún ljúki
störfum í lok janúar, en 15. febráar
næstkomandi er ætlunin að veita
verðlaun fyrir þijár bestu hugmynd-
irnar. í dómnefnd sitja Torfi Guð-
mundsson forstjóri Odda fyrir at-
vinnumálanefnd, Stefán Jónsson frá
Háskólanum á Akureyri og Emil /
Thoroddssen frá Iðntæknistofnun
íslands.
BÆJARSTJÓRN Akureyrar hefur samþykkt samning á milli Akur-
eyrarbæjar, stjórnar verkamannabústaða á Akureyri og Húsnæðis-
stofnunar rikisins um að þessir aðilar stofiii, eigi og reki sameign-
arstofnun er nefiiist Húsnæðisskrifstofan á Akureyri. Samningur-
inn er til tveggja ára og verður endurskoðaður að þeim tíma lokn-
um.
í samningnum er gert ráð fyrir
að aðilarnir þrír geri hver í sínu
lagi þjónustusamning við skrif-
stofuna um þau verkefni á sviði
húsnæðismála sem þeir fela henni.
Þá mun hver aðili um sig tilnefna
einn fulltrúa í rekstrarnefnd skrif-
stofunnar og hún síðan fram-
kvæmdastjóra sem hefði með dag-
legan rekstúr hennar að gera.
Þau verkefni sem skrifstofan
kemur til með að annast eru m.a
íyrir AKureyiaroæ, uppgjör og
viðskiptamannabókhald vegna
bygginga, kaupa og sölu félags-
legra íbúða, kaup, bygging, sala,
endursala og leiga á almennum
og félagslegum kaupleiguibúðum.
Útleiga og umsjón með leiguíbúð-
um í umboði öldrunarráðs, félags-
málaráðs, skólanefndar og ann-
arra stofnana og nefnda bæjarins
sem og bygginga íbúð fyrir aldr-
aða á Akureyri.
Bæjarstjórn Akureyrar:
Vinnubrögð við tilboð vegna
hafiiarmannvirkja undarleg
- segir Sig'ríður Stefánsdóttir. Bæjarstjóri vísar gagnrýninni á bug
SIGRÍÐUR Stefánsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins í bæjar-
stjórn Akureyrar spurðist fyrir um það á fundi bæjarstjórnar í gær
í hvers nafni Sigfús Jónsson bæjarstjóri hefði talað er hann gekk á
fund Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra og tjáði honuin að sveitarfé-
lögin í Eyjafirði væru tilbúin að kosta byggingu og rekstur hafnar-
mannvirkja kæmi til þess að álver yrði reist í Eyjafirði. Sigríður
kvaðst hafa orðið undrandi er hún heyrði fréttir af þessu tilboði í
fjölmiðlum og sagði hún vinnubrögð vegna þessa máls undarleg.
Töluverðar umræður urðu um
þetta mál á fundi bæjarstjórnar í
gær og lagði Sigríður Stefánsdótt-
ir, sem hóf umræðuna, fram fyrir-
spumir til Sigfúsar Jónssonar bæj-
arstjóra m.a. um í hvers umboði
hann hefði talað, hveijir stæðu að
þessari samþykkt og hvort núver-
andi og verðandi héraðsnefndir
Eyjafjarðar gætu gert samþykktir
sem væru fjárhagslega skuldbind-
andi fyrir sveitarfélögin. „Ég tel
að hér hafi verið gengið of langt
og þessar starfsaðferðir eru móðg-
un við starfandi sveitarstjórnir á
svæðinu," sagði Sigríður.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir (B) tók
undir orð Sigríðar og sagði þessi
vinnubrögð furðuieg. I svari Sigfús-
ar Jónssonar kom fram að héraðs-
nefnd Eyjafjarðar hefði kosið
þriggja manna nefnd sl. vor sem
ætti að vera eins konar viðræðu-
nefnd vegna hugsanlegs álvers og
inn í þá nefnd hefðu síðar komið
bæjarstjóramir á Akureyri, Dalvík
og í Ólafsfirði. Nefnd þessi hafði
starfað ásamt framkvæmdastjóra
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Sigf-
ús sagði að er í ljós hafi komið í
haust að ekki yrði um frekari
stækkun álversins í Straumsvík að
ræða hefðu menn talið meiri mögu-
leika á því að álver risi í Eyjafirði
og í viðræðum á bak við tjöldin
hefði komið í ljós að Eyfirðingar
ættu lítinn möguleika nema þeir
hefðu eitthvert tromp á hendi sem
þeir gætu spilað úr. Að vandlega
athuguðu máli hefði verið ákveðið
að bjóðast til að reisa og reka hafn-
armannvirki í tengslum við álverið.
Bæjarstjóri svaraði því til varð-
andi spurningu Sigríðar, að hann
hefði fengið heimild frá meirihluta
bæjarstjórnar og talað í umboði
hennar og sagði hann að á öðrum
stöðum hefði sami háttur verið
hafður á, en á fundi með iðnaðar-
ráðherra hefði hann talað í umboði
viðræðunefndarinnar.
Sigurður Jóhannesson (B) sagð-
ist hafa vitað af þessu máli og
styddi hann hugmyndina. „Ég tel
þetta góðan leik í skákinni," sagði
Sigurður. Sigríður tók aftur til
máls og sagði það sérkennilega
mynd af lýðræðinu sem birst hefði
og hún teldi að umfjöllun málsins
væri ábótavant. Fi-eyr Ófeigsson
(A) og Björn Jósef Arnviðarson (D)
sögðu báðir að ekki væri um að
ræða brot á lýðræðisreglum,
ákvarðanir af þessu tagi væru iðu-
lega teknar án þess að þær hefðu
verið formlega samþykktar. Þá
væri einnig viðurkennd leikregla í
lýðræði að meirihlutinn réði og ljóst
væri að meirihluti bæjarstjórnar
styddi þessa hugmynd.
í umboði stjórnar verkamanna-
bústaða annast skrifstofan kaup,
byggingu, sölu og endursölu íbúða
í verkamaunabústöðum og annast
ráðgjafaþjónustu við húsbyggj-
endur og kaupendur húsnæðis fyr-
ir Húsnæðisstofnun ríkisins, auk
þess að hafa umsjóri með hús-
bréfum, afgreiðslu og upplýsing-
um um lánsumsóknir.
Á fundi bæjarstjórnar í gær
kom fram ánægja með að Hús-
næðistofnun skuli nú loks ætla að
bjóða upp á þjónustu í bænum. Á -
fundinum var samþykkt að tiln-
efna Dan Jens Brynjarsson, hag-
sýslustjóra, fulltrúa Akureyrar í
rekstrarnefnd.
Ólafsfjörður:
Yill leigja
rekstur á
sjúkradeild
Ólafsfirði.
KRISTÍN Torberg hjúkrun-
arfi-æðingur á Akureyri
hefiir sent stjórn Elli- og
dvalarheimilisins Horn-
brekku í Ólafsfirði bréf og
óskar eftir því að taka
rekstur sjúkradeildar dval-
arheimilisins á leigu frá og
með næstu áramótum.
Kristín, sem starfaði um
skeið við dvalarheimilið -Horn-
brekku, tekur fram í bréfinu
að sjúkradeildina hyggist hún
starfrækja i anda Vinarsam-
þykktarinnar um hjúkrun.
Stjórn Dvalarheimilisins
Hornbrekku hefur nú vísað
erindi Kristínar til heilbrigðis-
ráðuneytisins en við breytta
verkaskiptingu rikis og sveit-
arfélaga sem gildi tekur um
áramót flyst rekstur sjúkra-
deildarinnar til ríkisins.
- SB