Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 44

Morgunblaðið - 20.12.1989, Page 44
MOBGUNBLAÐIf) MIÐVIKIJDÁGUR 20. DESEMBER 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NaatiÖ Hid dæmigerða naut (20. apríl til 20. maí) er að upp- iagi þoíinmótt "og fellur vel að starfa í ró og næði, kannski ekki síst vegna þess að það er jarðbundið og vill geta séð hvað raunveruiega er að gerast. Það vill að sér- hver athðfn leiði til varanlegs árangurs og reynir því að temja sér næg og vandvirkn- isleg handtök. Aðrir eiga til að gagnrýna Nautið fyrir hægaganginn. í sumum til- vikum á sú gagnrýni rétt á sér, en í öðrum tilvikum er einungis það fyrst og fremst að gerast að viðkomandi er ekki jafn vandvirkur og Naut- íð. Þœgindi Nautið vill þægilegan lífsstíl. Því líkar vel að sitja í góðum stól í hlýju húsi og slappa af. Það hugsar mikið um mat og á til að borða of-.míkið og fitna. Það þarf að vara sig á sætum og fituríkum mat Þar sem Nautið er gefið fyrir þægindi og rólegheit reynir það oft að forðast líkamlega áreynslu og átök. Það þarf að varast að gera of míkíð af slíku því það þarf á hreyf- ingu að halda og mátuleg átök eru þroskandi. Nautið á til að vera latt og þarf oft að taka sér tak til að koma sér af stað í vinnu og Ijúka við aðkallandi verkefni. Þetta er að sjálfsögðu einstaklings- bundið og tengist einnig stöðu Mars í kortí hvers og eins, en tilhneigingin er í átt til þess að fara sér hægt frek- ar en hratt. FriÖsemd Fólki líkar oft vel við Nautið vegna þess að það er afslapp- að, rólegt og góðlynt. Það á auðvelt með að gefa og taka á móti ást og er í eðli sínu fast fyrir og trygglynt. Naut- ið er friðsamt og lætur aðra í friði svo framarlega sem aðrir láta vera að abbast upp á það. Reiði Nautið er seinþreytt til reiðí, en ef það reiðist á annað borð, er það svo um munar og þá rennur því reiðin ekki svo auðveldlega. Nautið er hægt og rólynt í daglegu lífí, en er erfiður andstæðingur ef það á annað borð hefur ákveðið að beijast. Einn Nautsmaður sagði einhveiju sinni: „Ég er enn að berjast, löngu eftir að hinir eru búnir að gleyma stríðinu." Hann var þarna að vísa til þess að Nautið er langrækið og gefst ekki upp. Það getur því hald- ið áfram að beijast þó ein orusta hafi tapast og sömu- Ieiðis stríðið, að því er virðist. Þijóska er meðal áberandi eíginleika og sömuleiðis er Nautið frekt, þó oft fari minna fyrir stjómseminni a.m.k. á yfirborðinu. Hagnýti Nautinu fellur best að fást víð hagnýt verkefni sem skila áþreífanlegum árangri. Það er lítið fyrir vangaveltur og óljós markmið sem byggja á óáþreifanlegum hugsjónum. Það getur sett sér langtíma- markmið og unnið lengi áður en sjáanlegur árangur kemur í Ijós, en þá verður markmið- ið að vera skiljanlegt og hag- nýtt. Öryggi Óryggi skiptir Nautíð miklu. Það er varitárt í eðli sínu og þarf trygga undirstöðu. Hvert skref er tekið að vandlega íhuguðu máií. Það borgar sig því aldrei að reka á efth- Nautinu. Fjárhagslegt öryggi er því mikilvægt og sömuleið- Í3 tilfinningalegt og félags- legt öryggi. Það að eiga gott heímili og fjölskyldu skiptir Naut/ð miklu. GARPUR ÉG ER H&EPDOR UM AD pESSJ IHN/LOKVM > 'l'SNUM HAF! f5USt-H£> HAHA iRj/VllhlU! l/EFEHR., FVLGlÐ ZANDÍR TIL ÍBÓBAR SiNNAR! /4snj! þÚ LEVFIR. þée /J£> Mv/tePA i'sprottninguna ! GRETTIR FERDINAND cmi ÁrÁi ix 1 SMArOLK l‘M 50RRV ABOUT TME BEAM BALL, YE5TERI7AV, CHUCK.. ITWA5 AN ACCIGENT...I70 * VOU 5TILL LOVE ME, CHUCK ? T989 Urnted Feature S/ndicate Irtc Mér þykir leitt með kýlinguna í gær, Kalli Það var siys. Elskarðu mig ennþá, Kalli? Það er erfitt að elska þann sem slær mann I hausinn með kylfu. Það fór of mikið fyrir þér, Kalli. BRjDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Dobl á fyrirstöðusögn er tvíeggjað sverð: tilgangurinn er að benda á útspil, en slíkt verð- ur að greiða þvi gjaldi að veita mótheijunum aukið svigrúm í sögnum. Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ ÁDG109652 ¥Á3 ♦ 4 ♦ 102 Vestur ♦ 743 ♦ 1086 ♦ ÁD7 ♦ KG96 Austur III Suður ♦ - ♦ K8 ♦ G5 ♦ 653 ♦ D87543 ♦ KD9742 ♦ KG10982;. ♦ Á Vestur Norður Austur Suður Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Dobl Pass Redobl Pass Pass Spilið kom upp í Reisinger- keppninni í Bandaríkjnum, þar sem kvennalandsliðskonan Margie Gwozdzinsky var með spil norðurs. Hún taldi sig negla niður tromplitinn með stökki sínu í þijá spaða og reiknaði því með að fjögurra tígla sögnin sýndi fyrstu fyrirstöðu í litnum, eða ásinn. Og með redoblinu vildi hún segja makker frá annarri fyrirstöðu. En suður var með hugann við allt annað en spaðaslemmu og kom öllum við borðið á óvart með þvi að passa. En hafi Margie verið brugðið, róaðist hún fljótlega. Spaði kom út og 11 slagir voru auðsóttir. Umsjón Margeir Pétursson í áttalandakeppninni í Aabybro í Danmörku um daginn var þessi stutta og skemmtilega skák tefld. Hvítt: Jón L. Árnason (2.520). Svart: Björn Ahlander (2.415), Svíþjóð. Sikileyjarvöm. 1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — d6, 6. g4 - Be7, 7. g5 - Rfd7, 8. Hgl - Rc6, 9. Be3 - a6, 10. Hg3 - 0-0, 11. Dh5 - He8, 12. 0-0-0 - Rf8, 13. Rxc6 - bxe6, 14. e5! - Da5, 15. exd6 - Bf6, 16. Bd4 - Bxd4, 17. Hxd4 - e5, 18. Ha4 - Db6, 19. Re4 - Rg6, 20. Bd3 - Be6, 21. b3 - Kh8. 22. Rffi! og svartur gafst upp, því hann getur ekki varist máti til lengdar. Lokin gætu t.d. orðið: 22. - gxf6, 23. Hh4! - Rf8, 24. Dxh7+! - Rxh7, 25. Hxh7+ - Kg8, 26. gxf6+ og mátar í næsta leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.