Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 56

Morgunblaðið - 20.12.1989, Síða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUÐAGUR 20. DESEMBER 1989 ,, Pabbi/eg get hveig) -fundið knöttinn m'ir\n." Þessir hringdu . . Háar greiðslur Dagsbrúnarmaður hringdi: „Eg vil taka undir með Guðrúnu Jacobsen sem skrifaði pistilinn „Blöskrar greiðslurnar" er birtist í Velvakanda fyrir skömmu. Ég gekk einnig í þá gildru að taka lán hjá lífeyrissjóði Dagsbrúnar um líkt leyti og hún og hafa greiðslurnar af því sífellt farið hækkandi. Nú er ég ekki sérstaklega vel að mér í svona útreikningi en mér virðist að tekjur lífeyrissjóðsins af þessum lánum séu óeðlilega háar.“ Greiðasemi Eldri kona hringdi: „Ég varð fyrir skemmtilegri reynslu í strætisvagni á dögunum. Ég var með stóran pakka með mér, svo stóran að ég var í hálf- gerðum vandræðum með hann. Þá B^skraiTBi greiðslurnar 'lll Velvakanda. Nú þegar bankamir hafa fellt f laj niður raunvexti og verðbótaþátt af Ég skammtímalánum tii skuldþega sei sem á sínum tima kom fjölda heim- ert ila í kaldakol langar mig til að eig. spyrja hvort þið viljið ekki ganga í sjóc fótspor mei8tarans? Satt að segja er mér farið að kom til mín ung stúlka og hjálpaði mér með pakkann út úr vagninum. Hún gerði það ekki endasleppt heldur hjálpaði mér með pakkann alla leið á pósthúsið. Það er mikið til af ungu og elskulegu fólki en oftast er fjallað mest um það sem miður fer.“ Dýrt lambakjöt Neytandi hringdi: „Væri ekki hægt að selja lamba- kjötið hér innanlands á þessu lága verði sem það hefur hingað til ver- ið selt á til útlanda. Þannig yrði hægt að selja meira af því og það myndi þá ekki fara á haugana. Yrði kjötið lækkað í verði myndu ekki alltaf vera fullar geymslur með gömlum birgðum en mikill kostnaður er af slíkri geymslu árum saman. Margir ferðast ti) Færeyja til að kaupa ódýrt íslenskt kjöt og finnst mér það vera að sækja vatnið yfir lækinn.“ Reykt á alþingi Lesandi hringdi: „Fyrir skömmu var útsénding frá alþingi í fréttatíma Sjónvarps- ins og_ voru þingmenn mikið að gera. Á myndinni sást hvar þrjár þingkonur sátu saman og reykti ein þeirra. Nú hélt ég að það væru til lög sem bönnuðu reykingar á opinberum stöðum en það virðist ekki gilda um alþingi, eða hvað?“ Kettlingur Stálpaður kettlingur, svartur og hvítur, fannst fyrir nokkru á hrakkningi við Suðurlandsbraut. Upplýsingar í síma 18356. Myndavél Hinn 5. nóvember tapaðist lítil grá Olympus myndavél á leið frá Nesjavöllum til Reykjavíkur, hugs- anlega við írafossvirkjun. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 656089 og 601300. Köttur Ljósbrúnn og hvítur högni kom í hús við Rofabæ fyrir um það bil hálfum mánuði. Upplýsingar í síma 671955. Harkalegar móttökur Tíl Velvakanda. Islenskir frammámenn hafa sett metnað sinn í það á undanfömum árum að koma Jjví á framfæri við umheiminn, að Island sé land nátt- úrufegurðar, hreinleika, gestrisni, menningar og mannúðar. í slíku landi tíðkast ekki mannréttindabrot. Virk eru hér samtök sem beijast gegn mannréttindabrotum í öðrum löndum — enda teljumst við hafa efni á því — svo vammlaus sem við erum. Nú í vikunni gerðist þó sá at- burður á Keflavíkurflugvelli sem heldur betur brýtur í bága við þessa fallegu auglýstu ímynd okkar. Ungur þýskur piltur kom til landsins með flugvél. Hugðist hann dvelja hér í 3 mánuði og kynnast þessu ævintýra- landi, náttúru þess, frosti og funa. Taldi hann sig best gera það með dvöi á sveitabæ. Hafði hann fengið vistun á norðlenskum sveitabæ. Hafði auk þess heimilisfang og síma- númer tengiliðs, er aka skyldi honum á áfangastað. Fullgilt vegabréf var hann með, hann flutti ekki með sér eiturlyf og var ekki eftirlýstur erlend- is. En hvað gera starfsmenn útlend- ingaeftirlits á Keflavíkurflugvelli? Þau halda piltinum föngnum í 3 sól- arhringa sem glæpamanni og meina honum meira að segja afnot af síma til að ná sambandi við verðandi dval- arstað. Móðir piltsins var margbúin að hringja til að vita hvort hann væri kominn á áfangastað en ekkert hafði til hans spurst. Móðirin sá þó son sinn óvænt fyrr en varði, því eftir að hafa haldið honum innilokuð- um sendu yfirvöld hann til baka út, án skýringa. Ætli íslenskir foreldrar megi búast við svona viðtökum fyrir sína ungl- inga sem færu til annarra Evrópu- landa í fyrsta sinn? Á undanförnum árum hafa hundr- uð íslenskra unglinga farið utan bæði á vegum skiptinemasamtaka, í tungumálaskóla eða sem „au pair“. Og mörg erlend ungmenni hafa kom- ið til íslands í sama skyni. Er það viðtekin skoðun að slík menningarleg samskipti komi bæði gesti og gestgjafa til góða. Útlend- ingurinn kynnist sérkennum lands- ins, siðum og venjum. Fari hann síðan til síns heima með jákvætt við- horf til landsins kalda, eru miklar líkur á því að hann eigi eftir að koma oftar síðar sem ferðamaður er færi gjaldeyri — en ekki hvað síst mun hann verða okkur til gagns með því að segja öðrum frá því sem hann hefur upplifað hér. Slík ókeypis land- kynning getur orðið okkur drjúg. En er annars vilji fyrir því að gera Iandið að ferðamannalandi? Gqstgjafar útlendingsins fá innsýn í ólíka siði, venjur og menningu sem hinn ókunni miðlar. Unglingum á heimilum geta þessi samskipti opnað gluggann að veröldinni, auk þess sem þeir fá æfingu í að tjá sig á erlendu máli enda mælt með beinu aðferðinni í tungumálakennslu. Það eru nefni- lega ekki þeir tímar nú í dag að margir dreifbýlisunglingar eigi þess kost að fara í sumarskóla til Heidel- berg eða Eastbourne. Framkoma útlendingaeftirlitsins í Keflavík sýnist ansi fjarri þeirri íslensku mannúðar- og fijálsra sam- skipta stefnu er keppst er við að koma á framfæri í Evrópu þessa dagana, hvað þá helsta þjóðarstolti okkar, gestrisninni. Dytti manni frekar í hug að slíkiir atburður hefði átt sér stað í Austur- Evrópu, þ.e.a.s. áður en hún missti glæpinn sinn — múrinn. Sveitakona HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Tíminn styttist nú svo hratt til jóla, að þau verða komin fyrr en varir. Aðvpntan hefur verið óvenjuleg vegna veðurblíðunnar, þurrkanna og birtunnar. Þótti áreið- anlega mörgum sérkennilegt að vera minntir á hið dæmigerða vetrarveður með.myndinni af jólasnjó í Was- hington, höfuðborg Bandaríkjanna, sem birtist hér á forsíðu blaðsins á dögunum. Önnur forsíðumynd, af snjóleysinu í Ölpunum, vakti líklega ugg hjá þeim sem hafa ráðgert að dveljast þar á skíðum um eða eftir hátíðamar. Sérfræðingar Vikverja segja hon- um, að mynd af þessu tagi á þessum árstíma segi ekkert fyrir um það, hvemig ástandið verði í Ölpunum, þegar skíðavertíðin hefst þar eftir áramótin. Þá sögðust þeir aldrei hafa heyrt minnst á þennan stað, Savogn- in í Sviss, þar sem íbúarnir höfðu látið sig hafa það að setja gervisnjó í Ijallshlíðarnar til að hafa þó eitt- hvað þar, sem minnti á veturinn. Og á mánudaginn sögðu þeir, að myndir í sjónvarpinu um helgina hefðu sýnt, að það væri byrjað að snjóa í Ölpun- um. Víkvérji lætur sig hafa það, að birta þessar yfírlýsingar hér athuga- semdalaust, þar sem hann vill ekki blanda sér í þessi viðkvæmu mál, sem minna helst á deilur um ágæti lax- veiðiáa eða veiðisvæða í þeim. xxx Athygli Víkveija var vakin á því, hve undarleg ráðstöfun það hefði verið hjá fréttastofu Stöðvar 2 að kalla á Áma Bergmann, ritsljóra Þjóðviljans, til að ræða um andlát Andrejs Sakharovs. Taldi viðmælandi Víkveija, að í þessu fælist dæmigert og hrapallegt dómgreinarleysi frétta- manna, þar sem Ámi hefði aldrei tekið jafn gagnrýna afstöðu til sov- éska stjómkerfisins og Sakharov gerði. Þá þótti fleiri en einum ámælis- vert hjá hljóðvarpi ríkisins í þættinum Hér og nú á laugardag að birta þá mynd af afstöðu fólks í Austur- Þyskalandi eins, og því þætti lítið til þess koma að fara til Vestur-Berlín- ar. Þetta væri fjarri öllum raun- veruleika hjá þorra fólks. Víkverji tekur undir þessa gagnrýni og telur hana réttmæta. xxx Fyrir nokkrum dögum hópuðust Austur-Þjóðverar saman fyrir framan sendiráð Rúmeníu í A-Berlín og mótmæitu harðræðinu undir Ce- aucescu. Á einu spjaldinu var áminn- ing til einraeðisherrans um að nú væri vetur. í henni fólst að hann ætti að létta tökin á þegnunum, leyfa þeim að fá rafmagn lengur á hveijum degi en núna, eldivið til að hita upp hús sín og von um matvæli eftir langa stöðu í biðröðum. Þegar við börmum okkur í sama mund sem við forum í hátíðarskapið, ættum við að leiða hugann að bágum lífskjörum milljónanna í Austur- Evrópu og hvarvetna annars staðar í veröldinni. Jólaljósin ættu að kveikja í huga okkar þakklæti fyrir það sem við eigum í fijálsu landi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.