Morgunblaðið - 09.01.1990, Qupperneq 10
fl
10
MOKGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JANUAR1990
Ný fhigmálastefna
eftir Rúnar
Guðbjartsson
Um þessi áramót hefst nýr kapít-
uli í sögu innanlandsflugsins, sér-
leyfi Flugleiða (áður Flugfélag ís-
lands og Loftleiðir) á nokkrum flug-
leiðum þess eru afnumin og fleirum
boðin þátttaka og sagt er að þetta
sé aðeins byrjunin.
Samkeppni á að koma og bæta
þjónustuna og þá auðvitað að gera
hana ódýrari. Ég er á annarri skoðun
og vil rökstyðja það með nokkrum
orðum.
Innanlandsflug í núverandi mynd
er búið að vera að þróast allt frá
stríðslokum og tel ég það í dag, mið-
að við markað og aðstæður með því
besta sem þekkist.
í 39 ár hefur ekki skrámast far-
þegi í innanlandsflugi Flugleiða og
er það engin tilviljun, þrátt fyrir oft
og tíðum af leita f lugvelli og f lugskil-
yrði, sem eru oft með því versta sem
ég hef kynnst.
Aðalástæðan fyrir þessum góða
árangri tel ég vera, að flugmönnum
Flugleiða hefur verið skapað gott
umhverfi frá Flugleiðum til starfa,
hveijum einasta flugvelli og flugleið
sem Flugleiðir hafa flogið á hafa
verið sett ströng takmörk veðurfars-
lega séð af Flugleiðum.
Þetta hefur kostað óhemjufé í töp-
uðum flugdögum og flugvélar hafa
þurft að snúa við frá flugvöllum
þegar veður hafa farið niður fyrir
þau mörk sem Flugleiðir hafa sett
flugmönnum sínum.
Mér er t.d. minnisstætt að fyrir
nokkrum árum gekk mikill óveðurs-
kafli yfir landið í desember. Þegar
veðrið lægði hafði ekki verið flogið
til ísafjarðar í marga daga. Ég fór
fyrsta flugið til ísafjarðar eftir að
veðrinu slotaði en þegar við komum
þangað var orðið ófært aftur og eft-
ir 1 klst. biðflug var snúið við til
Reykjavíkur. Daginn eftir endurtók
sama sagan sig.
Ég man þegar ég var að fljúga
til Reykjavíkur í seinna skiptið. Ég
fór að reikna í huganum hvað þessi
tvö flug hefðu kostað og það voru
stórar fjárhæðir, allavega var jóla-
gróðinn af fluginu til ísafjarðar far-
inn fyrir bí í það skiptið, en ég vissi
að laun mín myndu verða í Iaunaum-
slaginu eins og venjulega, þrátt fyrir
það tjón sem félagið hafði orðið fyrir.
Það sem ég er að reyna að segja
er, að þó að Flugleiðir séu í raun
mjög lítið flugfélag, þá er það nógu
stórt til að það getur skapað flug-
mönnum sínum það umhverfi að
þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af
daglegum rekstri, og hvort að endar
nái saman fjárhagslega eða ekki.
Að öðru jöfnu þá á reyndur flug-
maður að hafa meira öryggi en
SINFONIUHLJOM-
SVEIT ÆSKUNNAR
Tónlist
Jón Asgeirsson
Á efnisskrá tónleikanna að
þessu sinni var eitt verk, Pelléas
et Mélisande, tónaljóð eftir Arond
Schönberg, sem leikið var bæði
fyrir og eftir hlé. Tónaljóð þetta
samdi Schönberg við leikverk eftir
belgíska rithöfundinn Maeterlinck.
Þar er fjallað um ástir bræðra á
Mélisande, sem endar á því að
eldri bróðirinn (Golaud) og eigin-
maður Mélisande drepur þann
yngri (Pélléas) en Mélisande deyr
af bamsförum. Golaud hefur reynt
að fá Mélisande til að fyrirgefa
sér áður en hún deyr en hann sit-
ur uppi með sorg sína og ógæfu
og dóttur, sem er eftirmynd móður
sinnar.
Verk Schönbergs er margslung-
ið að gerð og bæði erf itt fyrir f lytj-
endur og hlustendur, enda ekki
oft flutt. Sé þetta haft í huga er
inntak þessa framtaks Sinfóníu-
hljómsveitar æskunnar, að flytja
þetta einstæða verk, annað og
meira en að þjálfa unga hljóð-
færaleikara, ekki síður að flytja
góða og menntandi tónlist. Ekki
nóg með það. í átökum við svona
erfitt viðfangsefni fær unga fólkið
hugmynd um getu sína til list-
rænna átaka sem fylgja mun þeim
í starfi alla tíð og ekki síður er
þetta sama fólk fullorðnast og fer
að sjá um menntun þeirra, sem
þá eru ungir og þurfandi fyrir leið-
sögn.
Rétt er að hamra vel á því að
stjómandinn, fiðlusnilingurinn
Paul Zukofsky, hefur hafið starf
Sinfóníuhljómsveitar æskunnar
langt upp fyrir það svið að vera
aðeins góð æfing fyrir efnilega
tónlistarmenn og gert tónleika
sveitarinnar að listviðburði; er
auðgar íslenskt tónlistarlíf og lyft-
ir því upp úr viðjum vanans, ýtir
við samtíðinni svo spurt er: Hví
hefur þessi tónlist ekki verið f lutt
fyrr af þeim er telja sig á því sviði
fara fyrir öðrum?
Flutningur sveitarinnar í heild
var stórkostlegur, bæði í samspili
og í útfærslum á einstaka ein-
leiksstrófum, svo og í túlkun sem
bar með sér ótvírætt vald það sem
stjómandinn Paul Zukofsky hefur
á torráðnu tónmáli Schönbergs.
SAMLEIKSTONLEIKAR
Á kammertónleikum, sem
haldnir voru á vegum Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar og fóru fram
laugardaginn 6. janúar, vom flutt
tríó eftir Mendelssohn og Brahms.
Samleikarar vom Hlíf Siguijóns-
dóttir, fiðluleikari, Christian Gi-
ger,. sellóleikari, og David Tutt,
píanóleikari. Á efnisskránni vom
píanótríó nr. 1 í d-moll eftir Mend-
elssohn og fyrsta kammerverkið
eftir Brahms, píanótríó í H-dúr
op. 8.
Píanótríóið eftir Mendelssohn
er sérlega fjörmikið og var leikur
flytjenda mjög góður, t.d. í hinu
skemmtilega „Scherzo", sem er
að því leyti óvenjulegt að í það
vantar „tríó-kaflann“. Schumann
sagði að sem tónskáld væri Mend-
elssohn „klassískur rómantiker"
og víst er að fjöragt og leikandi
tónmálið er að innri gerð oft furðu-
lega klassískt, þó bregði fyrir
ýmsum sérkennum er minna á
píanóverkin Ljóð án orða, t.d. í
öðmm þætti verksins „Andandte
con molto tranquillo", sem er seið-
magnað í flutningi, einkum hjá
sellistanum og ekki síst í áður-
nefndu „Scherzo", sem er ekta
Mendelssohn, ólíkt öllu sem samið
var á þessum tíma þrátt fyrir
klassíska tónskipan.
Seinna verkið, H-dúr-tríóið efjtir
Brahms, var aftur á móti ekki eins
vel útfært og fyrra verkið og þó
leikur hvers og eins væri á köf lum
ágætur, vantaði samvirkni í túlk-
un. Til að nefna dæmi var píanóið
allt of sterkt og í raun óþarfi að
leika brotna hljóma í Brahms svo
að allar nótumar séu greinilegar,
því oft má líta á slíkan tónvefnað
sem hljómnið, eins konar undiró-
man. Fyrir bragðið var of hamr-
andi blær á þessu verki og stren-
girnir þurftu oftlega að taka á til
að halda í við píanóið.
Ekki verður á allt kosið því þó
tríóið eftir Brahms væri ekki
nægilega unnið, svo sem krefjast
má af jafn góðum tónlistarmönn-
um og hér um ræðir, var tríóið
eftir Mendelssohn hins vegar mjög
vel leikið.
óreyndur og er samsetning flug-
manna Flugleiða innanlands mjög
góð hvað þessu viðvíkur. Ferill flug-
manns sem ræðst til Flugleiða í dag
er svona: Hann byrjar sem aðstoðar-
flugmaður innanlands með reyndum
flugstjóra. Ég hugsa að þeir séu
fáir flugstjóramir undir tíu þúsund
flugtíma reynslu. Þar öðlast aðstoð-
arflugmaðurinn dýrmæta flu-
greynslu, bæði í blindflugi og lend-
ingum. Síðan liggur leiðin í aðstoðar-
flugmannssætið á millilandaþotun-
um og þar öðlastjhann enn meiri
reynslu á ýmsum sviðum og eftir
nokkur ár verður hann flugstjóri á
innanlandsleiðum og þá líklega með
allt að tíu þúsund flugtíma reynslu.
Óg síðan eftir nokkur ár þá liggur
leiðin í flugstjórasætið á millilanda-
þotum félagsins.
Þessi máti er mjög dýr í fram-
kvæmd vegna mikils þjálfunarkostn-
aðar flugmanna vegna þessa en á
að mínum dómi fyllilega rétt á sér.
Þetta em jú bara peningar.
Svona í framhjáhlaupi, þá em
þjálfunarmál hjá mörgum hinna
stóm flugfélaga úti í heimi ekki
minna kostnaðarsöm. Mér er það
minnisstætt þegar ég var í þjálfun á
æfingavelli Boeing nálægt Seattle
sl. vor að Japan Airlines var með
tvær Júmbó-þotur staðsettar á þess-
um f lugvelli og f lugu þær stanslaust
allan daginn og eingöngu í lendinga-
ræfingum til að fiugmennimir gætu
skráð lágmarksfjölda lendinga til að
halda við skírteinum sínum.
Það væri gaman ef hægt væri að
bjóða hveijum bæ beinar ferðir til
höfuðstaðarins á besta tíma, en því
miður, markaðurinn er of lítill, meira
að segja Akureyri sem er stærsti
markaðurinn, getur ekki borið uppi
einn eina fullkomna skrúfuþotu,
Rúnar Guðbjartsson
„Ég óttast að hin nýja
stefiia stjórnvalda muni
leiða til fleiri og smærri
flugfélaga og geri að-
eins illt verra og komi
niður á gæðum og ör-
yggi-“
vegna þess hvað þessar flugvélar em
dýrar í innkaupi og rekstri.
Allt flug á minni flugvélum, sem
ekki geta flogið yfir veðram, er stórt
skref afturábak, bæði í öryggi og
þægindum.
Ég hugsa að fólk yfirleitt geri sér
ekki grein fyrir af hveiju margar af
þessum minni flugvélum eru 19
manna. Skýringin er sú að þegar
flugvélin er orðin 20 mánna þá þarf
samkvæmt, alþjóðareglum að hafa
aðstoðarmann í farþegarými á leið-
inni og í neyðartilfellum til að að-
stoða farþegana.
Þessi regla er umdeilanleg, að
FASTEIGNA'
MIOBÆR - HAALEITISBRAUT 58 60
35300-35301
Einbýlishús
Höfum verið beðnir að útvega ca 200 fm einbýlishús á
Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Dagsala - söluturn
Höfum traustan kaupanda að söluturni með dagsölu.
Vinsamlegast hafið samband sem fyrst.
Sölumenn: Magnús Gunnarsson og Ólafur Þorláksson, hrl.
21150-21370
LARUS Þ. VALDIMARSS0N framkvæmdastjori
KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. L0GG. FASTEIGNAS.
EINAR PÓRISSON L0NG, S0LUMAÐUR
Til sölu á fasteignamarkaðinn er að koma m.a.:
Sérhæð - góður bílskúr
6 herb. efri hæð 130,7 fm á útsýnisst. við Digranesveg, Kóp. Fteisu-
legt þríbýlishús. Stór lóð. Ákv. sala.
Góðar eignir í Garðabæ
Raðhús við Brekkubyggð með 3ja-4ra herb. íb. á tveimur hæðum.
Góður bílsk. Útsýni. Sanngjarnt verð.
Efri hæð 5-6 herb. við Laufás. Allt sér. Stór og góður bílsk. Sann-
gjarnt verð.
2ja herb. íbúðir - einstaklingsfbúðir
Nýjar og nýlegar eða endurbyggöar m.a. við: Tryggvagötu, Vallarás,
Hringbraut og Laugaveg. Um er að ræða mjög góðar íbúðir.
í smíðum - frábær greiðslukjör
3ja og 4ra herb. glæsil. íbúðir í byggingu á vinsælum stað í Grafar-
vogi. Fullbúnar undir tréverk á næstu vikum. Frágengin sameign. Sérþv-
hús og bílsk. fylgir hverri íbúð. Nánari uppl. aðeins á'skrifst.
Nýtt einbýlishús f Arnarnesi
Stórt og glæsilegt einbýlishús næstum fullgert. Stór lóð. Stór tvöf.
bílsk. Nánari uppl. aðeins á skrifst.
Á 1. eða 2. hæð
í borginni helst miðsvæðis eða í gamla bænum óskst 2ja herb. íb.
Rétt eign verður borguð út, þar af kr. 2 millj. við samning. Losun 1. maí.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar eignaskipti.
ALMENNA
FASTEIGNASALAM
LAUGAVEGM8^ÍMA?2ÍÍ50^2Í37r
spara einn mann í áhöfn, en var
ábyggilega hugsuð sem málamiðlun
til að gefa litlum flugvélum þolanleg-
an rekstrargmndvöll á stuttum f lug-
leiðum, en því er ekki að heilsa á
íslandi. Jafnvel einfaldasta hopp t.d.
frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur
getur á augnabliki breyst í 1-2 klukk-
utíma flug á annað veðursvæði á
Norður- eða Austurlandi, þegar f lug-
vellimir á Suðvesturlandi lokast
vegna veðurs.
Eg gæti tínt til marga f leiri pósta
til að rökstyðja mál mitt, en þá yrði
þessi grein of löng og fengist ekki
birt.
í stuttu máli, þjóðin hefur fengið
frá Flugleiðum mikið fyrir lítið, ef
við beram saman, hvað þjóðin hefur
þurft að kosta til sjóflutninga (hafn-
ir og rekstur Ríkisskipa) og land-
f lutninga (uppbygging vegakerfisins
á landinu).
Og það er einmitt hið góða vega-
kerfi á landinu í dag sem er stærsti
keppinautur Flugleiða og skapar að
stómm hluta þann taprekstur sem
nú er.
Ég óttast að hin nýja stefna stjórn-
valda muni leiða til fleiri og smærri
flugfélaga og geri aðeins illt verra
og komi niður á gæðum og öryggi.
Ilöfundur er flugstjóri.
^11540
Kaupendurath!
Fjöldi eigna fæst fyrir húsbréf.
Einbýlis- og raöhús
Hringbraut: Parh. 150fm. 2stof-
ur, 3 svefnherb. o.fl. 40 fm bílsk.
Miöstræti: Virðulegt 280 fm
timbureinbh. sem hefur allt verið end-
urn. Mögul. á tveimur íb. Selst í einu
eða tvennu lagi. Mikið áhv.
Melbær: 255 fm endaraðh. ásamt
23 fm bílsk. 5 svefnherb. Ákv. sala.
Kaplaskjólsvegur: Gott 155
fm pallaraðhús. 3-4 svefnherb.
Rauðageröi — einbhús: 474
fm glæsil., nýl. einbhús á tveimur hæð-
um. Stór stofa, borðst., arinst., rúmg.
eldh., 4 svefnherb. o.fl. Innb. bílsk. Afar
vandaðar innr. Uppl. á skrifst.
Tjaldanes: 380fm glæsil., nýl. einb-
hús á tveimur hæðum. 5 svefnherb. Tvöf.
innb. bílsk. Næstum fullb. eign.
Byggingalóðir: Byggingalóðfyr-
ir einbhús við Skógarhjalla í Kóp. ásamt
teikn., við Hlíðarás Mos. og við Bolla-
garða á Seltjnesi.
4ra og 5 herb.
Miðleiti: Glæsil. 125 fm íb. á 1.
hæð. 3 svefnherb. Þvottah. í íb. Par-
ket. Stæði í bílhýsi.
Digranesvegur: Falleg 5 herb.
efrisérh. í parh. Bílskúrsr. Frábært út-
sýni. Skipti á minni eign æskileg.
Ásbraut: Góð 100 fm íb. á 3.
hæð. 3 svefnherb. Bílsk. Verð 6,5 millj.
Leifsgata: Góð 90 fm íb. á 1.
hæð. Saml. stofur, 2 svefnherb.
Hávallagata: 90 fm góö neðri
hæð í tvíbhúsi ásamt rúmg. herb. í kj.
Furugrund: Mjög góð 4ra herb.
íb. á 1. hæð í lyftuh. Stæði í bílhýsi.
Hraunbær: Góð 4ra herb. íb. á
2. hæð. 3 svefnherb. Getur losnað fljótl.
Vesturberg: Góð 100 fm íb. á
4. hæð (3. hæð). 3 svefnh. Glæsil. út-
sýni. Laus fljótl. Ákv. sala.
Reynimelur: Glæsil. 140 fm efri
sérh. í þríbhúsi. Rúmg. stofur. Arinn. 3
svefnherb. Þvottaherb. í íb. 30 fm bílsk.
3ja herb.
Krummahólar: Mjög góð 75 fm
íb. á 6. hæð í lyftuh. 2 svefnherb. Rúmg.
eldh. Svalir í suður meðfram allri íb.
Stórkostlegt útsýni. Stæði i bílskýli.
Kjarrhólmi: Mjög góð 75 fm
endaíb. á 2. hæð. 2 svefnherb. Þvottah.
í íb.
Kaplaskjólsvegur: Mjög góð
90 fm íb. á 3. hæð. Stórar saml. skipt-
anl. stofur. Rúmg. svefnherb. Laus fljótl.
Hagamelur: 90fm íb. á 1. hæð.
Eskihlíð: 100 fm íb. á 3. hæð + 2
herb. í risi. Áhv. 2,8 millj. langtlán.
2ja herb.
Gaukshólar: Góð 55 fm íb. á 2.
hæð.
Hamraborg: 65 fm Ib. á 1. hæð.
Laus strax. Vorð 4,4 miilj.
Kambasel: Góð 60 fm Ib. á 1.
hæð. Sérþvottah. Áhv. 1,6 millj. byggsj.
Bjargarstígur: 40fm neðri hæð
I þribhúsi. Laus strax. Góð grelðslukj.
Ránargata: Nýl. endum. 45 fm
einstaklib. í kj. Laus. Verð 2,5 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
Óðinsgötu 4
11540 - 21700
Jón Guðmundsson solustj.,
Leó E. Löve lögfr.,
Ólafur Stefónsson viðskiptafr
%