Morgunblaðið - 25.01.1990, Side 2

Morgunblaðið - 25.01.1990, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1990 Launanefhd ekki ólíkleg niðurstaða FUNDUR forsvarsmanna aðila vinnumarkaðarins um nýja kjarasamn- inga stóð enn á seint í gærkvöldi. Umræðuefnið var eins og fyrr hug- myndir að þeim viðmiðum sem gengið verður út frá í samningnum og í viðræðum við ríkisstjóm, banka og aðra um tiltekna þætti efiia- hags- og verðlagsmála. Hægt hefiir gengið að ná saman um þessi at- riði, en seinnipartinn í gær lögðu vinnuveitendur fram vinnudæmi, sem nánar var fjallað um í gærkvöldi. Stærstu málin em kaupmáttar- þróun og tryggingar á árinu og er ekki talið ólíklegt að launanefnd aðila verði niðurstaðan varðandi tryggingarnar. Alþýðusamband Vestfjarða hefur skrifað Vinnuveitendafélagi Vest- fjarða og óskað eftir viðræðum við það um kjarasamninga. Svar hefur ekki borist, en Pétur Sigurðsson, forseti ASV, segir að ekki beri að líta á þetta þannig að ASV ætli að ijúfa samstöðu um þá samningagerð sem unnið er að á vegum heildar- samtaka launafólks og atvinnurek- enda, ef hún skili árangri. Hann Bygginga- félagið gjaldþrota BYGGINGAFÉLAGIÐ hf. í Kópavogi hefúr verið tekið til gjaldþrotaskipta. For- svarsinenn félagsins hafa áætlað skuldir um það bil 130 milljónir króna en eignir eru óverulegar, skrifstofubúnað- ur, dráttarvagn og viðskipt- akröfúr. Meðal skulda er ógreiddur staðgreiðsluskattur og önnur opinber gjöld, og skuldir við orlofs- og lífeyrissjóði. Byggingafélagið hafði enga starfsemi síðustu mánuði fyrir gjaldþrotið en hafði áður ýmis umsvif sem bygginga- og verk- takafyrirtæki. A síðasta ári yfirtók Kaupgarður hf. skuld- bindingar þess gagnvart bygg- ingu Egilsborga við Rauðar- árstíg. ásamt fleirum hafi viljað gera samn- inga sem byggi á því að ná verð- bólgu niður strax í fyrravor en það hafi ekki fengið hljómgrunn þá. Það sé ekki annað en fagnaðarefni að heildarsamtökin hafi tekið þá hug- mynd upp á arma sína og að unnið sé að slíkum samningum, þó hann sé reyndar orðin vantrúaður eftir tveggja mánaða árangurslausar til- raunir. Engu að síður séu vinnuveit- endur á Vestfjörðum þeirra viðsemj- endur og þeir eigi ýmis smávægileg mál óuppgerð frá því Vestfirðingar riðu á vaðið í sólrisusamningunum snemma árs 1988. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fékk aðsvif undir stýri Fimm bílar skemmdust talsvert þegar maður, sem fékk aðsvif undir stýri bifreiðar á Langholtsvegi laust eftir klukkan níu í gærkvöldi, missti vald á bíl sínum og ók á fjóra kyrrstæða og mannlausa bíla. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en var ekki talinn hafa hlotið alvarlega áverka í árekstrinum, að sögn lögreglu. Kjaramál sjómanna: Þurfa 16% hækkun fiskverðs til að vinna upp rýmun kjara ÁKVÖRÐUN um nýtt fiskverð er venju fremur vandasöm að þessu sinni. Skýring þess er veruleg tekjuskerðing sjó- manna frá upphafi síðasta árs, nálægt 16%. Því verður erfítt ná fram leiðréttingu á kjörum þeirra án þess að hækkun físk- verðs fari langt fram úr því, sem verið er að tala um í almennum Lækkandi verð á loðnuafurðum; „Ekkert g’engnr að selja Pólverjum mjöl“ PÓLVERJAR hafa ekkert loðnu- mjöl keypt af Andra hf. að undan- förnu en á síðustu vertíð keyptu þeir um 30 þúsund tonn af mjöli af fyrirtækinu fyrir 20 milljónir Bandaríkjadala eða 1220 miHj- arða islenskra króna á núvirði, að sögn Haraldar Haraldssonar forstjóra. „Það gengur ekkert að selja Pólverjum mjöl. Efnahags- ástandið í Póllandi er erfitt og gengið hefúr verið fellt þar um 686% frá því i september síðast- liðnum,“ sagði Haraldur í samtali við Morgunblaðið. Haraldur Haraldsson sagði að Pólvetjar hefðu greitt Andra hf. um 700 Bandaríkjadali fyrir tonnið af loðnumjöli í fýrravor en 11. janúar síðastliðinn fengust um 550 dalir fyrir tonnið af íslensku loðnumjöli, að sögn Jóns Ólafssonar fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fisk- mjölsframleiðenda. Jón Ólafsson sagði að verð á loðnuafurðum hefði lækkað að undanfömu vegna góðrar loðnuveiði eftir áramótin. Jón sagði að lítið hefði verið selt fyrirfram af loðnuafurðum en birgðageymslur loðnuverksmiðjanna væru fljótar að fyllast þegar vel veiddist. „Kaupendurnir eru að bíða eftir því að við lækkum okkar verð,“ sagði Jón. „Vestur-Þjóðveijar fella markaðsverðið á mjöli og birgja sig síðan upp af því. Þeir kaupa mikið af mjöli, sem þeir miðla til annarra landa, til dæmis Austur-Evrópu og Bretlands. Samningar um sölu á mjöli til Póllands hafa hins vegar hjálpað okkur við að losna við mjöl án þess að þurfa að lækka verðið á því,“ sagði Jón. Haraldur Haraldsson sagði að ís- lendingar og Pólverjar ætluðu að byggja löndunar- og dreifingarstöð í Póllandi, sem kostaði um hálfan milljarð króna. „Þar verður hægt sekkja mjöl og selja það í sekkjum hvert sem er. Uppistaðan af mjölinu yrði héðan en hugmyndin er sú að geta alltaf verið með mjöl á markað- inum,“ sagði Haraldur Haraldsson. kjarasamningum. Þá er ljóst að víða um land hefúr þegar verið samið um hækkun fískverðs um 7,5 til 10%, jafhvel meira. Annar þáttur kjara sjómanna kemur einnig inn í myndina, en það er launamismunur þeirra eftir landshlutum og eða ráðstöfún aflans. Hækkun verðs á olíu hefur áhrif á skiptahlutinn með þeim hætti að hlutur sjómanna af aflaverð- mæti lækkar með hækkandi verði. Á undanförnum misserum hefur skiptahlutfallið Iækkað um 4%, en það rýrir afkomu sjómanna um 6%. Þá hefur verið ákveðið að skerða þorskkvótann um 10%. Þorskur vegur að meðaltali um 65% í launum sjómanna og tekju- skerðing verður því um 6,5%, verði jafnmikið flutt utan ísað og í fyrra. Líkur eru þó á enn frekari sam- drætti á útflutningi ísaðs þorsks en varð í fyrra (20%) og tekjutap sjómanna verði allt að 10% vegna aflasamdráttar. Samtals liggi því fyrir tekjurýrnun upp á allt að 16%. Sé miðað við að halda kaup- mætti launa sjómanna á sama stigi og annarra launþega í landi telja þeir sig því þurfa allt að 15% til 16% hækkun til að standa jafnfæt- is landverkafólkinu fyrir kjara- samninga. Rætt hefur verið innan Verð- Iagsráðs sjávarútvegsins um möguleika á lítilli fiskverðshækk- un, en jafnframt samkomulagi um' að greiða fyrir ákveðinn hluta af- lans svokallað markaðsverð. Með því móti verði opinber hækkun á lægri nótunum og raski ekki möguleikum á almennum kjara- samningum með litlum kaup- hækkunum. Sumir innan ráðsins telja það lítil heilindi að fara þá leið, enda geti hver sem vill reikn- að út hækkunina í raun. Enn er rætt um þá leið, sem ákveðið var að fara við fiskverðsákvörðun fyr- ir tæpu ári, að koma á aflamiðlun til að stýra betur framboði og eftir- spurn eftir fiski innanlands og um leið jafna tekjumöguleika sjó- manna. Bæði utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra sögðust þá vilja stuðla að stofnun slíkrar afla- miðlunar, en ekkert hefur enn orð- ið af þeim áformum. Jafiitefli hjá Margeiri og Short MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við breska stórmeistarann Nigel Short í 43 leikjum í tíundu umferð skákmótsins í Wijk Aan Zee í Hollandi í gær. Margeir, sem hafði svart, er nú í 5.-6. sæti með 5 'A vinning en Kortsnoj er efstur með 6 ‘A vinn- ing. Margeir á þijár skákir ótefldar á mótinu. í 11. umferð mætir hann Piket sem er í 11.-12. sæti með 4 ‘A vinning og síðan við Dokhoian sem er í 8.-9. sæti með 5 vinninga; og Kuijf, sem er í 13. og næst- neðsta sæti með 3 'A vinning. Ólafiir Ragnar Grímsson: Meirihluta sjálfstæðismanna líkt við ógnarstjórn Ceausescus Tung-an hleypur mílur á undan heilabúinu, segir borgarstjóri ÓLAFUR Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, líkti Ðavíð Odds- syni borgarstjóra við austur-evrópskan kommúnistaforingja og kallaði meirihlutastjórn sjálfstæðismanna í Reykjavík „ceauses- cuiskt valdakerfi Sjálfstæðisflokksins" á fúndi Birtingar á þriðju- dagskvöld. Davíð Oddsson borgarstjóri segir merkilegt að formað- ur Alþýðubandalagsins, sem beijist fyrir sósíalisma, skuli telja sig hafa efni á að tala svona um þessar mundir burtséð frá þeirri lágkúru og smekkleysu sem í þessum ummælum felist. „Vilja menn ekki í raun gefa íbúum Reykjavíkur kost á að velja, annars vegar hið austur-evrópska valdakerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem ber öll höfuðein- kenni austurevrópsks valdakerf- is?“ sagði Ólafur Ragnar. „Foring- inn er ekki kosinn innan flokks- ins. Hann verður varaformaður á því að vera bara klappaður upp. Honum er raðað í efsta sæti fram- boðslistans af Jóni Steinari Gunn- laugssyni, formanni kjörnefndar. Lýðræðislegur vilji kemur hvergi fram. Hann reisir minnismerki og marx-lenínistasöfn í ráðhúsastíl eins og hinir og birtist undir risa- vöxnum fálka eins og hinir undir hamri og sigð. Allt er lokað í einu kerfi, hinu ceausescuíska valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík," sagði fjármálaráð- herrann. „Þetta er harla dapurlegt að horfa upp á og merkilegt að for- maður Álþýðubandalagsins sem berst fyrir sósíalisma skuli telja sig hafa efni á að tala svona um þessar mundir, burtséð reyndar frá allri þeirri lágkúru og smekk- leysu sem í þessum ummælum felst,“ sagði Davíð Oddsson borg- arstjóri þegar ofangreind ummæli Ólafs Ragnars voru borin undir hann. „Það virðist vera að sósía- listar, hér og víðar í hinum vest- ræna heimi, séu með böggum hild- ar og í miklum sálarháska og við þær aðstæður virðist tungan á þeim hlaupa margar mílur á und- an heilabúinu. Eg hef þegar heyrt að almenningur hefur mikla skömm á svona framgöngu og hún er þeim ekki til sóma,“ sagði borgarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.