Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1990
„Mögnleikar“
í ágústmánuði árið 1987 héldu
tveir ungir menn, þeir Húbert Nói
og Þorvaldur Þórarinsson, sýn-
ingu í Nýlistasafninu.
Síðan hefur lítið ef þá nokkuð
sést eftir þá á íslenzkum sýningar-
vettvangi, en menn geta þó verið
jafn virkir fyrir því, og þannig
fékk ég nýlega nokkrar fréttir af
öðrum þeirra, Þorvaldi Þórarins-
syni, sem stundaði fyrst fram-
haldsnám við Jan van Eyck-
fagurlistaskólann í Maastricht, en
síðan við ríkisháskólann í Limb-
urg, Maastricht.
A þessar slóðir hefur margur
íslendingurinn ratað eftir útskrift
úr deildum fijálsra myndlista við
MHÍ, og mun líka frelsið þar vel,
en nemendur hafa þar vinnustofur
til umráða og aðgang að full-
komnum verkstæðum, en ráða
annars vinnubrögðum sínum í list-
inni og fá gagnrýni á þau og
umræðu af og til.
Þetta er þannig frjáls listsköp-
un við afar hagstæð og uppör-
vandi skilyrði, en þó fer ekki hjá
því við slíkar stofnanir, að eitt-
hvað sé meira á oddinum en ann-
að hveiju sinni. Leiðin liggur líka
iðulega beint á sýningavettvang
á meðan á námi stendur og í leit
að umboðsmanni til að koma verk-
um sínum á framfæri, en án slíkra
eru menn nánast ekki ofan jarðar
á meginlandinu.
Eitt skortir á í íslenzkri mynd-
listarumræðu og það er að upp-
lýsa, hvað íslendingar við frjálst
nám ytra hafi fyrir stafni. Aður
fóru þeir til tiltölulega fárra og
afmarkaðra staða, en nú eru þeir
út um allt að segja má og fá
menn Iitlar spurnir af sumum og
engar af fleirum.
I gamla daga vissu allir áhuga-
samir af þeim, sem stunduðu nám
í París, London eða New York,
og það fréttist stundum af ein-
stökum, sem stunduðu nám í höf-
uðborgum Norðurlanda óg þá
einkum ef þeir sköruðu framúr,
en nú eru tímarnir breyttir og
margfalt f leiri halda til náms ytra,
þannig að fréttnæmið er mun
minna en áður.
En þetta fólk starfar þó við
mun hagstæðari aðstæður en for-
verar þeirra, ótakmarkað frelsi
að segja má, og hefur aðgang að
mun fullkomnari verkstæðum en
menn létu sig dreyma um í gamla
daga. Eitt lítið dæmi um það er,
að þegar ég vann á grafíska skól-
anum við fagurlistaskólann í
Kaupmannahöfn á árunum
1955-56, var þar ein steinþrykk-
pressa og var stundum bið á því
að röðin kæmi að manni og allt
var í eintölu um önnur þrykk-
tæki, en nú eru pressurnar marg-
ar og húsrýmið hefur sömuleiðis
margfaldast.
En hvort þessar bættu aðstæð-
ur skapi betri listamenn, er svo
annað mál, en tækifærin til
útvíkkunar menntunar og tækni-
sviðsins hafa þeir óneitanlega
mun fleiri.
Tilefni þessara lina er bók, sem
mér hefur borist upp í hendumar
og gert hefur áðurnefndur Þor-
valdur Þórarinsson og nefnist á
ensku „Openings". Þetta er texta-
laus bók, en full af ljósmyndum
úr daglega lífinu, teknum úr bók-
um, blöðum og tímaritum, sem
Þorvaldur hefur tekið til handar-
gagns og málað og teiknað í.
Bókin er í svipuðu broti og t.d.
tímaritið Teningur og er gefin út
með styrk frá skólanum, sem heit-
ir sennilega, að hún sé að mestu
eða fullu kostuð af honum.
Þorvaldur hefur raunar gefið
út fleiri bækur, en þær eru allar
uppurnar, sem sýnir, að nokkur
áhugi hlýtur að vera fyrir slíkri
framtakssemi ytra, þótt hann hafi
ekki náð hingað nema að tak-
mörkuðu leyti.
Myndirnar eru unnar á allan
mögulegan hátt, en þó gengur það
eins og rauður þráður í gegnum
alla bókina að víkka og dýpka
hugmyndasviðið, ögra vanabund-
inni sjónskynjun skoðandans og
fá hann til að hugsa. Það eru
þannig heilmikil og djúp heilabrot
í slíkum vinnubrögðum og skyld-
leikinn við hugmyndafræðilegu
listina augljós.
Ég læt fræðilega úttekt eiga
sig að sinni, en kynni bókina með
einni táknrænni mynd, sem segir
kannski gleggri sögu en mörg orð.
í stuttu máli þykir mér sem
ljósmyndarinn hafi verið of upp-
tekinn við að ná fram sérstökum
ljósmyndrænum áhrifum, þannig
að maður skoðar flestar mynd-
irnar meira sem sjálfstæðar ljós-
myndir af hlutum og umhverfi
þeirra en hnitmiðaðar ljósmyndir
af höggmyndum og þeim húsa-
kynnum eða náttúruumhverfi, er
umlykja þær. En þegar þeirri
áráttu sleppir, sem er of sjaldan,
nær hann að bregða upp stemn-
ingum, sem maður finnur og
kannast við frá þessum stöðum,
en ég hef komið til þeirra allra
að undanskildu safni Rudolph
Tegner. Minni mitt geymir t.d.
allt aðra mynd af stöðunum en
fram kemur í þessum ljósmynd-
um. í f lestum tilvikum þykir mér
þannig sem Brunu Ehrs takist
best upp, er hann tekur nær-
myndir af listaverkunum, en hins
vegar fellur mér það alls ekki,
þegar hann t.d. setur hluta mynd-
anna og form þeirra úr fókus,
sem veikir í senn skarpleika
útlína listaverkanna og húsanna
eða húsakynnanna allt um kring
eða í bakgrunninum. Hér er hann
vísast að koma því að sem hann
álítur persónuleg og listræn
vinnubrögð í ljósmyndun og sem
hann vill kynna og koma á fram-
færi.
Ég á hér ekki við að ljósmynd-
aranum hafi verið skylt að fara
hefðbundnar leiðir í Ijósmyndun
höggmynda, hveijar sem þær nú
eru, því hægt er að velja svo
margar skilvirkari leiðir en farin
var. Og upp á eigin spýtur má
hann gera -eins margar tilraunir
og hann vill.
Hér vaknar því ósjálfrátt
spumingin, hvort verið sé að
kynna þessa fimm liðnu lista-
menn eða tilraunir ljósmyndarans
Bruno Ehrs og þá stundum á
kostnað listamannanna. Vísa til
þess að snilldin í allri túlkun felst
í því að draga það sem skilvirk-
ast fram sem túlka skal, en vera
sjálfur í bakgrunninum. Það
gengur t.d. ekki að taka viðtal
við fólk og tala mest sjálfur!
Sjálf hugmyndin að baki fram-
taksins var í senn áhugaverð sem
lofsverð, en án textanna í SIKSI,
sem eru dijúg viðbót til kynnmg-
ar á listamönnunum ganga hlut-
irnir einfaldlega ekki upp.
Túlkaiiir
Ungur maður gamall maður eftir Gustav Vigeland
Myndlist
BragiÁsgeirsson
í anddyri Norræna hússins
hefur verið komið fyrir allmörg-
um ljósmyndum af höggmyndum
eftir fimm nafntogaða mynd-
höggvara á Norðurlöndum, sem
sænski ljósmyndarinn Bruno
Ehrs (f. 1953) hefur tekið. Hann
hefur starfað sjálfstætt sem ljós-
myndari frá 1979 og m.a. haldið
einkasýningar í Stokkhólmi,
Helsingfors og París. Hélt einka-
sýningu í anddyri Norræna húss-
ins 1988.
Það var ritstjórn listtímaritsins
SIKSI, sem gefið er út af Norr-
ænu listamiðstöðinni í Sveaborg,
sem ákvað að helga eitt tölublað
þemanu helstu myndhöggvarar
Norðurlanda. Valdir voru mynd-
höggvaramir Einar Jónsson
(1874-1954), Rudolph Tegner (f.
1873-1950) frá Danmörku,
Gustav Vigeland (1869-1943)
Noregi, Wainö Altonen (1894-
19669 Finnlandi og Carl MiIIes
(1875-1955) Svíþjóð.
Þetta voru þannig allt mynd-
höggvarar af sömu kynslóð að
segja má, þótt Altonen hafi verið
þeirra langyngstur, en hann var
af líkum skóla, og allir hafa þeir
það sameiginlegt að vera eins
konar þjóðlistamenn (sbr. þjóð-
skáld), sem söfn hafa verið reist
yfir, en þó hefur safn Rudolphs
Tegner nokkra sérstöðu og
framtíð þess óviss.
En vafamál er þó, að þetta séu
helstu myndhöggvarar Norður-
landa í dag og sumir umdeildir,
en þeir eru án vafa þekktastir
myndhöggvarar tímanna í hei-
malöndum sínum, enda var vel
gert við þá flesta af hinu opin-
bera.
Það voru tveir ljósmyndarar,
sem völdust til þessa verkefnis
og ferðuðust á milli Norðurland-
anna og tóku myndir af högg-
myndum listamannanna, Svíinn
Bruno Ehrs og Finninn Kommo
Saije, en með þeim í förinni var
sænski rithöfundurinn Claes Hyl-
Dögun eftir Einar Jónsson
inger, sem skrifaði hugleiðingar
um hvem og einn sem birtust
með myndunum í SIKSI.
Eins og segir í sýningarskrá
fengu þeir félagar fijálsar hendur
um útfærslu myndanna og það
tók Bruno Ehrs nokkurn tíma
áður en hann fann endanlega
lausn. Hann þreifaði sig áfram
með ljósmyndavélar og filmur,
og að lokum tók hann myndir
með filmu sem má stækka mikið
og skerpa að vild. Hann lýsti því
þannig: „Á þann hátt fæ ég
áhorfandann til að sjá það sem
ég vil að komi fram í hverri högg-
mynd. Auk þess er það góð lausn
til þess að létta áhrifin af þessum
kraftmiklu og þungu höggmynd-
um sem allar eru úr graníti og
bronsi (?). Stundum gat ég lagt
áherslu á hreyfingar.“
Og hvernig hefur svo til tekist?