Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 13

Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDA.GUR: 25C JANÚAR]I9D0i í skóla hjá Messí- asi flugmanni Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Richard Bach: ÍMYNDIR. Nýr Messías kemur svífandi af himn- um á flugvél. Páll Ingólfsson íslenskaði. Fjölvaútgáfan 1989. Richard Bach er ekki ókunnugt nafn. Þessi fyrrverandi orustuflug- maður hlaut heimsfrægð fyrir bók sína um Jónatan Livingston Máv sem kom út hér á landi 1973 í þýðingu Hjartar Pálssonar. ímyndir er skyld saga, en ekki eins ljóðræn og stendur hinni mjög að baki. Jónatan Livingston Mávur er saga um lífið og tilveruna þar sem höfundurinn glímir við tilvist- arvandann og veltir fyrir sér leið- inni til fullkomnunar. Báðar skáld- sögurnar fjalla um þroska og viskulærdóm og eru í dæmisagn- astíl. Viðfangsefni líkt og þessi hafa lengi tíðkast í skáldskap, ekki síst þar sem guðspekin hefur hljóm- grunn. Hér heima munu auðfundn- ir áhugasamir lesendur slíkra verka og í Bandaríkjunum, heimal- andi Richards Bachs, eru þeir fjöl- mennir. Við erum leidd til fundar við tvo útsýnisflugmenn á gömlum tvíþekjum sem fljúga með farþega fyrir vægt gjald yfir gresjur mið- fýlkja Bandaríkjanna. Annar er höfundur skáldsögunnar, hinn sjálfur Messías. Sögumaður fær leiðsögn hjá Messíasi og er alltaf að reyna eitthvað nýtt. Hann kemst fljótlega að því að ekki er allt sem sýnist. Greinilega hefur hann kynnst alvöru Messíasi. Til þess að ná þroska er sífellt flett upp í Handbók Messíasar, spakmælabók sem sögumaður fær í hendur. Þar er m. a: þetta að finna: „Skilaboð til allra manna./ Alla atburði lífs þíns/ hefur borið fyrir vegna þess/ að þú hefur laðað þá til þín.“ Og í framhaldi: „Það er undir þér sjálfum komið/ hvað þú kýst/ að gera við þá.“ Við ferðumst semsagt fram og aftur í tíma, skiljum og hittumst aftur eftir andartak eða mörg æviskeið. Við erum alltaf að læra og eigum okkur hlutverk. Við sjáum ekki nema smáblett af þeirri heild sem lífið er. Þessi heimur er tóm ímyndun, allt aðeins skynvilla. Enginn gerir það sem hann ekki langar til að gera. Imyndir eru hugleiðingar og þankar í formi frásagna og dæmi- sagna, laglega orðaðar sumar hveijar, en vekja ekki sérstaka athygli undirritaðs, m.a. vegna þess að margt er kunnuglegt og úr ýmsum áttum, eins konar hrist- ingur ólíkustu hugmynda og kenn- inga. Lífsspeki væri reyndar réttast að kalla bókina. Það háir íslenskri gerð bókar- innar að þýðingin er ónákvæm og þrátt fyrir góða spretti og vilja til að gera vel tekst það ekki sem skyldi. Prófarkir hefði þurft að lesa mun betur. Ljóðabók effcir Böðvar Guðmundsson Hjá bókaútgáfunni Iðunni er komin út ný ljóðabók eftir Böðvar Guðmundsson, sem löngu er orð- inn kunnur fyrir Ijóð sín og lög. Hann er nú búsettur erlendis og hin nýja ljóðabók, Heimsókn á heimaslóð, er ljóðaflokkur um ís- landsferð þar sem skáldið gerir á persónulegan hátt upp við land og sögu, leitar róta sinna og finnur þrátt fyrir það að „allt getur brugðið til beggja vona/enginn veit stund- ina/þegar veturinn bytjar" eins og segir í einu ljóðanna. Þeir sem kynnst hafa ljóðum Böð- vars Guðmundssonar kannast við tvíeggjaðar lýsingar hans á mannlíf- inu og umhverfi sínu, ofnar úr hlýju og kaldhæðni í samfelldan þráð, þar sem lífsháskinn er þó aldrei fjarri líki manns „á bleikum bíl“. (FVcttatilkynning) ÁRSHÁTÍÐ - ÞORRABLÓT - AFMÆLI Á RV-Markaðnum Réttarhálsi 2 færð þú öll áhöld til veislunnar s.s diska, diskamoítur, glös, glasamottur, hnífapör, servéttur, kerti, dúka o.m.fl. Nú geta allir komið á RV-Markaðinn og verslað rekstrar og hreinlætisvörur á mjög hagstæðu verði. Réttartiálsi2 -HOR.vik - Simar31956-685554 RENAULT EXPRESS flytur virðisaukann í veltuna! Renault Express er hreinræktaður vinnuhestur og toil- afgreiddur sem slíkur. Því fæst VSK af innkaupsverði og rekstrarkostnaði frádreginn sem innskattur sé bíllinn notaður í virðisaukaskattskyldri starfsemi. Renault Express er atvinnutæki sem skilar arði Hann er sparneytinn og flytur heil 575 kg í 2,6 rúmmetra flutningsrými. Við ábyrgjumst ryðvörnina í átta ár og bílinn sjálfan í þrjú. Framhjóladrifið, snerpuna og þæg- indin fá allir Renault bílar í vöggugjöf. RENAULT Bílaumbooiö hf Krókhálsi 1, sími 686633, 130 Reykjavík. FER A KOSTUM ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.