Morgunblaðið - 25.01.1990, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Ríkisstyrktur áróður gegn
einkarekinm læknisþjónustu
eftirÁrna Sigfusson
Er sérfræðiþjónustan dýrari
en þjónusta
heilsugæslustöðva?
Miðað við umræðu fulltrúa ríkisins
að undanförnu mætti ætla að ofan-
greindri spurningu beri að svara ját-
andi. Ég tel það hins vegar skyldu
mína, sem fulltrúa í Heilbrigðisráði
borgarinnar, að bægja frá rangfærsl-
um og hleypidómum sem einkennt
hafa umræðu ýmissa stjórnmála-
manna og aðstoðarmanna þeirra um
þessi mál að undanförnu.
Af umræðunni mætti ætla að sér-
fræðingar og „óþarfa“ kostnaður af
þeim sé ein megin meinsemdin í út-
gjaldakerfi ríksins.
Útgjöld vegna
heilsugæslustöðva víða falin
Flestum okkar er vel ljóst að opin-
ber þjónusta hefur fáar aðhaldsleiðir
innbyggðar. Því reynist mjög erfitt
að ná saman tölum til upplýsinga.
Slíkt hefur ekki síður átt við um
heildarkostnað vegna heilsugæslu-
stöðva. Ríkið greiðir stofnkostnað
heilsugæslustöðva, sem jafnan dreif-
ist á fjölmörg ár vegna hægfara
uppbyggingar. Sjaldnast er þar tekið
tillit til fjármagnskostnaðar, skatta
og annarra gjalda sem einkaaðilar
þurfa að greiða af slíku húsnæði.
Þá hefur sveitarfélag greitt hluta
rekstrarkostnaðar, ríkið hluta í leigu
og viðhaldi, auk allra launa lækna
og hjúkrunarfræðinga. Einnig greiðir
sjúkrasamlag læknum viðkomandi
heilsugæslustöðvar fyrir ýmsa þjón-
ustu þeirra við sjúklinga samkvæmt
taxta. í þessar áttir þarf að skima
eftir upplýsingum. Fjölmargir reikn-
ingar eru gerðir seint upp og hafa
vart komist til skila þegar freistast
hefur verið til samanburðar.
Útgjöld vegna
sérfræðikostnaðar eru öllum
ljós
Heildarkostnaður sem ríkið leggur
út fyrir sérfræðingana hefur verið
öllum ijós í ræðu og riti. Sérfræðing-
amir fá eina upphæð greidda frá
hinu opinbera auk gjalds sjúklings.
Af þeirri upphæð greiða þeir síðan
allan kostnað, s.s. vegna húsnæðis,
áhalda, vinnulauna og annars rekst-
urs.
Þijár heilsugæslustöðvar í
Reykjavík
Til þess að kanna til hlítar heildar-
kostnað hins opinbera vegna bygg-
inga og reksturs heilsugæslustöðva
annars vegar og heildarkostnað hins
opinbera vegna einkarekinna stofa
sérfræðinga hins vegar, hef ég valið
að líta á þijár heilsugæslustöðvar í
Reykjavík, þar sem tekist hefur að
afla flestra nauðsynlegra gagna.
Þegar sú samantekt liggur fyrir, er
auðveldara að bera niðurstöður sam-
an við opinberan kostnað vegna þjón-
ustu á einkastofum sérfræðinga.
Þær heilsugæslustöðvar sem hér
er vitnað til eru Heilsugæslustöð
Árbæjar, Heilsugæslustöð Hiíða-
svæðis og Heilsugæslustöð Mið-
bæjar. Allar hafa þær á að skipa
mjög hæfu starfsfólki og eru rómað-
ar fyrir góða þjónustu.
Húsnæðiskostnaður
Mjög erfitt er að reikna stofn-
kostnað þessara stöðva og annan
húsnæðiskostnað. Kemur þar til mis-
munandi uppbygging stöðvanna, s.s.
samnýting húsnæðis með öðrum,
breytingar á gömlu húsnæði sem
nýtt var undir aðra starfsemi og ein-
faldlega upplýsingaskortur í kerfinu.
Við mat á húsnæðiskostnaði hefur
því þótt raunhæfast að kanna kostn-
að vegna nýjustu heilsugæslustöðv-
anna í Reykjavík, þ.e. við Hraunberg
6 og við Vesturgötu 7. Þar er auð-
veldast að afla upplýsinga um raun-
verulegan stofnkostnað og kostnað
vegna búnaðar. Með þeim tölum er
síðan auðveldara að meta árlegan
húsnæðiskostnað eftir stærð heilsu-
gæslustöðva. Þannig fæst raunhæfur
samanburður á húsnæðiskostnaði
einkarekinnar stöðvar og opinberrar
stöðvar.
Annar rekstrarkostnaður
Annar rekstrarkostnaður en hús-
næðiskostnaður þarf einnig að liggja
ljós fyrir. Til þess þurfti að afla upp-
lýsinga um laun lækna og hjúkruna-
rfræðinga á viðkomandi heilsugæslu-
stöðvum, svo og annan kostnað sam-
kvæmt reikningi Borgarsjóðs. Þá
þurfti að af la upplýsinga um greiðsl-
ur til lækna stöðvanna frá Sjúkra-
samlagi Reykjavíkur. Lögð var
áhersla á heildarupplýsingar um laun
greidd til viðkomandi heilsugæslu-
stöðvar en ekki um laun einstakra
starfsmanna.
Heildarkostnaður þriggja
heilsugæslustöðva
Niðurstöður þessara athugana
benda til þess að rekstrarkostnaður
vegna húsnæðis Árbæjarstöðvarinn-
ar árið 1988 hafi verið um 11,6 millj-
ónir króna. Annar rekstrarkostnaður
vartæpar 16,4 milljónir króna. Heild-
arkostnaður hins opinbera árið 1988
nam því um 28 milljónum króna.
Rekstrarkostnaður vegna hús-
næðis Miðbæjarstöðvarinnar árið
1988 reiknast vera um 6,7 milljónir
króna en annar rekstrarkostnaður
11,6 milljónir króna. Heildarkostnað-
ur hins opinbera nam því um 18,3
milljónum króna.
Ætla má að húsnæðiskostnaður
vegna Heilsugæslustöðvar Hlíða-
svæðis sé um 8,6 milljónir króna en
annar rekstrarkostnaður um 10,6
milljónir króna, eða samtals 19,2
milljónir í heildarkostnað árið 1988.
Samanburður á einkastofum
sérfræðinga og ríkisreknum
heilsugæslustöðvum
Mikilvægt er að átta sig á að
umfang þjónustu þessara tveggja
aðila er ekki hið sama.
Á heilsugæslustöðvunum er ein-
staklingum sinnt sem komið þangað.
Læknar og hjúkrunarfræðingar heil-
Árni Sigfusson
„Því kostaði hver koma
á stofii til sérfræðings
ríkið að meðaltali 1.530
kr. árið 1989. Meðal-
talið frá heilsugæslu-
stöðvunum þremur gef-
ur til kynna að hver
samskipti árið 1988 hafi
kostað hið opinbera
1.960 kr.“
sugæslustöðvanna sinna einnig vitj-
unum til sjúklinga, ungbarnaeftirliti
og skólahjúkrun.
Á stofum sérfræðinga er fyrst og
fremst sinnt komum sjúklinga sem
þangað leita vegna sérfræðiþjón-
ustunnar.
Starfsmenn heilsugæslustöðva
telja öll samskipti sem eiga sér stað
á milli notanda og stöðvar, s.s.
símtöl, komur og vitjanir. Þannig
fæst upp gefinn fjöldi samskipta á
hverri stöð.
Sérfræðingamir fá hins vegar að-
eins greitt fyrir komur til þeirra,
ekkert annað. Símtöl tilheyra því
greiðslu vegna komu og teljast ekki
til sérstakra samskipta.
Hér er því vandi á höndum ef
bera skal saman kostnað af þjónustu
heilsugæslustöðvar eða sérfræðings.
Séu komur á heilsugæslustöð ein-
ungis bornar saman við komur á
stofu sérfræðings og þeim tölum
deilt í heildarkostnað, verður þjón-
usta heilsugæslustöðvar verulega
dýrari eh þjónusta sérfræðings. Sá
samanburður er þó óraunhæfur þar
sem heilsugæslustöðvamar, sérstak-
lega vegna starfs hjúkrunarfræð-
inga, hafa mun víðtækara hlutverk
t.d. í skólahjúkrun, heimahjúkrun og
ungbarnaeftirlit. Samanburður á
kostnaði við hvem notanda verður
því seint fullkominn.
í könnun minni freistast ég til að
bera saman fjölda samskipta á
heilsugæslustöð sem eru: komur á
stöðina, og vitjanir lækna og hjúkr-
unarfræðinga, við komur sjúklinga
til sérfræðinga. í ársskýrslum heilsu-
gæslustöðvanna eru símtöl jafnan
talin með í fjölda samskipta en hér
er það ekki gert þar sem slíkt er
augljóslega ekki gert í samskipta-
talningu sérfræðinga. Sé fjölda sam-
skiptanna á hverri heilsugæslustöð
árið 1988, eins og þau em skilgreind
hér, deilt í heildarkostnað hins opin-
bera, komumst við nær því hvað
hver samskipti kosta hið opinbera:
Heilsugæslustöð Árbæjar:
Heildarkostnaður: 28.047 / Sam-
skipti: 12.557 = 2.233 kr. á hver
samskipti (í ársskýrslu heilsugæslu-
stöðvarinnar í Árbæ er ekki getið
um fjölda símtala í heildarfjölda sam-
skipta. Þegar þau voru dregin frá
samskiptafjölda var gert ráð fyrir
svipuðu hlutfalli og gildir á öðmm
stöðvum er veita slíkar upplýsingar
í ársskýrslu 1988).
Heilsugæslustöð Miðbæjar:
Heildarkostnaður: 18.309 / Sam-
skipti: 10.465 = 1.750 kr. á h,ver
samskipti.
Heilsugæslustöð Hlíðasvæðis:
Heildarkostnaður: 19.213 / Sam-
skipti: 10.431 = 1.842 kr. á hver
samskipti.
Kostnaður vegna
sérfræðiþjónustu
Eins og áður segir er samantektin
mun auðveldari þegar kemur að
stofusérfræðingum. Þeir fá greitt
fyrir læknisstörf sín frá ríkinu sam-
kvæmt samningi Læknafélags
Reykjavíkur og Tryggingastofnunar
ríkisins, en sjá sjálfir um allan stofn-
kostnað og reksturskostnað. Þeir
bera sjálfir ábyrgð á sínum rekstri.
í tölum Tryggingastofnunar ríkis-
ins um sérfræðikostnað fyrri hluta
árs 1989, sem birtust í Morgun-
blaðinu sl. föstudag, em veittar vill-
andi upplýsingar. í uppgefnum tölum
var innifalið sjúklingagjald sem aug-
ljóslega er ekki greitt af ríkinu. í
tölunum var einnig innifalinn kostn-
aður við rannsóknarstofur sérfræð-
inga. Stór hluti af vinnu rannsóknar-
stofanna er á vegum heilsugæslu-
stöðva og heimilislækna. Þar yrði því
engin breyting á þótt tekið yrði upp
tilvísanakerfi og þrengt að starfsemi
sérfræðinga á einkastofum.
í þeim samanburði sem hér er til
umræðu leitast ég við að bera saman
kostnað hins opinbera af þessum
tveimur rekstrarformum. Því á
hvorki að telja til gjald sem notendur
greiða sjálfir beint, eða kostnað
vegna rannsóknarstofa sem nýttar
era af heilbrigðiskerfinu öllu.
Kostnaður ríkisins af þjónustu
stofusérfræðinga frá janúar til júní
1989 var 277 milljónir króna. Komur
vom 181 þúsund.
Því kostaði hver koma á stofu til
sérfræðings ríkið að meðaltali 1.530
kr. árið 1989. Meðaltalið frá heilsu-
gæslustöðvunum þremur gefur til
kynna að hver samskipti árið 1988
hafi kostað hið opinbera 1.960 kr.
Vakin er athygli á að upplýsingar
um greiðslu hins opinbera til sér-
fræðinga vegna „komu sjúklings"
miðast við árið 1989 en greiðsla hins
opinbera fyrir hver „samskipti"
heilsugæslustöðvanna miðast við
verðlag 1988. Kostnaðarmunur er
því væntanlega ennþá meiri en ofan-
greindar tölur gefa til kynna.
Niðurstaðan er einföld
Við notendur heilbrigðisþjón-
ustunnar viljum ráða því sjálf til
hvaða læknis við leitum. Engin rök
benda til þess að hagkvæmast sé
skammta okkur þjónustuna. Þjón-
usta sérfræðinga reynist vera úrvals-
þjónusta á góðu verði. Miðstýringar-
sinnar geta því hætt að leita lúsa í
einkareknum læknastöðvum sér-
fræðinga. Einkarekstur lækna á Is-
landi er greinilega til fyrirmyndar.
Ástæða er til að varast að setja alla
lækna á ríkislaun eða að taka upp
skömmtunarkerfi sem annars staðar
er verið að leggja af.
Heimilislæknar, læknar á heilsu-
gæslustöðvum og sérfræðingar vinna
aliir verk sín af stakri prýði. Hið
sveigjanlega skipulag skapar jákvætt
samkeppnisumhverfi og veitir þeim
læknum sem þess óska tækifæri til
að spreyta sig. Staðreyndin er sú að
íslenskir læknar sýna dugnað í starfi
sem kemur fram í verulega meiri
afköstum en starfsbræður þeirra á
Norðurlöndum sýna. Jafnframt njót-
um við þjónustu að gæðum sem em
með því besta er gerist í heiminum.
Einkarekstur gefur okkur notendum
nauðsynlegt val og tryggir hágæða-
þjónustu.
Látum af frekari fullyrðingum um
sérfræðinga sem meinsemd ríkis-
sjóðs. Flest rök ættu að hvetja okkur
til að auka þennan þátt í heilbrigði-
skerfinu. Bijótumst heldur gegn al-
varlegri meinsemd í íslensku þjóð-
félagi. Hún er sjálf miðstýringin og
árátta of margra stjómmálamanna
til að dýrka hana.
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Rekstrarkostnaður hins opinbera vegna þriggja
heilsugæslustöðva í Reykjavík 1988
Kostnaður í milljónum króna.
Heilsugæslustöð Rekstrar- Annar Heildar- Fjöldi Kostnaður
kost. rekstrar- kost. hins sam- á hver sam-
vegna hús- kost. opinbera: skipta*4 skipti í
næðis*l samtals: krónum
Heilsugæslus. Árbæjar 11.668 16.379 28.047 12.557 2.234
Heilsugæslus. Miðbæjar 6.711 11.598 18.309 10.465 1.750
Heilsugæslus. HHðasvæðis 8.621 10.592 19.213 10.431 1.842
Meðalkostnaður 21.856 11.151 1.960
*1. Stofnkostnaður miðast við upplýsingar Byggingardeildar Borgarverkfræðings um stofnkostn-
að við Heilsugæslustöðina við Hraunberg 6 og Heilsug.st. við Vesturgötu 7. Fundið er meðalverð
á hvem fermetra, en búnaður áætlast svipaður. Verðlag í des. 1988.
*4. Samkvæmt árskýrslum heilsugæslustöðva eru öll samskipti talin. í þeim felast komur á
stöð, skráð símtöl, vitjanir lækna og hjúkrunarfræðinga. Símtöl á einkalæknastöðvum eru ekki
talin. Því þykir rétt að sleppa skráningu símtala úr uppl. um fjölda samskipta í ofangreindum
tölum.
Fiskeldi og skattborgarar
eftir Pétur Bjarnason
Björn Jóhannesson hefur um
nokkurra ára skeið ritað talsvert
um fiskeldi á Islandi af umdeildri
þekkingu. Ég hef hin síðustu ár
sjaldan séð greinum hans svarað.
Fullyrðingar hans hafa þó oft gefið
tilefni til þess. Björn er sannfærður
um að laxeldi sé vonlaust á ís-
landi. Um það ætla ég ekki að deila
við hann. Hins vegar finnst mér
einkennilegt að sú lífsskoðun skuli
ekki truflast neitt, þegar sýnt er
að sum laxeldisfyrirtæki ganga
ágætlega, eins ogt.d. Isnó hf., þrátt
fyrir þessar voðalegu aðstæður sem
Bjöm telur hér vera.
En sem sagt, um þetta ætla ég
ekki að deila. Hitt finnst mér verra
þegar Björn fer að tala um hver
eigi að borga brúsann vegna þess
rekstrarvanda sem ýmis fiskeld-
isfyrirtæki hafa lent í. 1 grein í
Mbl. 19. desember sl. gefur Björn
sér að 5 milljarðar króna hafi verið
notaðir í fiskeldi á íslandi, þetta fé
sé allt tapað og skattgreiðendur
þurfi að borga. Síðan er hann búinn
að reikna út hversu mikið hver fjöl-
skylda þurfi að borga, og stynur
þá sem vonlegt er þungan.
En dettur einhveijum heilvita
„Dettur einhverjum í
hug að í hvert skipti,
sem fiskeldisfyrirtæki
komist í vanskil eða
verði gjaldþrota, sé
skrifaður reikningur og
hann sendur í gegnum
ríkiskassann til al-
mennings í landinu?“
manni í hug að hlutirnir gangi
þannig fyrir sig? Dettur einhveijum
í hug að í hvert skipti, sem fiskeld-
isfyrirtæki komist í vanskil eða
verði gjaldþrota, sé skrifaður reikn-
ingur og hann sendur í gegnum
ríkiskassann til almennings í
landinu? Veit Björn ekki að menn
leggja hlutafé í svona fyrirtæki og
setja veð fyrir skuldum? Veit Björn
ekki að þrátt fyrir bágan rekstur
þá koma rekstartekjur, sem notaðar
eru upp í útgjöld, inn í fyrirtækin?
Veit Björn ekki að útgjöldum vegna
þeirra ríkisábyrgða, sem veittar
hafa verið, er mætt með iðgjalda-
greiðslum fiskeldisfyrirtækjanna
sjálfra í Tryggingarsjóð fiskeldis-
lána? Veit Björn ekki að tjón, sem
bætt er með tryggingabótum em í
fyrsta lagi að hluta til bætt erlend-
is frá í gegnum endurtryggingar
og valda í öðru lagi hækkun ið-
gjalda, sem fiskeldisfyrirtækin bera
sjálf?
Það getur vel verið að Björn Jó-
hannesson viti þetta ekki og/eða
skilji þetta ekki. Þá eru reiknikúnst-
ir hans skiljanlegar en gagnslausar.
Hitt getur líka verið að Björn þekki
betur til mála en lesa megi af grein
hans, en þá eru þessar reiknikúnst-
ir eingöngu settar fram í blekking-
arskyni til þess að rugla fólk í
riminu. Mætti Björn finna sér þarf-
ari tómstundaiðju, því nógur er
ruglandinn í umræðu um fiskeldi
fyrir.
Höfundur er markaðsstjóri l\já
ístess hf.