Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990 Ekki er ein eftir Richard Björgvinsson Það er stundum sagl_yið okkur sveitarstjórnarmenn í Kópavogi, að það sé margt einkennilegt hjá okkur hér. Þetta má stundum til sanns vegar færa að vissu marki. Það er ekki ofsögum sagt af vinnulagi vinstri meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs og vil ég nefna nokkur dæmi um ýmislegt einkennilegt sem gerst hefur í bæjarstjórn Kópavogs. Fellt að fara að lögum Það má heita einstætt, að bæjar- stjórn felli tillögu, sem einungis fjallar um að farið sé að lögum landsins. Þetta skeði samt í bæjar- stjórn Kópavogs 19. desember sl. þegar vinstri meirihlutinn felldi slíka tillögu. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi ný sveitarstjómarlög 1986. Þetta hafði m.a. það í för með sér vegna mikilla breytinga frá eldri lögum, að sveitarstjórnir þurftu að breyta samþykktum sínum um stjóm hvers sveitarfélags og fund- arsköp sveitarstjómar. Félagsmála- ráðuneytið sendi sveitarfélögunum fyrirmynd um slíkar reglur. Þetta verk dróst úr hömlu hjá bæjarstjórn Kópavogs. Einhverra hluta vegna var meirihluti bæjarstjórnar ekki tilbúinn til að ganga í þetta verk og ný samþykkt var loks afgreidd af bæjarstjórn 9. febrúar 1988 og send félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar, en í því felst í raun, að ráðuneytið gengur úr skugga um, að samþykktin bijóti ekki í bága við lög, sérstaklega sveitar- stjórnarlögin. Ráðuneytið synjaði staðfestingar og gerð víðtækar at- hugasemdir. Bæjarstjórn endur- skoðaði samþykktina og tók tillit til allra athugasemdanna nema tveggja og afgreiddi þessar breyt- ingar 10. maí 1988, en ennþá eftir rúmlega eitt og hálft ár hefur sam- þykktin ekki fengist staðfest vegna þessara tveggja atriða og skal nú vikið að þeim. Fyrra atriðið er, að í sveitar- stjórnarlögum segir að kjósa skuli fimm menn í bæjarráð og 5 til vara og aðeins eru kjörnir bæjarfulltrúar kjörgengir, ekki varabæjarfulltrúar. Hjá bæjarstjórn Kópavogs hefur ávallt gilt það ákvæði, að þeir bæj- arfulltrúar og varafulltrúar, sem kosningu hafa hlotið af sama lista og kjörinn bæjarráðsmaður, væm Atvinnurekendur, einstaklingar Amstrad kynnir: fC AMSTRAD PC512 er fullkomlega PC samhæfð tölva með 8086 örgjörva með möguleika fyrir 8087 örgjörva. Vinnsluhraði er 8 mhz vinnsluminni er 512k stækkan- legt í 640k. Rauntímaklukka, mús, hliðartengi, raðtengi og tvisvar sinnum 5 1 /4 drif. Tengi fyrir stýripinna og hátalari með hljóðstilli. CGA litaskjár með stillanlegum veltifæti. 3 lausar tengiraufar. Stýrikerfi MSDOS 3.2 og DOS PLUS fylgir. Fylgihlutir: GEM stýriforrit ásamt teikniforriti og basic 2 stjórnað með mús. ABILITY forritin samanstanda af ritvinnslu, reikni- vangi, súlu og kökuriti, gagnasafni og samskiptaforriti. 4 leikir fylgja með í kaupbæti. Einnig fylgir bókhaldskerfið Heimiliskorn. Fjárhags- heimiliskom er viðskiptamannabókhald, bæði fyrir heimilið og atvinnureksturinn. Allt þetta f ærðu fyrir aöeins kr. 96.000, Ve rð miðast við staðgr. og gengi 1. janúar 1990. Góð greiðslukjör TÖLVULHND - LAUGAVEG 116 105 REYKJAVÍK SIMI 621122 báran stök sveitarstjórnarmenn eiga eins og aðrir að vera ábyrgir gerða sinna, það fer alltof lítið fyrir því hér á landi að stjórnmálamenn yfirleitt séu nægilega ábyrgir, þess vegna fer stundum verr en til stendur. varamenn hans í þeirri röð, sem þeir skipuðu listann. Þetta er góð regla og allir í bæjarstjórn eru sam- mála um hana, en hún samræmist ekki sveitarstjórnarlögunum. Kosn- ing varamanna eins og lögin gera ráð fyrir gæti t.d. haft það í för með sér, að flokkur, sem ætti einn fulltrúa kjörinn í bæjarstjórn, sem ætti líka sæti í bæjarráði, t.d. vegna þátttöku í meirihlutasamstarfi fleiri flokka, gæti ekki kosið varamann úr sínum röðum, þar sem varafull- trúar eru ekki kjörgengir. Hitt atriðið, sem á milli ber, er að hér í Kópavogi hefur kjörnum bæjarfulltrúum, sem ekki eiga sæti í bæjarráði, verið heimilt að sitja fundi ráðsins sem áheyrendur án málfrelsis og tillöguréttar. Þetta er gert til að veita öllum bæjarfulltrú- um tækifæri til að kynna sér mál í bæjarráði. Félagsmálaráðuneytið segir hinsvegar að fundir bæjarráðs séu lokaðir og túlkar lögin svo þröngt, að þetta sé ekki leyfilegt. Þegar bæjarstjórn afgreiddi breyt- ingarnar í maí 1988 samþykktum við sjálfstæðismenn þær líka. Við vorum sammála því, að þessum tveim atriðum væri ekki breytt á þeim tíma og enn væri gerð tilraun til að ná staðfestingu, en sú tilraun mætti aðeins standa stuttan tíma, í mesta lagi 2-3 mánuði. Hinsvegar álítum við, að nú sé það þrautreynt, að samþykktin fæst ekki staðfest eins og bæjarstjórn gekk frá henni. Flest eða öll önnur sveitarfélög hafa sætt sig við þetta eins og lögin gera ráð fyrir og því verðum við að gera það líka. Rætt hefur verið um í þessi hartnær tvö ár, að félagsmálaráðherra flytti frumvarp um breytingu á sveitar- stjómarlögum til þess að breyta þessu atriði sérstaklega með kosn- ingu varamanna í bæjarráð eins og að framan er getið. Um þetta hafa verið höfð góð orð, en ekkert frum- varp er komið fram ennþá, og jafn- vel þó það yrði gert í vetur er auð- vitað engin trygging fyrir að Al- þingi samþykki það á þessu þingi eða yfirleitt breytingu fyrir eitt sveitarfélag þó sú breyting sé í raun góð út af fyrir sig. Senn líður að lokum þessa kjörtímabils bæjar- stjómar og álit okkar sjálfstæðis- manna er að fullkomlega óviðun- andi sé, að bæjarstjórn skili þannig af sér til næstu bæjarstjórnar, að ekki liggi fyrir staðfest samþykkt um stjórn bæjarins og fundarsköp bæjarstjórnar. Nú eru liðin nær 4 ár frá því sveitarstjórnarlögunum var breytt og rúmlega eitt og hálft ár frá því að síðast var óskað stað- festingar á samþykkt bæjarstjórn- ar. Af þessum sökum fluttum við sjálfstæðismenn tillögu um að breyta fyrri samþykkt bæjarstjórn- ar í það horf að hún fengist stað- fest af ráðuneytinu. Gamla sam- þykktin um þetta frá 1984 gildir ekki nema að mjög takmörkuðu leyti, þar sem hún brýtur í mörgum atriðum í bága við nýju lögin og auðvitað gilda lögin. Tillaga okkar fjallaði því einungis um að fara að Richard Björgvinsson „Það hefiir tíðkast um nokkurt árabil hjá meirihluta bæjarstjórn- ar hér í Kópavogi, vinstri meirihlutanum, að bæjarfulltrúar eða a.m.k. oddvitar flokk- anna gengju í persónu- legar ábyrgðir fyrir ýmsum skuldum bæjar- ins. Þetta er fáheyrt og sennilega alveg ein- stætt, að sveitarstjórn- armenn geri þetta.“ lögum, en vinstri meirihlutinn felldi hana, svo mikið var offorsið, henni var ekki vísað til bæjarráðs eða frestað, nei, af því að sjálfstæðis- menn fluttu hana þá var hún bara felld. Það er ábyggilega einstætt að fella tillögu um að fara aðlögum. Bæjarfiilltrúar í ábyrgðum fyrir sumum skuldum bæjarins Það hefur tíðkast um nokkurt árabil hjá meirihluta bæjarstjórnar hér í Kópavogi, vinstri meirihlutan- um, að bæjarfulltrúar eða a.m.k. oddvitar flokkanna gengju í per- sónulegar ábyrgðir fyrir ýmsum skuldum bæjarins. Þetta er fáheyrt og sennilega alveg einstætt, að sveitarstjórnarmenn geri þetta. Það er líka mjög sjaldgæft, að viðskipta- banki sveitarfélags þurfi eða setji slík skilyrði, og raunar óskiljanlegt. Eina ástæðan, sem til hugar kem- ur, er að viðskiptabanki sveitarfé- lags þurfi eða setji slík skilyrði, og raunar óskiljanlegt. Eina ástæðan, sem til hugar kemur, er að við- skiptabanki vilji með þessu ná per- sónulegu tangarhaldi og hafi þetta sem svipu til þess, að slíkir ráða- menn sjái frekar til þess að bærinn standi í skilum. Hitt er svo allt annað mál, að Margt fleira er einstætt í stjórn Kópavogs núna Það mætti benda á fjölmargt fleira sem einstætt er í stjórn bæj- armála á undanförnum árum hér í Kópavogi. Flestir minnast deilunnar um Fossvogsdal og sorpmálin í Kópavogi á sl. vori. Það var ein- stætt að láta sér detta í hug að segja upp einhliða samningi, sem ekki er uppsegjanlegur, að láta sér detta í hug að samningur gufi bara upp rétt si svona, en þetta gerði meirihluti A-flokkanna hér í Kópa- vogi. Hitt er allt annað mál, að mögulegt er að fara í ógildingar- mál, við búum í réttarríki viljum við öll trúa, þá geta menn f lutt rök fyrir sínu máli og dómstólar skera úr. Verst er að a.m.k. sumir virðast ekki hafa lært neitt af þessu frum- hlaupi sínu, á það sérstaklega við um fulltrúa Alþýðuflokksins. Undanfarið hefur'verið töluverð umræða um fjárhagsvandræði ýmissa sveitarfélaga. Áberandi er að sjálfsögðu þegar um þetta er rætt, að það eru yfirleitt sömu atrið- in sem fram koma um orsakir þessa, og sú helsta er of mikil fjárfesting og dýr rekstur, og þar af leiðandi skuldasöfnun umfram getu viðkom- andi sveitarfélaga. Oft er nefnt til um orsakir, að sveitarfélög hafi neyðst til að fara út í eða taka þátt í atvinnurekstri, sem illa hafi geng- ið, til að halda uppi atvinnu í byggð- arlaginu. Onnur atriði, sem oft heyrast nefnd eru t.d. hitaveitur, vatnsveitur þar sem svo hagar til, hafnir og ýmsar fleiri framkvæmd- ir. Bæjarsjóður Kópavogs hefur lítið sem ekkert þurft að leggja til at- vinnumála í bænum, sem betur fer, við höfum ekkert lagt í hitaveitu, við fengum hana senda þeim á sömu kjörum og Reykvíkingar hafa. Við höfum ekkert lagt til sjúkrahúsa eins og mörg önnur sveitarfélög, ekkert þurft að leggja til vatnsöfl- unar, aðeins dreifikerfi í bænum og Vatnsveita Kópavogs er stór- gróða fyrirtæki, en bæjarhítin hirð- ir það allt. Við kaupum kalda vatn- ið líka frá Reykjavík. Við höfum ekki lagt mikla fjármuni í höfn, aðeins smábátahöfn nú á allra síðustu árum, hún er góð svo langt sem hún nær. Þannig mætti lengi telja, ekkert í stofnkostnað vegna slökkviliðs o.fl. o.fl. Kópavogur er næststærsta bæjarfélag landsins með rétt tæpa 16 þúsund íbúa, en bærinn er með skuldugri bæjarfé- lögum með heildarskuldir upp á 1.100-1.200 millj. króna. Við eigum mikið ógert í frumframkvæmdum sveitarfélagsins, holræsum og gat- nagerð fyrir utan fjölmargt annað. Þetta er líka einstætt hér á landi. Höfundur er einn af bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins íKópavogi. Angus Rollo ætlar að skemmta gestum Fógetans næstu daga. ■ SKEMMTIKRAFTURINN Angus Rollo er nú staddur hér á landi á vegum veitingahússins Fóg- etans. Mun hann skemmta gestum Fógetans með söng og glensi næstu daga. * * SOLUTÆKNI LISTINAÐ SELJA Sölutæknin fjallar um það hvernig á að gera sölustarfið markvissara, árangursríkara og skilvirkara, með því að þekkja betur mark- aðinn, viðskiptavinínn og ýmsar söluörvandí aðgerðír. 36 tímar, -nv^ Skráníng hafin í síma 626655. V Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.