Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
17
Jóla- og nýársbréf frá Flórens
Grýla færir börnum gjafir
eftir Bergljótu
Leifsdóttur
Jólaundirbúningur og jólin.
Síðasti mánuður 8. áratugarins
kvaddi Flórensbúa með því að vera
einn af hlýjustu desembermánuðum
síðustu tveggja alda og fór hitastig-
ið yfir 20°C. í samanburði við Is-
land er lítill jólaundirbúningur {
Flórens. Verslunareigendur í flest-
um götum miðbæjarins tóku sig
saman um að setja ekki upp jóla-
skreytingar vegna þess að
Afríkubúar selja varning sinn á
götunni fyrir framan verslanirnar.
Jólaundirbúningur innan fjögurra
veggja heimilisins er lítill. 72%
ítalskra fjölskyldna kaupa jólatré
og er það skreytt nokkrum dögum
fyrir jól. Einnig tíðkaðist að búa til
líkan af fæðingu Jesú, en sá siður
er útbreiddari á Suður-Ítalíu heldur
en á Norður-Ítalíu. Smákökubakst-
ur er varla til heldur gefa vinir og
ættingjar jólakökur og önnur sæt-
indi ásamt kampavínsflöskum.
Jolalög heyrast yfirleitt ekki í út-
varpinu.
Sú hefð er í Flórens og víðar á
Ítalíu að það má ekki borða kjöt
eða álegg á Þorláksmessu og á
aðfangadag sem er að vísu ekki
hátíðisdagur. Venjan er að borða
fisk (samt ekki skötu) og halda sig
við léttmeti áður en hinn hefð-
bundni hátíðarmatur tekur við.
ítalskt máltæki segir að sá sem
virði ekki þessa hefð hafi úlfslíkama
og hundssál. Annað ítalskt máltæki
segir: „Jólin með þínum, páskarnir
með þeim sem þú vilt“ og fóru 84%
þjóðarinnar eftir því um þessi jól.
Yfirleitt skiptast einungis fjöl-
skyldumeðlimir á jólagjöfum og eru
þær teknar upp eftir miðnætur-
messuna eða á jóladagsmorgun. Á
jóladag er ekki einn ákveðinn hátí-
ðarmatseðill í Flórens en auðvitað
er forrétturinn einhver spaghetti-
réttur og á mörgum heimilum eru
borðaðir svínsleggir í aðalrétt, ofn-
steiktur kalkúnn eða ýmsar ofn-
steiktar kjötteg-undir á teini.
Gamlárskvöld. Margir taka sér
frí frá vinnu á milli jóla og nýárs
og halda þá margir til skíðasvæð-
anna á Norður-Ítalíu til að fagna
nýju ári. Því miður verða þeir oft
að sætta sig við gervisnjó en þetta
er eitt af dýrustu ferðamannatíma-
bilunum á Italíu, svo að vonbrigðin
eru mikil þegar ekki er gott skíða-
færi.
Meirihluti Flórensbúa á aldrinum
18 til 30 ára kveður gamla árið og
fagnar hinu nýja í vinahópi á veit-
ingastað í Flórens eða í einhveijum
af strandbæjunum í nágrenni Flór-
ens eða upp til fjalla. Hægt er að
velja á milli fisk- eða kjötmáltíða.
Á miðnætti eru opnaðar um 25
milljónir af freyði- og kampavíns-
flöskum en ítalir eru um 57 milljón-
ir. _
Á Ítalíu er mikil hjátrú tengd
Gosbrunnur Neptúnusar þakinn snjó á Signoria-torginu í miðbæ
Flórens.
nýársnótt. Til dæmis á að klæðast
nýjum, rauðum nærfötum á gaml-
árskvöld til að gæfan fylgi þér á
komandi ári. I Toskana-héraðinu,
sem Flórens er í, er sá siður að
borða þroskuð vínber á gamlárs-
kvöld og eiga vínbeijasteinarnir að
vera tákn fyrir peningamynt og
með því að borða vínberin má halda
í vonina um betri fjárhagsafkomu
á komandi ári.
Þrettándinn. í Flórens eru ekki
haldnar brennur á þrettándanum
heldur er Grýla í aðalhlutverkinu.
Hér þýðir lítið að hóta að kalla á
Grýlu ef börnin eru óþekk því hér
er hún góð og færir börnunum gjaf-
ir. Það hefur alltaf verið haldið upp
á þrettándann á Ítalíu og er hann
frídagur. Á 17. öld táknaði þrett-
ándinn í Flórens hátíðina, sem var
upphafið á karnivalinu og voru þá
haldnar fyrstu grímuklæddu skrúð-
göngurnar, en á miðöldum voru þar
uppákomur sem voru haldnar til að
minna á komu vitringanna til Betle-
hem. Grýla hafði ekki ennþá fengið
á sig sjálfstæða og endanlega mynd
og skrúðgöngurnar höfðu einungis
trúarlegt gildi og voru skrautlegu
og íburðarmiklu búningarnir teknir
upp seinna. Heimildir segja að
breyting hafi orðið á 18. öld og
skrúðgöngurnar þá orðið glæsilegri
og fólkið hóf þá að grímuklæðast
og skreyttu listamenn vagnana. Þá
verður Grýla okkar tíma til en áður
voru þær fleiri en ein og voru þær
fríðari en núverandi Grýla og sátu
þær í öllu sínu veldi hver á sínum
vagni.
Á Ítalíu er sá siður að gefa sæl-
gætissokka á þrettándanum. Allt
fram á 20. öld voru þeir öðruvísi
og voru þá heimatilbúnir, þeir voru
hengdir á arinbrúnina og voru þeir
ekki einungis fylltir af sætindum
heldur einnig nytsamlegum hlutum,
auk kolamola, og hjá þeim sem
voru óþekkir voru settir stórir, rauð-
ir laukar.
Á þrettándanum færa hand-
verks- og verslunarmenn börnum
sem dveljast á sjúkrahúsum borgar-
innar gjafir. I mörgum hverfum
Flórens eru sýnd barnaleikrit og
mætir auðvitað Grýla til að útbýta
sælgætissokkum.
Höfundur er fréttaritari
Morgunblaðsins í Flórens.
Þorrinn er kominn
í góðan félagsskap
og glæsilegt umhverfi
ISkrúði bjóðum við gestum okkar ekki
eingöngu þorramat heldur einnig úrval
annarra rétta. Á hlaðborðinu er ýmiss
konar súrmatur, svið og saltkjöt, en einnig
kaldirforréttir, heitirfiskréttir og kjötréttirauk
margs konar meðlætis.
Á kvöldin er kveikt upp í arninum og á föstu-
dags- og laugardagskvöldum er leikin Ijúf
tónlist.
Þorrahlaðborðið er á boðstólum í hádeginu
(frá kl. 12 til 14) fyrir 1.190 kr., einnig á
kvöldin (frá kl. 18 til 22) fyrir 1.690 kr. virka
daga og um helgar fyrir 1.950 kr.
Heilsaðu þorra í Skrúði!
In.olret'
-lofargóðu!
______1350 milljónir á lausu frá 1. febrúar 1990_
LANDSBRÉF
veita einstaklingum og samtökum
holl ráð við innlausn/kaup
Spariskírteina ríkissjóðs
Hvers konar endurfjárfestingar fyrir alla sem hyggja
að öruggri framtíð í fjármálum.
LANDSBRÉF
LANDSBANKINN STENDUR MEÐ 0KKUR
SUÐURLANDSBRAUT 24, SÍMI 606080.