Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANÚAR 1990
Minning:
Oddur Olafsson
fyrrv. yfírlæknir
Fæddur 26. apríl 1909
Dáinn 18. janúar 1990
Kveðja frá SÍBS
Foringi okkar og fremsti fána-
beri SÍBS er fallinn í valinn.
Árið 1938, þegar samtök okkar
voru stofnuð var dánartíðni vegna
berklaveiki slík, að kalla mátti
plágu, sem heltók ekki síst konur
og menn á besta aldri. Þeir sem
brautskráðust af berklahælunum
bjuggu ekki aðeins við atvinnulegt
öryggisleysi heldur óttaðist fólk þá
líka, vegna smithræðslu.
Það voru djarfhuga bjartsýnis-
menn, sem stóðu að stofnun sam-
taka okkar SÍBS. Ólíkt því sem
áður hafði tíðkast, þá voru það
sjúklingamir sjálfir, sem hófust
handa og fengu liðveislu lækna og
í þeirra hópi var strax í upphafi
Oddur Ólafsson, sem veikst hafði
af berklum, þegar hann var enn við
nám.
Þá urðu til kjörorð, sem áttu eft-
ir að hljóma oft og víða „að styðja
sjúka til sjálfsbjargar" og að
„byggja brú til lífsins" þ.e. frá
berklahælunum til endurhæfingar
og endurmenntunar.
Það eru margir bautasteinar,
sem ástæða væri til að staldra við,
þegar við sjáum á bak Oddi Ólafs-
syni. Það eru vissulega mörg önnur
nöfn, sem áttu stóran hlut í far-
sælu starfi SÍBS. Hann og Þórður
Benediktsson voru hugmyndaríkir
og snjallir í að finna heppilegar fjár-
öflunarleiðir og hrinda þeim í fram-
kvæmd.
Sá bautasteinn, sem hefír þó
reynst traustastur í að fjármagna
starfsemina að Reykjalundi og
Múlalundi er „Vöruhappdrætti
SÍBS“, sem Oddur átti hugmyndina
að.
Oddur var kjörinn í miðstjórn
SÍBS 1940 og átti stærstan þátt í
þeirri stefnumótun að einbeita
kröftunum að því að reisa vinnu-
heimili.
í nóvember 1944 lagði undirbún-
ingsnefnd til „að sami maðurinn
verði yfírlæknir og forstjóri fyrir
vinnuheimili SÍBS“. Var Oddur
kjörinn til starfsins frá 1. janúar
1945 og Vinnuheimilið formlega
opnað 1. febrúar það ár.
Brátt koni í ljós að það var of-
viða einum manni að vera bæði
læknir og framkvæmdastjóri þess-
arar vaxandi stofnunar og 1948
varð Árni Einarsson forstjóri
Vinnuheimilisins að Reykjalundi.
Reyndist samstarf þeirra bæði far-
sælt og árangursríkt.
Síðan kom Múlalundur 20. maí
1959. Við stofnun hans kom Guð-
mundur Löve einnig mjög við sögu.
Ákveðið var frá upphafí að vinnu-
stofur Múlalundar yrðu „opnar öll-
um öryrkjum, eftir því sem rúm
leyfír". Þar er og hefír verið stærsta
öryrkjavinnustofan á íslandi og
jafnframt sú fullkomnasta á Norð-
urlöndum.
Þegar Múlalundur hafði flutt
starfsemi sína í hin nýju húsakynni
í Hátúninu átti Oddur góðan hlut
að stofnun Múlabæjar. Það var á
ári aldraðra vorið 1982, sem brýnt
þótti að hefja sem allra fyrst rekst-
ur dagvistunarheimilis fýrir aldrað
fólk til hvíldar og hressingar. Fyrra
húsnæði Múlalundar þótti með
breytingum henta allvel til slíkrar
starfsemi. Það voru þrenn félaga-
samtök, sem tóku að sér að stofna
og reka slíkt heimili. SÍBS með
40%, Reykjavíkurdeild Rauða kross
íslands með 40% og Samtök aldr-
aðra 20%.
Oddur hefir einnig um langt skeið
verið óumdeildur forystumaður í
Öryrkjabandalaginu. Afrek hans,
þar með stórbyggingarnar í Hátún-
inu munu reynast óbrotgjarn minn-
isvarði um bjartsýni og ótrúlegt
áræði Odds Ólafssonar.
Þegar Oddur var sextugur ritaði
Þórður Benediktsson m.a.: „Saga
SÍBS og saga Odds eru svo nátengd
að ekki má segja þær sína í hvoru
lagi. Frá stofnun samtakanna hefur
hann verið áhrifamesti maður
þeirra. Svipmót sambandsins ber
yfírbragð hans svo ekki verður um
villst. Vinsældir þess sóttar í ein-
stæða mannhylli hans. Kjark allan
og framtak, sem SÍBS hefur þörf
fyrir, má sækja í uppruna sama
nægtabrunnsins, sem Oddur hefur
eignarhald á og sem alltaf er
barmafullur af bjartsýni og mann-
viti hversu sem af er ausið.“
Við sem höfum starfað með Oddi
í stjórn SÍBS og fjölmörgum nefnd-
um höfum haft náin kynni af þess-
um nægtabrunni. Hann var ávallt
víðsýnn, yfirvegaður og úrræðagóð-
ur og farinn að leggja drög að
næstu sóknarlotu, áður en þeirri
síðustu var lokið. Samstarfið við
Odd var og verður okkur öllum
lærdómsríkt og ómetanlegt.
Kona Odds, Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, hefur jafnan staðið sem
klettur við hlið hans í blíðu og
stríðu. Henni eigum við einnig mik-
ið að þakka og færum henni og
fjölskyldunni allri hjartanlegar
samúðarkveðjur.
F.h. stjórnar SÍBS,
Guðmundur Guðmundarson.
Stutt kveðja úr héraði
Oddur Ólafsson fyrrv. yfirlæknir
lést í Reykjalundi að morgni 18.
janúar sl., en hann hafði kennt sér
nokkurs lasleika dagana á undan.
Eigi að síður kom fráfall hans okk-
ur vinum hans á óvart. Við fráfall
þessa mæta manns hefir orðið mik-
ill héraðsbrestur, svo mikilvirkur
og athafnasamur sem Oddur heitinn
var í lífí sínu og starfi.
Oddur er kominn af sjósóknúrum
og kjarkmönnum á Suðurnesjum.
Hann var sonur hjónanna Steinunn-
ar Oddsdóttur og Ólafs Ketilssonar,
útvegsbónda og hreppstjóra að
Kalmanstjörn í Höfnum. Þeir bænd-
ur sem áttu fasta búsetu í verstöðv-
um og sóttu sjóinn fyrr á öldum
voru afreksmenn að andlegu og
líkamlegu atgervi, enda ekki á færi
annarra en slíkra manna að hafa
forystu um að heyja Iífsbaráttuna
í fangbrögðum við náttúruöflin, eins
og þau gerast í þessu landi.
Oddur mun hafa verið skírður
eftir afa sínum séra Oddi Gísla-
syni, sem var þjóðkunnur maður á
sinni tíð, en frægastur fyrir skipu-
lega viðleitni í slysavarnamálum við
og á sjó. Oddur Ólafsson mun ekki
hafa ætlað að láta sinn hlut eftir
liggja fremur en afinn og þótti
snemma líklegur til átaka og hið
mesta mannsefni, enda hefur það
komið eftirminnilega á daginn, svo
sem alþjóð er kunnugt. Oddur varð
fyrir því áfalli á unga aldri að fá
berkla, sem á þeim árum var nán-
ast dauðadómur, en hann sneri vörn
í sókn. Hann fylkti liði með þján-
ingabræðrum sínum og sagði hinum
hvíta dauða stríð á hendur. Honum
tókst að ljúka læknanámi sínu og
tók þennan vágest því taki sem
hann sleppti aldrei. Þeirri glímu
lauk með fullkomnum sigri þeirrar
sveitar manna og kvenna sem átti
þá hugsjón að bjarga íslensku þjóð-
inni úr helgreipum berklaveikinnar.
Það er reyndar ánægjuleg tilhugsun
er ég lít til baka til áranna er heims-
styijöldin geisaði. Þá tókust samn-
ingar um að Samband íslenskra
berklasjúklinga tæki sér bólfestu í
landi Reykja og byggði þar upp
eitt öflugasta vígið sem um getur
í baráttunni við berklaveikina.
Reykjabændur áttu því láni að
fagna að geta rétt út hönd og gert
upphafið þannig úr garði að það
létti nokkuð eftirleikinn, og þannig
hófst ævintýrið um Vinnuheimilið
að Reykjalundi. Vöxtur þess og við-
gangur er síðan afrek samtaka
berklasjúklinga sem þarf ekki að
rekja hér, enda víðfrægt innanlands
sem utan.
Oddur Ólafsson kom hingað í
Mosfellssveitina árið 1945 og settist
að á Brúarlandi með fjölskyldu sína,
og hefur búið hér í sveit síðan.
Spor hans með okkur, fólkinu í
þessu héraði, eru skýr og greinileg
og hérna hófu þau merkishjón,
Ragnheiður og Óddur, sitt ævi-
starf. Oddur læknir varð bráðlega
sá maður í sveitinni sem margir
leituðu til, enda háttaði þannig til
að héraðslæknirinn var búsettur í
Reykjavík, símatími var ekki langur
og oft mjög erfitt að ná í læknis-
hjálp. Læknishéraðið hafði þó verið
stórlega minnkað frá tíma þeirra
Þórðar Edilonssonar og Bjarna
Snæbjörnssonar í Hafnarfirði, er
það náði úr Selvogi í Hvalfjarðar-
botn. Með tímanum fluttist heilsu-
gæslan að Reykjalundi og hefur
verið þar síðan á sjöunda áratugn-
um. Er óhætt að segja að fá héruð
í þessu landi hafi búið við betri þjón-
ustu. Þessum málum var þokað
áfram með gætni þar til þeim
áfanga var náð að heilsugæslustöð
læknishéraðsins var sett upp í
Reykjalundi. Því miður var þetta
ekki óumdeild ráðstöfun, en hún
tókst vel, og þar nutum við héraðs-
menn lagni, velvilja og samningalip-
urðar Odds Ólafssonar eins og svo
oft, bæði fyrr og síðar.
Æviskrá Odds Ólafssonar verður
ekki rakin hér nema að litlu leyti,
og þá það sem snertir störf hans
með fólki í Mosfellssveitinni og fyr-
ir það. Auk þess að stýra úr höfn
starfsemi Reykjalundar gaf hann
sér nokkurn tíma til þess að sinna
öðrum velferðarmálum en læknis-
þjónustunni. Hann gerðist virkur í
ýmsum félagsmálum, enda mikið
til hans leitað. Oddur skipaði sæti
í sýslunefnd 1953-1974 og átti
sæti í ýmsum samtökum og nefnd-
um í sveitinni, einkum á sjöunda
áratugnum og fram á þann átt-
unda. Á þessum vettvangi var sam-
starf okkar mikið og afdrifaríkt,
enda var það þá svo að sýslunefnd-
armaður var í nánu samstarfi við
hreppsnefnd um hagsmunamál
sveitarfélagsins, og urðu þau hon-
um verulegt áhugasvið. Um það
leyti er Oddur hugðist minnka við
sig umsvifin í Reykjalundi eftir
1970, eygðum við vínir hans og
samheijar þann möguleika að hann
gæfi kost á sér til þingmennsku.
Þess vegna var það svo að mér
tókst að fá samþykki hans til þátt-
töku í prófkjöri 1971, þar sem hann
náði góðum árangri. Hann sat á
Alþingi tvö kjörtímabil og átti hinn
merkasta þingferil, sjálfum sér og
samheijum sínum til hins mesta
sóma.
Oddur var maður sem tók þá
stefnu snemma í lífinu að „styðja
sjúka til sjálfsbjargar", og á þeim
vettvangi nutu mannkostir hans sín
vel. Til slíkra manna leita einnig
ýmsir aðrir í baráttu sinni í hinum
ólíkustu málum, og aldrei var kom-
ið að tómum kofunum hjá Oddi.
Það andlega og líkamlega þrek sem
hann byggði upp í fyrstu orrustu
sinni við berklana kom að góðum
notum á fleiri sviðum að þeim sigri
loknum. Starfsþrek hans var með
ólíkindum og kom það okkur vel
sem áttum við hann erindi í hinum
ýmsu málum, því hann var með
afbrigðum ráðhollur og snjallvitur
á erindi manna og byggði upp bar-
áttuþrek með því fólki sem til hans
leitaði. Fyrir mig er það kannski
eftirminnilegast er hann lagðist á
sveif með hreppsnefnd Mosfells-
hrepps við að ná góðum samningi
við Hitaveitu Reykjavíkur árið 1973
um afgreiðslu á heitu vatni til hinn-
ar ört vaxandi byggðar í Mosfells-
sveit. Grundvallarhugmyndin var
sú að við fengjum vatnið á leigu á
svokölluðu heildsöluverði, þ.e. að
metinn var virkjunarkostnaður en
dælingarkostnaði sleppt, þar sem
vatnið nýttist á svæðinu án þess
kostnaðar. Þetta taldist eitt mesta
hagsmunamál sem ég beitti mér
fyrir í oddvitatíð minni í þau 19 ár
sem ég gegndi þeirri stöðu.
Árið 1974 tók ég sæti í stjórn
Vinnuheimilisins að Reykjalundi og
gegndi því starfi í um 12 ár. Komst
ég þar í beina snertingu við hugar-
heim baráttumanna SIBS og kynnt-
ist ýmsum nánustu samstarfsmönn-
um Odds. Var það mikill og góður
reynslutími fyrir mig. Þá stóðu yfir
ýmsar breytingar á starfsemi
Reykjalundar. Þar var staðið yfir
moldum óvinarins, berklanna, og
ný verkefni mannúðar og heilsu-
gæslu komu til. Starfsemin tók nú
til fleiri þátta svo sem endurhæfing-
ar hjartasjúklinga o.fl., með vax-
andi góðum árangri. Þarna kynntjst
ég náið baráttumanninum Oddi Ól-
afssyni, sem gegndi formennsku í
stjórn Reykjalundar seinni árin og
til æviloka.
Margt mætti rekja um ráðgjöf
og stuðning Odds við þá ólíku aðila
sem til hans leituðu, en þar er af
fjölmörgu að taka og verður ekki
rakið að sinni. Sú saga er hin merk-
asta og margir munu hugsa með
hlýjum hug til hins mæta manns
sem nú er horfinn á vit almættis-
ins. Við fólkið í héraðinu sendum
kveðjur og viljum heiðra minningu
hins ágæta heiðursmanns sem
ávallt var boðinn og búinn og studdi
allt og alla sem sýndu vilja og bar-
áttuhug til þess að koma góðum
málum fram. Hann kunni vel að
meta drengskap svo og sem hann
var sjálfur hinn mesti drengskapar-
maður. Oddur var kvæntur Ragn-
heiði Jóhannesdóttur Lárusar
Lynge prests á Kvennabrekku í
Dölum og konu hans, Guðríðar
Helgadóttur. Þau Oddur og Ragn-
heiður eignuðust sex mannvænleg
börn sem hafa reynst í hópi ágæt-
ustu borgara þessa lands. Við þetta
tækifæri sendum við fjölskyldu
Odds Ólafssonar samúðarkveðjur.
Honum þökkum við samfylgdina á
liðnum 45 árum, en minningin lifír
um mann sem setti sér það mark
að láta gott af sér leiða og náði því
takmarki eftirminnilega. Blessuð sé
minning hans.
Jón M. Guðmundsson
Það var alltaf gaman að koma í
Hamraborgina, afi og amma hress
og kát, og heimsmálin rædd niður
RYMINGARSALAN
LOKA-LOKAÚTSALA
Laugavegi 91 (klalbra Daaias)
Jakkar, pils, buxur, blússur, peysur, nærföt, náttföt,
sængur, sængurverasett, handklæði, töskur, leik-
föng, búsáhöld, gjafavörur, rúskinnsjakkar, leður-
jakkar, pelsjakkar, barnafatnaður í úrvali.
nPlll virka daga fra kl. 13 til 18
UrlH Laugardaga frá kl. 10 til 14
EINSTAKT TÆKIF/ERI, SEM EKKIBYÐST AFTUR