Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 21

Morgunblaðið - 25.01.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1990 21 Hótel Borg 60 ára: Unnið er að endurbótum á sölum Hótel Borgar. Afinælistilboð# á hverjum degi HÓTEL Borg opnaði fyrir 60 árum, nánar tiltekið 19. janúar 1930. Hótelið minnist tímamótanna með af- mælistilboði á hverjum degi. Til stóð að Borgin hætti rekstri um síðustu áramót, en nýr sex mánaða leigu- samningur með 45 daga uppsagnarfresti hefur verið gerður við Ólaf Laufdal, núverandi leigutaka, og hefiir þegar verið ráðist í ýmsar endurbætur. Að sögn Ölafs Reynissonar, hót- elstjóra, er óvíst hvað Hótel Borg verður lengi við líði í núverandi mynd. „Samt sem áður ætlum við að setja fullan kraft í endurbætur og reksturinn, þannig að hótelið standi með sóma, þar til það fell- ur. Við ætlum að samræma Borg- ina meira þeim rekstri, sem þar fer fram, og leggja áherslu á þjónustu við matargesti,“ sagði Ólafur. Sérstakt afmælistilboð verður á réttum dagsins alla daga og boðið verður upp á afmæliskaffihlaðborð, en stefnt er að því að gera staðinn aðlaðandi fyrir matargesti. Starfs- fólki fyrirtækja í miðbænum verður gefinn kostur á að kaupa sérstakt 10 miða matarkort, þar sem þriggja rétta máltíð verður á innan við 1.000 krónur. Borgarkráin verður flutt út í enda, svo matargestir hafi frið í gyllta salnum til mið- nættis, en boðið verður upp á nýjan matseðil um helgar með ýmsum þjóðarréttum. Á kvöldin, frá fimmtudegi til sunnudags, er fyrirhugðuð fjöl- breytt dagskrá og má þar nefna tónleikahald, ræðukeppni, brand- arakeppni, dansleiki, Fegurðars- amkeppni Reykjavíkur, vörusýn- ingar fyrir viðskiptamenn, Gala- kvöld að hætti ársins 1930, franskt jasskvöld með tríói frá Frakklandi og ljóðalestur. í anddyri hótelsins hefur verið opnuð aðstaða, þar sem listamenn geta sýnt verk sín sér að kostnaðar- lausu og 60 daga afmælistilboð er fyrir næturgesti. „Sú stefna hefur verið tekin að fá nýtt fólk og nýtt blóð og fá snúninginn upp með því móti,“ sagði Ölafur. „ Var haftiað af uppstillinganefiid“ - segir Ingólfur Falsson Keflavík ELLERT Eiríksson sveitarsljóri í Gerðahreppi og varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi verður nýr oddviti Sjálfstæðis- flokksins í komandi bæjararstjórnarkosningum í Keflavík og skipar þar efsta sætið á framboðslista flokksins. Hann tekur við forystuhlut- verkinu af Ingólfi Falssyni sem verið hefur bæjarfulltrúi í Keflavík í 16 ár en er nú ekki í framboði. Ingólfur Falsson sagði í samtali við Morgunblaðið að uppstillingar- nefnd flokksins í Keflavík hefði hafnað sér. Ingólfur sagði að upp- stillingarnefndin hefði hafið störf um miðjan september og ekkert sam- band hefði verið haft við sig fyrr en um miðjan janúar þegar honum hefði verið boðið heiðurssætið, en hann hefði ekki þegið það boð. Ingólfur sagðist ekki tjá sig nánar um málið. Ellert sagði í samtali við Morgun- blaðið að framhaldið hjá sér tengdist gengi Sjálfstæðisfiokksins í komandi kosningum. Þó væri ljóst að hann myndi hætta sem sveitarstjóri í Gerðahreppi í sumar.„Ég hef nú starfað í Garðinum síðan 1982 eða tvö kjörtímabil og eignast þar marga vini. Þetta hefur verið góður tími, ég hef átt sérlega ánægjulegt sam- starf við hreppssnefndar og sveitar- stjórnarmenn - og ekki hvað síst bæjarbúa sjálfa sem eru ákaflega framtakssamir," sagði Ellert Eiríks- son. BB Hlutafélag um flarvinnu- stofii á Hvammstanga TIL stendur að stofna hlutafélag á Hvammstanga um ijarvinnustofu þar sem starfrækt verður hverskonar útgáfustarfsemi, ritvinnsla og skyld verkefni. Ákveðið hefur verið að fyrirtækið heiti Orðtak-flar- vinnslustofa. Ráðgert er að hlutafé fyrirtækisins, sem verður stofnað 1. mars næstkomandi, verði þrjár milljónir króna, að sögn Steingríms Steinþórssonar, eins af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Steingrímur sagði að hugmyndin væri fengin frá Svíþjóð þar sem nokkur slík fyrirtæki starfi. Ætlunin með þessu væri að bæta úr atvinnu- ástandi á Hvammstanga og innleiða þar önnur störf en láglaunastörf. „Starfsemin mun tengjast tölvu- og gagnavinnslu. Við getum annast prófarkalestur og umbrot og gengið frá texta til prentunar. Takmark okkar er að safna þremur milljónum í hlutafé og setja fyrirtækið á stofn án nokkurrar lántöku. Við þurfum ekki að ijárfesta i öllum tækjum strax en við höfum sent útboð vegna tölva sem við þúrfum að kaupa og við vonumst til að geta keypt öll nauðsynlegustu tækin í þremur áföngum," sagði Steingrímur. Til að bytja með verður einn starfsmaður í hálfu starfi hjá fyrir- tækinu og mun hann vinna að því afla fyrirtækinu verkefna. ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.