Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 25.01.1990, Qupperneq 22
 ei flUÍ 22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. JANUAR 1990 Bretland: Auka nútíma aðferðir við lestr- arkennslu vanda lesblindra? St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari FVímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjóri Sambands lesblindra í Bretlandi hélt því fram í síðustu viku að nútímaaðferðir við lestrarkennslu ykju vanda les- blindra. Michael Stern, framkvæmda- stjóri Sambands lesblindra, lét þessi orð falla við upphaf herferðar til að auka skilning á vanda les- blindra. Sú aðferð, sem beitt er í langflestum brezkum ríkisskólum, er þannig, að börnum er kennt að bera kennsl á heil orð en ekki að stafa og mynda síðan eina heild úr stöfunum. Stern sagði, að rök úr rannsókn- um í Bretlandi, Bandaríkjunum og Frakklandi bentu eindregið til þess að lesblindir ættu í erfiðleikum með að tengja hljóðið við táknið, sem skrifað væri á blað. Með því Geta farsímar skað- að heilsu manna? DANSKA símaeftirlitið telur að svo mikil óvissa ríki um áhrif bílasíma á notendurna að stofnunin hefur lagt til að aðvörunar- texti verði látinn fylgja hverju símtæki, að því er fram kemur í danska blaðinu Ingcniercn. Eftirlitið óttast að farsímarnir, sem senda út á hátíðniörbylgjum, kunni að hita upp hluta af heilan- um. „Við vitum ekki hvort það virkar svipað því að maður stingi höfðinu inn í örbylgjuofn," segir Tage Iversen, forstöðumaður stofn- unarinnar. Símaeftirlitið hefur skrifað heil- brigðiseftirlitinu og varað við geisl- unarhættu af farsímunum. Heil- brigðiseftirlitið hefur þó hafnað þeirri leið að vara notendurna við þar sem ekki sé unnt að fylgja slíku eftir með rökum enn sem komið er. Það viil ekki taka afstöðu í málinu fyrr en fleiri gögn liggja fyrir í málinu. Víða er verið að rannsaka áhrif útvarpsbylgna á fólk og er lítið vitað hverjar niðurstöðurnar verða. Rafeindafyrirtækið Philips hefur brugðið á það ráð að láta varnaðar- orð fylgja í leiðbeiningarbækling- um með farsímum. Þar er athygli notenda vakin á því að „síminn sendir frá sér útvarpsbylgjur sem geta haft áhrif á önnur rafeinda- tæki og enn fremur valdið heilsu- tjóni“. „Þetta er ef til vill of sterkt til orða tekið, en við höfum þennan fyrirvara á af lögfræðilegum ástæðum, þar sem ekki hefur tek- ist að sýna fram á skaðsemi tækj- anna eða skaðleysi," segir Henning Bjemo, upplýsingafulltrúi Philips. að kenna að stafa væri hægt að kenna 9 af hverjum 10 lesblindum börnum að lesa og skrifa eðlilega. Hann sagði sjálfsagt, að í lestrar- kennslu væri áherzlan á að tengja hljóð og staf. Hann sagðist ekki vita um neinar rannsóknir, sem bentu til þess, að ekki ætti að kenna að stafa. Þvert á móti væru yfirgnæfandi líkur á, að það ætti að gera það. Flest börn, sem ættu í erfiðleikum með lestur, væru í vandræðum með að tengja saman hljóð og orð. Sambandið telur, að um 32 þús- und börn hefji skólanám í Bretlandi öllu á hverju ári, sem eru lesblind, og að um 350 þúsund lesblindir séu í brezka skólakerfinu. Ýmsir þekktir menn úr brezku þjóðlífi og eru lesblindir styðja þessa herferð. Þeirra á meðal eru Jackie Stewart, fyrrum ökuþór, og Michael Heseltine, þingmaður íhaldsflokksins og fyrrverandi ráð- herra. Reuter Girðingar í stað múrsins Austur-þýskir verkamenn hafa nú lokið við að rífa niður stóra hluta Berlínarmúrsins. Samningar hafa verið gerðir um sölu á steypunni og mun a.m.k. einn bandarískur kaupsýslumaður hafa í hyggju að framleiða minjagripi sem tengdir verða falli múrsins. Líkt og sjá má á myndinni hafa girðingar verið reistar þar sem skörð hafa verið rofin { Berlínarmúrinn. Boðað til kosninga í Japan: Ottast banatilræði við George Bush New York. Reuter. Bandarískir leyniþjónustumenn hafa áhyggjur af, að eiturlyfjasalar reyni að drepa George Bush Bandaríkjaforseta þegar hann fer í næsta mánuði til Kólombíu á fund um eiturlyfjavandann. Kom það fram i bandarískri sjónvarpsstöð á mánudagskvöld. Flokki Toshiki Kaifus spáð naimrnm meirihluta Tókíó. Reuter. TOSHIKI Kaifu, forsætisráðherra Japans, leysti I gær upp neðri deild japanska þingsins og boðaði til kosninga þann 18. febrúar nk. Stjórn- málaskýrendur kváðust í gær telja að flokkur forsætisráðherrans, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, myndi ná naumum meirihluta á þingi en flokkurinn hefur haldið um stjórnartaumana í Japan undanfarin 34 ár. „Leyniþjónustan hefur fengið ýmsar vísbendingar um, að eiturlyfj- asalamir eða útsendarar þeirra muni reyna að ráða Bush forseta af dög- um,“ sagði í fréttum CBS-stöðv- arinnar og þar kom fram, að eitursal- amir hefðu hugsanlega undir hönd- um flugskeyti ti! að granda flugvél- um. Bush fer með forsetavélinni til borgarinnar Cartagena í Kólombíu til fundar við leiðtoga Kólombíu, Perú og Bólivíu en þótt flugvélin sé búin ýmsum tækjum til að veijast flugskeytaárásum er ekkert öruggt í þeim efnum. Vegna þessa er leyniþjónustan að velta fyrir sér öðrum ferðamáta en Bush er staðráðinn í að koma til fundarins í Kólombíu þótt margir hafi latt hann fararinnar. í neðri deild þingsins sitja 512 fulltrúar. í síðustu kosningum fékk flokkur forsætisráðherrans 294 menn kjörna. Stjómmálaskýrendur sögðu erfitt að segja til um úrslitin en kváðust þó heldur hallast að því að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn héldi meirihluta sínum. I júlí í fyrra gerðist það í fyrsta skipti að f lokkur- inn lenti í minnihluta er kosið Var til efri deildar þingsins, sem hefur mun minni völd en hin þingdeildin. Var helsta ástæða ósigursins talin vera sú ákvörðun ríkisstjómarinnar að innleiða söluskatt auk þess sem margir helstu leiðtogar flokksins voru bendlaðir við spillingarmál og staðnir að siðleysi í einkalífinu. Takao Doi, formaður Sósíalista- flokksins, lýsti yfir því í gær að nú væri lag til að binda enda á valda- skeið hinna fijálslyndu og koma á raunverulegum breytingum í jap- önskum stjómmálum. Leiðtogi kommúnista tók í sama streng en almennt er búist við því að kommún- istar tapi fylgi ekki síst í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa í ríkjum Austur-Evrópu. Kommúnistar hafa nú 28 menn í neðri deild en flokkur þeirra er ekki sagður hollur komm- únistum í Sovétríkjunum eða Kína. Leiðtogar Frjálslynda lýðræðis- f lokksins hyggjast sýnilega færa sér hrun kommúnismans í nyt og sögðu talsmenn flokksins í gær að valið stæði á milli fijálslyndis eða sósíal- isma. Kosningabaráttan hefst 3. febrú- ar og búist við því stjórnarandstaðan leggi einkum áherslu á söluskattinn umdeilda, landbúnaðarmái og sið- Toshiki Kaifu ferði í japönskum stjómmálum líkt og í kosningunum til efri deildarinn- ar í fyrra. Frjálslyndi lýðræðisflokk- urinn mun á hinn bóginn einkum beina kröftum sínum að því að sann- færa alþýðu manna í Japan um gildi þess að hvergi verði hvikað frá gmndvallarreglum hins fijálsa hag- kerfis. Flugslys í Venezúela Reuter Flugvél frá hernum í Venezúela fórst á þriðjudag og með henni 24 manns. Lenti vélin utan í skógivaxinni fjallshlíð í mikilli þoku en talið er, að tækjabilun hafi einnig komið til. í gær var unnið að því að flytja lík hinna látnu til byggða. ísrael: Ráðherra greinir á um friðarumleitanir Kaíró. Reuter. ÁGREININGUR hefúr komið upp á milli stjórnarflokkanna, Verka- mannaflokksins og Líkud-flokksins, í Israel um samningaumleitanir fyrir botni Miðjarðarhafs. Shimon Peres, varaforsætisráðherra og leið- togi Verkamannaflokksins, sem nú er í heimsókn í Egyptalandi, lét svo ummælt við komuna til Kaíró í fyrrakvöld að friðarviðræður Pa- lestínumanna og Israela gætu hafist innan skamms. Þvi vísaði talsmað- ur Yitzhaks Shamirs forsætisráðhcrra algjörlega á bug. Shimon Peres hitti Hosni Mubar- ak, forseta Egyptalands, að máli í Kaíró í gær. Hann sagði við blaða- menn að innan ísraelsstjórnar væri mikill stuðningur við þá hugmynd að Palestínumenn, sem vísað hefur verið af hernumdu svæðunum, tækju þátt í viðræðum um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Yossi Ahimeir, tals- maður Shamirs, vísaði því á bug að samkomulag væri í nánd um þetta má! og slíkar hugmyndir samræmd- ust ekki tillögum stjórnarinnar um kosningar á Vesturbakka Jórdanár og Gaza-svæðinu. „Fólk, sem vísað hefur verið af hernumdu svæðunum, var gert brottrækt vegna þess að það hafði tekið þátt í and- gyðinglegri starfsemi og hryðjuverk- um,“ sagði talsmaðurinn. Shimon Peres sagði að hægt væri að leysa þennan ágreining á mjög skömmum tíma. Forsætisráðherrann er einnig undir þiýstingi frá herskáum hægrimönnum innan Líkud-flokks- ins. Einn þeirra, Ariel Sharon atvinn- umálaráðherra, sagði að ef efnt yrði til kosninga á hernumdu svæðunum brytist að nýju út stríð á milli araba og ísraela.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.